Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 22 Myndin að ofan: Dómarinn hefur dregið upp rauða spjald- ið og vísar Johan Cruyff af leikvelli, en Hollendingurinn mótmælir kröfutlega. Mynd til hliðar: Rinus Michel, hinn Hollenzki þjáifari Barce- lonaiiðsins, ætlar að blanda sér í deilurnar, en vopnaður lögreglumaður er fljótur til að gefa honum skipunina: Pronto; þ.e.a.s. út af með þig. Johan Cruyff hart leikinn Johan Cruyff, hol- lenzka knattspyrnu- stjarnan, er skein hvað skærast í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu s.l. sum- ar, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann hefur ekki getað beitt sér sem skyldi f leikjum sínum með fé- lagi sfnu, Barcelona, á Spáni að undanförnu vegna meiðsla, og and- stæðingar hans hafa gengið á lagið og sótt mjög harkalega að hon- um í hverjum leiknum af öðrum. S.l. laugardag lék Barcelona- liðið við neðsta liðið i spænsku 1. deildar keppninni, FC Mal- aga, og voru um 50 þúsund áhorfendur viðstaddir leikinn, sem fram fór á heimavelli Mal- aga, margir þeirra komnir i þeim tilgangi einum að sjá Johan Cruyff leika. En Cruyff var aóeins 20 mínútur meö í leiknum og megnið af þeim tíma þurfti hann að nota til þess að verja sig. I hvert ein- asta skipti sem hann fékk knöttinn sendan réðust m.a. tveir andstæðingar á hann, og voru ekki vandir að meðulum. Heimaliðið, Malaga, náðí for- ystu snemma i leiknum, en ör- skömmu síðar jafnaði Barce- lona meó marki sem þeir Cru- yff og Neeskens áttu allan heið- urinn af. Ekki leið þó á löngu unz Mal- aga-liðið skoraði aftur, og var leikmaðurinn sem markið gerði augljóslega rangstæður. Linu- vörðurinn veifaði, en þegar áhorfendur sáu það drógu þeir úr pússi sinu birgðir af skemmdum appelsínum og epl- um og byrjuðu að kasta i hann. Lét þá línuvörðurinn flaggið falla, en Cruyff hafði tekið eftir merki hans og dró dómarann meó sér til hans. Vildi línuvöró- urinn þá ekki kannast við neitt, og upphófst heiftarleg deila milli hans og Cruyff sem marg- ir leikmanna Barcelona liðsins tóku þátt í. Enduðu deilurnar á þann hátt, að dómarinn dró upp rauða spjaldið og rak Cruyff út af. Hann neitaði hins vegar að fara, og kom til handalögmála milli hans og fleiri Barcelona- manna annars vegar og Malaga- leikmanna, dómara og línu- varða heins vegar. Eftir nokkra hrið kom lögreglan á vettvang og bjó sig til þess að taka Cru- yff með valdi út af vellinum. Lét hann þá loksins undan og hvarf af velli. Eftir atvik þetta var ekki um knattspyrnu að ræða milli lið- anna — leikmennirnir lögðu of- urkapp á að sparka hvern ann- an niður og meiða. Urslit leiks- ins urðu þau að Malaga-liðið sigraði 3—2, og komu þau úrslit á óvart, þrátt fyrir allt. Spænskir blaðamenn eru sammála um það, að nú sé að verða næstum því útilokað fyr- ir Johan Cruyff að leika þar- lendis. Leikmönnum liða þeirra sem keppa við Barcelona sé ráð- lagt mjög ákveðið fyrir leiki, að reyna að afgreiða hann strax í leiknum með því að sparka nógu hraustlega í hann, og það hafa þeir gert svikalaust að und anförnu. I þessum darraðar- dansi á Cruyff enga möguleika, og spurningin er einungis sú, hvenær hann hlýtur það alvar- leg meiðsli, að hann verður óvígur. Félagi Cruyffs í Barcelonalið- inu, Neeskens, hefur heldur ekki sloppið, þótt hann verði ekki fyrir eins alvarlegum að- sóknum og Cruyff. Neeskens segir að jafnvel hörðustu leik- irnir í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu hafi verið barna- leikur hjá þvi sem gerist í 1. deildar keppninni á Spáni. — Sleppi maður óskaddaður frá leik, þakkar maður Guði fyrir, sagði Neeskens. Bikarkeppni H8Í Haukar í bagsli með Ármenninga Haukarnir áttu ! heilmiklu basli með vængbrotið Armannslið ! Bikar- leik á föstudag. f lið Ármanns vant- aði tvo lykilmenn, þá Björn Jó- hannesson, sem fingurbrotnaði í æfingaleik á þriðjudag, og Hörð Kristinsson, sem var staddur utan bæjar. Leikurinn ! heild var vægast sagt illa leikinn. Liðin skiptust á um að gera hver mistökin á fætur öðrum. Haukarnir voru þó alltaf sterkari aðilinn á vellinum, en þeir mega þó muna fifil sinn fegurri. Haukarnir náðu forystu strax i upphafi leiksins, sem nægði þeim til sigurs. Þó tókst Ármanni að jafna, 14—14, þegar tæpar tiu mlnútur voru til leiksloka, en á endasprettin- um voru Haukarnir sterkari og sigruðu með 17 mörkum gegn 15. f leikhléi höfðu Haukarnir tveggja marka forystu 11—9. Haukarnir voru sannarlega langt frá s!nu besta. Hörður Sigmarsson var óvenju óheppinn með skot sin, Stefán Jónsson sást varla í leiknum. Það var helst hinn bráðefnilegi Ingi- mar Haraldsson sem sýndi lit. Þá var Gunnar Einarsson góður i markinu að vanda. f Ármannsliðinu vakti mikla athygli Pétur Ingólfsson, kornungur leikmaður, sem áreiðanlega á fram- tiðina fyrir sér. Markaskorararnir Jón Ástvaldsson og Hörður Harðar- son voru óvenju daufir. Þá átti Ragn- ar Gunnarsson i markinu einn sinn slakasta leik i langan tima. Aftur á móti varði félagi hans, Skapti Halldórsson, stórlega vel þann tima sem hann var inni á. Kristján Örn og Jón Friðsteinsson dæmdu leikinn, og orkuðu dómar þeirra iðulega tvímælis. Mörkin. Haukar: Hörður 6, Ingi- mar 3. Ólafur Ólafsson, Elias Jónas- son og Hilmar Knútsson 2 hver. Stefán og Arnór Guðmundsson eitt mark hvor. Ármann: Pétur 5, Jens Jensson 4, Jón 2, Hörður, Gunnar Traustason, Kristinn Ingólfsson og Stefán Haf- stein eitt mark hver. Sigb. G. Pétur Ingólfsson skorar fyrir Armann f bikarleiknum við Hauka. Markasúpa hjá Val og Víking Það var aldeilis markasúpa þegar toppliðin I 1. deild, Valur og Viking- ur, mættust i Bikarkeppni H.S.f. á föstudag. Valur sigraði með 29 mörkum gegn 25 og er greinilega i miklum ham þessa dagana. Það verður gaman að sjá viðureign þess- ara liða i 1. deildinni þann 12. mars, þar sem ef til vill mun úr þvi skorið hvaða lið ber sigur úr býtum i 1. deildinni. Valur tók þegar forystu i leiknum á föstudag. Fljótlega hafði Valur náð fjögurra marka forskoti. Það forskot náðu Vikingar þó að vinna upp, þvi jafnt var minútu áður en blásið var til leikhlés, en Valur átti siðasta orðið i hálfleiknum, 11 —10 fyrir Val. f byrjun síðari hálfleiks tóku Vals- menn aftur sprett, sem gaf fjögurra marka forskot. Aftur hafði Vikingur nær jafnað, 19—18, en á loka- sprettinum voru Valsmenn sterkari, 29—25, og Vikingur þvi úr Bikar- keppninni. Eins og markatalan gefur til kynna var vörn og markvarsla liðanna ansi léleg. Það var aðeins á smátíma i fyrri hálfleik sem Ólafur Benedikts- son varði eitthvað. Markverðirnir voru þó ekki öfundsverðir gegn þess- um stórskyttum sem liðin bæði hafa yfir að ráða. Það fór aldrei á milli mála að Valur var sterkari aðilinn. Sóknarleikur liðsins var oft á timum stórgóður, stöðug ógnun, gott linuspil og stór- skytturnar Gisli, Guðjón og Ólafur fyrir utan. Þá vakti leikur Jóhanns Inga Gunnarssonar verðskuldaða at- hygli. Þar er snöggur og laginn spilari á ferð. Vikingarnir með Einar Magnússon og Pál Björgvinsson i broddi fylk- ingar hafa oft leikið betri leik heldur en þennan gegn Val. Sérstaklega brást Sigfús Guðmundsson i leikn- um, skoraði ekki mark og ógnunin hjá honum í hornunum var nú lítil. Þá voru linumennirnir ekki nógu iðn- ir við að opna fyrir skytturnar. Leikinn dæmdu Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson og komust þokkalega frá því ef á heildina er litið. Mörkin. Valur: Gísli Blöndal 6, Guðjón Magnússon og Ólafur Jóns- son 5 hvor, Stefán Gunnarsson, Jó- hann Ingi og Ágúst 3 hver. Jón Pétur Jónsson, Gunnsteinn Skúla- son, Steindór Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson eitt mark hver. Vikingur: Páll Björgvinsson 7, Stefán Halldórsson 6, Einar Magnús- son 5, Jón Sigurðsson 4, Viggó Sig- urðsson 2 og Skarphéðinn Magnús- son eitt mark. Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.