Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
„Þörf á langtíma
efnahagslegum
varnaraðgerðum,” j
Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur:
Verði grundvöllur efnahagslífsins
skekinn steðiar hætta að lýðræðinu
Anker Jörgensen, forsætisráö-
herra Danmerkur, talaði við al-
mennu umræðurnar á sunnudag
og sagði meðal annars, að hjá því
yrði ekki komizt, að þeir erfið-
leikar, sem síðasta ár hefðu ein-
kennt efnahagsþróunina, sérstak-
lega á Vesturlöndum, settu svip
sinn á þetta þing Norðurlanda-
ráðs. Að vfsu hefðu menn nú náð
sér eftir það skyndilega áfall, sem
leiddi af orkukreppunni, en ekki
hefði nema að takmörkuðu leyti
verið viðurkennd sú aðlögun
efnahagskerfisins sem ástandið
krefðist. Væri augljóst, að þar
gætu komið til meiri háttar breyt-
ingar, með vfðtækum afleiðing-
um.
I þessu sambandi sagði Jörgen-
sen nauðsynlegt að gera sér ljóst
hversu heimsmynd okkar hefði
breytzt síðastliðin þrjátíu ár. Um
þetta væri ástandið innan
Sameinuðu þjóðanna ljóst dæmi.
Þar væru ný ríki f meirihluta,
sem í vaxandi mæli létu í ljós
aðrar skoðanir og annan
hugsunarhátt en við hefðum
vanizt: Þau vildu ekki viðurkenna
forsendur vestrænna rikja og við
því væri ekki að búast, því að
vestræn sjónarmið hefðu til þessa
verið alisráðandi í þeirri heims-
mynd, sem við hefðum gert okk-
ur. Af þessum sökum mætti nú á
alþjóðavettvangi heyra skoðanir,
sem væru í grundvallaratriðum
andsnúnar hugmyndum vest-
rænna manna og af þvi leiddi
meiri háttar erfiðleika i vestræn-
um þjóðfélögum.
Jörgensen sagði, að Norður-
landabúar hefðu alltaf leitazt við
að stuðla að jafnari skipan heims-
mála, en upplausnin f alþjóða-
kerfinu á sviði efnahagsmála,
stjórnmála og félagsmála hefði
einnig áhrif á þá. Hann minnti á
hvernig Norðurlandaþjóðirnar
hefðu brugðizt við efnahags-
örðugleikunum fyrr á öldinni, þá
hefði verið lagður grundvöllur að
velferðarþjóðfélaginu, sem
Norðuriandabúar byggju við. Þá
hefði einnig komið í ljós vilji
þjóðanna til að lifa af og bægja
frá öllum árásum á þjóðstjórnina,
þannig að þau öfl, sem hefðu vilj-
að einræði, hefðu ekki náð yfir-
höndinni eins og í stórum hlutum
Evrópu. Kæmi aftur til þess hins
vegar, að grundvöllur efnahags-
lffsins væri skekinn steðjaði lýð-
ræðinu hætta af því. Nú væru
þjóðir heimsins enn tengdari
hver annarri en fyrr á öldinni og
því yrði erfiðara til dæmis að
halda Norðurlöndum utan við
heimskreppu. A hinn bóginn lét
hann í ljós þá von, að samstarf
þjóðanna, sem einnig væri svo
miklu nánara en áður, bæði norr-
ænt, evrópskt og alþjóölegt, fengi
unnið bug á erfiðleikunum, áður
en þeir yrðu of miklir.
Síðan tók Anker Jörgensen
undir þær áhyggjur af lýðræðinu,
sem Ragnhildur Helgadóttir, for-
seti Norðurlandaráðs lét í ljós I
ræðu sinni á laugardag og þá hug-
mynd hennar, að innan Norður-
landaráðs yrði athugað, hvað
hægt væri að gera til að styrkja og
bæta pólitíska starfsemi 1 þjóð-
félaginu og efla þar með lýðræðið.
ári væri mjög óvissar og víða
mætti sjá alvarleg kreppumerki
og stjórnmálalegan óstöðugleika
og þjóðfélagslegan óróa ásamt
efnahagslegri hnignun og sá sem
vildi mála framtíðarhorfurnar
dökkum litum ætti sældardaga.
Hins vegar væri hættulegt og
óþarft, að leggjast í svartsýni, því
að margt benti til, að á þessu ári
myndu hlutirnir snúast til hins
betra í alþjóðlegri þróun efna-
hagsmála.
I mikilvægum löndum, eins og
Kanada, Bandarikjunum, V-
Þýzkalandi og Bretlandi hefði
vörn verið snúið í sókn, atvinnu-
leysi og efnahagsleg hnignun
hefði verið orðin svo mikil, að
stjórnirnar hefðu orðið að breyta
stefnu sinni og gera ráðstafanir.
Sagði hann að Norðurlandaþjóð-
irnar yrðu að standa fyrir aðgerð-
um á alþjóðasviði, til að tryggja
fullan atvinnurekstur. Þá benti
hann á að svo virtist sem hækkun
hráefnisverðs hefði náð hámarki
sínu og viðnámsaðgerðir iðnaðar-
þjóðanna gegn verðbólgu hefðu
borið árangur og slegið á verð-
hækkanirnar á heimsmarkaðnum.
I þriðja lagi væri svo að greiðslu-
halli OECD-landanna virtist nú
vera að snúast við á betri veginn.
Hins vegar yrði að gæta þess vel,
að samvinna væri um lausn mál-
anna á alþjóðlegum vettvangi til
þess að tryggja að þróun snerist i
rétta átt til jafnrar og stöðugrar
efnahagsþróunar.
Að lokum sagði Palme, að
Norðurlandaþjóðirnar hefðu á
ýmsu mikilvægum sviðum valið
ólíkar leiðir, en engu að síður
stöðugt þróað og aukið samstarf
sitt. Hann sagði það trú sina, að
þetta samstarf væri ástæðan fyrir
þvi að þróunin á Norðurlöndun-
um hefði að mörgu leyti orðið
hagstæðari en hjá öðrum iðnaðar-
þjóðum, því að í heild væri
ástandið á Norðurlöndunum
bjartara en annars staðar.
sagði Trygve Bratteli forsœtis-
ráðherra Noregs í rœðu sinni
TRYGVE Bratteli, forsætisráð-
herra Noregs, lagði í ræðu sinni
mikla áherzlu á stofnun Norræna
fjárfestingarbankans. Ráðherr-
ann sagði að á fundi ráðherra-
nefndar Norðurlandaráðs I
janúarlok hefði verið ákveðið að
það legði sem allra fyrst fram
tillögu um stofnun bankans.
Sagði Bratteli að ekki þyrfti frek-
ari skýrslugerðir um þörf og
starfssvið slíks banka, slfkt lægi
þegar fyrir eftir kannanir, sem
gerðar hefðu verið.
Ráðherrann sagði að samvinna
á fjármálasviðinu hefði verið með
Norðurlöndunum um árabil, en
án þess að vera innan ramma sér-
stakrar stofnunar. Minnti hann í
því sambandi á lán, sem hin Norð-
urlöndin hefðu fengið hjá Svíum
eftir heimsstyrjöldina siðari og þá
hefðu lán til skipakaupa verið
Norðmönnum mjög mikilvæg.
Siðar hefði sænskt fjármagn
verið fengið til að fjármagna upp-
byggingu orkumála í Noregi.
Hann minnti á Norræna iðnþró-
unarsjóðinn og samning seðla-
banka Norðurlandanna um gagn-
kvæman skammtíma gengisstuðn-
ing, sem nú væri i endurskoðun.
Hins vegar væri hér um takmörk-
uð sérsvið að ræða.
Bratteli lagði áherzlu á, að fjár-
mögnunarmál myndu aukast
mjög að mikilvægi á ýmsum svið-
um efnahagsmála á næstu árum
og fjármögnunarverkefnin verða
miklu stærri en gerst hefði hing-
að til. Bankar og peningamark-
aöir, sem hefðu verið hin hefð-
bundna fjármögnunarleið,
myndu ekki valda þeim verk-
efnum, sem iðnaðarþjóðirnar
stæðu frammi fyrir. Stór þáttur
vandans væri hinn feikna óhag-
stæði greiðslujöfnuður, sem
iðnaðarþjóðirnar myndu þurfa að
búa við næstu ár vegna olíuverðs-
hækkunarinnar og nefndi Dan-
mörku sérstaklega í því sam-
bandi, sem ætti engar eigin orku-
lindir. Sagði ráðherrann að þörf
væri á langtíma „varnaraðgerð-
um“ til að fjármagna greiðsluhall-
ann, til að iðnaðarþjóðirnar gætu
haldið uppi fullnægjandi fjárfest-
ingu og fullri atvinnu. Aðgerðir
væru nú hafnar til að beina olíu-
gróða olíusöluþjóðanna aftur til
iðnaðarþjóðanna I formi lána og
fjárfestinga. Norrænn fjárfest-
ingarbanki þyrfti að vera tilbúinn
til að taka þátt í slíku starfi.
Þá vék ráðherrann að orkumál-
um og sagði að á því sviði hefði
Noregur sérstöðu Norðmenn
byggju yfir verulegum vatnsorku-
lindum, olíu og gasi. En þetta
legði Norðmönnum einnig á
herðar þá ábyrgð að koma þeim
náttúruauðlíndum, sem eru um-
fram þarfir Norðmanna i gagnið.
Norðmenn hefðu áhuga á að gera
sem fyrst upp möguleikana á
framtíðarsölu gass og ollu til ann
arra landa á grundvelli breiðs
samstarfs á sviði iðnaðar og orku-
mála. Ráðherrann sagði að það
magn, sem umfram væri þá samn-
inga, sem þegar væri búið að gera
yrði þó ekki til afgreiðslu fyrr en
að 4—5 árum liðnum.
Bratteli sagðist vel skilja þær
vonir, sem Norðmenn og menn
utan Noregs byndu vió hina nýju .
olíu og gasfundi á landgrunni
Noregs, en sagði að dæmið væri
ekki svo einfalt að hægt væri að
sækja oliuna þangað, sem vitað
væri að hún væri. Engin örugg ,
vissa væri fyrir því að það væri
hægt, undirbúningur tæki langan
tima og kostaði gifurlegt fjár-
magn. Væri gert ráð fyrir að fram
til 1980 myndu fjárfesting í rann-
sóknum og vinnslu á landgrunn-
inu nema alls um 35 milljörðum
norskra króna. Nú væri unnið að
nákvæmri rannsókn á öllum orku-
málum þjóðarinnar og efnahags-
legri þróun í sambandi við þau og
yrði skýrsla um þau mál lögð
fram i Stórþinginu innan
skamms.
Þrír forsætisráðherrar sem
komu á þing Norðurlandaráðs,
úti fyrir Þjóðleikhúsinu I gær:
Olof Palme, Anker Jörgensen
og Trygve Bratteli. Tveir þeir
fyrrnefndu héldu heimleiðis I
gærkvöldi.
„Hættulegt og óþarft
að leggjast 1 svartsýni,”
sagði Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar
1 RÆÐU sinni á Norðurlanda-
rððsþinginu fjallaði Olof Palme,
forsætisráðherra Svfþjóðar, um
útlit og horfur f efnahagsmálum
þjóða heims á þessu ári og sagði
að atvinnuleysi, mikill greiðslu-
halli og verðbólga ylli miklum
áhyggjum manna og gerðu miklar
kröfur til stjórnvalda. Hann sagði
að mikilvægast væri, að aftur
mætti takast að koma á jafnvægi
hjá iðnaðarþjóðunum, þvf að án
þess væri grundvelli kippt undan
raunhæfu þróunarsamstarfi.
Hann sagði að horfurnar á þessu