Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
7
Liðsmenn úr stjórnar-
her Kambódíu í bar-
áttu við skæruliða.
ATBURÐIR í Kambódíu
hafa mótazt af brjálsemi
stríðsins — eins og þegar
kunningi yfirmanns hers-
ins, Sosthene Fernandez
hershöfðingja, spurði hann
í móttökuveizlu nýlega
hvað hann hygðist gera ef
Bandaríkjaþing fram-
kvæmdi áætlun sína um að
minnka verulega aðstoð við
Kambódiu, þá brosti hann
aulalega, stikaði þvert yfir
herbergið og rétti upp
hendurnar eins og í uppgjöf
og sagði: „Ég mun gera
þetta."
Var honum alvara? Enginn
Þetta er vonlaust
algerlega vonlaust”
sem var i veizlunni taldi að
svo væri. En á hinn bóginn
gæti verulega minni aðstoð
orðið hinni spilltu og áhrifa-
litlu ríkisstjórn að falli. Enn-
fremur hefur striðið gegn
kambódískum skæruliðum
undir forystu kommúnista,
sem hefur staðið í nærri
fimm ár, raskað mjög hegð-
um manna svo að nú er
aldrei hægt að sjá fyrir hver
viðbrögð þeirra verða. Það
sem snýr upp snýr stundum
niður fyrir þeim. Óvinurinn er
stundum gamall skólafélagi
þeirra og oft á tíðum frændi
þeirra. Fernandez var ef til
vill aðeins með skrípalæti til
að fela sannleikann.
Kaldhæðni hjálpar manni
við að sætta sig við hinar
óeðlilegu aðstæður hér —
þar sem rikisstjórnin keppist
við að prenta seðla til að hafa
undan verðbólgunni, sem er
300% á ári minnir
Kína áður en kommúnistar
tóku völdin; íbúar Kambódíu
eru sjö milljónir, en stór
skörð eru höggvin í þá tölu,
þar sem a.m.k. 300 manns
eru drepnir eða særðir á
hverjum degi.
í kjölfarið siglir ýmislegt
einkennilegt og viðbjóðslegt,
sorglegt og sársaukafullt eins
og ég komst að raun um í
þriggja vikna heimsókn ný-
lega.
Þegar Lon Nol marskálkur,
forseti Phnom Penh ríkis-
stórnarinnar, var 61 árs
þann 13. nóvember birtu
fréttastofur árnaðaróskir frá
aðeins þrem þjóðhöfðingjum
— Chiang Kai-shek forseta
Formósu, Nguyen Van Thieu
forseta Suður-Víetnam og
Demetrio Lakas forseta Pan-
ama. Háðskir stjórnarstarfs-
menn hér veltu því hástöfum
fyrir sér hvort þetta boðaði
styrjöld eða skiptingu á landi
hinna grunlausu Panama-
búa.
„Þetta er vonlaust, algjör-
lega vonlaust," sagði hrein-
skilinn bandarískur stjórnar-
starfsmaður i hádegisverðar-
boði nýlega. ,,Það eina sem
I [
^eUrJJorkShne^
eftir SYDNEY
H. SCHANBERG
þeir geta gert til að bjarga
málunum er að taka alla
starfsmenn hallarinnar og
skjóta þá. Þeir þurfa að losna
við þessa spilltu leiðtoga og
reyna einhverja nýja menn,
— alveg sama hverja. Senni-
lega er þetta orðið of seint,
en eina leiðin er að reyna
það."
Það eru betlarar alls staðar
í Phnom Penh. Einn þeirra,
sem er blindur, situr á
hverjum degi á gangstéttinni
fyrir utan La Taverne veit-
ingahúsið, beint á móti póst-
húsinu, og spilar á kambó-
dískan sltar. Söngvar hans
hafa breytzt með framþróun
styrjaldarinnar eins og við-
skiptavinirnir, þeir eru ekki
lengur gamlir franskir ný-
lendustarfsmenn heldur
Bandarikjamenn. Nú hefur
hann bærilegar tekjur af þvi
að spila „In the Mood",
„Beautiful Day" og „Alexand-
ers Ragtime Band".
Miðborg Phnom Penh er
lifandi dæmi óhamingju. Lo
Leand, 33 ára gamall kenn-
ari, getur ekki séð fjölskyldu
sinni farborða með launum
sinum, sem eru 9 dollarar á
mánuði svo hann ekur leigu-
hjóli í frístundum sinum og
vinnur sér inn 30 sent á dag
þegar bezt lætur. Hann seg-
ist alltaf vera svangur og að
hann borði lotus-grænmeti,
sem Kambódiumenn notuðu
áður sem andafóður. „Ég á
bágt, ég á bágt," endurtekur
hann i sífellu.
Um það bil 20 metra í
burtu hanga tötraleg flótta-
börn við matsölustað og tina
upp kjúklingabein, sem við-
skiptavinirnir henda frá sér
og naga þau og sjúga þang-
að til ekkert er eftir.
Kambódíumenn eru stolt
og sjálfstætt fólk og þótt
stríðið hafi neitt marga þeirra
til að þiggja ölmusu og jafn-
vel til þess að betla þá sviður
þá sárt.
I þorpi eirru við vesturjaðar
Phnom Penh var fimm
manna fjölskylda að svelta i
hel. Hvorki húsbóndinn, hús-
freyjan eða nokkurt barn-
anna gat fengið vinnu. I
næsta húsi bjó ekkill, sem
ræktaði svín og var vel stæð-
ur. Hann fór að veita þvi
athygli að maturinn, sem
hann skildi eftir fyrir svínin
var tekinn að hverfa. Honum
varð Ijóst að hinir örvænting-
arfullu nágrannar hans lædd-
ust yfir á nóttunni og tóku
svínamatinn til að halda í sér
lífinu.
Ekkillinn hafði mikla sam-
úð með þeim en vildi ekki
særa þau. Eftir að hafa hugs-
að vandlega það sem hann
hugðist segja hélt hann dag
nokkurn þegar heimilisfaðir-
inn var í burtu til húss þeirra
og sagði við konuna, að allir i
Kambódiu ættu erfitt þessa
dagana en að hann væri svo
heppinn að eiga afgang. Síð-
an bað hann hana að vera
svo góða að þiggja 10,000
ríala til að kaupa mat.
Konan grét af skömm þeg-
ar hún tók við peningunum.
Síðan fór hún út og keypti
hrísgrjón og fisk, en skömm-
in var meiri en hún gat þol-
að. Hún keypti líka eitur.
Sama kvöld eitraði hún mat-
inn og stytti þannig sjálfri sér
og allri fjölskyldunni aldur.
(Þýð. J.Þ.Þ.).
Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. staðgreiðsla. Nóatún 2 7 Sími 25891. Buxur Terylene dömubuxur úr góðu tery- lene. Einnig tækifærisbuxur. Fram- leiðsluverð. Saumastofan Barmahlíð 34, sími 14616.
Rennilásar og hnappar í miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun Sími 1 5583. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044.
Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sþarar pússningu. Steypistöðin hf., simi 33603. Tilboð óskast í 6 tonna frambyggða trillu, einnig gráselppugirnisnet 3 elliðaraf- magnsrúlur o.fl.. Upplýsingar í sima 69-71 487.
Gólfhersluefni
í sérflokki
THORO STÁLGÓLF 8 litir P. & W. GÓLFHERÐIR
Stálflögumerblandaðíblautasteyp- Settur á gólfin, eftir að þau hafa
una. Margfaldar slitþol gólfsins. KThordI verið steypt. Slitþol þrefaldast og
Eykur höggstyrkinn um 50%. höggstyrkur eykst um 25.%
Ómissandi á iðnaðar- og vinnusali. Veljið THORO á gólfin.
ÞÚSUNDIR FERMETRA HAFA ÞEGAR SANNAÐ GÆDIN.
IS steinprýði
I BORGARTÚNI 23 SÍMI 2 8290
Sér hæð
140 ferm. sér hæð með góðum bílskúr við
Háteigsveg til sölu eða í skiptum fyrir minni
íbúð.
SKIPA & FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
Idilstrcti S Midbzjarmirkidinum
simi 17215 heimasimi 12457
Ibúðir
Höfum kaupendur að ýmsum stærðum íbúða í
austur og vesturborginni með góðri útborgun,
sérstaklega vantar 90—100 ferm. íbúðir.
SKIPA & FASTEIGNA-
MARKADURINN
Adalstrsti 9 Midbsjarmarkadinum
simi 17215 heimasimi 82457
Raðhús — Keflavík
Til sölu endaraðhús við Norðurgarð. Selst múr-
húðað að utan, glerjað og með útihurðum.
Einnig tvær 3ja herb. íbúðir við Háaleiti 1, sem
seljast tilbúnar undir tréverk. Fast verð. Til
afhendingar 1. nóv. 1 975.
Híbýlaval h / f,
Hafnargötu 38, Keflavík.
Sími 2 79 7.
0STRATFORD
E N S K I R
PENINGASKÁPAR
þjófheldir — eldtraustir
heimsþekkt —
viðurkennd framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 1 —3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919