Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 21

Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 21 rnina. Jóhann Ingi kemur á móti Hörður Kristinsson. Á lfnunni gætir Ölafur H. Jónsson að Jóni Jón Pétur, Stefán Gunnarsson og Astvaldssyni. son Ólafi niður í öldudalinn. Gisli var nokkuð friskur til að byrja með, en tók svo allt i einu upp á því, sem hann hefur stundum ver- ið gagnrýndur fyrir, að leika of mikið inn í vörnina, en út úr þvi kom sjaldnast annað en það að Valsmenn fengu aukakast. Stefán Gunnarsson var eini Valsmaður- inn sem barðist af sama krafti og áður i þessum leik, og reyndi stöð- ugt að „blokkera“ fyrir skytturn- ar. Greinilegt var þó að Ármenn- ingar vissu vel hvað til stóð og gáfu fyrirfram ákveðin svör. Við raunir Valsmannanna bættist svo að markverðir liðsins, Ólafur Benediktsson og Jón B. Ólafsson voru hvorugur i góóu formi, gagn- stætt þvi sem var með Ragnar Gunnarsson í Ármannsmarkinu, sem varði oft með miklum ágæt- um, sérstaklega þegar mest á reyndi. Þegar Valur hafði t.d. minnkað muninn niður í tvö mörk og 13 mínútur voru til leiksloka, lokaði Ragnar markinu og varði hin erfiðustu skot hvað eftir ann- að, á meðan félagar hans skoruóu þrjú mörk i röð á Val. Þar með mátti segja að gert væri út um leikinn. Með þessum sigri eygir Ármann smámöguleika á verðlaunasæti i mótinu og víst er að ekkert lió getur bókað sér sigur á móti lið- inu fyrirfram. Þó svo að Ármenn- ingar hljóti ekki verðlaun að þessu sinni, er óhætt að gera því skóna að þetta lið muni blanda sér alvarlega í toppbaráttuna þeg- ar á næsta keppnistímabili, ef piltarnir sem það skipa, halda jafnvel saman og þeir gera nú. Það hlýtur alla vega að vera dýr- mætt veganesti fyrir liðið, að vera búið að fá sönnun þess að það getur staðið beztu íslenzku hand- knattleiksliðunum á sporði — og velþað. — stjl. LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 4, Stefán Hafstein 2, Gunnar Traustason 1, Hörður Harðarson 3, Pétur H. Ingólfsson 2, Jón Ástvaldsson 2, Jens Jensson 3, Hörður Kristinsson 3, Kristinn Ingólfsson 2. LIÐ VALS: Ölafur Benediktsson 2, Bjarni Guðmundsson 1, Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Gísli Blöndal 2, Steindór Gunnars- son 1, Gunnsteinn Skúlason 2, Stefán Gunnarsson 3, Agúst Ögmundsson 1, Ölafur H. Jónsson 2, Jón P. Jónsson 2, Guðjón Magnússon 2. iar héldu sínu striki ruðu Framara 17-15 árvekni sinni gagnvart Einari Magnússyni, og var þaó þeim mjög afdrifaríkt. Einar kann vel að notfæra sér það frelsi sem býðst og í þessum leik var það hann sem réð úrslitum með fall- egum mörkum sinum í fyrri hálf- leik og i byrjun seinni hálfleiks. Sóknarleikur Vikinganna virk- ar hins vegar ekki eins lifandi og ógnandi um þessar mundir og hann var fyrst i haust. Má vera að það stafi af því að Stefán Hall- dórsson nær ekki uppi sama kraftinum og verið hefur að und- anförnu, en hann hefur haldið spili Víkingsliðsins vel í gangi, ásamt Páli Björgvinssyni, sem var einnig óvenjulega daufur i þess- um leik. Á móti kom hins vegar að Viggó Sigurðsson, sem lítið hefur leikió með Vikingunum vegna farvista úr borginni í vetur, kom með ágætum frá leiknum og þjarmaði vel að Framvörninni. Þá var Jón Sigurðsson einnig hættu- legur Fram í þessum leik, en jafn- framt því að standa sig vel í sókn- arleiknum voru þeir bræóur Viggó og Jón veikustu hlekkirnir í annars mjög góðri vörn hjá Vík- ingunum. Sá varnarleikmaður sem mesta athygli vakti hjá Vik- ing í þessum leik var hinn há- vaxni Magnús Guðmundsson. Hann kann með ágætum að leika vörn, og þegar þessi piltur hefur lært jafnvel á sóknarleikinn og öðlast meiri líkamlegan þroska, ætti hann að geta komist i fremstu röð handknattleiks- manna. Framarar eiga greinilega vió einhver vandamál aó strióa um þessar mundir, og léku t.d. ekki tveir af hinum föstu leikmönnum liðsins i vetur, Guðjón Erlendsson og Guómundur Sveinsson með að þessu sinni, einhverra hluta vegna. Hins vegar var Sigurberg- ur Sigsteinsson nú með eftir nokkrar fjarvistir vegna meiðsla og þótt hann ætti engan stjörnu leik að þessu sinni, er ekki að efa að hann mun styrkja verulega Framliðið á næstunni. Þetta ár verður sennilega að teljast millibilsár hjá Fram, enda varla von á öðru eftir þær miklu breytingar sem orðið hafa á liðinu frá því í fyrra. Nýir leikmenn eru að koma inn, og sumir þeirra gefa ágæt fyrirheit, eins og t.d. Kjart- an Gislason gerði í þessum leik. Hann var einna atkvæðamestur Framaranna í leiknum og sýndi mikla harðfylgni í sókn og vörn. Þeir piltar sem hafa skorað mest af mörkum fyrir Framliðið í und- angengnum leikjum: Stefán Þórð- arson og Hannes Leifsson voru hins vegar í daufara lagi, enda fengu þeir lítinn frið fyrir ákveðnum varnarmönnum Vík- inganna. Þegar á heildina er svo litið var spil Framliðsins of þröngt i þessum leik,— það var of mikið ofan í vörninni hjá and- stæðingunum og slikt gaf tilefni til óþarfa umbrota og átaka. Þeg- ar slíkt verður er erfitt að dæma leiki, og verður ekki sagt að þeir Magnús V. Pétursson og Óli Olsen hafi sloppiö vel frá því hlutverki að þessu sinni. 1 stað þess að greiða úr flækjunni hertu þeir einungis á hnútnum, og margir dómar þeirra orkuðu mjög tví- mælis. Ekki verður þó sagt að mistök þeirra hafi bitnað á öóru liðinu hinu fremur, en slíkt er auðvitað aðalatriðið í dómgæzlu. LIÐ VlKINGS: Sigurgeir Sigurðsson 3, Magnús Guðmundsson 3, Jón Sigurðsson 2, Einar Magnússon 3, Skarphéðinn Öskarsson 2, Sigfús Guðmundsson 1, Páll Björgvinsson 2, Erlendur Her- mannsson 2, Stefán Halldórsson 1, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Viggó Sigurðsson 3. LIÐ FRAM: Jón Sigurðsson 1, Stefán Þórðarson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannesson 2, Arnar Guðlaugsson 2, Guðmundur Þorbjörnsson 2, Kjartan Gíslason 3, Þorgeir Pálsson 2, Pálmi Pálmason 2, Hannes Leifsson 2. UBK - KR 20 -23 KR-ingar áttu fullt f fangi með Breiðablik, er liðin mættust I 2. deildar keppni Islandsmótsins 1 handknattleik í Iþróttahúsinu Asgarði í Garða- hreppi á sunnudaginn. Allan fyrri hálfleikinn var Breiðablik sterkari aðilinn í leiknum og hafði forystu 1 mörkum (11—10), en þegar skammt var liðið af seinni hálfleiknum náði KR sfnum langbezta kafla í leiknum, lék þá með miklum ágætum bæði i sókn og vörn og tryggði sér sigurinn með þvf að skora sex mörk f röð. I þessum leikkafla sínum sýndu KR-ingar að þeir bæði kunna og geta leikið góðan handknattleik ef sá gállinn er á liðinu, en hins vegar virðist of mikið óöryggi vera f leik liðsins. Má vera að það hafi að þessu sinni stafað af þvf að þeir hafi talið sér sigur f þessum leik algjörlega vfsan, og mótspyrnan komið þeim á óvart. Það verður að teljast næsta furðulegt að Breiðabliksliðið skuli ekki hafa hlotið nema tvö stig f 2. deildar keppninni til þessa. Liðið leikur bærilegan handknattleik.og f þvf eru sterkir einstaklingar, enginn þó eins og Hörður Már Kristjánsson, sem er bráðefnilegur piltur, skotfastur f meira lagi, og vel skotviss'. Reyndist hann KR-ingum erfiður f þessum leik og skoraði 8 mörk. Bar hann af f Breiðabliksliðinu, en auk hans áttu þeir Diðrik Ölafsson, Kristján Gunnarsson og markvörðurinn, Marteinn Árna- son, góðan leik. KR-liðið var ekki upp á marga fiska til að byrja með, og gerði hver mistökin af öðrum. Eftir að betur fór að ganga náði liðið hins vegar meiri yfirvegun, og sannaði að það getur leikið vel. 1 þvf eru leikreyndir handknattleiksmenn, og slíkt getur orðið notadrjúgt þegar á þarf að halda. Haukur Ottesen var bezti einstaklingur KR-liðsins í þessum leik, en auk hans er einnig ástæða til þess að hrósa Pétri Hjálmarssyni markverði og Birni Blöndal, sem gerði stundum Ijómandi laglega hluti f leiknum. Mörk UBK: Hörður Már Kirstjánsson 8 (1 v), Kristján Gunnarsson 3, Magnús Steinþórsson 2, Páll Eyvindsson 2, Diðrik Ölafsson 2, Valdimar Bergsson 1, Valdimar Valdimarsson 1, Steinþór Steinþórsson 1. Mörk KR: Haukur Ottesen 6 (1 v), Hilmar Björnsson 5 ( 4 v), Þorvarður Guðmundsson 4, Björn Blöndal 3, Bogi Karlsson 2, Ævar Sigurðsson 1, Ingi Steinn Björgvinsson 1, Ingólfur Óskarsson 1. Þórir Ulfarsson og Ingvar Viktorsson dæmdu leikinn vel. — stjl. Guðmundur Ingvason reynir markskot í leik Stjörnunnar og Fylkis. Fylkir — Stjarnan 23-16 Líklegt má telja að dagar Stjörnunnar úr Garðahreppi í 2. deild karla séu taldir eftir tap gegn Fylki á sunnudagskvöld. Það er þó staðreynd að Stjörnunni hefir farið mjög fram eftir að þeim skapaðist æfingaaðstaða með tilkomu hins nýja íþróttahúss f Garðahreppi, Ásgarðs. 1 fyrri hálfleik hafði Fylkir ávallt yfir, þó tókst þeim aldrei að stinga Stjörnuna alveg af. I leikhléi var staðan 10 mörk gegn 8 fyrir Fylki. Krafturinn f Fylki var mun meiri í síðari hálfleik. Þeir náðu fljótt yfirburðastöðu, t.d. var staðan 19—11 þegar um 15 mín. lifðu af leiknum. Lyktirnar urðu síðan þær að Fylkir skoraði 23 mörk gegn 16 Stjörnunnar. Það má raunar segja það sama um Fylki og Stjörnuna að liðinu liefir farið mjög fram frá í haust. Liðið er mjög jafnt, engir veikir hlekkir og baráttan í góðu lagi. Sem fyrr eru það þó Einararnir, Einarsson og Ágústsson sem standa upp úr. Þá er Sigurður Símonarson og mjög vaxandi leikmaður. Eins og fyrr getur hefir lið Stjörnunnar tekið miklum framförum. Flestum leikmönnunum hefir vaxið mjög kunnátta og leikni. Það fer þó ekki á milli mála að Gunnar Björnsson er sá sem af ber. Þar fer leikmaður sem flestum liðum gæti að gagni komið. Leikinn dæmdu Eysteinn Guðmundsson og Kjartan Steinbaek og gerðu það vel. Mörkin. Fylkir: Einar Einarsson 9, Sigurður Símonarson og Einar Ágústsson4 hvor, Steinar Birgisson og Birgir Guðjónsson 3 hvor. Stjarnan: Gunnar Björnsson 11 (3 v), Jón Jörundsson 3, Guðfinnur Sigurðsson 2 og Arni Árnason eitt mark. Sigb. G. 2. DEILD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.