Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 27

Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 27
'MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975' 27 Harry O. Frederíksen framkvœmdastjóri Albert Johnston, frú Vadeboneoeur, og Ulfur Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. / / I tilefni aldarafmælis Islendingabyggðar: íslenzkar vörur kynntar í Kanada Fæddur 15. mars 1913. Dáinn 2. febrúar 1975. „Fótmál dauðans fljótt er stigið“. Harry O. Frederiksen fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambands islenskra samvinnu- félaga varð bráðkvaddur á ferða- lagi erlendis 2. febrúar s.l., nær 62 ára að aldri. Utför hans er í dag gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavik. Harry Oluf Frederiksen, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Reykjavík 15. mars 1913. Hann var sonur Aage M. Frederiksen vélstjóra og konu hans Margrétar Halldórsdóttur. Aage M. Fred eriksen var danskrar ættar, en fluttist út hingað ungur að aldri og staðfesti hér ráð sitt. Þau hjón eignuðust sex syni og eina dóttur. Var Harry næst elstur þeirra systkina. Harry Frederiksen átti að baki langt og gifturíkt starf hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, er hann lést fyrir aldur fram. Segja má, að hann hafi helgað Sambandinu starfskrafta sína alla og átti að baki nær hálfrar aldar starf fyrir íslenska sam- vinnuhreyfingu. Aðeins 14 ára að aldri gekk hann í þjónustu Sambandsins og þá sem sendisveinn. Það var haustið 1927, en á því ári voru liðin 10 ár frá þvi aðalskrifstofa Sambandsins hafi verið sett á stofn í Reykjavík og mun starfs- liðið hafa talið um 15 manns. Sig- urður Kristinsson var þá forstjóri Sambandsins en hann tók við því starfi, er Hallgrímur bróðir hans féll frá árið 1923, langt um aldur fram. Árið 1927 mun deildaskipting Sambandsins hafa verið komin í fast form. Innflutningsdeild und- ir framkvæmdastjórn Aðalsteins Kristinssonar og Utflutningsdeild undir framkvæmdastjórn Jóns Árnasonar síðar Landsbanka- stjóra. Það mun hafa verið Aðal- steinn Kristinsson, sem réð Harry til starfa i Sambandið. 1 annálum Sambandsins fyrir árið 1927 er m.a. tekið fram, að á því ári hafi verið ákveðið, að Sam- bandið skyldi óska inngöngu í Al- þjóðasamvinnusambandið. Þá var á þessu ári sett á stofn skrifstofa i Hamborg og á árinu var mikið rætt um að koma á fót ullariðnaði og kornmyllu á vegum Sambands ins. Á aðalfundi þetta ár voru menn samdóma um, að á i sviði iðnaðar biðu Sambandsins j stór verkefni á komandi árum. Umræður um iðnað á þessu ári ; voru út af fyrir sig ekki | óeðlilegar, en það má telja það sérstaka tilviljun, að það skuli gerast á árinu, sem 14 ára gamall sendisveinn er ráðinn, sá hinn sami er síðar átti eftir að veita forstöóu iðnaði Sambands- ins um aldarfjórðungsskeið og sjá hann vaxa í stóriðnað á íslenskan mælikvarða og taka forystu í út- flutningi iðnaðarvara framleidd- um úr íslenskum landbúnaðaraf- uróum. „Verk mér af verki, verks leit- aði“. Með sendisveinsstarfinu 1927 hefst hinn langi og margbreyti- legi starfsferill hjá Harry í Sam- bandinu. Leiðin lá í Samvinnu- skólann haustið 1929 og þaðan lýkur hann prófi vorið 1931. Þá situr Jónas Jónsson í ráðherra- stóli, en kennir þó við skólann, en skólastjóri þessa vetur er dr. Þor- kell Jóhannesson, siðar háskóla- rektor. I sumarleyfi milli skólaára starfar Harry i Bókhaldsdeild, en að loknu prófi 1931 gerist hann fyrsti starfsmaður Innheimtu- deildar, sem sett var á stofn í maí það ár. Síðari hluta ársins 1932 tók Harry við forstöðu Sauma- stofu Gefjunar í Reykjavik og verslunar í tengslum við hana, er þá var til húsa að Laugavegi 10. Gegndi Harry þessu starfi fram á árið 1934, jafnframt því að hafa umsjón meó afreikningum í Ut- flutningsdeild og um tima að hafa eftirlit með kjötbúð, sem Sam- bandið starfrækti á Vesturgötu 16. Harry starfaði síðan við ýms störf i Utflutningsdeild til ársins 1936, en tók þá aftur við Sauma- stofu Gefjunar, sem hann flutti i byggingu Hótel lslands við Aðal- stræti. Verslunin var þá stækkuó og saumastofunni breytt i hrað- saumastofu. 1 maímánuði 1938 ræðst Harry til starfa á skrifstofu Sambands- ins i Kaupmannahöfn. Þar var þá framkvæmdastjóri Öli Vilhjálms- son, sem nú er nýlátinn. Með störfum erlendis hefst nýr og merkur þáttur í starfssögu Harrys. Ný reynsla og aukin þekking á alþjóðaviðskiptum leggur grundvöll að auknum ábyrgóarstörfum síðar meir. Dvöl Harrys i Höfn hefði trú- lega orðið lengri, ef ekki hefði komið til seinni heimsstyrjaldar- innar 1939. Þá verða miklar breytingar á viðskiptalífi Norður- álfu. Viðskipti Islands beindust fljótlega svo til öll til Bretlands og Ameríku. Eftir að Þjóðverjar her- námu Danmörku 1940, leggst starfsemi Hafnarskrifstofu að mestu niður. Sex manns störfuðu þá á skrifstofunni, þar á meðal Harry Frederiksen. Við þessar að- stæður snýr Harry heim til is- lands. Það var þó ekki heiglum hent að komast yfir hafið vegna ófriðarins. Kafbátar og herflug- vélar sátu um skip og einskis var svifist i þeim hildarleik. Það heppnaðist þó fyrir atbeina íslensku ríkisstjórnarinnar og sendiráðs Islands í Kaupmanna- höfn að fá leyfi frá Þjóðverjum, aó m/s Esja mætti sigla óáreitt með fslenska farþega frá Petsamo í Finnlandi til tslands. Ferð þessi var talin hin mesta ævintýraferð. Lagt var af stað frá Kaupmanna- höfn 26. september og farið um Svíþjóð og Finnland til Petsamo (við Hvítahaf). Hinn 16. október 1940 leggst m/s Esja að bryggju í Reykjavík. Harry Frederiksen er einn í hópi 258 Islendinga, sem komnir eru af hafi úr hinni nafntoguðu Petsamoferð. Hefur því stundum verið haldið fram, að islenskt skip hafi ekki í annan tima flutt dýr- mætari farm um hafsins vegu. Eftir heimkómuna hverfur Harry aftur til starfa í Utflutn- ingsdeild. Heimsstyrjöldin er nú í algleymingi. Bretar hafa hernum- ið tsland og Bandaríkin leysa þá siðar af hólmi. Þótt lslendingar losni að miklu leyti við hörmung- ar styrjaldarinnar, færist hildar- leikurinn nær íslandi og mann- tjón Islendinga verður tilfinnan- legt, er kafbátar og flugvélar Þjóðverja sökkva og laska íslensk skip. Stríðsástandið setur hins vegar nýjan svip á efnahagslíf þjóðarinnar. Atvinna er mikil og gott verð er á útflutningsafurð- um. Umsvif Sambandsins í útflutn- ingi fara vaxandi og Sambandió setur á stofn skrifstofu í New York árið 1940 og viðskipti við Bandaríkin aukast nú mjög. Harrys Frederiksen bíða nú ný störf og er ekki að efa að reynsla hans frá tveggja og hálfsársstarfi í Kaupmannahöfn hafa komió honum að notum við hin fjöl- breyttu störf, sem nú biðu hans hjá Jóni Arnasyni í Utflutnings- deild. Á stríðsárunum fór Harry margsinnis umhverfis landið sem lestunarstjóri með islenskum og erlendum skipum, er verið var að lesta útflutningsvörur á vegum Sambandsins. 1 einni slíkri ferð varð skip það er Harry var með fyrir sprengjuárás þýskrar flug- vélar út af Vestfjörðum og skall þar hurð nærri hælum að ekki hlytist manntjón af. Að lokinni heimsstyrjöldinni 1945 verða miklar breytingar á viðskiptalífi Islendinga. Þjóðin átti gildan gjaldeyrisvarasjóð í stríðslok og gerðar voru áætlanir af hálfu alþingis og stjórnvalda um uppbyggingu atvinnulífsins. Hjá Sambandinu verða for- stjóraskipti í byrjun árs 1946. Sigurður Kristinsson lét þá af störfum, eftir 22ja ára starf í Sambandinu sem forstjóri og við tók Vilhjálmur Þór. Gerðar eru áætlanir um stóraukin umsvif Sambandsins og félaganna og var ýmsum nýjungum hrint í fram- kvæmd hjá Sambandinu strax á árinu 1946. Það auðveldaði sókn í uppbyggingu, að lausafjárstaða Sambandsins var mjög góð á þess- um tima. Félögin áttu verulegar innstæður í Sambandinu og Sam- bandið innstæður í Landsbankan- um. Stóraukning iðnaðar var m.a. á framkvæmdaáætlun Sambands- ins. Hinn 17. júni 1947 fór Harry til Kaupmannahafnar og tók þar við framkvæmdastjórastörfum Hafnarskrifstofu, en Öli Vil- hjálmsson hafði fengið frí frá störfum um stundarsakir til þess að leita sér heilsubótar. I árslok 1948 kom Harry heim frá Kaup- mannahöfn og tók þá við fram- kvæmdastjórn Iðnaðardeildar Sambandsins, er stofnsett var hinn 1. janúar 1949. Þegar hér er komið sögu hefur Harry starfað hjá Sambandinu i rúm 20 ár. Sendisveinninn frá 1927 er orðinn framkvæmdastjóri fyrir þeirri deild Sambartdsins er telur flesta starfsmenn. Eins og þegar hefur verið vikið að hér að framan, fékk Harry Frederiksen að reyna hin margbreytilegustu störf, frá því hann réðst sem sendisveinn 1927. Er ekki að efa að sú reynsla, sem Harry fékk á því 20 ára tímabili þar til hann tekur við forstöðu Iðnaðardeild- ar, hefur reynst honum ómetan- leg. Nýrri reynslu bætti svo Harry við starfsferil sinn, er hann gegndi störfum framkvæmda- stjóra Hamborgarskrifstofu frá því í ársbyrjun 1962 til ársloka 1964. Hinn 1. janúar 1974 gat Harry Frederiksen litið yfir 25 ára starf Iðnaðardeildar. Sem fram- kvæmdastjóri hafði hann með lifi og sál unnið aó uppbyggingu iðn- aðarins á vegum Sambandsins. Nýjar verksmiðjur höfðu risið af grunni og síaukin vélvæðing hef- ur stöðugt aukið framleiðnina. Utflutningur iðnaðarvara frá Sambandsverksmiójunum hófst i nokkrum mæli árió 1961 og hefur útflutningur stöðugt farið vax- andi. Á þessu ári hafa verið gerð- ir samningar um útflutning frá Sambandsverksmiðjunum, sem eru stærri en nokkru sinni fyrr. Það gefur auga leið, að mikil ábyrgð og vandi hefur hvílt á Framhald á bls. 30. 1 TILEFNl af því, að i ár er liðin öld frá landnámi fyrstu lslend- inganna í Manitoba verður sér- stök kynning á íslenzkum vörum I stórverzluninni Eaton’s, sem hef- ur útibú f öllum stærstu borgum Kanada. Hingað komu nýlega tveir inn- kaupastjórar verzlunarinnar til að undirbúa þessa kynningar- starfsemi í samvinnu vió Utflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins. Þau eru frú Vadeboncoeur og hr. Albert Johnston, og hafa þau gert inn- kaup vegna kynningarinnar, sem hefjast mun á íslendingadaginn í Kanada í ágústbyrjun. Árið 1973 fór fram kynning hjá Eaton’s á islenzkum iðnaðarvör- um, og þótti hún takast mjög vel. Eaton’s verzlanirnar eru I eigu ekkju Eaton’s þess, sem verzl- arnirnar eru kenndar við, en hún er af íslenzku bergi brotin, og sögðu innkaupastjórarnir, að það ætti vafalitið sinn þátt í þeim áhuga, sem væri fyrir þvi að kynna íslenzkar vörur. Islenzku vörurnar hefðu líka selzt mjög vel undanfarið og væri áhugi viðskiptavinanna mestur á ullar- Á 23. þingi Norðurlandaráðs í Reykjavik verður fjallað um til- lögu um farþegaskip, sem flytji jafnt farþega og bíla milli islands, Færeyja og annarra Norðurlanda. Lagt er til að slíkt skip verði tekið sem fyrst í notkun, því ferðamenn geti ekki með góðu móti tekið bíla sina með sér til íslands og Fær- eyja. Bent er á að ekkert farþega- skip sé á þessari leið og fargjöld með flugvélum séu svo dýr að mikill fjöldi norrænna ferða- manna hafi ekki efni á að greiða þau. Flutningsmenn tillögunnar eru Brussel, 14. febr. Reuter. WILHELM Haferkamp, talsmað- ur Efnahagsbandalagsins i efna- hagsmálum, sagði á fundi með blaðamönnum i Briissel t dag að þjóðir bandalagsríkjanna yrðu að sætta sig við skert lífskjör svo unnt yrði að leysa efnahagsvanda ríkjanna. Sagði hann að því aðeins yrði unnt að takast á við vandamál eins og verðbólgu, at- vinnuleysi og samdrátt í efna- hagsmálum að dregið yrði úr þeim öruákjarabótum, sem feng- izt hafa á undanförnum árum. Haferkamp sagði að búast mætti við 12,5% verðbólgu að meóaltali i bandalagsríkjunum á þessu ári, og að kaupmátturinn minnkaði minnst í Vestur- vörum. Frú Vadeboncoeur sagði, að á síðustu þremur árum hefði borið mikið á því, að fólk sýndi gervi- efnum siminnkandi áhuga en tæki ull, bómull og önnur efni úr riki náttúrunnar fram yfir þau. Þá sagðist hún hafa orðið þess áþreifanlega vör, að gæðamat al- mennings færi vaxandi, — fólk vildi nú heldur kaupa vandaða og dýra vöru, sem entist betur, og sagðist hún vera þeirrar skoó- unar, að þetta stafaði af hagsýni og því, að neytendur mætu nú meira gæði en magn, samanborið við það, sem áður var. Hún sagði, að íslenzkar vörur stæðust fyllilega samanburð við aðrar vörur í háum gæóaflokki og þar hefði samræming framleiðsl- unnar og auknar kröfur til frá- gangs og útlits sitt að segja, en á þessu hefði orðið mikil breyting á skömmum tíma. Auk ullarvara mun Eaton’s kynna súkkulaði frá Lindu, silfur- muni gullsmiðanna Jens Guðjóns- sonar, Dóru Jónsdóttur og Þórar- ins Gunnarssonar, keramik frá Gliti og hljómplötur. Eric Carlsson, Astrid Kristensson og Sven Mellquist, Sviþjóð, Christian Christensen, Gustaf Holmberg og Börge Pedersen, Danmörku, Bjarne Mörk Eidem, Hákon Kyllingmark, Reidar T. Larsson, Noregi, Gils Guðmunds- son, íslandi, Bror LiIIquist, Seppo Westerlund og Paavo Vayrynen, Finnlandi. Samgöngumálanefnd Norður- landaráðs mun fjalla um tillöguna á fundi sinum í Reykjavík og leggja álit sitt fyrir ráðið. Þýzkalandi, en mest í löndum eins og Italíu. Hann taldi að atvinnu- leysi héldist áfram um 3% vinnu- færra manna í ár, og ólíklegt að hagvöxtur i bandalagsríkjunum niu ykist frá því sem hann var i fyrra, eða 2%. Hann sagði að efnahagsástandið gæti batnað seinna á þessu ári, en menn yrðu að sætta sig við minnk- andi neyzlu og stuðla að fjárfest- ingum til að tryggja framtióina. Búast má við að atvinnuleysi verði nteira á næstu árum en verið hefur á nýliðnum árum, sagói hann, þvi nauðsynlegt er að koma á umbótum í iðnaði. „Hjá þessum fórnum verður ekki komizt. Þessar breytingar eru nauðsynlegar," sagði Haferkamp. Bílaferja milli íslands og Norðurlandanna? Frá Íslandsdeild Norðurlandaráðs Skert kiör í EBE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.