Morgunblaðið - 05.01.1975, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.01.1975, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 LOFTLEIÐIR ® 22*0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 V_______________/ /£5bílaleigan felEYSIR CAR RENTAL -«.24460 Æ 28810 PIOMEEXÍ Útvarp og stereo kasettutæki tel 14444 •25M5 IBÍLALEIGA car rental BÍLALEIGA Cár Rental SENOUM 41660-42902 Einangrun Góð plasteínangrun hefur hita- leiðnisstaðal 0,028 til 0,030 kcai/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önnur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plast einangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir að mjög lélegri einangrun. Vér hqfum fyrstir allra hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast hf. Ármúla 44 — simi 30978. Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: Friður ótt langt sé um liðið, þá gleymi ég seint atviki, sem gerðist á Ráðhússtorginu á Akureyri snemma sumars við styrjaldarlokin árið 1945. Á torginu miðju stóðu þá nokkrar hávaxnar bjarkir á hringl'aga grasfleti innan vírnetsgirðing- ar. Það gerðist skömmu eftir hádegi og margt fólk saman komið á torginu. Uppi í trján- um hafði verið komið fyrir trektlaga hátölurum, sem stóðu út úr laufþykkninu eins og básúnur. Allt í einu hrökk ég við, þvf úr gjallarhornum þess- um kvað við orð, sem hljómaði um allan miðbæinn, og orðið var endurtekið með innilegum fagnaðarhreim: Friður! Friður! — „Hver er þetta?“ spurði ég, hnokki á stuttum buxum, aldur- hniginn og lotinn verkamann, sem stóð fyrir framan gömlu verzlun Akureyri eða „Hótel- systur“, eins og hún var oft nefnd. Maðurinn brosti í gegn- um tárin og sagði hægt: „Þetta er forsetinn okkar, hann Sveinn Björnsson. Nú ávarpar hann alla þjóðina, því striðinu er lokið.“ Enda þótt þetta gerð- ist norðan við stríð, á þeim ár- um, þegar mjólkinni var ekið heim til fólks á hvítmáluðum hestvagni með bláu kaupfélags- merki, já, einmitt á vettvangi skáldsögunnar „Norðan við stríð“, þá lagði skugga þessa harmleiks yfir norðlægar byggðir. Vopnaðar sveitir setu- liðsmanna höfðum við jafnan fyrir augum, sandpokavirki og ömurlegar braggaþyrpingar. Sennilega höfum við börnin átt erfiðast með að trúa friðarboð- skapnum, vegna þess að frétt- irnar um ógnir þessa voðalega stríðs höfðu fylgt okkur allt frá því við, sem fæddumst um miðj- an fjórða áratuginn, fórum fyrst að fylgjast með. Við þráð- um að kynnast öðrum víðari og bjartari heimi. Við ólumst upp í þeirri trú, að Hitler og hirð hans væru verri en myrkra- höfðinginn og árar hans, og óvinaþjóðirnar væru gerspiilt- ar og ættu sér ekki viðreisnar von. Já, við kynntumst snemma því logandi hatri, sem jafnan fylgir strlði. — En nú var mikil stund upp runnin, og þótt loftið væri þungbúið á Norðurlandi þennan hátíðisdag, fór fagnaðaralda um torgið, orð forsetans, er bárust þangað norður yfir f jöll á öldum ljós- vakans komu eins og vekjandi sólargeislar. Aldrei myndu mennirnir endurtaka þessi hræðilegu mistök; svo dýru verði var friðarstundin keypt. Hér eftir myndi engum nýjum Hitler takast að blekkja sið- menntaðar þjóðir. Það var raunar ekki rétt að tala um friðarstund, heldur upphaf friðareilífðar á jörðu. Mann- kynið myndi aldrei lifa aftur stund milli stríða eins og þá, sem skáldið Jón úr Vör kvað um á stríðsárunum: „Það ár, sem ég fæddist, var friður saminn, er fávísir menn settu grið. En áfram var haldið og barizt og barizt og búið við vopnaðan frið. Og vestur á fjörðum var friðnum slitið, og fátækir daglaunamenn börðust þar fyrir betri heimi — og berjast þar sumir enn. Mín ævi er aðeins stund milli stríða. — Nú stríða þeir enn. Ég bíð og trúi á heiminn og fegurð og frelsi og friðinn — og þetta stríð.“ (Stund milli striða. Utg. 1942) Við þurfum ekki að rekja sög- una frá stríðslokum með nákvæmni, til þess að komast að raun um, hve oft heimsfriðn- um hefur verið teflt á tæpasta vað. Við áramót hefur ósjaldan verið sagt: Það má undur heita, ef sú ófriðarblika, sem hvílir yfir þessu eða hinu svæði jarð- ar, er ekki undanfari tor- tímingarstrfðs, er ná mun til alls heimsins. Heimsfrægir rit- höfundar hafa lýst þeim skelfingarógnum, sem því myndu fylgja, biðinni uggvæn- iegu, þegar dauðaskýið breidd- ist hægt yfir jörðina. Og spá- konur haf a nóg að gera að rýna nætur og daga í glerkúlur, spil og kaffikorg, því taugaveiklun gerir menn hjátrúarfulla og kvíðið mannkyn spyr: Hvað gerist nú? Hvað gerist, ef nýtt stríð hefst fyrir botni Miðjarðarhafs? Og síðan er spurt um kreppu og atvinnu- leysi, þvf allir eru svo góðu van- ir. Menn uggir, að daglauna- menn þurfi aftur að berjast blóðugum hnefum fyrir betri heimi, eins og skáld Þorpsins minnist frá kreppuárum vestur á fjörðum. Þessar raddir ráð- villtra manna eru svo háværar, að þær yfirgnæfa hógværa rödd, sem segir: „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður; ekki gef ég eins og heim- urinn gefur.“ Sjálfbirgingar, sem segjast setja manninn í öndvegi og full- yrða, að heimurinn gefi allt, sem máli skipti honum til lífs og hagsældar, lýsa þetta kristna friðarhjal blekkingu, ópíum handa arðrændum mönnum og aumingjum. — En hver er hann þá þessi friður Jesú Krists? Þeir segja hann verri en alla dulspeki, sem sé fremur mein- laus borin saman við þverlynda ýtni kristninnar. 1 aldanna rás hefur friður Krists birst vfðs- vegar um jörðina. Birtu þess friðar hefur stafað af ásjónum þúsunda píslarvotta á ýmsum tímum; hann hefur jafnvel sett bjart mót sitt á samfélög innan þykkra, saggaðra múra fangelsa og birt kraftaverk undursamlegs þolgæðis. Rúmenski presturinn Richard Wurmbrand segist aldrei geta lýst fegurð hinnar ofsóttu neðanjarðarkirkju í kommúnistaríkjunum. Hann segir m.a. um þá stofnun: „Einatt eru kristnir menn tekn- ir eftir leynilegar guðsþjónust- ur og sendir í fangelsi. Þar bera þeir hlekki með sömu gleði og brúður ber dýrmætan gimstein frá unnusta sínum. Vötnin eru hljóð í fangelsinu... Sannglaða kristna menn hefi ég hvergi hitt nema í Bibliunni, neðan- jarðarkirkjunni og f fangelsi." (Neðanjarðarkirkjan,“ bls93). Án friðar Jesú Krists nær mannkynið aldrei þeim sáttum, sem það þráir innst inni. Það er gagnslaust að trúa á heiminn og friðinn og frelsið, ef Kristur er lokaður úti og hógvær rödd hans borin ofurliði af háværu glamri oflátunga, sem segja manninn þess umkominn að frelsa sjálfan sig. Erfitt er að hlýða boði um barnslegt traust og auðmýkt, fyrir hvern þann, er reiðir þá vizku í þverpokum, sem albúinn er að tefla fram litríkum og safamiklum rökum og fsmeygilegum afsökunum gegn fórnarkröfu Jesú Krists. Hégóminn er sterkt afl, sem lætur ekkert okkar ósnortið og hégómagirndin sviptir menn friði. Minnumst þess við upp- haf nýs árs, er við gjörum fram- tíðaráætlanir, að þrátt fyrir all- ar vangaveltur um stríð og frið, um kreppu og hagsæld, að þá er eitt nauðsynlegt til þess að við getum fagnað friði, sem varir að eilífu. 1, Samfélagi við Jesúm Krist finnum við þann frið. Guð blessi árið, sem gengið er f garð, honum séu þakkir fyrir handleiðslu og vernd á liðinni tfð. Islenzki vinsældalistinn Nr. Heiti lags 1 (1) Killer Queen 2(3) A kránni 3 (5) Far Far Away 4 (4) Days of Joy 5 (8) Tell him 6 (2) Hey Mr. Christmas 7 (—) I can be with you 8 (7) Only You 9 (—) Reinforcements 10 (—) Hæ Gudda gættu þfn Ný lög á lista: 111 need a woman 12 Lucy in the sky with diamonds 13 Lay down you sorrows 14 Sad sweet dreamer Flytjandi vikur á lista stig Queen 4 97 Mánar 2 89 Slade 6 77 ómar Óskarss. 2 53 Hello 3 50 Showaddy waddy 3 38 Change 1 34 Ríngo Starr 3 26 Sparks 1 25 B. G og Ingibjörg 1 24 Jóhann G. Jóhannsson Elton John Johnny Winter Sweet Sensation Dnidge FRÁ BRIDGEFÉLAGINU ÁSARNIR í KÓPAVOGI. 16. desember sl. var sfðasta spilakvöldið á árinu 1974. Var spiluð jólahraðsveitakeppni og sigraði sveit Rúnars Lárussonar. Um helgina fer fram firmakeppni félagsins, sem jafnframt er einmenningsmeistara- keppni. 13. janúar hefst svo sveitakeppnin að nýju. 00O00 Reykjavfkurmótið — sveitakeppnin hefst 14. janúar nk. og verður þá spiluð fyrsta umferð. Enn er hægt að láta skrá sig f keppnina — eða til 10. janúar. Væntanlegir þátttakendur hafi samband við formenn Reykja- vfkurfélaganna eða stjórn Bridgesambands Reykjavfkur. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.