Morgunblaðið - 05.01.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 05.01.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1975 3 Sjöundu hljómleik- ar Sinfóníunnar 7. reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Is- lands og jafnframt þeir næstsíðustu á fyrra misseri verða haldnir í Háskólabíói fimmtudaginn 9. janúar og hef jast kl. 20.30. nr. 8 eftir Sjostakovitsj, sem flutt verður í fyrsta sinn hérlendis. Cristina Ortiz hóf píanóleik á barnsaldri og hlaut fyrstu verð- laun sin í pianókeppni i Rio de Janeiro aðeins fimmtán ára gömul. Meðal ótal annarra verð- launa sem hún hefur síðar hlotið má nefna Van Cliburn pianó- keppnina árið 1969, þar sem Cristina Ortiz fór með sigur af hólmi. í kjölfar þess hefur hún verið eftirsóttur einleikari í stór- borgum Evrópu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Sjónvarpslaust Leiðrétting um orðið fyrir á þessu ári eru: 1. Verðhækkanir á oliu og bensini. Vetrarríki er mikið á Austurlandi og landið allt hvítt. En fagurt er í þessum vetrarham, meðan bjart er í lofti milli hryðjanna og tunglskin, eins og þegar þessi mynd var tekin á Egilsstöðum um áramótin. Ljósm. Friðþjófur. PRENTVILLA varð í grein Davíðs Schevings Thorsteins- sonar, formanns Fél. isl. iðn- rekenda, sem birtist í áramóta- blaðíhu 31. des. undir fyrirsögn- inni „Hvað segja þeir um ára- mót“. Þar segir: „Helztu utanaó- komandi breytingar, sem við höf- 2. Verðhækkanir á hráefnum iðnaðarins. 3. Verðhækkanir á innfluttum iðnaðarvörum. 4. Verðhækkanir á mörgum helstu útflutningsvörum okkar“. Prentvillan er í fjórða tölulið. Þar á að standa verðlækkanir. Cristina Ortiz pfanóleikari Stjórnandi verður VLADIMIR ASHKENAZY og einleikari CRISTINA ORTIZ, pianóleikari frá Brasilíu, sem leikur í staðinn fyrir André Previn, sem forfallað- ist vegna veikinda. Flutt verður: Forleikurinn að óperunni Khovatchina eftir Mussorgsky, Paganini rapsódfa eftir Rachmaninoff og Sinfónía Leiðrétting Barnabókahöfundarnir Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson kenna f Langholtsskóla — ekki Vogaskóla, eins og sagt var f blað- inu f gær. á Eskifirði SJÓNVARPSLAUST hef- ur verið á Eskifirði öll jólin og sagði Georg Halldórsson á Eskifirði, sem hafði sam- band við Mbl. í gær, að þar væri blíðuveður og kvaðst hann ekki trúa því, að ekki væri unnt að gera við Gagnheiðarstöðina, þótt hún stæði hátt uppi í f jalli. Georg kvað mikið rætt um það manna á meðal á Eskifirði, að menn þar eystra tækju sig saman og neituðu að greiða afnota- gjöld sjónvarps. Kvað hann fleiri Austfirðinga eflaust myndu taka undir þau mót mæli. Þessi mynd var tekin rétt fyrir áramót af Botnsá f Hvalfirði. Segja má að myndin sé táknræn fyrir veður undanfarið. — Ljósm.: H. Stefánsson. Alfabrenna í Kópavogi Litlu munaði að hlaupið færi yfir Meðallandið Hnausum, Meöallandi, 3. jan. — TtÐ hefur verið hér heldur risjótt og kom hér mjög mikill snjór fyrir jól, en hann tók allan upp f fyrrinótt, er gerói mikla vestan hláku. Nú hefur aðeins snjóað aftur. Okkur hér eystra fannst heldur óhuggulegt, þegar hlaupið kom úr Skaftá ofan f all- an þennan snjó, en skemmdir urðu furðu litlar. Helzt er að tjón hafi orðið á girðingum, en litlu munaði að flóðið færi ekki austur úr miðri sveitinni. Munaði þar ekki nema hálfu feti og stöðvaði vegurinn vatnið af. Ohemjumiklar jakahrannir eru f árfarveginum eftir þetta hlaup. Jólatrésskemmtanir hafa verið hér á svæðinu milli sanda. Hér í meðallandinu var ein slík haldin í gær og önnur á Kirkjubæjar- klaustri á milli jóla og nýárs. Eitt- hvað af fólki kom úr Reykjavík og svo hittist Á, að örninn, sem verið hefur hér frá þvf veturinn 1967 til ’68, kom nú um jólin. Þetta sýnist alltaf vera sami fuglinn. — Vilhjálmur. Tómstundaráð Kópavogskaup- staðar hefur haft forgöngu um að halda að þessu sinni álfabrennu f Kópavogi, sunnudaginn 5. jan. n.k. og er það nýlunda í bæjarlff- inu. Tómstundaráð hefur fengið í lið með sér ýmis íþrótta- og æsku- lýðsfélög, sem leggja munu fram krafta sína til að gera atburð þennan sem eftirminnilegastan. Dagskráin hefst kl. 17.00 með skrúðgöngu frá Vallargerðisvelli. Hestamenn úr hestamanna- félaginu Gusti munu fara fyrir göngunni og verður gengið niður á Smárahvammsvöll við Fífu- hvammsveg, þar sem álfabrennan fer fram. Auk brennunnar sjálfrar verð- ur sitthvað til skemmtunar. Hornaflokkur Kópavogs leikur álfalög. Félagar úr þjóðdansa- félagi Reykjavíkur skemmta. Hin- ir óviðjafnanlegu Halli og Laddi koma fram. Jólasveinarnir Aska- sleikir og Stekkjastaur verða þarna á ferðinni og félagar úr Gerplu annast álfadans og álfa- leiki. Mönnum er i fersku minni stór- kostleg flugeldasýning á þjóð- hátíðinni í sumar í Kópavogi í umsjá hjálparsveitar skáta. Sömu aðilar munu standa fyrir flug- eldasýningu. Almennur söngur verður undir stjórn Egils Bjarnasonar, sem jafnframt verður kynnir. Þeir, sem að þessari álfabrennu standa, vænta þess, að þessi þátt- ur i bæjarlífinu vekji áhuga ungra og gamalla og verði árviss liður í framtíðinni. Siglufjörður: Félagsleg umsjá 1 stað brauðs Siglufirði, 3. jan. STALVlK landaði hér f dag þrem- ur tonnum eftir þriggja daga veiði, en báturinn var sex daga á sjó. Bátar eru á sjó f dag eftir nokkurra daga landlegu. 1 dag er hér gott veður. Flugvél frá Vængjum sótti hingað tvo sjúklinga f gær og gekk ferðin ágætlega. Nú hefur það gerzt, að rekstri eina bakarfsins hér á Siglufirði hefur verið hætt. Sambandið rak bakarfið, en það var auglýst til sölu nýlega, þar eð bakarinn tók að starfa sem fþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi. Siglfirðingar fá því brauð sitt frá Akureyri, en þaðan eru ferðir tvisvar f viku. — Matthfas. Hafði nær misst af leiknum ytra ÓVEÐRIÐ, sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga, hefur að nokkru leyti lamað flug hér innanlands og þeir eru margir, sem hafa orðið að bfða lengi eftir þvf að komast á áfangastað. Einn þeirra er Ásgeir Sigur- vinsson, hinn góðkunni knatt- spyrnumaður frá Vestmannaeyj- um, sem nú leikur með belgíska liðinu Standard Liege. Hann dvaldi heima í Eyjum yfir áramót- in sér til hvíldar og hressingar en til Belgíu átti hann að vera kom- inn um þessa helgi, þvi í dag, sunnudag, á lið hans að leika. En Asgeir gat sig hvergi hreyft og var heldur betur farinn að ókyrr- ast. En í fyrrinótt gat vél frá Vængjum brotizt til Eyja og komst Ásgeir til Reykjavíkur og tók svo áætlunarvél út i gærmorg- un. Hann ætti því að geta leikið með liði sínu í dag, en ekki mátti það tæpara standa. í ferð sinni hingað hefur Ásgeir verið minnt- ur á það óþyrmilega, að hann er frá landi óveðranna. Haustsýningu r Asgrímssafns að ljúka I dag lýkur sýningu þeirri i vatnslitamyndum sem opnuc var í Ásgrímssafni á s.l. hausti Safnið verður lokað um tím: meðan komið er fyrir hinn: árlegu skólasýningu þess. Nokkrar vatnslitamyndannc eru nú sýndar í fyrsta sinn. Ásgrfmssafn, Bergstaða stræti 74, er opið í dag frá kl 1,30—4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.