Morgunblaðið - 05.01.1975, Side 20

Morgunblaðið - 05.01.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1975 Vantar bor tíl að kanna jarðlögtn % landgranninn? Rætt við dr. Kjartan Thors, sem rannsakar haísbotninn við Island JARÐFRÆÐILEGA hefur Island löngum þótt forvitnilegt land, enda ungt land og enn í mótun, auk þess sem það er á sérkenni- legum jarðskorpumótum á hnett- inum. Þetta er alkunna, enda hef- ur áhugi verið mikill á rannsókn- um á landinu sjálfu. Að sjálf- sögðu nær jarðfræði íslands lengra en að stöndinni, landið heldur áfram út eftir landgrunn- inu. En þar hafa ekki farið fram jarðfræðirannsóknir í svipað því jafn ríkum mæli sem á landi. Þó er ekki síður mikilvægt að þekkja hafsbotninn út frá landinu, sem við erum nú að tryggja okkur sem okkar eigið land. Ýmsar jarðeðlis fræðilegar rannsóknir hafa að visu verið gerðar á íslenzka land- grunninu, einkum af banda- rískum rannsóknaskipum, en sáralítið af beinum jarðfræði- rannsóknum. Ungur jarðfræðingur, dr. Kjart- an Thors, hefur nú valið sér hafs- botninn kring um Island að verk- efni. Jarðfræði á landgrunni Vestfjarða var verkefni hans til doktorsprófs í Bretlandi, þar sem hann lauk prófi i jarðfræði árið 1969. Hann lauk svo við doktors- ritgerð sina 1973 og starfar nú á Hafrannsóknastofnuninni. Við hittum Kjartan að máli og rædd- um við hann um þetta verkefni hans og fleiri. Að doktorsrit- gerðinni um um landgrunn Vest- fjarða vann Kjartan með því að fara með i vorleiðangra hafrann- sóknaskipanna, Arna Friðriksson- ar og Bjarna Sæmundssonar, og taka sýni af botninum út af Vest- fjörðum. Siðan vann hann að rannsóknum á sýnunum í Manchester. — Ég reyndi að kortleggja botn- gerðir og gera kort af yfirborði landgrunnsins á þessu svæði, hóf Kjartan skýringu sína á verkefn- inu. — Þá skoðaði ég gögnin, sem ég hafði i höndum, i þeim tilgangi að komast fyrir um uppruna og sögu þess sets, sem er ofan á íslenzka landgrunninu. Síðan reyndi ég að fá upplýsingar um vistfræði þessa svæðis og velti fyr ir mér spurningunni um hugsan- legt hagnýtt gildi þeirra bergteg- unda sem þarna finnast. — Nei, ég get varla sagt að neitt mjög óvænt hafi komið fram, svaraði Kjartan spurningu okkar. Landgrunnið út af Vestfjörðum einkennist af jökulsorfnu lands- lagi, sem hefur myndazt, þegar jökulsporðarnir gengu fram á landgrunnið á ísöld, surfu þar dali og skildu eftir sig jökulgarða og jökulruðning. Jöklarnir tóku þá i sig vatn sjávarins og yfirborð- ið lækkaði. Þegar þessir jöklar hopuðu svo aftur, þá fylgdi sjór- inn þeim eftir inn yfir landgrunn- ið. Hann réðst að nokkru á þennan jökulframburð, sem þar var fyrir, og skolaði fínasta efn- inu til. Sjórinn elti jöklana inn til landsins, þar til hann náði núver- andi stöðu. Þegar sjórinn gekk inn yfir, hefur hann rofið land- grunnspallinn, sem hefur þá allur sléttast mikið, ef miðað er við landslagið uppi áþurru landi. Það er því ekki hægt að segja, að landslagið á sjávarbotninum sé eins og á landi, þó ýmis fyrirbæri séu þar í beinu framhaldi, eins og t.d. állinn, sem liggur út úr ísa- fjarðardjúpi. Berggrunnurinn er gamall þarna, eða frá tertíer- tímanum. Bergið eldist í átt til Grænlands, svo það er trúlega heldur eldra á landgrúnninu en Vestfjarðabergið. — Nei, það er varla nógu gamalt til að hægt sé að ætla, að þar sé olía eða dýrir málmar, svar- ar Kjartan. En aldrei er hægt að segja örugglega um slíkt fyrr en rannsóknir hafa farið fram. Maður finnur aldrei neitt, ef ekki er leitað, og því er alls ekki rétt að útiloka neina möguleika. Það sem finnst þarna hagnýtt er helzt möl, skeljasandur og slikt og e.t.v. út- fellingar og ummyndunarefni. T.d. fann ég í setinu glákonít, sem erlendis er notað í áburð og slikt. Ég tel að það hafi orðið til við ummyndun á ýmsum setkornum í sjó. — Annars get ég í gamni sagt þér söguna af því, þegar ég hélt, að ég væri búinn að bjarga við efnahag Islendinga, bætir Kjart- an við og hlær. 1 einu malarsýnis- horni, sem ég hafði fengið út af Vestfjörðum, fann ég af tilviljun eitthvert efni, sem ég átti erfitt með að átta mig á hvað væri. Við nánari athugun kom i ljós, að þetta var platina, sem myndaði um 2% af sýninu. Ef sýnið hefði verið dæmigert um mölina á þess- um stað, þá væru auðugustu plat- ínunámur heims á Vestfjarðamið- um. Ég fór því næsta ár á þessar slóðir og kembdi svæðið, en þær prufur, sem ég fékk i það skiptið, innihéldu enga platínu. Ég hef engar einhlítar skýringar fundið á platínuinnihaldi þ.essa litla sýnishorns, en ástæðan þarf ekki að vera merkilegri en sú, að sýnis- hornið hafi „mengazt" í rann- sóknastofunni i Manchester. Það er þó skemmtileg tilviljun, að brezkir sjómenn munu hafa nefnt þetta veiðisvæði Kiondike! — Sáralitlar breytingar hafa orðið á botninum þarna á Vest- fjarðagrunninu síðustu árþúsund- in, eða síðan sjávarborð komst í núverandi horf, heldur Kjartan áfram útskýringum sínum. Setið, sem nú berst til sjávar, kemur með ám niður i firðina og fellur þar til botns. Eina viðbótin við botnsetið úti á landgrunninu eru því lífrænar leifar, sem hlaðast þar upp. Setið verður þvi ákaf- lega kalkríkt og getur á vissum svæðum orðið nær hreinn skelja- sandur. Setið er víðast hvar gróf- ara en svo að það hreyfist fyrir straumum, og það kaffærist smám saman í dýraleifum. Uppi á grunninu eru þetta kalkleifar, en lengra úti er meira um kísilleifar. — Jú, jarðfræðin og jarðfræði- rannsóknir gefa óhjákvæmilega allmiklar vistfræðilegar upplýs- ingar. Jarðfræðin skapar um- hverfið, sem dýralífið þróast i. Ég skoðaði dálítið lífríkið á þessum slóðum. Þegar sjórinn gekk yfir landgrunnið í lok ísaldar hefir lifríkið fylgt honum eftir. Lifver- urnar, sem lifa á botninum, eru í eins konar breiðri beltaskiptingu. Næst landi eru lindýr mestu ráð- andi á vissu belti, en eftir því sem utar dregur koma aðrar tegundir, sem nokkurs konar svörun við dýpi og straumþunga sjávarins. Fyrir utan lindýrabeltið geta ver- ið mosadýr og skrápdýr, en yzt á grunninu koma svo götungar. Á dýpri svæðum i landgrunns- hallanum eru ýmiskonar kísilleif- ar, aðallega kisilþörungar, svamp- ar og geislungar. A öllu land- grunninu er semsagt eitthvert lif. Það er ekki vafi á að dreifing botndýra hefur mikil áhrif á hegðun þeirra fiska, sem lifa á lífverum á botninum. Ætla má að fiskarnir færi sig nokkuð til í samræmi við lífríkið á botninum. T.d. skilst mér að steinbiturinn sæki upp í þetta lindýrabelti, þegar hann hefur fengið nýjar tennur, sem hann skiptir um einu sinni á ári, sem kunnugt er. Annars er þekking okkar á ferð- Kjartan um borð í Bjarna Sæmundssyni að fást við bor- inn, sem borað hafði verið með á hafsbotninum. Unnið með botn- sjártæki í mæl- ingabátnum Tý. Hrafnkell Guð- jónsson, sjó- mælingamaður, og Kjartan Thors eru að setja út „fisk- inn“. Kjartan og Bandarfkjamaðurinn Philip Lanasa frá Hafrannsókna- stofnun bandarfska sjóhersins með kjarna úr hafsbotninum, þar sem borað hafði verið af rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni á Eyjafirði. um bolfisktegundanna fremur ófullkomin, að því er ég bezt veit. Við Hafrannsóknastofnunina vinnur Kjartan áfram að rann- sóknum á hafsbotninum kringum Island. Verkefnið er ótæmandi, eins og hann segir. A stofnuninni vinnur hann við margþætt verk- efni. Einn þátturinn er könnun á hafsbotninum kringum Island, og jarðfræðileg og landfræðileg kortlagning. Farið er í leiðangra með hafrannsóknaskipunum og þetta þá samræmt öðrum verkefn- um. Annar þáttur í störfum Kjart- ans er vistfræðileg könnun á landgrunninu í samvinnu við aðra sérfræðinga stofnunarinnar. T.d. er verið að koma af stað rann- sóknaverkefni til athugunar á hrygningu sildarinnar. — Svo hefur virzt sem síldin hrygni á ákveðnum botngerðum, útskýrir Kjartan. — Með ná- kvæmri kortlagningu á botninum, teljum við að fara megi nærri um það hvar hún muni hrygna og vonum að fylgjast megi með hrygningu sildarinnar á þessum ákveðnu stöðum ár eftir ár. Til slíkrar kortlagningar hefur verið keypt nýtt tæki, svonefnd botnsjá, en hún útbýr nokkurs konar „loftmyndir" af hafsbotn- inum með bergmálstæki. Þetta tæki var prófað hér á Sundunum í sumar og gaf góða raun. Vonumst við til að geta hafið nokkuð við- tækar mælingar með þessu tæki á næsta ári, en það yrði gert í sam- vinnu við Sjómælingar Islands. Auk þess höfum við verið að skoða botninn á þeim slóðum, sem rækjan heldur sig.á, en það verk efni er enn sem komið er nokkuð laust í reipunum. En áhuginn er mikill að kanna hvort samband er milli botngerðar og dreifingar rækjunnar. — Auk þessara vistfræðilegu athugana höfum við áhuga á ýms- um jarðfræðilegum verkefnum, heldur Kjartan áfram. Við höfum áhuga á að komast undir yfirborð botnsins og athuga eldri setlög. I því sambandi fengum við rann- sóknastofnun bandaríska flotans til að aðstoða okkur við tilraunir með boranir á islenzka land- grunninu og utan þess á sl. ári. Stofnunin lagði til tækin og bor- unin fór fram af rannsóknaskipi okkar, Bjarna Sæmundssyni. Við tókum nokkra borkjarna fyrir norðan land, inni á Eyjafirði og þar fyrir utan og gátum borað 3—4 m ofan í botninn með þess- um tækjum. Þarna fengum við nokkra stutta kjarna og erum að byrja úrvinnslu á þeim. Þórdís Ölafsdóttir jarðfræðinemi vinnur að því með mér. Þarna er verk- efni, sem við hefðum áhuga á að útfæra nánar. Með því er hægt að vænta þess að fá upplýsingar um veðurfarssögu, öskulög, sögu eld- gosa og upplýsingar um almenna jarðsögu botnsins. Eins og er skortir okkur fé til að eignast bortæki, sem landgrunnsnefnd ætlaði að reyna að útvega okkur á næsta ári. Þá höfum við i huga bor, sem gæti borað 20 m eða meira niður i jarðlögin og sem hægt er að nota af okkar skipum. Landgrunnsnefnd hefur þegar veitt talsverðu fé til okkar verk- efna, en upphaflega samdist svo um að hún veitti fé til tækjakaupa og til að koma þessari starfsemi i gang. Nú rikir nokkur óvissa um framhaldið, því í frumvarpi til fjárlaga næsta árs var nefndinni ekki ætlað neitt fé. — Landgrunnið er geysistórt svæði og óaðskiljanlegur hluti af Islandi, þó það hafi þá sérstöðu að vera neðansjávar um þessar mundir sagði Kjartan í lok sam- talsins. Mér finnst það vera sið- ferðileg skylda okkar að leggja talsvert af mörkum til þess að reyna að öðlast skilning og þekk- ingu á þessu landsvæði okkar, ekki síður en gert er á þurru landi. Það mun lika koma í ijós, að það, sem lagt er í slikar rann- sóknir nú, mun skila hagnaði um ókomin ár. — E.Pá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.