Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
jmMtafeifr
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraidur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn
Auglýsingar
Þegar ákvörðun var
tekin um gengislækk-
un í síðustu viku valdi rík-
isstjórnin milli tveggja
kosta, gengisbreytingar
eða skattahækkunar og
millifærslu m.ö.o. stór-
felldrar hækkunar skatta
til þess að standa undir
uppbótakerfi i sjávarút-
veginum. Enginn vafi er á
því, að ríkisstjórnin valdi
rétta leiö og í ræðu, sem
Geir Hallgrímsson forsæt-
isráðherra flutti á Alþingi í
síðustu viku gerði hann
grein fyrir því hvað ráóiö
hefði valinu. Hann sagði:
„í fyrsta lagi áherzlan á
fulla atvinnu sem megin-
markmió efnahagsstefn-
unnar og nauðsyn þess, ef
hún á að haldast til fram-
búðar, aö staða þjóðarbús-
ins út á við sé tryggð. í
öóru lagi veldur gengis-
lækkun almennri hækkun
tekna útflutningsgreina án
mismunar, en mismunur-
inn er fylgifiskur flestra
annarra leiða. Jafnframt
bætir gengislækkun sam-
keppnisstöðu allrar inn-
lendrar atvinnustarfsemi
gagnvart innflutningi, örv-
ar innlenda framleiðslu og
dregur úr innflutningi. í
þriðja lagi felur valið i sér,
að vió viljum halda fast við
þá fríverzlunarstefnu, sem
þessi ríkisstjórn hefur
gera ráðstafanir til að
tryggja hagstæðan jöfnuö í
fjármálum opinberra aðila
en forðast jafnframt óhóf-
lega aukningu erlendra
skulda. Til að ná þessu
markmiði mun hún beita
sér fyrir því, að dregið
verði úr útlánafyrirætlun-
um fjárfestingalánasjóða
og útgjaldaáformum hins
opinbera, en fyrir aukinni
innlendri fjáröflun að því
leyti sem þetta hrekkur
ekki til.“
Með þessum orðum hef-
ur forsætisráóherra lýst
því ákveðið yfir, að í kjöl-
far gengislækkunar muni
ríkisstjórnin draga úr út-
gjöldum hins opinbera og
Almenningur krefst
niðurskurðar
fylgt og vill fylgja og er ein
meginforsenda álits okkar
og lánstrausts á alþjóða-
vettvangi. Við hljótum því
að hafna haftastefnu og
freista þess að leysa efna-
hagsvandann með almenn-
um aógerðum. Þetta mun,
er til lengdar lætur, reyn-
ast farsælasta lausnin.“
Síóan vék forsætisráð-
herra aó ýmsum hliðarráð-
stöfunum, sem ríkisstjórn
in mun beita sér fyrir, og i
því sambandi sagói hann:
„Vegna rýrnunar þjóðar-
tekna og erfiðrar greiðslu-
stöóu út á við telur ríkis-
stjórnin nauðsynlegt að
þá væntanlega fyrst og
fremst ríkissjóðs, en sjálf-
sagt er, að sveitarfélögin
fylgi í kjölfarið, og einnig
verði dregið úr útlánum
fjárfestingalánasjóða. Eng-
inn vafi er á því, að þetta
er rétt stefna. Öllum er
ljóst, að við núverandi að-
stæður er ekki til nægilegt
fjármagn til þess að standa
undir þeim framkvæmdum
og útgjöldum, sem ráðgerð
höfðu verið á þessu ári,
ákvarðanir teknar um, þeg-
ar viðhorfin voru allt önn-
ur og betri. Þessum fjár-
skorti er ekki hægt aó
mæta nema með tvennum
hætti. Annað hvort með al-
mennum skattahækkunum
auk gengisbreytingar eða
niðurskurði á útgjöldum
og framkvæmdum að ein-
hverju leyti. Á síðustu
misserum hefur allur al-
menningur orðið fyrir um-
talsverðri kjaraskerðingu
og framfærslukostnaður á
enn eftir að aukast mjög
vegna gengisbreytingar-
innar. Þess vegna er það
krafa almennings í land-
inu, aó niðurskurðarleiðin
verði valin en ekki verði
umtalsverðar skattahækk-
anir í kjölfar gengislækk-
unarinnar.
Um helgina tilkynnti rík-
isstjórnin hækkun á inn-
flutningsgjaldi af bifreið-
um, svo og hækkun á
áfengi og tóbaki. Við þess-
um hækkunum á munaðar-
vörum er ekkert að segja.
Hvorki áfengi né tóbak
telst til almennra nauð-
synja og þegar harðnar í
ári verða menn að gera það
upp við sig sjálfir, hvort
þeir eyða stórfé í þennan
munað eða ekki. Telja
verður vafasamt eftir
gengisbreytinguna og
hækkunina á innflutnings-
gjaldi bifreiða, að bifreiða-
innflutningur verði jafn
mikill og stjórnarvöld gera
ráð fyrir. Líklegra er, að
stórkostlegur samdráttur
verði í honum og ólíklegt,
að bifreiðasala verði mikið
umfram þær óseldu bif-
reiðar, sem nú eru í land-
inu.
Þegar tillit er tekið til
hins gegndarlausa bílainn-
flutnings á siðasta ári er
þetta þó ekki óeðlileg ráð-
stöfun. En allar skatta-
hækkanir umfram þetta
eru hæpnar, þótt að sjálf-
sögðu verói að gera sér-
stakar ráðstafanir til fjár-
öflunar vegna snjóflóð-
anna á Norðfirði.
Um margra ára skeið
hefur ekki verið jafn mikill
og sterkur hljómgrunnur i
landinu fyrir almennum
niðurskurði á útgjöldum
og framlögum til fram-
kvæmda hins opinbera.
Það er vissulega rétt, sem
Þórarinn Þórarinsson seg-
ir í sunnudagshugleiðing-
um sinum í Tímanum í
fyrradag, að ekki má ganga
svo langt á þessari braut,
að til atvinnuleysis komi.
En áreiðanlega er svigrúm
ið mikið til niðurskurðar
áður en sú hætta vofir yfir.
Að svo miklu leyti, sem nið-
urskurður kemur niður á
verklegum framkvæmd-
um, verður að vanda valið
vel. T.d. er fáránlegt að
tímum orkukreppu að láta
hitaveituframkvæmdir
stöðvast eins og gert hefur
veriö. Fjármálaráðherra,
Matthías Á. Mathiesen,
hefur lýst því yfir, að í
ráðuneyti hans sé nú unnið
aö tillögugerð um niður-
skurð á ríkisútgjöldum og
raunar munu valkostir
liggja fyrir um slikan nið-
urskurð. Ríkisstjórnin get-
ur verið þess fullviss, að
hún mun njóta almenns
stuðnings fólksins í land-
inu viö slíkan niðurskurð.
annað
eftir JÓHANNES
HELGA
ar ógnandi verur á ferli í
myrkrinu, eru því miður al-
gengar myndir í Vín. „Þriðji
maðurinn" varpar enn skugga á
borgina og Harry- Lime — þrá-
stefið, ógn þess, er enn við lýði
undir glaðlegu yfirbragði borg-
arinnar.
1 hinu alræmda hverfi
„Zweite Bezirk", á hinum
bakka Dónár, þar sem bæki-
stöðvar rússneska setuliðsins
þarf ekki að nafngreina; ljósa-
skiltin leyna ekki á sér. Þó ætla
ég að tilgreina einn vegna stað-
setningar hans. Hann er ágætt
dæmi um hvernig andstæðun-
um ægir saman á yfirborði
Vínarborgar. 1 skugga einhvers
fegursta barrokk-listaverks
jarðarinnar, Péturskirkjunnar,
fast við helgidóminn, er nætur-
klúbbur í kjallara. Iburðar-
miklar auglýsingar mynd-
DAGAR í VIN
II
1 kvöldverðarboði sem ég sat
eitt sinn dansaði og söng sjö ára
telpa, dóttir gestgjafanna, að
máltíðinni lokinni. Og nú átti
hún að fara í háttinn. Og þá
sagði litla Vínartelpan þessi orð
sem ég get ekki gleymt og enn
ljómar af vegna þess hve þau
eru táknræn fyrir andann í
Vin: En mamma, má ég ekki
vera aðeins lengur á fótum. Ég
er nefnilega ekki búin að hlæja
nóg í dag.
Og blómin! Hvergi í veröld-
inni hef ég séð jafnmikið af
blómum í einni borg og jafn-
marga blómasala. Vínarbúar
elska blóm — og allt sem
fallegt er. Ungir og gamlir, hin-
ir mörgu fátæku og fáu ríku,
allir kaupa þeir blóm árstíð-
anna — „Blaue Veilschen,
Weisse Flieder“ (Bláar fjólur,
hvitur yllir) heim í stofurnar!
Já, Vín er vissulega hrífandi og
indæl borg: „Im Prater bliih’n
wieder die Báume, in Sievering
griint schon der Wein...“ (1
Prater dafna trén á ný, i Siever-
ing grænkar vínviðurinn
brátt... ).
Götusalarnir eru gildur þátt-
ur í líflegu og litríku borgarlíf-
inu. Þá er alstaóar að finna og
selja allt mögulegt: pylsusalar
sem einnig hafa á boðstólum
marga smárétti og svaladrykki
á vægu verði, möndlusalar við
ilmandi steikarofna, ávaxta-
og súkkulaðikonurnar með nýj-
ar vörur i mörgum litum, ullar-
og vafnaðarsalar með hlý föt og
skó til sölu, búðir með eldhúss-
áhöld og sápur, bækur, pappír,
póstkort o.s.frv. Hjá götusölun-
um getur maður bókstaflega
keypt allar nauðþurftir. Og á
öllum hátióum, jólum, nýjárs-
dag, föstudaginn langa, á pásk-
um og aðra hátíðisdaga falbjóða
götusalarnir það sem við á þá
daga: helgigripi, kerti, luktir,
skraut, spil og leikföng.
+ + + +
Vínarbúar bera allt sitt á torg
í miklu ríkari mæli en ég hef
orðið vitni að i öðrum borgum.
Og þar verður sorgin á vegi
manns ekkert síður en ham-
ingjan. Neyðin, sorgin og upp-
gjöfin sem skín úr sumum and-
litum síðan i seinni heimsstyrj-
öld, ég minnist þess ekki að
hafa staðið augliti til auglitis
við svo nístandi sársauka á
Norðurlöndum. Og andstæð-
urnar magna hvor aóra. Hér
blóm og valsar, þarna neyð og
einmanaleiki. Betlarar í tötr-
um, örkumla menn og Ijósfæln-
voru eftir stríðið, er vissara að
vera á verði í hinu ljúfa lífi
eftir að dimma tekur.
Við Praterstrasse, á torginu
þar sem sjóhetjan Tegetthoff
gnæfir og í illa lýstum hliðar-
götum þar út frá, eru útlifaðar
vændiskonur og alfonsar á
hverju horni. Og í óteljandi
skúmaskotum, kaffihúsum,
vertshúsum og I vafasömum
smáhótelum sem hafa opið til
klukkan f jögur á morgnana eru
á stjái fjárhættuspilarar, eitur-
lyfja- og svartamarkaðssalar,
dreggjar mannfólksins. Inn-
brotum, líkamsárásum og öðr-
um afbrotum er þó haldið nokk-
urnveginn í skefjum, og það er
þvi að þakka að Vinarlögreglan
hefur á að skipa óvenjulega
du'glegu og öflugu lögregluliði.
Einkennis- og óeinkennis-
klæddir lögreglumenn eru á
ferli allan sólarhringinn og
tiðni ferðanna um hverfið er
mun hærri en i öðrum borgum
þar sem ég þekki til. Hér hefur
margur ölvaður útlendingur
glatað fjármunum sinum, úri
sinu — og sjálfsvirðingu.
Svo eru finni staðir og þá
skreyttar greina frá glæsileg-
um stúlkum frá mörgum lönd-
um innan dyra, kvenfólki sem
biður nakið eftir yður. Þúsund
ára gömul kirkja Sankti-Péturs
og Bar Orientals hlið við hlið,
nokkur skref á milli. ..
Eitt af mörgum sérkennum
Vinarbúans er málið. I öllu
Austurríki er málið — það er
að segja framburðurinn — tals-
vert frábrugðið þeirri þýsku
sem töluð er i Þýskalandi.
Austurrikisbúinn gerir grín að
hinum harða framburði há-
þýskunnar. Mállýskurnar í
Tyrol, Kárnten, Steiermark
o.s.frv. eru nokkuð frábrugðnar
hver annari, en framburðurinn
í Vín er sérstæðastur og stund-
um illskiljanlegur.
Vinarbúar rækta sitt heima-
tilbúna mál og mismunurinn á
hljómi þess og öðrum austurisk-
um mállýskum er talsvert meiri
en á Kaupmannahafnardönsku
og jósku. Málið í Vín er ekki
fallegt, en orðin eru notaleg og
framburðurinn spaugilegur og
orðatiltæki eru í hávegum höfð,
sum skringileg. Frans Jósef var
frægur fyrir sín. En háskóla-
menntaðir menn hafa að sjálf-
sögðu jafnframt vald á al-
mennilegri þýsku.
+ + + +
Eyrað er furðufljótt að venj-
ast þessum smáskrýtnu mál-
lýskum og fyrir útlending er
aðalatriðið að flestir tala og
skilja þýzku i einhverjum mæli,
þótt þeir vilji gjarnan komast
hjá því. Hinn iðni og sjálfum-
glaði herra Schulse frá Þýska-
landi er ekki vel séður gestur i
hinu glaða Austurriki, að ekki
sé talað um Prússa sem eru
álíka velkomnir i Austurriki og
í Rínarlöndum.
Utlendingur kemst jafnan á
snoðir um heilmikið í fari þjóð-
ar með því einu að gaumgæfa
algengustu orðin og setningarn-
ar í málinu.
1 Austurríki er t.d. algeng
þessi athugasemd, sem menn
láta sér um munn fara með því
að yppta öxlum og brosa hrif-
andi: Da kann man nichts
machen! (Við þessu er ekkert
að gera).
Ef eitthvað fer úrskeiðis, ef
Framhald á bls.37