Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 40

Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 40
fll0rgfttI>M>i}> nucivsincnR 22480 fWörstmi'lníiib RUClVSinCflR ^-«22480 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1975 Færeysk samninga nefnd væntanleg Atli Dam lögmaður formaður nefndarinnar FRÉTTAMAÐUR færeyska út- varpsins á fundi Norðurlandaráðs f Reykjavfk, Jogvan Arge skýrði Morgunblaðinu svo frá f gær- kvöldi, að á miðvikudaginn þ.e. á morgun kæmi til Reykjavfkur 9 manna samninganefnd til þess að semja við Islendinga um fiskveið- ar færeyskra togara innan 50 mflnanna hér við land. Arge fréttamaður sagði, að Færeying- um væri fyllilega ljðst, að samningar þeir sem nú fara f hönd við tslendinga væru mjög mikilvægir fiskveiðum Færey- inga og til þess að undirstrika það hefði nú verið ákveðið, að sjálfur Atli Dam, lögmaður Færeyinga, yrði formaður samninganefndar- innar. Aðrir í nefndinni, sem Jogvan Arge nefndi, eru þeir Pétur Rein- ert, sem er landsstjórnamaður í fiskveiðimálum, Erlendur Paturs- son, lögþingsmaður, sem er for- maður markaðsmálanefndar lög- þingsins, Paul Jákúb Olsen, sem er formaður fiskivinnunefndar lögþingsins. Aðrir nefndarmenn eru embættismenn, fiskifræðing- ur og skipstjórar. Álagning ákveðin A FUNDI verðlagsnefndar f gær- morgun var tekin ákvörðun um áfagningu f smásölu og heildsölu f framhaldi af gengisfellingunni. Verður álagningin ðbreytt f krðnutölu en við bætast 30% af hækkunum vegna gengisbreyt- ingarinnar. Þessi háttur hefur venjulega verið viðhafður við gengisbreytingar undanfarin ár. Ljósmynd Sv. Þorm. SKIPBROTSMENN af Járngerói við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi. Birgir Guðjónsson skipstjóri er þriðji frá hægri. Á litlu myndinni leggur Járngerður í síðustu veiðiferð sína. Sigurgeir í Eyjum tók hana þegar báturinn sigldi út úr Vestmannaeyjahöfn. r Matthías A. Mathiesen í viðtali við Morgunblaðið: Hækkun innflutningsgjalds bifreiða stuðlar að bættri gjaldeyrisstöðu r Islendingum boðið að halda svœðamót í skák UM HELGINA tók rfkisstjðrn- in ákvörðun um hækkun inn- flutningsgjalds af bifreiðum og hækkun á áfengi og tóbaki. Morgunblaðið átti í gær stutt viðtal við Matthías Á. Mathie- sen, fjármálaráðherra, og innti hann fyrst eftir því, hvers vegna þessar hækkanir hefðu komið til framkvæmda. Fjár- málaráðherra svaraði: — Innflutningsgjald af bif- reiðum er hækkað til þess að stuðla að hagstæðum áhrifum á gjaldeyrisstöðuna og til að bæta greiðslujöfnuð þjóðarbúsins út á við. Bílainnflutningur á síð- Friðrik Ólafs- son verður með- al þátttakenda SKAKSAMBAND Islands barst í gærmorgun bréf frá alþjððaskák- sambandinu (FIDE), þar sem Is- lendingum er boðið að sjá um eitt af fjðrum svæðamótum f skák sem haldin verða f Evrðpu á þessu ári, en svæðamðtin eru fyrsti áfanginn á leiðinni til heimsmeistaratitils. A mðtinu sem tslandi er boðið að halda verða þátttakendur 16 talsins, þar á meðal Friðrik Ólafsson. Einnig verða þar bezti skákmaður Dana, Ifklega Bent Larsen, bezti skák- maður Tékka, líklega Hort, og bezti skákmaður Hollendinga, Ifk- lega Timman, auk margra minni spámanna. Að sögn Gunnars Gunnarssonar forseta Skáksambandsins mun stjórn sambandsins íhuga þetta tilboð gaumgæfilega á næstunni og reyna að tryggja fjárhagslegan grundvöll mótsins, en töluverður kostnaður fylgir því að halda mót sem þetta, enda þótt Skáksam- bandið þurfi aðeins að sjá kepp- endum fyrir uppihaldi. Ferðir greiða þeir sjálfir. Mótið á að halda á tímabilinu maf—septem- ber. Sem fyrr segir eru svæðamótin fjögur að tölu f Evrópu, og er mótið sem okkur er boðið að halda auðkennt með bókstafnum A. Ákveðið er að B-mótið verði haldið á Spáni í október og lfklegt er talið að C-mótið verði haldið I Austurríki, en þar verður Guð- Framhald á bls. 39 Danir vilja kaupa regn- bogasilunginn frá Laxalóni DANSKT fiskiræktarfyrirtæki, Silver cup, ritaði fyrir nokkru bréf til Skúla Pálssonar á Laxalðni og falaðist eftir regn- bogasilungi hans. I bréfinu segir, að fyrirtækið hafi komizt á snoðir um, að Skúli fái ef til villekki leyfitil aðhalda áfram ræktun á regnbogasilungi Framhald á bls. 39 asta ári var óvenjumikill og verður að teljast óæskilegur á svo skömmum tfma og við þær aðstæður, sem verið hafa í gjaldeyrismálum. I stað þess að setja hömlur á bifreiðainn- flutning er eðlilegt að hækka innflutningsgjaldið og draga með því móti úr innflutningi. Þess vegna er ekki gert ráð fyrir, að þessar ráðstafanir hafi í för með sér tekjuauka fyrir ríkissjóð. Hækkunin á tóbaki er nánast til samræmis við hækkun á er- lendum kostnaði en gera má ráð fyrir, að hækkun áfengis Matthfas A. Mathiesen auki að einhverju leyti tekjur rikissjóðs. — Má búast við frekari skattahækkunum? — Fjármálaráðherra, hver sem hann er, getur aldrei gefið yfirlýsingar um það fyrirfram, hvort nauðsynlegt verði að auka álögur. Hitt get ég sagt, að ríkisstjórnin hefur á þessari Framhald á bls. 39 — sagði Birgir Guðjónsson skipstjóri á Járngerði, sem sökk í fgrradag LOÐNUSKIPIÐ Járngerður GK 477 frá Grindavfk sökk skammt undan Jökulsá á Breiðamerkur- sandi f fyrrakvöld, en þá höfðu skipverjar yfirgefið skipið fyrir nokkru eftir að hafa árangurs- laust reynt að rétta það við, er mikill halli kom að skipinu fyrr um daginn. Skipverjum var bjargað yfir í Þorstein frá Reykjavík og fór Þorsteinn með skipbrotsmennina til Seyðisfjarð- ar, þaðan komu þeir svo til Reykjavíkur um kl. 20.30 í gær- kvöldi, allir f þeim fötum sem þeir voru f er hallinn kom að skipinu, Við komuna til Reykja- vfkur náðum við tali af skipstjðra skipsins, Birgi Guðjðnssyni, og spurðum hann nánar um at- burðinn. „Við vorum á leið til Austfjarða með 170—180 tonna afla, sem við fengum austan við Ingólfshöfða. Við vorum f samfloti með Þor- steini frá Reykjavík og þegar við vorum búnir að sigla í SA þrjá stundarfjórðunga hallaði skipinu skyndilega á stjórnborða og eftir það rétti það sig aldrei. Þegar þetta gerðist vorum við á móts við Hrollaugseyjar og ætluðum okkur alltaf að fara innan við þær.‘‘ — Veistu hver ástæðan var fyr- ir þessum skyndilega halla? „Ekki með vissu, en að líkind- um hefur eitthvað bilað í lestinni, sem tók um 200 lestir, ef hún var full.“ — Var hallinn mikill í upphafi? „Ekki mjög mikill, sennilega 20—30 gráður. Við reyndum strax að rétta skipið af en það gekk ekki og jókst hann stöðugt. Þegar hann var orðinn um 45 gráður nam sjórinn við brúarvænginn og þá þorðum við ekki annað en að yfirgefa skipið." — Hvernig gekk það? „Það gekk ágætlega að fara í gúmmíbjörgunarbátana og eftir skamma stund vorum við komnir um borð I Þorstein, þar sem vel var tekið á móti okkur. Þegar við komum um borð í Þorstein hefur sennilega verið liðin klukkustund frá því að skipið fór á hliðina. Guðbjörn Þorsteinsson skipstjóri á Þorsteini hélt skipi sínu nálægt Járngerði í nokkurn tima, en þá gerði skyndilega versta veður af vestri og komst vindhraðinn vfst í ein 12—14 vindstig. Það siðasta, sem við sáum til Járngerðar, var að skipinu hallaði orðið yfir 70 gráður í stjór.“ A Járngerði var 13 manna áhöfn og við spurðum Birgi hvort þeir væru farnir að hugsa eitt- hvað um hvað væri framundan. Hann sagði að ekki hefði gefizt tími til þess enn, en bað Mbl. að koma þakklæti þeirra á framfæri til skipstjóra og áhafnar á Þor- steini og þeirra skipa, sem héldu sig í nánd við Járngerði. Björgunarskipið Goðinn fann Járngerði snemma í gærmorgun, þar sem skipið var sokkið úti fyrir Breiðamerkursandi. Járngerður var smíðuð í Austur-Þýzkalandi árið 1959 og var 230 tonna stál- skip eða einn af „tappatogurun- um“ svonefndu. Skipið var áður gert út frá Dalvík og hét þá Björg- úlfur. Núverandi eigandi skipsins var Hópsnes hf. í Grindavík og þess má geta að þetta sama útgerðar- fyrirtæki varð fyrir því öhappi að missa annað skip sitt í innsigling- unni f Grindavík eigi alls fyrir löngu. Misstu 15 millj. kr. loðnunætur SKÖMMU eftir að Járngerður sökk undan Breiðamerkur- sandi f fyrradag skall á ofsa- veóur að vestan og þeir loðnu- bátar sem þá voru úti með næturnar, áttu f mestu erfið- leikum með að hemja þær, og þeir sem voru nýbúnir að kasta misstu megnið af sfnum nótum. Hér er um gffurlegt tjðn að ræða, þvf ný loðnunðt kostar nú um 15 millj. krðna. Eftir þvf sem bezt er vitað urðu hið nýja fiskiskip Hug- inn frá Vestmannaeyjum og Örn frá Reykjavík fyrir mestu tjðni, er þeir náðu aðeins litlum hluta veiðarfæra inn fyrir borðstokkinn. Aðrir Framhald á bls. 39 „Bilun 1 lestinni”

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.