Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 38

Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 Rækjumálið: Verjandinn krefst þess að dómendur víki sæti Sjávarútvegsráðherra ekki kvaddur fyrir dóminn RÉTTAHALDI I rækjumálinu svonefnda var framhaldið í gær I húsakynnum bæjarfögetaem- bættisins I Hafnarfirði. Þar var kunngerður úrskurður dómenda f málinu þar sem synjað er að verða við kröfu verjenda um að sjávarútvegsráðherra verði kvaddur fyrir döminn sem vitni. Að ósk Benedikts Blöndal hrl. hefur hann verið leystur undan þvf að verða áfram verjandi ákærða f málinu, þ.e. Ámunda Grétars Jónssönar skipstjóra á m.b. Nökkva HU 15, og hefur Ott- ar Yngvason hdl. verið skipaður verjandi I hans stað. Verjandinn, Ottar Yngvason, hefur kært til Hæstaréttar form- lega meðferð úrskurðar dómenda og efnislega niðurstöðu hans, þ.e. úrskurðarins um að ráðherra verði ekki kvaddur fyrir dóminn. Þá kom fram sú krafa verjanda við réttarhaldið í gær, að dómend- ur vikju sæti I málinu. Munu dóm- endur kveða um það úrskurð í dag, þriðjudag, hvort þeir skuli víkja sæti í málinu eða ekki, að sögn Sigurðar Halls Stefánssonar, setudómara í málinu. Ef niður- staða dómendanna verður sú, að þeir víki ekki, getur verjandinn einnig kært þann úrskurð til Hæstaréttar, og verður réttar- höldum í málinu þá ekki fram- haldið fyrr en úrskurður Hæsta- réttar liggur fyrir. Sem fyrr segir er Sigurður Hall- ur Stefánsson settur dómari í mál- inu, en meðdómendur Guðmund- ur Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson báðir fyrrverandi skip- stjórar. Við réttarhaldið í gær voru einnig viðstaddir Þórður Björnsson, saksóknari ríkisins, og verjandinn Ottar Yngvason. Loðnuveiðin: Börkur NK í efeta sæti SAMKVÆMT skýrslum Fiskifé- lags Islands fengu 98 skip afla I vikunni og nam vikuaflinn sam- tals 57.927 lestum. Vitað er að 102 skip hafa fengið einhvern afla frá byrjun vertlðar og var heildar aflinn s.l. laugardagskvöld orðinn samtals 152.883 lestir. I síóustu viku urðu þau leiðu mistök í tilkynningu landaðs magns loðnu á Raufarhöfn að niður féllu af skýrslu samtals 4.979 lestir og hefur það nú verið leiðrétt. A sama tíma i fyrra var heildar- aflinn samtals 241.205 lestir og þá höfðu 133 skip fengið einhvern afl a. Aflahæsta skipið í vikulokin var m/b Börkur NK 122 með sam- tals 4.273 lestir. Skipstjórar eru bræðurnir Sigurjón og Hjörvar Valdimarssynir. Loðnu hefur verið landað á 17 stöðum á landinu auk bræðslu- skipsins Nordglobal. Mest hefur verið landað í Vestmannaeyjum eða samtals 26.027 lestir. Meðfylgjandi er skýrsla yfir þau skip er fengið höfðu 1000 lestir eða meira svo og skýrsla yfir löndunarstaði: NAFN SKIPS ' MAGN (lestir) Börkur NK 4273 Gísli Árni RE 4132 Sigurður RE 4056 Helga Guðmundsdóttir BA 3630 Ásberg RE 3505 Rauðsey AK 3448 Eldborg GK 3334 Pétur Jónsson KÓ 3310 Súlan EA 3147 Loftur Baldvinsson EA 3091 Asgeir RE 3021 Guðmundur RE 3005 Gullberg VE 2999 Þorsteinn RE 2984 Fífill GK 2934 Örn KE 2804 Hilmir SU 2789 FaxaborgGK 2786 Grindvíkingur GK 2774 Óskar Magnússon AK 2755 Reykjaborg RE 2694 Jón Finnsson GK 2680 Héðinn ÞH 2662 Hrafn Sveinbjarnarson GK 2454 Heimir SU 2433 Magnús NK ' 2200 Albert GK 2182 Skírnir AK 2181 Höfrungur III AK 2169 Þórður Jónasson EA 2151 Sæberg SU 2123 Harpa RE 2069 Náttfari ÞH 2034 Dagfari ÞH 2028 Halkion VE 1958 Óskar Halldórsson RE 1905 JárngerðurGK 1856 Isleifur VE 1840 Myjld Sigurgeir LOÐNAN — Ásgeir, RE 60, siglir inn á Vestmannaeyjahöfn með vænan slatta af loðnu. Bjarni Ólafsson AK 1827 JónGarðarGK 1727 Sveinn Sveinbjörnsson NK 1564 Svanur RE 1535 Sigurbjörg ÓF 1515 Sandafell GK 1406 Víðir NK 1382 Helga II RE 1372 Keflvíkingur KE 1302 Ljósfari ÞH 1297 Ólafur Sigurðsson AK 1287 Hafrún ÍS 1268 Árni Magnússon SU 1205 Skógey SF 1203 Ársæll KE 1162 Arsæll Sigurðsson GK 1161 Álftafell SU 1048 Faxi GK 1041 Víóir AK 1032 Þjóðleikhúsið í Aratungu Skálholti 17. feb. LEIKFLOKKUR Þjóðleikhússins sýndi leikritið Hvernig er heilsan? eftir Kent Anderson og Bengt Bratt I Aratungu sl. föstu- dagskvöld. Verkið er margslung- ið, bitur og markviss þjóðfélags- ádeila, alvarleg en þó skopleg, gefur áhorfandanum ótal um- hugsunarefni, sem hægt væri að skrifa um langt mál. Meðferð leikaranna I hlutverkum sínum er slík snilld, að leikhúsgestum hlýtur að renna til rifja að sjá þetta blessaða, volaða fólk á geð- veikrahælinu. Leikstjórn Sig- mundar Arnar Arngrlmssonar er bæði frumleg og glæsileg. Að leikslokum voru þessir kær- komnu gestir hylltir lengi og ínnilega. I gærkvöldi sýndi svo Leikfélag Selfoss Sjö stelpur og fyrir stuttu voru hér tvær leiksýningar, Hrunamenn með Húsfreyjuna i Hruna eftir Gunnar Benediktsson og Gnúpverjar með gamanleikinn Saklausa svallarann. Að makleg- heitum hefur þetta áhugafólk og leikstjórar, sem leggur nótt við dag til að allt megi takast sem bezt, fengið mjög góða dóma og allgóða aðsókn. — Björn. Stofnuð ísafjarðardeild Félags einstœðra foreldra N.K. laugardag, þann 22. febrúar, verður stofnuð Isafjarðar deild Félags einstæðra foreldra og verður stofnfundurinn haldinn í Húsmæðraskólanum Ósk kl. 5 sið- degis. Einstæðir foreidrar á Isa- firði, Súðavík og I Bolungarvík og nágrannabyggðum hafa rétt til aðildar. Sömuleiðis eru þeir sem félagsskapinn vilja styrkja með þvi að gerast styrktarfélagar vel- komnir á fundinn. Jóhanna Kristjónsdóttir, form. Félags ein- stæðra foreldra, mun koma á stofnfundinn. Unnið hefur verið að undir- búningi félagsstofnunarinnar um hríð og var fyrir nokkrum dögum haldinn kynningarfundur og var þátttaka góð og áhugi mikill. Mættu þar um 25—30 manns, en á þessu svæði eru að líkindum um 50 einstæðir foreldrar með for- ræði barna sinna. Að undirbúningi hafa unnið Ásthildur Þórðardóttir, Bjarndís Friðriksdóttir, Bára Guðmunds- dóttir og Þyri Simonardóttir. Batnandi sambúð Breta ogRússa eftir för Wilsons Moskvu, 17. febrúar. AP. Reuter HAROLD Wilson forsætisráð- herra sagði að loknum fimm daga viðræðum við sovézka ráðamenn i dag að nýtt timabil væri hafið I samskiptum Breta og Rússa en þau hafa verið kuldaleg sfðan Bretar ráku úr landi rúmlega 100 sovézka sendiráðsmenn fyrir rúmum þremur árum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er líklegt að Leonid Brezhnev flokksforingi komi til Bretlands á næstunni og endur- gjaldi heimsókn Wilsons en enn er ekki vitað hvenær af þeirri heimsókn getur orðið. Foringi sovézka kommúnista- flokksins hefur aðeins einu sinni heimsótt Bretland, en það var þegar Nikita Krúsjeff kom þangað í fylgd með Bulganir. forsætisráðherra 1956. Wilson, Brezhnev og Alexei Kosygin forsætisráðherra und- irrituðu i dag fimm samninga, þar á meðal saming um að leið togar Breta og Rússa hittust reglulega til skrafs og ráða- gerða. Þar með komast sam- skipti Breta og Rússa á sama grundvöll og samskipti Rússa við Bandaríkjamenn, Vestur- Þjóðverja og Frakka. Samningar voru einnig gerðir um aukin viðskipti og Wilson sagði á blaðamannafundi, að þeir gætu markað þáttaskil á því sviði, hin mestu sem hann vissi um. I lokayfirlýsingu var lýst yfir þeim ásetningi að auka viðskipti landanna. Gert er ráð fyrir samvinnu i vísindum og tækni og í efna- hagsmálum og iðnaðarmálum í tveimur samningum sem voru gerðir og eru líkir samningum sem Rússar hafa gert við Frakka og Itala. Jafnframt var undirrituð yfirlýsing um stuðn- ing við samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og framkvæmd hans. 1 hádegisverðarboði sem Wil- son hélt sagði Kosygin að þetta hefði „svo sannarlega verið söguleg heimsókn“ í sambúð Breta og Rússa. A blaðamannafundi sínum sagði Wilson að víðtækur lána- samningur sem hefði verið gerður mundi auka atvinnu í Bretlandi. Lánin nema tæpum einum milljarði punda og eru til fimm ára. Fréttaritarar segja að Rússar hafi talið Breta hafa minni áhuga á batnandi sambúð aust- urs og vesturs en aðrar vest- rænar þjóðir en Wilson hafi breytt þessari skoðun sovézkra ráðamanna. I lokayfirlýsingunni segir, að „virkar og ákveðnar tilraunir allra rikja“ séu forsenda batn- andi sambúðar. Hvatt er til þess að öryggisráðstefna Evrópu verði kölluð saman sem fyrst. Bæði rikin telja að friðarráð- stefna Araba og Israelsmanna í Genf eigi að koma aftur saman sem fyrst. Sadatá leiðtoga- fund í Jórdaníu? Kairó 17. febrúar.Reuter ANWAR Sadat, Egyptalands- forseti, mun í þessari viku fara í fyrstu heimsókn egypzks for- seta til Jórdaníu i þeim til- gangi að sameina Arabaríkin I afstöðunni til friðarumleitana I Miðausturlöndum, að því er áreiðanlegar heimildir í Kairó hermdu I dag. Er búizt við, að Sadat muni hvetja Hussein konung til að mæta I Genf ef friðarráðstefnan kemst í gang á ný, ásamt fulltrúum Palestínu- manna, en hingað til hefur Hussein ekki viljað viðurkenna þátttökurétt þeirra. Herma heimildir að til fundarins I Jórdaníu kunni að koma Assad, Sýrlandsforseti, og leiðtogar frá Irak, Kuwait og hugsanlega Saudi-Arabíu. Þá er búizt við, að fundurinn muni ræða landamæradeilur íraks við Iran, Kuwaits og Saudi-Arabíu. Heimildir i Beirut sögðu, að Sadat væri væntanlegur til Amman á fimmtudag og yrði i Jórdaníu i fjóra daga. Dagblað í Beirut sagði hins vegar að hann yrði aðeins einn dag i Amman, en myndi síðan halda til Bagdad í fyrstu heimsókn egypzk forseta til höfuðborgar Iraks. Sadat mælti í gær með því að frióar- ráðstefnan í Genf hæfist að nýju. Kambódíuher hörf- ar frá Mekonganni Phnom Penh, 17. febrúar — AP. HERSVEITIR Kambódíu- stjórnar hafa algerlega vfir- gefið allar vfgstöður sfnar við meðri bakka Mekong-árinnar, um 40 mflum suðaustur af Phnom Penh og f bili hætt við tilraunir til að opna umferð um ána að nýju, að þvf er heimildir innan hersjns segja. 1 sfðustu viku hóf stjórnarherinn við- tækar heraðgerðir á þessu svæði, en beið mikið afhroð. Hernaðarsérfræðingur einn segir að úr þvf sem komið er ráði stjórnin tæpast yfir þeim herafla sem þarf til að opna umferð um ána að nýju. Mek- ong-áin er afar mikilvægur hlekkur f öryggi höfuðborgar- innar Phnom Penh. Þrátt fyrir það, að hernaðar- staða stjórnarinnar sé nú erfið hefur henni ekki tekizt að vekja áhuga almennings á þörf fyrir aukinn mannafla í herinn. Framhald á bls. 39 AP-mynd Innan við 200 mílur ... Þessi sovézki togari innbyrðir afla sinn utan 12 milna mark- anna undan New York. Gufu- strókurinn bendir til þess að verið er að vinna að fiskinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.