Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1975 0. ft . O Draumar og spádómar Kaflar úr Laxdælu Gestur Oddleifsson bjó vestur á Barðaströnd í Haga. Hann var höfðingi mikill og spekingur að viti, framsýnn um marga hluti, vel vingaður við alla hina stærri menn, og margir sóttu ráð að honum. Hann reið jafnan til þings. Einhverju sinni bar svo til, að hann ríður til þings og kemur til Sælingsdalslaugar og dvelst þar um hríð. Guðrún Ósvífursdóttir kom til laugar og fagnar vel frænda sínum. Gestur tók henni vel, og taka þau tal saman, og voru þau bæði vitur og orðug. En er á líður daginn, mælti Guðrún: „Dreymt hefur mig margt í vetur, en fjórir eru þeir draumar, er mér afla mikillar áhyggju, en enginn maður hefur þá svo ráðið, að mér líki, og bið ég þó eigi þess, að þeir séu í vil ráðnir.“ Gestur mælti þá: „Seg þú drauma þína; vera má, að vér gerum af nokkuð.“ Guðrún segir: „Úti þóttist ég vera stödd við læk nokkurn, og hafði ég krókfald á höfði, og þótti mér illa sama, og var ég fús að breyta faldinum, en margir töldu um, að ég skyldi það eigi gera. En ég hlýddi ekki á það, og greip ég af höfði mér faldinn og kastaði ég út á lækinn, og var þessi draumur eigi lengri." Og enn mælti Guðrún: „Það var upphaf að öðrum draum, að ég þóttist vera stödd hjá vatni einu. Svo þótti mér sem kominn væri silfurhringur og þóttist ég eiga og einkarvel sama. Þótti mér það vera allmikill gersemi, og ætlaði ég lengi að eiga, en er mér voru minstar vonir, þá rendi hringurinn af hendi mér og út á vatnið, og sá ég hann aldrei síðan. Þótti mér sá skaði miklu meiri en ég mætti af líkindum ráða, þótt ég hefði einum grip týnt. Síðan vaknaði ég.“ Gestur svarar þessu einu: „Ei er sá draumur minni.“ Enn mælti Guðrún: „Sá er hinn þriðji draumur minn, að ég þóttist hafa gullhring á hendi, og þóttist ég eiga hringinn, og þótti mér bættur skaðinn. Kom mér það í hug, að ég mundi þessa hrings lengur njóta en hins fyrra. En eigi þótti mér sá gripur því betur sama, sem gull er dýrara en silfur. Síðan þóttist ég falla og vilja styðja mig með hendinni, en gullhringurinn mætti steini nokkrum og stökk í tvo hluti, og þótti mér dreyra úr hlutun- Dóri og ullarnærbuxurnar Einu sinni var lítill asni, sem hét Dóri. Hann átti heima í skógi, sem hét Dýraskógur. Hættu- legasta dýrið í skóginum var ljónið. Það át alltaf dýrin, sem voru minni en það. Dóri átti mjög falleg- ar röndóttar ullarbuxur. En dýrin í skóginum stríddu honum alltaf því að hann var í ullarnær- buxunum. Þeir, sem stríddu honum aðallega voru Billi og Billa apa- börn. Bestu vinir Dóra voru Malla og Malli skóg- armýs. Einn daginn, þegar Dóri, Malla og Malli voru úti að leika sér, sáu þau ljónið koma gangandi. Malla og Malli urðu dauð- hrædd því að músakjöt var það besta, sem ljónið fékk. En Dóri dó ekki ráðalaus, hann lyfti Möllu og Malla upp og stakk þeim ofan í ullar- nærbuxurnar. Þegar ljónið var komið alveg að Dóra, sagði það dimmri röddu: „Hefur þú séð einhverjar mýs hérna nálægt?" „Nei,“ sagði Dóri, „ég hef ekki séð neinar mýs.“ „Það verður víst að hafa það.“ sagði ljónið og labbaði burt. En Dóri, Milla og Malli lifðu vel og lengi og Billi og Billa stríddu Dóra aldrei meir. Og það var allt ullarnærbuxunum að þakka að Malla og Malli fengu að lifa. Þess vegna keyptu öll dýrin sér ull- arnærbuxur og meira að segja ljónið, því að það vildi ekki vera eina dýrið, sem ætti ekki ullarnær- buxur. Og ljónið át aldrei litlu dýrin framar. Margrét Kristfn Sigurðardóttir (11 ára). Margrét Kristfn teiknaði einnig myndirnar, sem fylgja sögunni). r Smásögur ! eftir börn Nokkrar af þeim I I sögum, sem blaðinu I | bárust í verðlauna- | | samkeppninni fyrir | I jólin, verða birtar í . . „Allir krakkar“ — og |^er sú fyrsta birt í dag.^j FERDINAIMO Þeir svelta Fyrir 40 árum birti Mbl. þessa áskorun: „Gefið fugl- unum korn í nefið“ Spegill- inn sneri út úr þessu og taldi tittlingana tóbaks- lausa. Snjótittlingar og þrestir eru nú víða i húsagörðum, en þeir leita aldrei á náðir mannanna nema þeir séu í nauðum staddir. Þessir litlu hnoðrar þurfa 40 stiga líkamshita, ef þeir eiga að lifa, en sá hiti kostar mat. Gefið fuglunum árdegis og reglulega. Það er sann- að, að sömu fuglarnir koma vetur eftir vetur að sömu húsunum. fTlcófnorgunkafflnu W/jÆ'/É' 'grrrs#** Þú ert alltaf sjálfri þér lík, mamma, en ... Ólafur minn, mér þykir fyrir því, en vegna hinna erfiðu tíma verðum við að biðja þig um gullúrið, sem þú fékkst á dögun- um fyrir 25 ára starfið hjá okkur. Þetta eru vösusvik, varaliturann er ekki kossekta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.