Morgunblaðið - 18.02.1975, Side 15

Morgunblaðið - 18.02.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 15 Fyrirspurnir, skýrslur og tillögur afgreiddar í gær STÖRF Norðurlandaráðsþingsins f gær hófust kl. 9 árdegis með fundum sendinefndanna og sfðan hófust nefndarfundir kl. 9.30 og á sama tfma hófst einnig sameigin- legur fundur forsætisnefndar þingsins og samstarfsráðherr- anna. Kl. 10.30 hófst svo fundur fjármálanefndar og samstarfsráð- herranna. Héldu þessir aðiijar fund með fréttamönnum rétt fyrir hádegið, þar sem skýrt var frá helztu umræðuatriðum, en engin mál voru afgreidd. Ræddu fundarmenn m.a. fjárhagsáætlun ráðsins og skýrslu lögfræðinefnd- ar um norræna samvinnu. Almennur fundur hófst síðan kl. 15.00 að loknu matarhléi og var byrjað á fyrirspurnartíma. M.a. var spurt um samræmdar sótthreinsunaraðgerðir á hundum á Norðurlöndum, sem Paavo Varynen bar fram og Svante Lundquist svaraði. Fyrirspurn til sænsku ríkisstjórnarinnar um starfssvið norrænna málakenn- ara, sem Lena Hjelm-Wallén svar- aði. Spurning frá Per Olaf Sund- man um styrk til færeyskra bók- mennta, sem Bjartmar Gjerde menntamálaráðherra svaraði, spurning til finnsku ríkisstjórn- arinnar varðandi sjúkrahúsasam- starf í Tordnedalen, sem Jan-Ivan Nilsson bar fram og Seija Karkinen heilbrigðismálaráð- herra svaraði og spurning til sænsku ríkisstjórnarinnar um að- stöðu sígauna í Finnlandi og Sví- þjóð, sem Lars Lindemann bar fram og Anna-Greta Leijon svar- aði. Að spurningatímanum loknum voru teknar fyrir skýrslur um ýmis mál og því næst tillögur. M.a. var borin fram tillagan um farþega- og bílaferju milli Norðurlandanna, Færeyja og Is- lands. Tillaga um leiðir til að auka ferðalög ungmenna um Norðurlöndin og tillaga um skyldu fótgangandi til að bera endurskinsmerki. Litlar umræður urðu um tillögurnar og voru þær allar samþykktar. Var fundi síðan MAGNUS Kjartansson mælti I gær fyrir tillögu samgöngumála- nefndar Norðurlandaráðs um að ráðherranefndin láti fara fram nauðsynlega könnun á möguleika á rekstri áætlunarferju, sem flutt gæti bæði farþega og bíla milli íslands, Færeyja og hinna Norðurlandanna, með það fyrir augum að slíkar áætlunarferðir geti hafizt sem fyrst. Magnús bar tillögu þess efnis upphaflega fram á þingi Norður- Eskifirði, 17. febrúar. 1 GÆR um hádegi vildi það til um borð I togaranum Hólmanesi, er hann var á veiðum útaf Austur- landi, að sjór braut inn kýrauga I borðsal skipsins. Svo mikiil kraft- ur var á glerbrotunum, að þau spýttust inn í vegg andspænis og stóðu sum þeirra í gegnum skáps- hurðir. Nokkrir menn voru í borð- salnum er þetta vildi til og varð einn þeirra fyrir glerbrotum og skarst hann illa í andliti. Hólma- nes hélt þegar til lands og kom hingað til Eskifjarðar um sjö- leytið f gærkvöldi og gerði slitið og hefst hann I dag kl. 14.30 á ný, en nefndarfundir hefjast kl. 09.00. Á almenna þingfundinum á morgun verður m.a. fjallað um orkumál og hafréttarmál. landaráðs 1972, en er spurt var um málið á þinginu í fyrra hafði ekkert verið unnið í málinu, þar eð ráðherranefndin taldi tillög- una hafa verið of almenns efnis og bað um að samgöngunefndin semdi ákveðna tillögu. Var það gert og hún borin fram i gær. Við atkvæðagreiðsluna var tillagan einróma samþykkt með 65 atkvæðum, en 17 fulltrúar voru fjarverandi. Mun nú væntanlega verða byrjað á að kanna tækni- og fjármálahlið tillögunnar. læknirinn hér að sárum manns- ins. 1 gærkvöldi skall hér á mjög hvöss vestanátt. Stóð rokið i um tvo tíma en datt þá niður aftur. Voru sumar hviðurnar geysilega harðar og var varla stætt úti. Litið var um skemmdir af völdum veðursins, en eitthvað mun þó hafa fokið af þakjárni. I dag er aftur á móti sól og biíða. Nú hafa borist hér á land 17.800 lestir af loðnu. Næst verður tekið á móti eftir hádegi á miðvikudag. — Ævar. Samþykkt að kanna ferjumöguleikana Slys um borð í Hólmanesi A þingi Norðurlandaráðs: Olíuleitin undan Noregs- strönd tengd öryggismálum ÞESS varð greinilega vart I al- mennum umræðum á þingi Norðurlandaráðs um helgina, að ágreiningur er milli Finna annarsvegar og Norðmanna og Svía hinsvegar að því er orku- málunum viðkemur. Á þetta bæði við um það með hverjum hætti auðlindir Norðmanna, olía og gas, verði unnar og sam- skipti Norðmanna og Svla við alþjóðlegu orkustofnunina, IEA. Þetta kom meðal annars fram I orðaskiptum, sem hér verðu getið lltillega, milli finnska sósíaidemókratans Erkki Tuomioja og Svlans Alans Hernelius úr Moderata Samlingspartiet. Tuomioja sagði i upphafi máls síns, að um þessar mundir bryddi á nýjum þróunarþáttum í pólitískum stefnumiðum Norðurlanda, sem hvorki væri auðvelt að greina né skilgreina. Taldi hann fyrst til í því sam- bandi aðild Danmerkur að Efnahagsbandalagi Evrópu og því næst olíuvinnsluna I Norðursjó, sem fleiri lönd en Noregur ættu aðild að og væri þegar tengd öryggismálum, en yrði það enn frekar, þegar vinnslan hæfist norðar, i norska Barentshafinu, því þá yrði gengið allnærri einum af meginstöðvum Sovétríkjanna. Hann kvað það hagsmuni allra heimskautahéraðanna á Norðurlöndum, að olíuleitin undan Noregsströndum gæti farið fram án aukningar hernaðarlegrar spennu. Þvi væri eðlilegt, að rikin, sem réóu þessum slóðum þar á meðal Sovétrikin, sameinuðust um að efla velferð ibúanna þar og jafnframt öryggi Evrópu í heild, en Finnar óskuðu aó sjá Sovétríkin sem ' eðlilegan samstarfsaðila Norðurlanda annars staðar en i Finnlandi. 1 Noregi sagði hann hinsvegar, að fram hefði komið sú skoðun, að öryggispólitisku jafnvægi yrði bezt náð með þvi aó gera ráð fyrir því, að Bandaríkin yróu á einhvern hátt tengd oliu- vinnslunni. Þetta sagði hann leifar af hugsunarhætti kalda stríðsins. Þá kom Tuomioja að Svíþjóð og sagði, að tilteknir atburðir þar í landi hefðu vakið furðu í Finnlandi. Þaðan hefði frétzt, að sænska stjórnin hefði gefið fjórum NATO-rikjum, sem hefðu til athugunar kaup á Viggen-flugvélum, tryggingar fyrir birgðum, jafnvel á striðs- timum. Sagði Tuomioja eðli- legt, að slikt vekti áhuga og jafnvel áhyggjur í Finnlandi, þar sem menn spyrðu sjálfa sig, hvernig þetta gæti samræmzt hlutleysisstefnu Svia. Sama áhuga kvað hann hafa vakið í Finnlandi þá ákvörðun Svia, að taka þátt í samstarfi oliuinn- tlutningslandanna innan ramma alþjóðlegu orkustofn- unarinnar. Þá rakti Tuomioja, hvernig Norðurlöndin væru farin að fara hvert sína leið við at- kvæðagreiðslur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem ríkt hefði hefðbundin norræn samstaða. Nú væru löndin klof- in og bæri að horfast í augu við þá staðreynd; ástæðulaust væri að reyna að þvinga fram sam- stöðu, þar sem grundvallar- hagsmunir væru frábrugðnir. Þetta ætti sérstaklega við um Finnland, sem til dæmis hefði tekið aðra afstöðu til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs en hin Norðurlöndin, sem hefðu skipað sér á bekk með öðrum vestrænum rikjum. Tuomioja minnti loks á hugmyndir Kekkonens um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- um og sagði þær tímabærar aftur nú, þrátt fyrir samninga um bann við dreifingu kjarn- orkuvopna. Hernelius reifaði þessi mál næst á eftir Tuomioja og lagði til grundvallar svipaðar skoðan- ir, sem fram hefðu komið í rit- stjórnargrein i finnska dagblað- inu Demari, málgagni finnskra sósíaldemókrata. Sagði Hernelius, að bæði samstarf Svia við IEA og sala Viggen- flugvélanna yrðu framkvæmd innan ramma hlutleysisstefnu. Sömuleiðis sagði Hernelius, að norrænt samstarf gengi ekki og hefði ekki gengið út frá þeirri forsendu, að með rikjunum væri pólitísk eining, Norður- lönd hefóu ekki verið pólitisk eining frá þvi á dögum Kalmar- sambandsins. Samvinna þeirra byggðist fyrst og fremst á Framhald á bls. 39 Skildi „vin”sinn eftir Uggjandi í blóði sínu A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ var lögreglan kölluð að verzluninni Domus við Laugaveg, en þar lá starfsmaður fyrirtækisins I blóði sinu, meðvitundarlitill. Hafði hann verið barinn niður, hirtir af honum peningar og lyklar. Einn lyklanna gekk að peningaskáp í verzluninni og þaðan voru teknar 20—30 þús- und krónur í skiptimynt. Maður. nokkur var handtekinn vegna árásarinnar. Viður- kenndi hann brot sitt og var honum sleppt i gærkvöldi. Málavextir eru þeir, að um- ræddur starfsmaður fór á há- degisbarinn á Hótel Borg á sunnudaginn. Varð hann brátt mjög ölvaður. Á barnum hitti hann mann nokkurn og tóku þeir tal saman. Þegar barinn lokaði kl. 15 urðu þeir ásáttir um að fara upp i Domus. Fóru þeir inn i kaffistofuna i verzluninni og héldu áfram drykkjunni. Að sögn „gestsins" fór hann nokkru sióar burt i heimsókn til bróður síns en starfsmaðurinn varð eftir og sofnaði. Hjá bróður sinum hélt maðurinn áfram drykkjunni og kom að því að drykkjarföng þraut. Fór hann því niður i Domus aftur og barði á dyrnar. Starfsmaðurinn rankaði vió sér, kom út að dyrunum og hleypti „gestinum“ aftur inn. vegi. Skarst í odda með þeim litlu síðar og lyktaði viðskiptum þeirra á þann veg að „gestur- inn“ lamdi starfsmann verzlun- arinnar þrisvar í andlitið og nefbraut hann m.a. Að því búnu settist hann klofvega á hann, tók hann kverkataki í þvi augnamiði að stöðva blóðrásina til heilans og svæfa manninn þannig. Tókst honum ætlunar- verk sitt, og má reyndar telja mestu mildi, að ekki skyldi verr fara. Að þessu loknu hirti hann peninga, og ýmislega muni af manninum, t.d. kveikjara, og lyklana sem að framan er getið. Að því búnu hélt hann á brott heim til annars bróður síns. Þegar þangað kom fór hann að hafa áhyggjur af því, að kannski væri maðurinn i lifs- hættu. Fór hann því niður i Domus að nýju ásamt bróður sínum og gekk sú ferð vel, enda maðurinn með alla lykla að fyrirtækinu. Starfsmaðurinn lá þá á bakinu, og var greinilega lifsmark með honum, en til vonar og vara veltu þeir honum á magann. Fór nú bróðirinn heim og hringdi til lögregl- unnar og tilkynnti um mann- inn, en árásarmaðurinn fór á ball i Glæsibæ, og þar var hann tekinn um kvöldið og settur í steininn. Um starfsmanninn er það að segja, að hann er á bata- Slgs og árekstrar á Hellisheiðinni MIKIL hálka og slæmt skyggni voru á Hellisheiði og í nágrenni skiðaskálans i Hveradölum á sunnudaginn, og urðu tveir harðir árekstrar á þessum slóð- um og ein bílvelta þann dag. Slösuðust 6 manns í þeim. Fyrsta slysið varð kl. rúmlega 10 um morguninn þegar fólks- bíll valt á Hellisheiði. Öku- maðurinn var einn í bílnum og slapp hann að mestu ómeiddur. Hann mun hafa verið við skál. Svo var það klukkan rúmlega 14 að fjórir bílar lentu i árekstri við efri brekkuna við skíðaskálann. í þessum árékstri slösuðust þrir, og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Skemmdir uróu miklar á bilum. Loks lentu tveir bílar saman við veginn út að Kolviðarhóli, fólksbill og sendibíll. Þrennt sem var í fólksbílnum slasaðist, og var fiutt á slysavarðstofuna, og bílarnir eru stórskemmdir. Ok tvisvar gfir sama manninn ÞAÐ slys vildi til á Grettisgöt- unni aðfararnótt s.l. laugar- dags, aó bifreið ók yfir ristina á manni sem þar var á göngu. ökumanninum brá svo mikið við þetta, að hann setti bilinn i bakkgír og ók aftur á bak. Vildi þá ekki betur til en svo að hann ók aftur yfir rist mannsins þar sem hann lá i götunni. Þvínæst setti hann í kraftgírinn og hvarf af vett- vangi, en náðist skömmu síðar. Mun hann hafa smakkað eitt- hvað áfengi. Hinn maðurinn slapp furðulega vel, var aðeins marinn á ristinni. Þjófnaður og skemmd- arverk í Helgakjöri BROTIZT var inn I verzlunina Helgakjör, Hamrahlfð 25, um helgina. Þaðan var stolið 50 lengjum af vindlingum, að verðmæti nærri 60 þúsund krónur á gamla verðinu, vindl- um, eggjum og 12 kartonum af tyggigúmi. Þvi næst lá leið þjófanna á lager verzlunarinnar. Þar var varningi rutt úr hillum niður á gólf, fryst matvæli tekin úr frystikistum og þeim raðað á gólfið og til að fullkomna verkið var innihaldinu úr þriggja pela tómatsósuflösku skvett yfir vettvanginn. Mál þetta er óupplýst. INNBROTI HÁ TEIGSKIRKJU INNBROT var framið I Háteigskirkju um helgina, skemmdarverk unnin og stolið úr samskotabauk kirkjunnar. Sá eða þeir sem innbrotið frömdu lögðu fyrst leið sína i sakrastíu kirkjunnar og unnu þar skemmdir með því að henda inn í hana grjóthnull- ungum. Því næst brutu þeir litað gler í kirkjunni, einnig með steinum. Engu stálu þeir, enda þótt ýmis verðmæti væri þarna að finna og jafnvel messuvinið var látið i friði. I anddyrinu var hins vegar ráðizt til atlögu við samskotabauk með heljarmiklum skærum og hann ristur í sundur og innihald hans tekið. Ekki er vitað hve miklir peningar voru i bauknum. Málið er óupplýst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.