Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
2. DEILD
KA — Þróttur 21-21
MIKIL spenna rikti meSal Akureyringa fyrir leik KA og Þróttar i 2. deildar keppni
íslandsmótsins i handknattleik á laugardaginn. KA varð að vinna sigur til að eiga
möguleika á sigri i deildinni, en með tapi missti liðið af lestinni i toppbaráttunni.
Þróttarar gátu hins vegar mætt tiltölulega afslappaðir til leiks, vitandi það, að
þrátt fyrir tap væru þeir enn meðal efstu liðanna og ættu möguleika á sigri. Eitt
er þó víst, að Þróttararnir hafa ekki vanmetið KA-liðið. minnugir tapsins fyrir þvi
í Laugardalshöllinni fyrr í vetur. Og ekki siður eftir vonbrigðin i fyrra þegar
Þróttur heimsótti KA og tapaði með 8 mörkum og missti þar með forystuna í
deildinni til Gróttu, sem siðan komst upp f 1. deild.
Þróttur byrjaði vel á laugardag og var yfir allan fyrri hálfleikinn, mest 4 mörk,
2:6 um miðjan hálfleikinn. KA-liðið var hins vegar hikandi i aðgerðum sinum og
sóknarleikurinn fálmkenndur. Staðan i leikhléi var 6:9 fyrir Þrótt.
Siðari hálfleikurinn var mun líflegri en sá fyrri, mörg falleg mörk voru skoruð
og gifurleg spenna varð á áhorfendapöllunum. Vörn Þróttar, sem verið hafði
geysisterk, tók að gliðna og leikmenn KA virtust vakna úr móki þvi sem yfir
þeim var framan af. Jafnt var í fyrsta skipti f leiknum á 41. minútu er staðan var
12:12. Siðan mátti sjá 13:13 og 14:14 á markatöflunni, en þá komu tvö
Þróttarmörk í röð, staðan varð 14:16.
KA tókst samt að jafna aftur á tölunni 17:17, og komst siðan tveimur mörkum
yfir, 19:17, og var það í fyrsta skiptið í leiknum sem KA hafði yfir. Voru þá
aðeins 5 mínútur til leiksloka og Þróttararnir tóku að örvænta. En dómarar
leiksins virtust fyrirfram ákveðnir i þvi hvort liðið ætti að sigra. Þeir vísuðu
Haraldi Haraldssyni KA útaf i 2 mínútur og dæmdu að auki vítakast, þegar einn
Þróttarinn ruddist á Harald í horninu.
Skömmu siðar fékk Þróttur innkast, þegar einn Þróttari sló knöttinn út fyrir
hliðarlínu. Með mikilli aðstoð dómaranna komst Þróttur aftur inn i leikinn, en
þegar 1 mín. var eftir af leiktimanum hafði KA eitt mark yfir, 21:20. Bjarni
Jónsson jafnaði siðan úr vitakasti, 21:21.
Lokaminútuna reyndu KA-menn allt sem þeir gátu til að skora og vinna þar
með leikinn. Glufa myndaðist á lokasekúndunum og Jóhann Einarsson stökk inn
úr hægra horninu. Brotið var gróflega á honum og vitakast virtist sjálfsagður
dómur. Tveir menn voru ekki á sama máli og þar sem það voru dómararnir lauk
leiknum með jafntefli, og KA er svo gott sem vonlaust um efsta sætið i 2. deild.
Miðað við leikinn gegn Þrótti á liðið þó skilið að vera með í baráttunni, því
þótt leikurinn væri jafn og spennandi voru heimamenn betri aðilinn og
verskulduðu sigur.
Þróttur hagnaðist á mjög slælegri dómgæzlu þeirra Ólafs Steingrimssonar og
Georgs Árnasonar. Var frammistaða Ólafs sýnu verri, og vakti almenna hneyksl-
un, þvi hann hefur hingað til ekki gert sig sekan um svo alvarleg mistök.
En það breytir þvi ekki að Þróttarliðið er mjög sterkt og hefur á að skipa
mörgum ágætum handknattleiksmönnum. Bjarni Jónsson var að venju harður í
vörninni, en var í sókninni i sérstakri gæzlu Harðar Hilmarssonar og hélt sig að
mestu við miðlínu. Halldór Bragason stóð sig mjög vel í leiknum og var ásamt
Trausta Þorgrimssyni jafnbeztur Þróttaranna. Friðrik Friðriksson var daufur i
fyrri hálfleik, en sótti sig þegar á leikinn leið. Einnig var Konráð Jónsson góður í
seinni hálfleik og gerði þá þýðingarmikil mörk.
( leik KA-manna voru mikil kaflaskipti eins og reyndar oft áður. Framan af var
Það aðeins góð markvarzla Magnúsar Gauta og allgóður varnarleikur sem hélt
liðinu á floti. Þegar betur fór að ganga í sóknarleiknum opnaðist vörnin illa og
það á miðjunni, þar sem hún hefur verið sterkust áður.
Áður hefur verið minnst á þátt dómaranna, Ólafs Steingrímssonar og Georgs
Árnasonar i leiknum. Sem dæmi um misræmi í dómum má nefna það, að fjögur
mörk voru dæmd af KA vegna þess hve fljótir þeir voru að flauta. En hinum
megin var beðið i lengstu lög til að sjá hvort Þrótturum tækist ekki að skora.
Mörk Þróttar: Trausti Þorgrímsson 5, Halldór Bragason 4, Friðrik Friðriksson
3, Konráð Jónsson3, Sveinlaugur Kristjánsson 3, Bjarni Jónsson 3 (2 v).
Mörk KA: Halldór Rafnsson 7 (5 v), Hörður Hilmarsson 5, Þorleifur Ananías-
son 4, Jóhann Einarsson 2, Geir Friðgeirsson 2, Hermann Haraldsson 1.
háhá
Þór — Þróttur 17-22
FJÖLBRAGÐAGLÍMA var eina orðið yfir þá iþrótt sem sást á sunnudag f leik
milli Þórs og Þróttar i 2. deildar keppninni í handknattleik. Var furðulegt hvað
dómarar leiksins létu leikmenn komast upp með af bolabrögðum og fautaskap.
Upphafið var þannig að dómgæzlan var Þrótti mjög i hag og liðið náði góðri
forystu i leiknum. Hvort tveggja fór i taugarnar á skapmiklum Þórsurum og þeir
tóku að ganga allóþyrmilega í skokk á leikmönnum Þróttar. Þegar það var látið
gott heita tóku Þróttarar vel á móti og útkoman var mjög grófur leikur sem
liktist samblandi af hnefaleikum og fjölbragðaglímu, frekar en handknattleik.
Annars var gangur leiksins þannig að Þór skoraði fyrsta markið og var það i
eina skiptið sem heimamenn voru yfir. Leikurinn var jafn fyrstu 10 mínúturnar,
en þá breyttist staðan á 7 minútum úr 3—4 í 4—10. Var Friðrik Friðriksson
aðaldriffjöður i leik Þróttar þennan góða kafla. Næstu minútur skiptust liðin á að
skora og var staðan að hálf leiknum loknum 9—15.
Það var gjörbreytt Þórslið sem hóf siðari hálfleikinn. Bjarni Jónsson var
„tekinn úr yfirfrakkanum" sem hann hafði á sér i fyrri hálfleik. í þess stað þéttu
Þórsarar vörnina og léku sóknina yfirvegað. Munurinn tók að minnka og á 40.
mínútur var hann kominn niður í þrjú mörk, 14—1 7. Um miðjan hálfleikinn var
staðan 14—19, en þá kom góður kafli hjá Þór, þrjú mörk i röð og staðan varð
17—19, þannig að allt virtist geta gerst. Þá fékk Árni Gunnarsson knöttinn i
góðu færi og hafði möguleika á að minnka muninn í eitt mark. En aldrei þessu
vant mistókst Árna, skotið fór i stöng. Við þetta efldust Þróttarar en að sama
skapí dofnaði yfir Þór. Síðustu 10 minútur leiksins voru aðeins gerð 3 mörk og
öll af leikmönnum Þróttar, þannig að úrslit leiksins urðu Þróttarsigur 1 7—22.
Þar með eru Þórsarar búnir að missa möguleikann á að endurheimta 1. deildar
sætið. Að visu voru þeir ekki bjartsýnir á árangurinn i vetur, en hafa verið með í
toppbaráttunni allt til þessa.
Sú ráðstöfun Hreiðars Jónssonar, þjálfara Þórs, að láta taka Bjarna Jónsson
úr umferð gaf ekki góða raun. Þórsliðið hefur yfirleitt leikið það góðan
varnarleik, að það hefur ekki þurft að gripa til þess að taka menn úr umferð,
enda opnaðist vörn liðsins illa i fyrri hálfleik, þegar „senterinn" vantaði til að
trufla sóknarleik andstæðinganna. f siðari hálfleik var vörnin hins vegar mjög
góð, að visu alltof harðleikin, en er það ekki ágæt regla að leika alltaf jafn fast
og dómararnir leyfa?
Aðalsteinn Sigurgeirsson var beztur Þórsara í leiknum, rólegur og yfirvegaður
leikmaður og jafnan beztur þegar mest á reynir. Þorbjörn Jensson er alltaf
hættulegur, en að þessu sinni var miðið ekki alveg í lagi og fóru mörg skota
hans forgörðum. Árni Gunnarsson og Gunnar Gunnarsson börðust vel á línunni,
stundum um of að manni fannst. Úskar Gunnarsson var og góður i sókn og vörn,
en getur mun meira en hann hefur sýnt í vetur.
Friðrik Friðriksson átti beztan leik i liði Þróttar á sunnudaginn, ákaflega lipur
leikmaður með óvenjulega snögg skot. Bjarni Jónsson átti og mjög góðan leik i
vörn og einnig i sókn, þar sem hann naut frelsisins í seinni hálfleiknum. Þá var
Halldór Bragason góður í fyrri hálfleik, en hvarf i þeim siðari, og Kristján
Sigmundsson markvörður vakti athygli fyrir góðar hreyfingar. Er þar mikið efni á
ferð.
Leikinn dæmdu þeir Ólafur Steingrímsson og Georg Árnason. Er erfitt að lýsa
frammistöðu þeirra með orðum, en vist er að þeir eru ekki og verða sennilega
ekki ofarlega á vinsældalista Akureyringa á næstunni.
Mörk Þróttar: Bjarni 7 (4v), Friðrik 6, Halldór 4, Gunnar Gunnarsson 2, Björn
Vilmundarson 1, Jóhann Frimannsson 1, Trausti Þorgrimsson 1.
Mörk Þórs: Aðalsteinn 5 (2v), Árni 3, Þorbjörn 3, Gunnar 2, Óskar 2, Benedikt
1, Jón Sigurðsson 1. ha.há
Armann setti
óvænt strik
í reikninginn
EFTIR úrslitin f leik Ármanns og
Vals f 1. deildar keppni Islands-
mótsins í handknattleik f fyrra-
kvöld er óhætt að sláþví föstu að
allt virðist geta hent f yfirstand-
andi móti. Ármenningar voru
hinir öruggu sigurvegarar leiks-
ins. Höfðu f honum forystu svo að
segja frá byrjun, og leiddu með
fimm mörkum þegar um 5 mfnút-
ur voru til leiksloka. Þó svo að
Valsmenn „keyrðu á útopnuðu“
þessar sfðustu mfnútur, megnuðu
þeir ekki að gera annað en að
höggva örlítið í forskot Armenn-
inganna. 19:16 urðu úrslit leiks-
ins — þau óvæntustu f mótinu til
þessa, jafnvel þótt leikur lR og
FH á dögunum sé meðtalinn.
Að undanförnu hefur Valsliðið
fengið mikið hrós fyrir leiki sína,
og flestir hafa verið sammála um
að þar væri á ferðinni bezta liðið i
1. deildar keppninni. Á sunnu-
dagskvöldið komberlegaíljós að
veldi Valsmanna stenður ekki á
eins traustum grunni og margur
hafði haldið. Það réð úrslitum að
Ólafur H. Jónsson virtist aldrei
finna sig í leiknum, og þar með
var ekki nema hálfur kraftur í
Valsliðinu, og mikið um mistök.
Þegar þetta fór saman við það að
Ármenningar náðu nú sinu allra
bezta, gátu úrslitin ekki orðið
nema á einn veg.
Eftir að Björn Jóhannesson, sá
leikmaður Ármannsliðsins sem
hefur verið helzta kjölfesta þess í
vetur, fingurbrotnaði á æfingu
fyrir skömmu og var þar með úr
Ieik, áttu fæstir von á því að Ár-
mannsliðið myndi gera eftir það
miklar rósir í mótinu. Raunar
mátti liðið vel við sinn hlut una
þegar, þar sem margur hafði orð-
ið til þess að spá því í mótsbyrjun
að það yrði að berjast á botninum.
En i leiknum í fyrrakvöld sýndu
Ármenningar það, að þeir verð-
skulda alveg eins að berjast um
Islandsmeistaratitilinn. Liðið,
sem var að langmestu leyti skipað
kornungum leikmönnum, lék
prýðisgóðan handknattleik, og
vörn þess varð eins og hún hefur
verið bezt i vetur, og þar með
markvarzla Ragnars, sem virðist
vera í réttum hlutföllum við bar-
áttu varnarinnar. Valsliðið sem
boðið hefur upp á tiltölulega fjöl-
breyttan og skemmtilegan sóknar-
leik komst hreinlega ekkert áleið-
is gegn Ármannsvörninni, og má
vel vera að skýringin á því að
Óiafur H. Jónsson komst aldrei í
gang hafi verið sú, að strax i upp-
hafi gættu Ármenningarnir hans
sérstaklega vel, án þess þó að taka
hann úr umferð. Og allan tímann
barðist Ármannsvörnin af sama
krafti og dugnaði. Þar var aldurs-
forseti liðsins, Hörður Kristins-
son, fremstur í flokki, en það var
ekki oft í þessum leik, sem honum
urðu á mistök.
Sóknarleikur Ármenninga er
einnig orðinn miklu kraftmeiri en
hann var. Kemur þar til að leik-
menn eins og Hörður Harðarson
og Jens Jensson eru að öðlast
meiri leikreynslu og trú á getu
sina. Stundum fannst manni þó
um oftrú að ræða, sérstaklega hjá
Jens, sem taldi afar oft nauðsyn-
legt að reyna skottilraun þegar
hann var með knöttinn. En hvað
um það. Piltinum heppnaðist oft
það sem hann ætlaði sér, tókst að
snúa á Valsvörnina og skoraði lag-
leg mörk. Hörður hefur aftur á
móti meiri yfirvegun. Hann er
mjög kraftmikiil, og getur skotið
með ólíkindum fast. Var ekki
nema að vonum að Valsmenn
tóku hann úr umferð i seinni hálf-
leiknum. Við það komst nokkurt
los á Ármannsliðið, en eftir
nokkra stund náði það þó að róast,
og eftir það var ekki að sjá að það
Einar Magnússon er þarna kominn f uppáhaldsskotstellingu sína og
andartaki síðar hafnar knötturinn i Frammarkinu. Pálmi (nr. 13) oe
Pétur (nr. 8) eru til varnar.
Jens Jensson f baráttu við Valsvö
honum, en bak við Jens eru þeir
hefði mikið að segja þótt Hörður
fengi yfirfrakka. Aðrir tóku þá til
við að skora.
Sem fyrr greinir virðist það
sem háði Valsliðinu fyrst og
fremst í þessum leik, að Ólafur H.
Jónsson var ekki í sínum bezta
ham. Hann reyndi töluvert að
skjóta til að byrja með, en bæði
var að hann hitti illa og Ármanns-
vörnin náði skotum hans um leið
og þau riðu af. Það var því ekki
fyrr en 4 mínútur voru til leiks-
loka að Ólafur skoraði sitt fyrsta
mark í þessum leik, sem teljast
verður óvenjulegt. Þá loksins var
tónninn gefinn, og Valsmenn
náðu upp krafti sínum. En það
var bara um seinan.
Nú hefur það verið þannig, þeg-
ar Ólafur hefur verið tekinn úr
umferð í leikjum Vals, þá hafa
aðrar skyttur liðsins magnast og
skilað hlutverki sinu meó ágæt-
um. Að þessu sinni fylgdu þeir
Gisli Blöndal og Guðjón Magnús-
Víkini;
og sig,
Þegar saman fer góður varnar-
leikur og slakur sóknarleikur f
handknattleik er þess varla að
vænta að margt sjáist sem gleður
verulega augað. Svo var heldur
ekki f leik Víkings og Fram í 1.
deildar keppninni á sunnudags-
kvöldið f Laugardalshöllinni.
Lengst af kom leikur þessi fyrir
sem hálfgert hnoð og meiri hluti
markanna sem í honum voru
skoruð kom eftir mikil umbrot og
átök. Höfðu Vfkingarnir betur í
þessari viðureign og halda því
enn stöðu sinni á toppnum í 1.
deildinni, hafa tapað einu stigi
minna en það lið sem næst kem-
ur, FH. Og eftir tap Valsmanna
fyrir Ármenningum á sunnudags-
kvöldið er ekki þvi að neita að
Víkingarnir eru mjög sigur-
stranglegir I mótinu að þessu
sinni, þó að enn sé reyndar það
mikið eftir af því að óhugsandi sé
að spá neinu um úrslit. Eiga Vík-
ingar t.d. bæði eftir að leika við
Val og FH og það verða sennilega
mjög erfiðir leikir fyrir liðið —
miklu erfiðari en lcikurinn við
Fram var á sunnudagskvöldið.
Þvi verður ekki á móti mælt að
bæði Víkingur og Fram léku mjög
góðan varnarleik að þessu sinni.
Baráttan var mikil, og hættuleg-
ustu sóknarmannanna gætt hvert
fótmál. Það var aðeins einstöku
sinnum sem Framarar slökuðu á