Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19, NÓVEMBER 1974
Bragi Asgeirsson:
ískmd gleymdist
íslendingar taka virkan þátt í
norrænu samstarfi á flestum svið-
um, a.m.k. þegar boðað er til
funda með tilheyrandi veizluhöld-
um, en svo þegar reynir á að
virkja samstarfið vilja þeir furðu
oft gleymast með öllu líkt og þeir
teljist ekki til Norðurlanda.
Þannig hefur þetta komið fram í
sambandi við nýútkomið upp-
sláttarrit í formi fimm bókarkilja
um norræna myndlist („Bild-
konsten i Norden," forlagið
Prisma, samanlagt verð í finnsk-
um mörkum 142,85.). Hér er um
að ræða endurbætta og aukna út-
gáfu um myndlist á Norðurlönd-
um, sem kom út á árunum
1921—’26 í fjórum hlutum i um-
sjá Carl G. Laurins, sem er í fullu
gildi enn i dag. Ég hef ekki per-
sónulega litið þessa nýju útgáfu
ennþá, en mér hefur borist ýtar-
leg umsögn um verkið úr Huvud-
stadsbladet í Helsingfors, eftir
Erik Kruskopf einn af menning-
arritstjórum þess og jafnframt
ritara Norræna Myndlistarbanda-
lagsins. Tel ég fyllstu ástæðu til
að verkja athygli á þessum mis-
tökum.
Kruskopf sér ástæðu til að
spyrja í niðurlagi umsagnarinnar
í sérstökum kafla sem ber yfir-
skriftina „Hvarer island“: „Þrátt
fyrir prýóilega útgáfu væri rétt
að nokkrar athugasemdir fái að
fijóta með, og þá fyrst og fremst
undrar mann að Island skuli ekki
hafa fengið að vera með, og sama
athugasemd á heima í sambandi
við upprunalegu útgáfuna. Það er
e.t.v. hægt að halda því fram, að
island hafi ekki náð sömu tindum
á sviði myndlistar sem bók-
mennta, en að minnsta kosti rétt-
lætir ísienzk myndlist á þessari
öld og einkum nokkrir frammúr-
skarandi einstaklingar, að kafli í
bókinni væri helgaður þessu
landi, sem verður einnig að teljast
til Norðurlanda.”
í sömu umsögn er mikið lof
borið á yfirgripsmikla þekkingu
Beate Sydhoff á norrænni nú-
tímalist, en sami aðili kvartaði
einmitt yfir þvi i listdómi i einu
Stokkhólmsblaðanna varðandi Is
lenzka sýningu í sýningarhúsnæði
Hásselby-hallar sl. sumar, að
þekking sin á islenzkri myndlist
væri mjög af skornum skammti!
Kiljurnar eru alsænsk útgáfa,
en áður en við áfellumst Svíana
er rétt að líta i eigin barm og
hugleiða: hvað hefur verið gert af
okkar hálfu til að kynna íslenzka
myndlist meðal grannþjóða okkar
t.d. með myndarlegri bókaútgáfu
er fjallaði um íslenzka nútimalist
á breiðum grunni? Hvað buðum
við mörgum myndlistargagnrýn-
endum til landsins í sambandi við
hina stórfróðlegu sýningu
„íslenzk myndlist i 1100 ár“?
Þessu er fljótsvarað, því að fyrir
utan lofsvert einstaklingsframtak
nokkurra manna og þá aðallega
Ragnars Jónssonar í Smára, hefur
ekkert verið gert í þessu efni. Og
ekki hef ég haft neinar spurnir af
erlendum myndlistargagnrýnend-
um sl. sumar. Bækur Ragnars eru
allar á islenzku og þvi til takmark-
aðra nota frændum vorum, hvað
lesmál og almennt upplýsinga-
streymi áhrærir.
Ég hef áður bent á að ekki sé
þess að vænta að takmarkaðar
og strjálar sýningar, sé nægilegt
framtak til að kynna islenzka
myndlist meðal frænda vorra,
— sýtiingar sem hjóta auk
þess takmarkaðs stuðnings
ins opinbera. Ætti að kynna
íslenzka myndlist með reisn
á slikan hátt krefðist hver
sýning t.d. tveggja ára undir-
búnings og til starfseminnar
þyrfti að verja tugum milljóna.
Telji einhver þetta háa upphæð
er auðvelt að benda á slíka tölu
um kostnað viðamikilla og eftir-
minnilegra sýninga erlendis, sem
ætlað er að veki alþjóðlega at-
hygli. Bókaútgáfa ásamt minni
sýningum væri þannig stórum
viðráðanlegri lausn, og
kannski eina raunhæfa lausnin
óski menn ekki að þegja um fram-
lag islenzkra myndlistarmanna í
framtíðinni líkt og til þessa. Rétt
er að geta þess, að frumkvæðið
um íslenskar sýningar erlendis
kemur nær alltaf að utan, eða frá
hérlendum einstaklingum og
félagssamtökum, en aldrei frá
hinu opinbera nema að það þurfi
myndlistina sem skrautfjöður i
hjáleitu tilefni. Persónulega er ég
vel kunnur fjölda myndlistar-
manna og frammámönnum um
myndlist á Norðurlöndum og
þekki til ótrúlegrar fáfræði
þeirra um islenzka myndlist og
þessi fáfræði er mjög til umhugs-
unar, einkum er hún kemur jafn
neyðarlega fram og í sambandi
við þessa kiljuútgáfu, sem er til-
efni þessarargreinar. — Sagt hef-
ur verið að norræn listhönnun
eða „design", hafi sterk sameigin-
leg svipmót, þrátt fyrir sérkenni
landanna hvers um sig (hér
undanskil ég Islendinga, sem
hafa ennþá ekkert sterkt svipmót
I ,,design,“) en hinsvegar sé
myndlist landanna svo ólík inn-
byrðis, að um sameiginlegt svip-
mót norrænnar myndlistar sé
ekki að ræða í sama mæli. Sam-
starfið hefur einnig verið miklu
minna og yfirborðslegra á sviði
myndlistar en hönnunar og bók-
mennta. Það er einsýnt að hér
þarf að verða breyting á og Norð-
urlöndin þurfa að vera sterk heild
gagnvart umheiminum á öllum
sviðum lista, en það verður að
sjálfsögðu aldrei, svo lengi sem
nokkur raunhæfur möguleiki er á
slíkum slysum, sem telja verður
umrædda kiljuútgáfu.
Bragi Ásgeirsson.
Helgi Einarsson:
Athugasemd við greinEllerts
B. Scnram um opnun Faxaflóa
MIG langar að gera athugasemd
við grein sem birtist i Morgun-
blaðinu 7. nóv. síðast liðinn um
Faxaflóann eða opnun hans. Það
vekur furðu mina og flestra sjó-
manna að það skuli vera fáanlegir
menn til að vekja máls á þessu á
sama tíma og verið er að tala um
enn frekari stækkun landhelginn-
ar allt út í 200 sjómílur og allir
tala um þörf á meiri friðun fiski-
miða. Enn þá er enn einu sinni
vakinn upp troll- og snurvoða-
draugurinn. Siðast var það i
fyrra, en sem betur fór, fór það
ekki langt frá föðurhúsunum þá.
Þingmaðurinn blandar saman
tveim óskyldum málum þ.e.a.s.
rækju á Húnaflóa og frióun Faxa-
flóa, sennilega til að slá ryki I
augu almennings. Þingmaðurinn
talar um óþolandi ástand, sem rik-
ir í bátaútgerð frá Reykjavik. Það
ástand er ekki því að kenna að,
Faxaflóinn er lokaður fyrir trolli
og snurvoð og kem ég aó því síðar
(verðlag á fiski er auðvitað undir
því komið hve langt þarf aó sækja
þann fisk, sem seldur er i höfuð-
borginni, orð þingmannsins).
MÉR hefir borlst í hendur ný bók,
sem nefnist „Skyggnst um af
skapabrún”. Er það fyrra bindi af
æviþáttum hins þjóðkunna
manns, Ásmundar Eiríkssonar,
starfsmanns Filadelfíusafnaðar-
ins.
Frásögnin nær til hans 23. ald-
ursárs. Ég hlakka til að sjá fram-
haldið. F,f mér auðnast það. Bókin
er bæði fróðleg og skemmtileg.
Þetta er alrangt. Ölíklegt er að þó
fiskað væri i troll eða snurvoð i
Faxaflóa, að sá fiskur yrði seldur
undir gangverði til fisksala. Ég
tel að það sé ekki meira að sækja
fisk suður-austur- eða vestur
heldur en kjöt allt í kringum
landið til höfuðborgarinnar.
Eftir þvi sem maður hef ur kom-
ist næst hjá fisksölum þá telja
þeir að það þurfi ekki að opna
Faxaflóa fyrir þá, það sé nógur
fiskur á boðstólum.
Ég og tveir aðrir gerum út bát
frá Hafnarfirði og höfum við oft
og iðulega boðið fisksölum fisk,
en þeir sagst hafa nægan.
Þingmaðurinn þarf ekki að bú-
ast við að útgerð lifni við í
Reykjavík. Ég leyfi mér að taka
Hafnarfjörð og aðra staði við fló-
ann með, þvi þeir eru allir á
niðurleið með bátaútgerð, en það
lagast ekki með því að opna Faxa-
flóa. Það get ég fullvissað hann
um. Mig furðar á að fiskifræðing-
urinn, sem nefndur er í greininni,
skuli vera forstjóri Hafrann-
sóknastofnunarinnar. Hann virð-
ist vera iðinn við að gefa þing-
Hún inniheldur verðmætar heim-
ildir um lifnaðarhætti sveitafólks
í fremur harðbýlli sveit — Fljót-
um í Skagafirói — um og upp úr
aldamótunum síóustu. Sjálfur
tekur hann í uppvextinum þátt í
störfum heimilisins. Þar á meðal
hákarlaveiðum, sem ekki voru
neitt sældarbrauð.
Samkvæmt frásögn hans um
foreldra sina og ummæli merkra
manna um þau, munu þau hafa
mönnum undir fótinn með að það
sé í lagi að opna Faxaflóann fyrir
trolli og snurvoð. Því þegar Pétur
Sigurðsson og fleiri vildu fá því
framgengt á síðastliðnu ári, þá
var það einnig i samráði við hann.
En mér skilst að hann sé einn af
fáum eða jafnvel sá eini inn-
an Hafrannsóknastofnunarinnar
sem hefur þessa skoóun á málun-
um.
Allir, sem stunda sjó hér við
Faxaflóa, vita að þegar opnað hef-
ur verið fyrir troll og snurvoð
eftir að flóinn hefur verið friðað-
ur um tíma, að þá er ágætt fiskiri
fyrst eftir opnun er sargast fljótt
upp og verður að engu og jafnvel
drepið mikið af smáfiski, sem síð-
an er fleygt út aftur. Þetta er
opinbert leyndarmál.
Nú hefur flóinn verið lokaður í
f jögur ár, og í dag er svo komið að
það eru möguleikar fyrir smærri
báta að stunda veiðar með línu og
netum, þvi að mikið magn af ýsu
og þorski sækir inn á friðaóann
flóann. Er það álit manna, sem
hafa stundað veiðar um árabil i
flóanum og þekkja hann miklu
verið óvenjulega vel gerð: Vel
greind, dugleg, ærukær og sann-
trúuð, og gátu því veitt börnum
sinum gott uppeldi, enda mun
þeim ekki hafa mistekist það.
Þeim var fyrst og fremst kennt að
hugsa og breyta samkvæmt Guðs
orði. En mikið voru þau látin læra
og starfa. Innan 10 ára var Ás-
mundur látinn sitja yfir kvíánum
á daginn. En þær voru á milli 40
og 50 að tölu. Þá minnti móðir
hans hann á það að treysta á hjálp
Guðs —.
Frásagnir höfundarins af að-
stæðum og viðburðum lifsins og
daganna eru óvenjulega skýrar og
skemmtilegar. Bæði þegar hann
er heima, þau 2 ár, sem hann er
nemandi á búnaðarskólanum á
Hólum, og svo árið, sem hann var
þénandi á fyrirmyndar búgarði á
Sjálandi í Danmörku. — Hann
var hneigóur fyrir sauðfé og ætl-
aði sér að verða bóndi. Frásagnar-
list Ásmundar slyðst við skáldæð.
betur en umræddur fiskifræðing-
ur, að þetta sé eingöngu friðunar-
ráðstöfunum að þakka og þetta
hafi alltaf skeð þegar flóanum
hefur verið lokað eftir að troll og
snurvoð er búin að eyðileggja
margra ára friðun. En það á ekki
að leyfa veiðar i net með of smá-
um möskva.
Ég vel benda þingmanninum og
reyndar hinum 59 þingmönnum
okkar á, að ef þeir hafa raunveru-
legar áhyggjur af útgerðarmönn-
um og sjómönnum alls staðar á
landinu, að þá er ekki lausnin aó
eyðileggja það sem verið er að
byggja upp í frióunarmálum,
heldur ættu þeir að stuðla að þvi
að sjómennskan yrði gerð eftir-
sóknarverðari heldur en hún er í
dag. Við skulum ekki miða við
toppskipin, sem alltaf er rætt um
í sambandi við kaup sjómanna.
Til dæmis mætti fella niður tekju-
skatt á þeim mönnum sem eru
einhvern ákveðinn tima á fiski-
skipi, ellegar að fiskverð yrði gert
sambærilegt við það sem er i ná-
grannalöndum okkar. Jafnframt
að þaó fólk sem sér um málin i
sem honum er gef in og getur ver-
ið arfur frá móður hans, Guórúnu
Magnúsdóttur, sem mun haf a ver-
ið mjög vel skáldmælt. Eg hefi
lesið nokkuð af ljóðum eftir Ás-
mund, einkum sálma. I þessan
bók birtir hann aðeins eitt kvæði.
Eru það eftirmæli eftir Lovisu
Grímsdóttur sem mun hafa verið
mikilhæf kona, gift Guðmundi
föðurbróður Ásmundar. Til að
sanna mitt mál, leyfi ég mér að
birta hér úr þessum eftirmælum
5. og 13. vers:
Háttvisi, fegurð
og höfðingleiki
hlóð þér tign — var
þinn eiginleiki
i fasi og á faldi.
Það ljós barstu ei frá
lánuðum kveiki
né lærðra tjaidi.
Á ljúfasta minningu litblóm
við þræðum
landi hrifsi ekki til sín alla kök-
una og hendi siðan i útgerðar-
menn og sjómenn skorpunum
eins og nú tiðkast.
Sjómannsstarfið er erfitt og
menn oft fjarri heimilum sínum
og þvi þurf a þeir að bera meira úr
býtum en þeir sem eru að nagl-
hreinsa og skafa steypuborð í
Breiðholti eða Norðurbænum i
Hafnarfirði að maður minnist nú
ekki á Straumsvíkina og svoleiðis
lúxus.
Það vita flestir sjómenn undan
rifjum hverra manna þessar opn-
unartillögur eru komnar. Það eru
örfáir menn í Reykjavík, sem
reyna að fá sína ágætu þingmenn
til að koma fram tíllögum
sem þessum á fölskum forsendum
þ.e.a.s. nýjan fisk fyrir Reykvík-
inga. Ég trúi þvi ekki eins og
þingmaðurinn segir að það sé
metnaður og hagsmunamál allra
Reykvíkinga að rífa það niður,
sem verið er að byggja upp i frið-
unarmálum.
Næst, þegar þessir ágætu menn
koma til að biðja um opnun Faxa-
flóa fyrir troll og snurvoð, segið
þeim þá að fara á sjó með línu eða
net i Faxaflóa, þau veiðarfæri
eyðileggja ekki friðunaraðgerðir
sé netamöskvinn hæfilega stór og
tæki stóra fiskinn en Iáti þann
smáa fara í gegn.
Að lokum þetta, alþingismenn,
látið ekki hafa ykkur út i slíkt
sem þetta, heldur aukið íriðuðu
svæðin og svíkið okkur ekki né
alla þjóðina í samningum við
Vestur-Þjóoverja.
Hafnarfirói, 11. nóv. 1974.
Helgi Einarsson.
og lífs þins Drottni i
f jarvíddar hæðum
við lútum i lotning.
Með okkur þú varst
í alþýðuklæðum
hin ókrýnda drottning.
I bókinni segir höfundurinn /V?
stórmérkilegum vitrunum, seí.í1 v3.
undrunarvert að lesa um. Segja
má, að Ásmundur hafi haft að
einkunnarorðum allt frá æsku-
dögum í lífi sinu:
Að finna Guð og ganga á Hans
vegum.
Þetta er ekki litið atriði. Þetta
er grundvöllur allrar menningar
og samskipta milli manna og
þjóóa —. I síðustu orðum bókar-
innar er minnt á það öryggi, sem
sá trúaði á i lífinu, fram yfir
þann, sem ekki trúir.
Eg þakka Asmundi Eiríkssyni
fyrir bókina og vil að lokum ein-
dregið hvetja aldna og unga til að
lesa hana. Hún er mannbætandi.
Jón H. Þorbergsson:
Ágæt bók