Morgunblaðið - 18.02.1975, Side 11

Morgunblaðið - 18.02.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 11 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Ný frysti- aðferð reynd Tor Aurell með rækju, sem kemur úr freon-frystingunni, hörð, hvlt og með sama lagi og áður en hún fór i vökvann Með hinni nýju frystiaðferð kemur varan á færibandi, fellur I freonvökvann og snarfrystist og úðarar sprauta á hana á leiðinni gegnum vélina og út. Tor Aurell við frystivélina, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lánað Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. j RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnað- arins er verið að gera tilraun með | nýjung ! frystingu, þ.e. frystingu með freon-vökva, sem hefur ýmsa kosti fram yfir venjulega frystingu, þar sem frystingin verður mjög hröð. Það sem frysta á, heldur sama lagi og frýs ekki saman, missir ekki vökva eins og tftt er ! frystingu og heldur þv! þyngd, en krystallarnir verða smærri og gæðin meiri á mat- vælunum hvað snertir ilm, útlit og gerð. Sænskur frystisérfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum, Tor Aurell, verður hér ! þrjá mánuði með eina slíka frystivél, en þetta er veitt sem tækniaðstoð við fsland frá UNITO i Vinarborg. Hann sýndi fréttamanni Mbl. þessa vél I rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, skýrði hvernig fryst- ingin fer fram og veitti upplýsingar. En farið er að nota þessa frystingu á 40 stöðum ! heiminum fyrir við- kvæmari og verðmætari matvæli; mest ! Bandarikjunum, á 2 stöðum i Sviþjóð, þar sem m.a. er einmitt fryst rækja, einum stað ! Noregi og á Bretagne i Frakklandi er þessi frysting notuð á skelfisk, fisk- flök og heilan silung. En hér er nú verið að gera tilraunir með freon- frystingu á rækju, humri og skelfiski. í frystihúsi eru vélar fyrir eitt tonn á klst. en þessi sem Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hefur fengið að láni, tekur 50 kg á klst. Hún er aflangur tankur með þremur færi- böndum. Rækjan kemur volg inn I annan endann, fellur ! freonvökv- ann, þar sem hún frýs á 30—40 sekúndum f 30 stiga frosti. Beltin bera hana svo áfram og rækjan er vætt með úðurum til lokafrystingar og rennur út hinum megin. Hún er alveg hörð, heldur laginu og er hvit, en ef vill má fá á hana gljáa með þv! að láta hana fara gegn um úða á leið út. Bitarnir frjósa ekki saman I klump með þessu móti, en eru lausir og þykir það mikill kostur. Þessi aðferð þykir einkum hpntug fyrir matvæli, sem vanda á til og eru i dýrari flokki, svo sem ávextir á borð við jarðarber og melónusneiðar, laukhringir og korn á stönglum og af sjávarafurðum rækja, humar og skel- fiskur. Þessi frystiaðferð er tiltölulega ný. Dupond-fyrirtækið byrjaði með þetta á árinu 1967 og hefur einkaleyfi á aðferðinni. En öðrum fyrirtækjum var fengin framleiðslan. Þau eru nú Frigo Scandia ! Svíþjóð og Lewis- frysting ! Bandaríkjunum. Þessar upplýsingar veitti Aurell sem svar við spurningu okkar en vandlega var límt yfir framleiðslumerkin á vél- inni, þar sem SÞ vilja ekki reka áróður. Sjálfur byrjaði Tor Aurell að vinna fyrir sænska fyrirtækið I Bandarikjunum, en er nú tæknilegur ráðunautur hjá Sameinuðu þjóðun- um. Matvælaeftirlit Bandarlkjanna, sem hefur mjög strangt eftirlit með matvælum, gaf 1969 leyfi til fryst- ingar með freon, og siðan hafa 11 lönd gert það sama. Bandarikjamenn lita ekki á freon sem aukaefni, en Sviar gera það og settu þvi það skilyrði að ekki sé meira en 100 ppm i fæðunni þegar hennar er neytt, en hafa síðan fært mörkin upp i 300 ppm. En Tor Aurell sagði, að freonið væri langt fyrir innan þessi mörk, þegar fæðan kemur á matborðið. Fyrstu 24 tfmana eftir frystingu hyrfi það að mestu. Þetta hefur farið i gegnum prófanir i Bandarikjunum. Siðastliðin tvö ár hafa verið gerðar tilraunir með að gefa rottum og hundum þetta efni i 300 ppm skammti á dag, og eru þannig fengn- ar rannsóknir á fimm kynslóðum af rottum, en ekkert hefur fundist, sem geti gefið til kynna að það sé skað- legt. . Freonið. sem notað er, er hreinsað F 12 eða Dichlorodifluor- methane og hefur 99,97% hrein- leika. Það hefur verið notað i 40 ár og talið öruggt til frystingar. Það er samsagt ekki á nokkurn hátt skaðlegt i fæðunni, að sögn Aurells. Einnig á það að vera skað- laust á vinnustað og ekki að stafa af þvi brunahætta. Efnið er alveg lyktarlaust, en þar sem það er eðlis- þyngra en loft, eru á vinnustöðum Matvælin halda útliti, vökva og bragði viftur niður við gólf, sem soga það út. Þessi aðferð við frystingu er aðal- lega notuð við matvæli, sem erfitt er að frysta og fremur verðmæt mat- væli, sem fyrr er sagt. Sagði Aurell að almennt mætti segja að það borg- aði sig að nota það, þar sem varan væri dýrari en freonið. Verðið á þvi er nú um 168 kr. á kg og er sami vökvinn notaður lengi. Hann gufar upp i vélinni og verður loftkenndur, en þéttist við snertinguna við kalda kælispirala og verður aftur að vökva. Þó tapast eitthvað af honum við hreinsun á vélinni eða 1—3%. Og reiknað með að 1—3 kg fari á móti 100 kg. En þar sem freon-vökvinn er þyngri en vatn, fljóta drasl og óhreinindi, sem vera kynnu i mat- vælunum, ofan á. Og þar sem efnið er loftkennt og kælt i vélinni, þá fara óhreinindin ekki með vökvanum i kælitankinn, en sitja eftir. Frysting með þessari aðferð þykir hafa ýmsa kosti, sem fyrr er sagt. einkum þá að varan tapar ekki vökva og heldur sér óbreytt og að auki sparast bæði starfsfólk og rými i frystihúsinu. Tor Aurell verður hér i 3 mánuði og mun kynna þessa aðferð við fryst- ingu, sýna hana skólafólki og fólki úr frystiiðnaðinum, sem boðið verður til sýninga á Rannsóknastofnuninni. Þar verður árangurinn lika kannaður með' tilraunum og verður hann ráð- gefandi um það. Að lokum mun hann skila tæknilegri og fjárhagslegri skýrslu til íslenzku rikisstjórnarinn- ar, þvi þó slikt reynist vel annars staðar. verður alltaf að gera tilraunir á staðnum með viðkomandi efni, eins og hann segir. Ef góð reynsla fæst af þessu, skiptir það miklu fyrir vörur eins og skelfiskinn, þvi hann er i flokki mat- væla. sem mikið er notaður sem lúxusfæða, svo sem kokteilbita í Bandarikjunum og verður útlitið þá að vera óbreytt og fallegt. — E.Pá. SWBU smún Isleazkt Hugvit ag Haeúverk Ifeiztu m Mri lausn ? á þeim vanda, sem upp kemur þegar skipta þarf stórum herbergjum, eða þegar skilja þarf á milli herbergja, án þess að nota fasta, heila veggi? STUÐLA-SKILRÚM leysir ekki aðeins þennan vanda, heldur opnar jafnframt ótal mögu- leika. STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og / skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. STUÐLA-SKILRÚM henta einnig sem / hillur upp við vegg. STUÐLA-SKILRÚM / sem eru að öllu leyti úr viði, eru fáan- ^ / leg í öllum viðartegundum, og einnig / J* . « ... y AV /V AV / / ______________________________/ SVERRIR HALLGRÍMSSON Smíðastofa, Trönuhrauni 5. Simi: 51745.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.