Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 1
38. tbl. 62. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
PrentsmiSja Morgunblaðsins.
Palme og Sorsa
ræddu hlutleysi
Nordfoto — símamynd
FLUGVALLARFUNDUR Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, og Olof
Palme, starfsbróóir hans frá Svíþjóó, ræða hlutleysisstefnu Svía á skyndifundi á
Kastrup-flugvelli í gær. Annar ráðherrann var að koma frá Norðurlandaráðsþing-
inu í Reykjavík, hinn á leiðinni á það.
Kissinger lagði nýjar
tillögur fyrir Gromyko
Kaupmannahöfn
17. febrúar — NTB
OLOF Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, og Kalevi Sorsa, for-
sætisráðherra Finnlands, áttu
með sér óvæntan fund á Kastrup-
flugvelii f Kaupmannahöfn f dag,
er sá fyrrnefndi var á ieið heim
frá Norðurlandaráðsþinginu í
Reykjavfk, en sá sfðarnefndi á
leið á þingið. Ræddu þeir
norræna samvinnu og hlutleysis-
stefnu Svfa í utanrfkismálum, og
undirrótin talin vera áhyggjur
þær sem gætt hefur f Finnlandi
og Sovétrfkjunum vegna vopna-
sölu Svfa. Að þvf er næst verður
komizt vildi Palme fullvissa hinn
finnska starfsbróður sinn um að
þessi stefna væri óbreytt.
Gagnrýnin á stefnu Svía kom
síðast fram f almennum umræð-
um á Norðurlandaráðsþinginu um
helgina er finnski jafnaðarmaður-
inn Erkki Tuomioja réðst harka-
lega á sænsk stjórnvöld fyrir að
vera reiðubúinn til að selja fjór-
um NATO-löndum — Belgiu,
Danmörk, Hollandi og Noregi —
herþotur og þar með taka á sig
skuldbindingar á stríðstimum.
Áður hafði blað jafnaðarmanna,
Demari, lagt til að taka ætti Sovét-
Vorster 1
friðarferð
Höfðaborg 17. febr.—Reuter
JOHN Vorster, forsætisráðherra
Suður-Afríku, staðfesti f kvöld að
hann fór til Lfberfu f fyrri viku
til viðræðna við William Tolbert,
forseta landsins, og er þetta talið
mikilvægt skref í stefnu Suður-
afríku til að koma á friði við
afrfska blökkumenn. Ferðin til
Líberfu er talin sérstaklega
mikilvæg vegna þess að Líberfu-
menn hafa verið einna harðastir f
gagnrýni á aðskilnaðarstefnu
Suður-Afrfkustjórnar f kynþátta-
málum.
ríkin inn í norrænt samstarf.
Þessu var visað á bug af sænskri
hálfu.
í sænskum fjölmiðlum hafa
ásakanir Finna vakið mikla at-
hygli og þar hefur verið undir-
strikað að hlutleysisstefnan eigi
allt undir því að erlend ríki beri
traust til hennar. Að afloknum
hinum stutta fundi forsætisráð-
herranna á Kastrup vildi Sorsa
ekkert tjá sig um hann, en Palme
sagði að gagnrýni Finna og Sovét-
manna hefði ekki valdið sér
áhyggjum. ,,Maður verður að geta
vanizt svona hlutum," sagði hann.
Enn loftárás-
ir á Erítreu
Addis Ababa 17. febrúar
Reuter — NTB
FLUGHER Eþíópíu hóf að nýju
sprengjuárásir á skæruliðabúðir f
Eritreu I dag og herstjórnin sendi
enn frekari liðsauka til héraðs-
ins. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum vörpuðu herþotur af
bandarískri gerð sprengjum á bæ
einn í tvo tíma samfleytt í dag
aðeins 20 kílómetrum frá hafnar-
borginni Massawa, þar sem sveit-
ir frelsishreyfinganna stöðvuðu
skipalest sem var með olíu- og
bensínbirgðir fyrir höfuðborg
héraðsins, Asmara, s.l. laugar-
dag.
Herstjórnin i Addis Ababa
hefur hafið rannsókn á þvi hvort
einhver fótur sé fyrir orðrómi um
fjöldamorð er meir en 1000
skæruliðar og glæpamenn brutust
út úr tveimur fangelsum í Eritreu
s.l. föstudag. Heimildir innan
hersins hafa skýrt frá því að meir
en 1000 fallhlífahermenn hafi
verið sendir á vettvang, og sam-
kvæmt fregnunum eiga þessir
hermenn að hafa drepið eða sært
flesta flóttamennina.
Genf, London 17. febrúar
AP—Reuter
HENRY Kissinger, utanrfkisráð-
herra Bandaríkjanna, lagði fram
nýjar, leynilegar tillögur um tak-
mörkun kjarnorkuvopna og um
viðskipti Sovétrfkjanna og Banda-
rfkjanna f viðræðum sfnum við
Andrei Gromyko, utanrfkisráð-
herra Sovétrfkjanna, f dag. Eftir
tveggja daga viðræður f Genf við
Gromyko hélt Kissinger f kvöld
til London til fundar við Harold
Wilson, forsætisráðherra, og
James Gallaghan, utanrfkisráð-
herra, sem fyrr f dag undirrituðu
samkomuiag f mörgum atriðum
við Sovétstjórnina. (sjá frétt á
bls.38).
% Bandarfskir embættismenn
sögðu f kvöld að Kissinger hefði
farið f smáatriðum inn á leiðir til
að koma endanlegu formi á kjarn-
orkuvopnasáttmálann. Var frétta-
mönnum tjáð, að hugsanlega yrði
sáttmálinn, sem lögð voru drög að
á Vladivostokfundi Fords og
Brezhnevs og gilda f 10 ár, tilhúin
til undirritunar þegar Brezhnev
kemur á toppfund f Washington í
júnf. 1 sáttmálanum yrði fast-
bundinn ákveðinn fjöldi kjarn-
orkuflauga. Ifins vegar kann
ósamkomulag um viss atriði að
seinka komu Brezhnevs til Wash-
ington þar til f september.
I lokayfirlýsingu að afloknum
viðræðunum í Genf segja Gro-
myko og Kissinger að þeir hafi
skuldbundið sig ,,til að halda
áfram áköfum tilraunum til að
koma á viðunandi samkomulagi
til langframa á þessu ári“. Báðir
utanríkisráðherrarnir notuðu orð-
ið ,,árangursríkur“ til að lýsa
fundi þeirra í Genf.
Skýrt var einnig frá því, að
Kissinger hefði hafið máls á þvi
'við Gromyko hvort möguleiki
væri á þvi að gera nýjan við-
skiptasamning milli landanna í
stað samkomulagsins frá 1972,
sem Sovétmenn höfnuðu i síðasta
mánuði.
i lokayfirlýsingunni skuldbinda
löndin tvö sig til að vinna áfram i
anda ,,detente"-stefnunnar og
friðar. Fjórða höfuðmálið í við-
ræðunum var ástandið i Mið-
austurlöndum, og í yfirlýsingunni
segir að löndin tvö muni vinna
saman að iausn deilnanna í þeirn
heimshluta ,,þar sem tekið er tillit
til hagsmuna allra þeirra sem búa
á þessu svæði, þ.á m. palestinsku
þjóðarinnar og réttur allra ríkja
til sjálfstæðis virtur". Er mælt
með því að friðarráðstefnan i
Genf hefjist „bráðlega". Virðist
þar með sem Sovétmenn hafi sleg-
ið af kröfurn sínum um tafarlaus-
ar viðræður i Genf og veitt Kiss-
inger stuðning í persónulegunt til-
raunum hans til að koma á sam-
komulagi milli leiðtoga landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Neitar Karpov að
mæta í Manila?
— Fjárhagskröggur FIDE ástœðan fyrir valinu?
Amsterdam 17. feb. — AP
% MANILA, höfuðborg Filips-
eyja, var f dag útncfnd keppnis-
staöur fyrir heimsmeistaraein-
vfgið í skák milli Bobby
Fischers og Sovétmannsins
Anatoly Karpovs, en tilkynn-
ingin varð ekki til að lægja
óróaöldurnar f skákheiminum
undanfarið, heldur þvert á
móti til að ýfa þær enn. Ekki
var varaforseti Alþjóða skák-
sambandsins, FII)E, Kanada-
maðurinn J.G. Prentice, fyrr
búinn að skýra frá þvf á blaða-
mannafundi f dag, að Manila,
sem bauð fimm milljónir doll-
ara f verðlaunafé, hefði orðið
fyrir valinu, en sovézki skák-
fulltrúinn mótmælti og kvað
ákvörðunina óviðunandi af
formlegum ástæðum. Það var
Fischer sem óskaði eftir
Manila sem keppnisstað.
0 Sovézki fulltrúinn, Nikolai
Ryndin, benti á, að val Fischers
á Manila hefði verið tilk.vnnt
FIDE af Ed Edmondson hjá
bandaríska skáksambandinu,
en ekki Fischer sjálfum og
undirskrift hans hefði vantað á
skjalið, en slfkt væri algert
skilyrði samkvæmt reglum
FIDE. „I slfku tilviki," sagði
Ryndin, „hefði áskorandinn átt
að fá forgangsrétt, en hann
sendi svar sitt f fuliu samræmi
við reglur FIDE.“ Hann bætti
þó við, að yfirlýsing sfn væri
ekki opinber mótmæii, og
sovézka skáksambandiö í
Moskvu myndi taka ákvarðanir
um frekari aðgerðir. Karpov
hafði mælt með Mflanó á ttalfu,
sem bauð 440,000 dollara f verð-
laun.
Framhald á bls. 38
Fischer — vildi Manila
Karpov — kaus Mflanó