Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 3

Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 3 Sjálfstœði og styrkleiki manns- hugans samtíðinni nauðsyn Forseti Norðurlandaráðs, Ragnhildur Helgadðttir, afhendir sendi- herra Finnlands á tslandi bókmenntaverðlaun ráðsins fyrir árið 1975 fyrir hönd finnska rithöfundarins Hannu Salama. — sagði forseti Norðurlandaráðs við afhendingu bókmennta- verðlaunanna 1975 A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fór fram í Háskólabfói afhending bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs, en þau voru sem kunn- ugt er veitt finnska rithöfundin- um Hannu Salama. Hann var ekki viðstaddur athöfnina en finnski sendiherrann á tslandi, Olavi Muakki, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Aður en forseti Norðurlandaráðs, Ragnhildur Helgadóttir, afhenti verðlaunin flutti Torben Broström, magister, erindi um rithöfundinn, sem birt er f heild á bls. 5, og að veitingu lokinni flutti Hákan Branders, formaður Finnlandsdeildar Norðurlandaráðs, þakkarorð frá Hannu Salama, svo og ummæli hans um þau, skilyrði, sem hann starfi við f Vinnlandi. Eftir að forseti Norðurlanda- ráðs hafði sett athöfina var flutt- ur úrdráttur úr óperunni Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson. Flytjendur voru Sinfóníuhljóm- sveit Islands, Þjóðleikhúskórinn, Karlakórinn Fóstbræður, ásamt einsöngvurunum Guðrúnu Á. Símonar, Ruth Little Magnússon, Guðmundi Jónssyni, Magnúsi Jónssyni og Jóni Sigurbjörnssyni. Ennfremur komu fram Garðar Cortes, Hákon Oddgeirsson og Kristinn Hallsson og Róbert Arn- finnsson leikari flutti skýringar eftir höfundinn í sænskri þýðingu Ingrid Westin, sendikennara. Höfundur stjórnaði flutningi verksins. Áður en Torben Broström magi- ster hóf erindi sitt minntist Ragn- hildur Helgadóttir lftillega á sam- bandið milli rithöfunda og stjórn- málamanna og starfs þeirra, milli orðsins listar og listar hins mögu lega, meðal annars með hliðsjón af hinu sænska nafni verðlauna- bókar Salama „Kommer upp i tö“ sem á íslenzku mætti kalla „Kem- Hákan Branders, formaður Finn- landsdeildar Norðurlandaráðs, flytur ráðinu þakkir og ummæli Salama. ur undan snjónum". Hún sagði, að rithöfundar væru á vissan hátt rannsakendur, þeir fyndu það, sem lægi leynt undir snjónum, síðan væri það stjórnmálamann- anna að reyna að ráða bót á þeim vanköntum, sem leiddir væru í ljós. Hún drap á efni bókarinnar, | sem fjallaði meðal annars um ' kommúnista og innbyrðis deilur þeirra á tilteknu timabili í Finn- landi en þrátt fyrir það boðaði bókin einstaklingshyggju: bak við hið hrjúfa yfirborð persónanna kæmi fram mikið hugarþrek og ef eitthvað ætti að nefna, sem væri samtíðinni nauðsynlegt, væri það sjálfstæði og styrkleiki manns- hugans. Per Olof Sundman: Um Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs Per Olof Sundman Per Olof Sundman: Om Nordiska Radets Litteraturpris Verðlaunabók Hannu Salama var dreift meðal fulltrúa á Norðurlanda- ráðsþinginu á sunnudag. Hannu Salama: Sakaður um lygar skattsvik og ritstuld Hér fer á eftir í lauslegri þýðingu orðsending finnska rithöfundarins Hannu Salama til Norðurlandaráðs, lesin að lokinni afhendingu bók- menntaverðlauna ráðsins í Háskólabíói sl. sunnudagskvöld. „Ég þakka Norðurlandaráði fyrir bókmenntaverðlaunin, sem mér hafa verið veitt. Af þessu tilefni hef ég verið beðinn að tjá mig um stöðu rithöfundarins í heiminum f dag. Eg ætla ekki að vera margorð- ur. Það ætti að nægja að segja, að þær vikur, sem liðnar eru frá þvf að skýrt var frá nafni verðlaunahafans, hafa nokkur blöð f Finnlandi gefið f skyn, að ég sé lygari, skattsvikari og að ég hafi gert mig sekan um ritstuld. Þannig eru þau skilyrði sem ég hef neyðzt til að starfa við — og verð enn við að búa. Með þetta f huga er sú hvatning, sem ég hef hlotið af hálfu Norðurlandaráðs sérstaklega kærkomin." Dagsett 10. febrúar 1975. . •• 011 spjót standa á Salama: Finnsku menntamála- ráðherrarnir um skáld- ið: Vitum ekki um nein skattsvik TIL eru þeir, sem staðhæfa, að bókmenntaverð- laun geri meira tjón en gagn og lita á að slík verðlaun heyri fortíðinni til. Eg veit að þau öfi eru til, sem vinna að þvi að leggja niður Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Ef svo væri gert, ætti að bæta það upp með annars konar stuðningi við norræna rithöfunda. Mín skoðun er þó sú, að þrjár veigamiklar ástæóur séu fyrir því, að við höldum áfram að veita þessa viðurkenningu — og einnig hina háu verðlaunaupphæð. 1. Verðlaunin beina athyglinni að merkri norrænni bók, stækka lesendahópinn og hvetur til þýðinga. 2. Verðlaunin auka einnig áhuga á bókmennt- um almennt. Bækur, sem ekki hljóta viðurkenn- ingu, njóta einnig góðs af henni. 3. Verðlaunin hafa mikið gildi fyrir þann, sem þau hlýtur. Þetta er staðfest í stuttorðri kveðju Hannu Salama til Norðurlandaráðs. Rithöfundur vinnur að staðaldri — eins og aðrir listamenn — undir ákaflega miklu álagi. Slíkt álag þekkist naumast i öðrum atvinnu- greinum. (undantekning er til: t.d. stjórnmála- maður). Að nokkrum hluta er þetta innra álag stöðug glíma við erfið vandamál, stöðug barátta við sína eigin sjálfsgagnrýni. Að nokkru leyti kem- ur svo til ytra álag. Fulllokið verkið er siðan gagnrýnt og rannsakað, bæði af þeim, sem hafa það að atvinnu sinni og af starfsbræðrum og öllum lesendum. Þetta tvöfalda álag getur stundum orðið svo þungt, að erfitt er að bera það. Mörgum verður það óbærilegt. Það var þetta, sem Hannu Salama vildi sagt hafa i kveðju sinni. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru ekki aðeins þakkarorð fyrir skinandi skáldsögu — þau voru einnig — og þaó er kannski þyngst á metunum — styrkur og honum mikilvæg uppörvun á rithöfundar- ferli hans í framtiðinni. Per Olof Sundmann DET finns de som havdar att litterára pris vállar mera skada án nytta, som anser att sádana pris tillhör det förgángna. Jag vet att det finns krafter som verkar för ett avskaffande av Nordiska rádets litteraturpris. Man skulle i sá fall ersátta det med andra stödinsatser för de nordiska författarna. Enligt min mening finns det tre starka skál som talar för att man skall behálla priset — och dessutom höja prissumman. 1. Priset fáster uppmárksamheten pá en angelágen nordisk bok, ökar lásekretsen, stimulerar till översáttningar. 2. Priset ökar ocksa intresset för litteraturen i allmánhet. Áven icke belönade böcker har gládje av litteraturpris. 3. Priset har stor betydelse för mottagaren. Detta dokumenteras av Hannu Salamas kort- fattade hálsning till Nordiska rádet. En författare — liksom övriga konstnárer — arbetar regelmássigt under ett starkt tryck. Och det ár ett tryck som knappast nágra andra yrkesutövare drabbas av. (Undantag finns; till exempel politiker.) Det ár dels frága om ett inre tryck, en stándig brottning med svára problem, en stándig kamp med sin egen sjálvkritik. Det ár dels frága om ett yttre tryck. Det fárdiga verket kritiseras och granskas sávál av sádana som har detta till yrke som av kolleger och alla lásarna. Detta dubbla tryck kan stundom bli sá hárt att det blir mycket svárt att bára. För mánga kan det bli outhárdligt. Det var detta Hannu Salama ville sága i sin hálsning. Nordiska rádets pris var inte bara ett tack för en lysande roman — det var ocksá, och det ár kanske det viktigaste, ett stöd och en viktig stimulans i hans forsatta författarskap. Per Olof Sundman ÞAÐ sem vakið hefur hvað mesta athygli á Norðurlanda- ráðsþingi þvi, sem nú situr, er boðskapur finnska rithöfundar- ins Hannu Salama, sem lesinn var upp á sunnudagskvöld við afhendingu bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, en sem kunnugt er kom hann ekki til að veita verðlaununum viðtöku. 1 bréfi sem lesið var upp á samkomunni sagði hann m.a., að hann hefði i nokkrum hluta finnsku blaðanna verið kallað- ur lygari, skattsvikari og rit- þjófur. Morgunblaðið spurði mennta- málaráðherra Finnlands hverju þetta sætti, en þess má geta til fróðleiks, að þeir eru tveir: Ulf Sundqvist og Marjatta Váánánen, hinn fyrrnefndi, sem aðeins er þrítugur að aldri, hefur verið yfir menntamála- ráðuneytinu frá 1972, en frúin er ráðherra í ráðuneytinu, eins og segir i upplýsingariti Norð- urlandaráðs. Hún er i Mið- flokknum finnska, en Sund- qvist er jafnaðarmaður. Um fyrrnefnd ummæli finnska rithöfundarins vildi Sundqvist aðeins segja, að Salama væri listamaður og um- mæli hans bæri að skoða i ljósi þess. „Listamaður talar eins og listamaður," sagði hann „og er frjáls að því i lýófrjálsu landi að segja það, sem honum býr í brjósti." Hvorugt vissi til að hann ætti nafngiftina skatta- svikari skilið, en Norðurlanda- verðlaunin munu hafa verið kærkomin til að grynnka á skattaskuldum skáldsins. Lygari er eins og hvert annað orð sem notaó er í „hita barátt- unnar“. En um ásökunina um ritþjófnað fengum við þessar upplýsingar: Fyrir skömmu birtist í finnsku timariti ljóð eftir Salama. Timaritið heitir Framhald á bls. 39 Hér situr Ulf Sundquist, menntamálaráðherra Finna, við hlið finnska samgöngumálaráðherrans, Pekka Tarjanne, i fundarsal Norðurlandaráðsþingsins i Þjóðleikhúsinu. Myndin var tekin i gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.