Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER1974 31 að kynna sér nýjungar á sviði ævistarfs síns. En mér er ógleymanlegt þegar ég sá i fyrsta sinn hvað börnin gátu komið boðskap jólaleikrits- ins vel til skila, og helgin og hátíð- leikinn sem yfir þessu hvíldi. Eftir þetta dvöldum við í f jölda- mörg ár sumartíma á Sólheimum við frábæra gestrisni og elsku- semi húsmóðurinnar, og fylgd- umst með ánægju með því hve heimilið óx og dafnaði í höndum hennar. Yfir heimilinu hvíldi ljúfur áreynslulaus blær stjórn- semi og festu, sem allir hlutu að finna sem þar dvöldu. Heimilisbragurinn einkenndist þó fyrst og fremst af samhygðinni með börnunum, áhuga og velverð þeirra og bjartsýnni von um enn betri tíma þegar fram liðu stund- ir. Á seinni árum hafa hugsjónafé- lög, svo sem Lionsklúbbur Reykjavíkur, Styrktarfélag van- gefinna og fleiri aðilar gefið heimilinu stórrausnarlegar gjafir. Veit ég, að Sesselja mat þetta að verðleikum, auk þess sem það sýndi vaxandi skilning á starfi hennar. Hún var stórhuga í áformum sinum, og þessi mikla og góða hjálp flýtti fyrir því sem hún þráði að sjá i framkvæmd. Sesselja átti tvö kjörbörn, Fríóu, yndislega stúlku, sem nú er gift kona í Kópavogi, sem reyndist Sesselju allra besta dótt- ir. Voru þær mjög samrýmdar og átti Sesselja sitt annað heimili hjá Fríðu, hvenær sem hún var í bæn- um. Ennfremur Elfar, mesta efnis- pilt, sem horfur voru á að myndi verða móður sinni stoð og stytta við heimilið, hefði honum enst aldur til. En hann lést innan við tvítugt, eftir að Sesselja hafði siglt með hann til Danmerkur til lækninga. En hann átti ekki aft- urkvæmt lifs til landsins og tók Sesselja sér andlát hans mjög nærri. En ömmubörnin, börn Friðu, voru hennar sólargeislar og var hún nýkomin heim úr ferðalagi til Sviss með Elfu, 12 ára, þegar andlát hennar bar svo sviplega að höndum. Auk kjörbarnanna átti Sesselja nokkur fósturbörn, sem hún ól önn fyrir um lengri eða skemmri tíma eftir þvi sem þau komust á legg, og eru sum ennþá á heimil- inu og sakna nú „mömmu" sárt ásamt öðrum ástvinum hennar. Barnaheimilið Sólheimar hefur mikið misst og vandfundið að fylla það skarð er hún lætur eftir sig. Sjálf var hún þrotin að heilsu og kröftum. Þó var hún síðustu dagana enn að sinna aðkallandi verkefnum sem heimilið varðaði. Sesselja áleit sig hafa verið gæfukonu, — að hafa auðnast að starfa við það eina sem hjarta hennar þráði! Veita þeim sama- stað, umhyggju og kærleika, sem minnst mega sin og sem hún taldi að sér hefði verið trúað fyrir. Öllum þeim, sem eiga um sárt að binda við fráfall Sesselju Sig- mundsdóttur votta ég samúð mina. Minning hennar mun lengi lifa. Katrfn J. Smári. Þegar ævin er öll fennir fljótt í flestra spor, en svo mun trauðla um Sesselju á Sólheimum, svo óbrotgjarnan minnisvarða sem hún hefir reist með einstæðu lífs starfi að Sólheimum í Grímsnesi. Mun það væntanlega um langan aldur bera óvenjulegri konu fag- urt vitni. Snemma beindist hugur Sesselju i ákveðna átt og undirbjó hún lifsstarf sitt með námi í upp eldisfræði og barnahjúkrun í Þýzkalandi og Sviss. Var það ein- stætt framtak að ung og fátæk stúlka brytist til síkrar menntun- ar á tímum kreppu, atvinnuleysis og fjárhagsörðugleika, sem þá gengu yfir heim allan. Sýnir það bezt manndóm hennar, óbilandi kjark og áræði, sem ásamt fórn- fýsi og ósérhlífni jafnan hefir ein- kennt öll hennar störf. A árunum um og upp úr 1930, þegar Sesselja var að brjótast í því að skapa aðstöðu fyrir van- rækt og vangefin börn austur á Sólheimum, var þar að engum húsakosti að hverfa. Samgöngur frá þjóðveginum fóru fram á klifjahestum eða vagni, þegar bezt lét. Það, sem gerði staðinn girnilegan, voru hinar heitu laug- ar, sem jafnan hafa verið staðn- um mikil lyftistöng til hverskonar nytja. Erfiðleikarnir, sem hún þurfti að yfirstiga, voru með ólikindum og erfitt að gera sér þá i hugar- lund við nútíma aðstæður. Það var alþingishátíðarárið, sem Sesselja hóf hið sérstæða og merka brautryðjendastarf um rekstur barnaheimilis að Sól- heimum. í fyrstu var aðeins um sumarbúðir fyrir fátæk og um- komulítil börn að ræða. Hafst var við i tjöldum við hin frumstæð- ustu skilyrði. Erfiðleikarnir, sem yfirstiga þurfti, voru með ólíkind- um og erfitt að gera sér þá i hugarlund við nútima aðstæður. Strax fyrsta sumarið hófst hún handa um byggingarframkvæmd- ir. Steypturvarkjallariað fyrsta húsi staðarins. Þrátt fyrir marg- víslega örðugleika tókst að gera hann íbúðarhæfan fyrir veturinn. Áfram var haldið með eldmóði brautryðjandans, sem ekkert fékk stöðvað. Hér var engu sinnt nema helgri köllun, að fórna lífs starfi sinu í þágu þeirra barna, sem verst voru sett í þjóðfélaginu. Strax og húsakynni leyfðu var heimilið rekið í tveim algjörlega aðskildum deildum. Var önnur fyrir heilbrigð börn, en hin fyrir vangefin, sem mörg áttu það sam- eiginlegt að vera umkomulaus. Hin síðari ár hefur heimilið ein- göngu verið rekið fyrir vangefin börn og allt við það miðað að koma þeim til þess þroska, sem kostur er. Jafnframt að búa þeim það hlýja og ánægjulega heimili, sem allir kannast við, sem þangað hafa komið. Hér verður ekki rakin bygg- ingarsaga Sólhéima, sem er ein- stakt afrek, þegar tekið er tillit til, að hér er að mestu um framtak einnar konu að ræða, sem sjálf þurfti að standa í öllum fram- kvæmdum samhliða umfangs- miklum rekstri heimilisins. Lengst af við' litil efni og afar takmarkaðan stuðning af opin- berri hálfu. Hér hefir hin sfðari ár orðið mikil breyting á til batn- aðar, þó enn megi betur duga. Nú er svo komið, að bjartir litir skarta á húsakosti Sólheima. Sesselja valdi þá sjálf á allar byggingar staðarins, sem nú eru orðnar margar, sumar nýjar eða nýlegar og einstaka með glæsi- brag. Andinn, sem svífur þar yfir innan dyra, er einnig bjartur og samstilltur. Kemur það sér vel, ekki sízt i skammdeginu. Mörg börn, sem þarna hafa vistast, hafa orð á þvf, þegar þau hafa verið nokkurn tima i heimsókn hjá fjöl- skyldu sinni, að þau sé farið að langa aftur „heim að Sólheim- um“. Betri meðmæli getur slikt heimili ekki kosið sér. Svo er þess að geta, að hópur barna hefir naumast kynnst öðru heimili og á hvergi höfði sínu að halla utan Sólheima. Arið 1964 var Sesselja sæmd Riddarakrossi Fálkaorðunnar fyr- ir frábær störf að mannúðar- og líknarmálum. Var hún vel að þeirri sæmd komin. Ótrúlegu dagsverki er nú lokið við svo erfið skilyrði, að aðdáun og undrun vekur, ekki síst hjá þeim, er bezt þekkja. Hér kom Sesselju að góðu haldi einlæg og bjargföst trú, trúartraust, sem hafið var yfir allar efasemdir og átti sér örugga stoð í þeirri vissu, að yfir henni og starfi hennar væri vakað öllum stundum. Hún sagði einatt, þegar verst lét og erfiðleikar steðjuðu að: Mér leggst alltaf eitthvað til. Og þótt okkur leikmönnum fyndist á stundum, að meira þyrfti til en góðar og frómar óskir, þá varð sú raunin oft, að Sesselju varð að óskum sínum og bænum, henni lagðist eitthvað til. Það var af tilviljun að nýstofn- aður Lionsklúbbur tók þá ákvörð- un 1957 að beina fjáröflun og öðrum stuðningi eingöngu að mál- efnum Sólheima. A því ári stóð Sesselja enn i ströngu með öll sín mál. Þegar forgöngumenn klúbbs- ins áttu sína fyrstu viðræður við hana, til að setja sig inn í hennar spor og bjóða aðstoð, þá hafði hún vissulega átt von á þeirri heim- sókn! Okkur Ægisfélögum er ljóst, að hafi okkur heppnast að veita Sesselju siðferðislegan styrk og aðstoð í störfum og framkvæmd- um eystra, þá er hitt víst og verð- ur ekki í móti mælt, að við höfum alla tíð — og svo mun vonandi verða áfarm — fengið umbun erfiðis okkar margfalda i ánægju þeirri, sem því er samfara að styrkja verðugt og gott málefni. Það er von okkar og trú, að sá góði andi, sem Sesselja hefir fórn- að lifi sínu til að byggja upp aust- ur á Sólheimum, megi áfram svifa yfir staðnum. Kyndillinn, sem hún tendraði og réttir fram á dánardægri sinu megi halda áfram að lýsa. Sólheimar beri nafn sitt með sæmd á ókomnum árum. Lionsklúbburinn ÆGIR Sesselja Hreindís Sigmunds- dóttir fæddist í Hafnarfirði 5. júlí 1902 og andaðist 8.11 ’74. Foreldr- ar Sigmundur Sveinsson, um- sjónarm. Miðbæjarskólans um langt skeið og kona hans Kristín Simonardóttir. 1948 giftist hún þýzkum kennara, Richard Rudolf Noak. Var sambúð þeirra stutt og barnlaus. Sesselja tók tvö kjör- börn, Elvar (lest 1963 ungur að árum) og Fríðu, gift Sigurði Kristjánssyni og eiga þau 6 börn. Hinn 8. þ.m. andaðist á Borgar- spitalanum I Reykjavík frú Sesselja Hreindis Sigmundsdótt- ir, forstöðukona barnaheimilisins „Sólheimar” I Grímsnesi. Hún var fædd í Hafnarfirði 5. júlí 1902 og var þvi fullra 72 ára þegar hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Sigmundur Sveinsson og Kristín Símonardóttir. Sigmundur var sonur Sveins Magnússonar, Gerð- um í Garði, ættaður frá Grund undir Eyjafjöllum en móðir hans var Eyvör Snorradóttir prests að Desjarmýri í Borgarfirði eystra, sonur Sæmundar prests að útskál- um i Garði. Sesselja ólst upp hjá foreldrum sínum í Þingvallasveit en þau bjuggu að Brúsastöðum þar I sveit um 16 ára skeið og ráku um tima gistihúsið Valhöll á Þingvöllum. Sesselja fór ung utan til náms í uppeldisfræði og barnahjúkrun. Nám þetta stundaði hún um nokk- ur ár í Þýskalandi, Sviss og viðar. Að námi loknu ákvað Sesselja að koma á fót barnaheimili. Að vand- lega athuguðu máli, varð það að ráði, að festa kaup á jörðinni Hverakoti í Grimsnesifyrirbarna heimilið. Staður þessi er einkar vel i sveit settur. Húsin, sem nú hafa verið reist þar, standa efst i grasivöxnu dalverpi, sem blasir við söl og suðri. Norðan húsanna er há túnbrekka, sem skýlir staðn- um fyrir norðanáttinni. Beggja megin dalsins eru lyngi og grasi vaxnar brekkur. Nægilegt hvera- vatn er við höndina. A þessum stað hóf Sesselja rekstur barnaheimilis á árinu 1930 i tjöldum, en bráðlega kom hún upp nokkrum húsakosti. I upphafi var barnaheimilið í tveim deildum. önnur deildin var ein- göngu ætluð hraustum börnum, en hin deildin var ætluð van- þroska börnum og þeim, sem í daglegu tali voru nefndir fávitar. Tilgangur heimilisins var að ann- ast uppeldi barna um lengri eða skemmri tíma. Börnunum var séð fyrir kennslu, bóklegri og verk- legri, sem miðuð var við aldur þeirra og þroska. Raunin Varð sú, að Sesselja eignaðist þarna nokk- ur fósturbörn, sem hún ól upp frá unga aldrei fram yfir fermingu. Sesselja átti og tvö kjörbörn, Friðu, sem er gift Sigurði Kristjánssyni, járnsmið í Kópa- vogi, eiga þau sex börn, og Elvar, sem hún missti tvitugan fyrir 11 árum. A árinu 1934 varð það að sam- komulagi á milli Sesselju og séra Guðmundar Einarssonar, sóknar- prests, f.h. barnaheimilis “nefndar þjóðkirkjunnará íslandi að breyta barnaheimilinu i sjálfs- eignarstofnun og skyldi jörðin eftir það heita Sólheimar. Eign stofnunarinnar var jörðin Hvera- kot með öllu tilheyrandi. Þau Sesselja og séra Guðmundar settu heimilinu skipulagsskrá, sem hlaut staðfestingu stjórnvalda. Samstarf Sesselju og séra Guðmundar var með ágætum. Til- gangur stofnunarinnar skyldi vera sá að veita börnum og ungl- ingum sem best uppeldi, bæði andlegt og líkamlegt. Þau börn áttu forgangsrétt að heimilinu, sem veikluð voru og vanrækt. Hlutverk stofnunarinnar varð með tímanum meira og meira að annast vangefna. 1 samræmi við þá þróun gerðu þau séra Guðmundur Einarsson og Sesselja H. Sigmundsdóttir nýja skipulagsskrá fyrir stofnunina á árinu 1964. Þar segir, að tilgangur stofnunarinnar skuli ætíð vera sá, að veita vangefnum vist og um- önnun, svo sem fræðslu og verk- þjálfun við þeirra hæfi og aðra þá þjónustu, sem unnt er að láta þeim i té. Á síðustu árum hefur tala vangefinna á Sólheimum ver- ið að jafnaði frá 40 til 45. Mikil breyting er nú á orðin í dalverpinu I Hverakoti þar, sem Sesselja hóf störf sin á árinu 1930 I tjöldum. Nú eru þar vistmanna- hús, íbúðir fyrir starfsfólk, glæsi- legt mötuneyti fyrir vistmenn og starfsfólkið, skóli bæði fyrir bók- legt og verklegt nám, sundlaug með tilheyrandi, samkomuhús með leiksviði, tvö gróðurhús, fjós og hlaða auk fleiri húsa. Heita vatnið er notað til húsahitunar og að sjálfsögðu við gróðurhúsin og sundlaugina. Auk hælisreksturs- ins er ágætt bú, sem sér stofnun- inni fyrir jarðávöxtum, grænmeti, eggjum og mjólk. Tún hefur verið ræktað, sem gefur af sér nægilegt fóður handa gripunum. Þegar Sesselja hóf brautryðj- andastarf sitt í þágu vangefinna veitti ríkið ekki fjárhagslega að- stoð við byggingu eða rekstur hæla fyrir vangefna. Á þessu er nú að vísu orðin mikil breyting með tilkomu Styrktarsjóðs van- gefinna og greiðslu ríkisins á dag- gjöldum. Þar eð Sesselja hafði tekist á hendur stjórn stofnunarinnar kom það I hennar hlut að sjá um allar framkvæmdir og annast reksturinn að öllu leyti og það var áreiðanlega ekki auðvelt. Með óbilandi bjartsýni réðst hún i hverja framkvæmdina af annarri án þess að hika. Kjörorð hennar var: „Mér leggst alltaf eitthvað til.“ Hún hafði bjargfasta trú á handleiðslu Guðs og var sannfærð um, að Guð mundi styrkja hana til þess að búa sem best í haginn fyrir hina mörgu skjólstæðinga hennar, sem vorusvomjög hjálp ar þurfi. Foreldrar hennar syst- kini og börn veittu henni mikils- verða aðstoð með fórnfúsu stárfi i — Arafat Framhald af bls. 10 hulstrinu, sem sást undir jakka hans, talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja, að tekizt hafi að fá hann til að skilja byssuna eftir áður en hann gekk I sal- inn, en einn af lífvörðum hans sagði í samtali við blaðið New York Post, að Arafat hefði ekki skilið byssu sina við sig, hann bæri hana öllum stundum. Eftir ræðuna, sem stóð i rúma eina og hálfa klukku- stund, var Arafat enn á ný fagnað með dynjandi lófataki og hann varð oft að gera hlé á máli sínu vegna lófataks og voru það fulltrúar Araba og þriðja heimsins, sem byrjuðu. Úrræðustólnum gekk Arafat að þjóðhöfðingjastólnum, sem þingforsetinn hafði látið stilla upp við forsetastúkuna, en Ara- fat settist ekki, heldur lagði aðra höndina a stólbakið og veifaði þannig brosandi út að eyrum til þingheims og iyfti öðru hverju báðum höndum yf- ir höfuð sér sem sigurmerki. Eftir um það bil 3—4 mínútur var honum síðan fylgt úr saln- um af siðameistara. Er fram kom stillti hann sér upp við glugga í horni aðalinngangsins og tók þar eins og þjóðhöfðingi á móti formönnum sendinefnda Araba og landa þriðja heims- ins. Hann sat siðar um daginn boð, sem egypzka sendinefndin hélt honum til heiðurs og mætti þar sem fyrr í eyðimerkur- klæðnaði Palestinuhermanns- ins. Áður en nokkur vissi af var Arafat horfinn og næst fréttist af honum, er hann kom til Kúbu til að hitta vin sinn Fiedel Castro. Það fór ekki á milli mála, að 13. nóvember 1974 var einn mesti sigurdagur i lífi þessa litríka harðskeytta Palestínuaraba. þágu stofnunarinnar. Þá eignað- ist hún trausta, ráðholla og fórn- fúsa vini, þegar Lions-klúbburinn Ægir rétti fram sinar mörgu hjálpfúsu hendur henni til halds og trausts. Með Sesselju H. Sigmundsdótt- ur er gengin glæsileg afreks- kona, sem setti sér þaö mark sem ung stúlka að fórna lífi sinu fyrir þá samborgara okkar, sem mest eru hjálpar þurfi. Hún reyndist þeim sem besta móðir. Með ein- stakri hugkvæmni tókst henni að hafa ætið eitthvað á prjónunum, sem vakti áhuga þeirra og til- hlökkun. Leiksýningar barnanna á Sólheimum, svo eitthvað sé nefnt, vöktu undrun og aðdáun þeirra, sem þær sáu. Um leið og ég vil votta frú Sesselju Sigmundsdóttur virð- ingu og þakkir fyrir óvenjulega göfugt og árangursríkt ævistarf flyt ég aðstandendum hennar ein- lægar samúðarkveðjur. Reykjavik, 14. nóvember 1974 Hjáímar Vilhjálmsson. — Zorsa Framhald af bls. 16 eins og Willy Brandts gætu haft áhrif á úrslitin né spáð i þau. Ný kosningalög, sem auka tölu kjósenda úr tveimur milljónum i fimm, hafa kippt grundvellinum undan öllum spádómum um líklega þróun málanna. Sumar skoðanakann- anir einkaaðila í Portúgal gefa til kynna að kommúnistar fái milli 15 og 20 af hundraði at- kvæða, en þær voru gerðar áð- ur en lögin voru samþykkt. í kosningunum í marz verður að- eins kosið til stjórnlagaþings, ekki um nýja rikisstjórn, og þess vegna eru horfur á því að kommúnistar verði áfram í rik- isstjórn. í landi þar sem kaþólsk trú og hefð skiptir jafnmiklu máli er hættan ekki sú að kommún- istar fái geysimikið fylgi sem yrði stökkpallur i valdastóla. Núverandi aðferðir kommún- ista í Vestur-Evrópu gera held- ur ekki ráð fyrir að samsteypu- stjórnir séu notaðar til þess að ná undirtökunum i þeim stig af stigi. I stað slikra aðferða, sem voru eitt sinn notaðar í Austur- Evrópu, hefur verið tekin upp baráttuaðferð, sem hæfir betur vestrænni lýðræðishefð. Verið getur að ekki sætti allir komm- únistar í öllum löndum Vestur- Evrópu sig við hana. Ymsum flokksstarfsmönnum reynist augljóslega erfitt að leggja nið- ur vana heillar ævi. En stjórn- málaandrúmsloftið er þeim ekki hliðholit. Það sem kommúnistar Evrópu vilja er að breyta því veruleg atkvæðamagni, sem þeir fá oft í kosningum, i til- svarandi valdahlutdeild í ríkis- stjórn. Þeir vilja fá tækifæri til að sýna að sú stefna, sem þeir beita sér fyrir, eigi skilið að fá jafnvel viðtækari stuðning. Og þeir vilja taka þátt í öllu valda- tafli og laumuspili, sem ráðsett- ir stjórnmálaflokkar hafa stundað þegar þeir reyna að ráða öllu i stjórnmálalifi landa sinna. Andstæðingar kommúnista á Vesturlöndum og þeir sem fylgja ekki kommúnistum að málum hafa bæði pólitiskan og hugsjónalegan hag af þvi að koma í veg fyrir slik drottnun- aráhrif kommúnista. En ef þeir viðurkenna ekki þá breytingu, sem er orðin á vestrænum kommúnistaflokkum og hag- ræða ekki aðferðum sinum í samræmi við það er sennilegra að þeir stuðli að framgangi markmiða kommúnista í stað þess að hnekkja á þeim. Hvað Bandaríkin og NATO snertir táknar þetta að finna verður nýja formúlu, sem leyfir NATO-aðild landa, þar sem kommúnistar eru i rikisstjórn, i stað þess að hóta eð einangra slik lönd eða úthýsa þeini. Sovétríkin geta leyft sér að gera innrás i bandalagsríki sin. Bandarikin geta það ekki og niunu ekki gera það og verða því að finna aðrar leiðir til þess að fást við vandann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.