Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 12
Helga Eldon
Nanna Olafsdóttir
Guðrún Pálsdóttir
Ingibjörg Pálsdóttir
Helga Bernhard
Alan Carter
Bessi Bjarnason
Julia Claire
Þórarinn Baldvinsson
Coppelía
Cppfærsla ballettsins Coppelfu
f Þjódleikhúsinu um þessar
mundir, undir stjórn Alan Carter
ballettmeistara, er fyrsta stór-
virki f sviðsetningu balletts mcð
íslenzkum dönsurum og markar
þvf tfmamót f sögu þessarar ungu
listgreinar á Islandi. Það hefur
verið spennandi að fylgjast með
fæðingu lslenzka dansflokksins
sfðustu ár og árángurinn hefur
orðið mun betri en hægt var að
vonast eftir, svo góður að lfklega
er fslenzkur ballett endanlega bú-
inn að festa rætur og það verður
enn meira spennandi þegar fs-
lenzku ballettstúlkurnar fá meiri
og sjálfstæðari hlutverk til að
spreyta sig á. Islenzki dans-
flokkurinn hefur náð þeim
þroska að hann getur kinnroða-
laust komið fram hvar sem er f
hinum ýmsu löndum.
Mjög mikil aðsókn hefur verið á
sýningar Coppelíu og á sýning-
unni sem við fylgdumst með var
auðfundið að fólki líkaði vel sýn-
ingin. Þannig hefur það reyndar
verið frá frumflutningi Coppelíu
í París 1870. Coppelía er eitt af
hinum sígildu verkum sem ávallt
eru í sýningu víðs vegar um heim
og aðsókn bregst ekki, enda verk-
ið fjölbreytt og fyrir alla ef svo
má segja. Leo Delibes samdi
Coppelíu í þriðju tilraun sinni við
verkefnið og þá i samvinnu við
tvo aðra listamenn, Charles
Nuitter og Arthur Saint-Léon.
Nuitter lagði til söguþráðinn og
sviðsetninguna, en söguþráðurinn
var unninn upp úr sögu eftir
E.T.A. Hoffmann, þýzka hugar-
óraskáldið. Saint-Léon var frábær
danssmiðurog ballettdansari.
Frumsýningarkvöldið í París
var mikið um dýrðir og keisarinn
mætti meó pomp og prakt á sýn-
inguna. Tónskáldið og ballerínan
Giuseppina Bozzacci fengu frá-
bærar viðtökur, en Giuseppina
var aðeins 16 ára gömul. Allt
ætlaði um koll að keyra eftir
frumsýninguna og gagnrýnendur
áttu vart nógu sterk orð til að lýsa
ágæti sýningarinnar. Þar með var
Delibes orðinn frægasta ballett
tónskáld Frakklands og Giusepp-
ina frægasta dansmær franska
ballettsins og þótt mikið úrval
hæfustu dansara væru í þessari
sýningu féllu þeir allir í skugg-
ann af litlu ballerínunni. En sólin
stóð ekki lengi í hennár fang,
stríð Frakka og Prússa skall á og
París var ekki lengur borg gleð-
innar, atvinnuleysi og matvæla-
skortur herjaði á og eftir 18 sýn-
ingar á Coppelíu var leikhúsinu
lokað, því ekki var unnt að greiða
listamönnunum laun lengur.
Giuseppina var algjörlega niður-
brotin, hún og fjölskylda hennar
bjó við mikinn skort og hún veikt-
ist af skæðri bólusótt sem leiddi
hana til dauða á 17. afmælisdegi
hennar. Fjölskylda hennar hafði
ekki efni á að kaupa legstein á
leiði hennar í almenningskirkju-
garðinum, sem hún var jarðsett í,
og þvi veit enginn nú hvar það er,
en minningin um hana lifir samt
ætíð í sögu ballettsinS. Eftir að
striði Prússa og Frakka lauk voru
teknar upp sýningar á Coppelíu
aftur og var ballettinn sýndur við
Parísaróperuna í 90 ár eða þar til
sýningum var hætt 1961, en þá
voru þær orðnar 711 og hefur
enginn annar ballett verið sýndur
svo oft í sögu Parísaróperunnar.
Hér fer á eftir söguþráður
ballettsins Coppelíu:
1. þáttur
Torg i iitlu þorpi i Evrópu
um miðja 19. öld Til
hægri sjást svalir og aðaldyr að
húsi dr. Coppeliusar, hins aldna
og leyndardómsfulla gullgerðar-
og galdramanns. Það er hátíðis-
dagur að gamalli hefð (hinn upp-
haflegi tilgangur er löngu
gleymdur). Dr. Coppelius leiðir
unga fallega stúlku fram á svalir
hússins; nafn hennar er Coppelia
og hún er niðursokkin við bóklest-
ur. Ungmenni borgarinnar ganga
inn á sviðið I hátiðarskapi. Einn
pilturinn, Franz að nafni, kemur
strax auga á ungu ókunnu stúlk-
una og vekur athygli hinna pilt-
anna á henni. Stúlkurnar verða
að sjálfsögðu afbrýðisamar,
einkanlega Svanhildur, vinkona
Franz.
Stúlkurnar ganga burtu, stór-
lega móðgaðar, en piltarnir fylgja
þeim eftir, hálfskömmustulegir.
Svanhildur ein verður eftir og
reynir að hefja samræður við
Coppeliu, einnig biður hún hana
að dansa við sig. Fálæti Coppeliu
skoðar Svanhildur sem hvern
annan uppskafningshátt. Franz
gengur hljóólega inn, hann færir
Svanhildi rós og tjáir henni
fölskvalausa ást sína. Hún þiggur
rósina og gengur í burtu í von um
að hann fylgi sér eftir. En þá
tekur Coppelia til að bæra á sér
og öll athygli Franz beinist að
henni. Hann hneigir sig, töfraður
af fegurð hennar, en hún sendir
honum fingurkoss. Svanhildur
kemur til baka, fokreið við Franz.
Dr. Coppelius verður einnig mjög
reiður og ávítar Coppeliu fyrir að
senda ókunnugum pilti fingur-
koss. Ungmennin koma aftur inn
á sviðið og dansa marzurka kring-
um Svanhildí og Franz, sem
hnakkrifast. Þegar líður á dans-
inn sættast þau þó aftur.
Nú birtist borgarstjórinn,
ásamt vini allra borgarbúa,
prestinum. Ungmennin tilkynna
honum að Franz og Svanhildur
ætli að ganga í hjónaband. En
Svanhildur hikar, hún er enn
ekki fullkomlega sannfærð. Brátt
heyrast forvitnileg högg frá húsi
dr. Coppeliusar, þau verða hærri
og hærri og ná hámarki sínu i
mikilli sprengingu. Dr. Coppelius
flýr undan óhljóðunum og hend-
ist fram af svölunum. Öllum til
undrunar staulast hann aftur á
fætur, ringlaður afsakar hann
framferði sitt, og gengur eins
virðulega og efni standa til inn i
húsið aftur. Þess skal getið, að
doktorinn slapp ekki algjörlega
óskaddaður úr þessari svaðilför,
þvi buxurnar hans tættust i sund-
ur.
Næst verður lagður prófsteinn
á ást Franz til Svanhildar. Hann
fær að láni kornax úr hatti
borgarstjórans og stingur upp á
því við Svanhildi að hún hlusti á
fyrirmæli þess. Greinilegt er að
hann þykist heyra kornaxið tala,
en hún heyrir ekkert annað en
þögnina eina. Vonbrigði hennar
verða sár, því hún er hjátrúarfull
eins og allar ungar stúlkur í litl-
um borgum i Evrópu á 19. öld.
Hún þeytir kornaxinu frá sér og
grætur sáran.
Vinir hennar stiga dans í þeim
tilgangi að hughreysta hana.
Franz reynir einnig að hugga
hana en án árangurs. Hann er
orðinn leiður og kailar á hina
piltana til að dansa czardas. Stúlk-
urnar taka þátt i dansinum að
undanskilinni Svanhildi sem neit-
ar að dansa við Franz. Að dansin-
um loknum hafa þau enn ekki
sæst og fara út af sviðinu, hvort í
sina átt.
Dr. Coppelius læðist hljóðlega
út úr húsinu. Það leynir sér ekki
að hann ætlar i verslun til að
kaupa sér nýjar buxur. Piltarnir
hlæja og gera gys að honum. 1
öllum ólátunum missir hann hús-
lykilinn sinn, án þess að veita því
athygli, en kemst loks leiðar
sinnar í verslunina. Svanhildur
og vinkonur hennar finna lykil-
inn og ákveða strax að beita
brögðum. Þær læðast að hinu
leyndardómsfulla húsi gull-
gerðarmannsins, en þurfa á öllu
sinu hugrekki að hálda.
Franz gengur inn á sviðið,
berandi stiga. Eftir rifridli þeirra
Svanhildar hefur hann tekið
skjóta ákvörðun um að leita uppi
fallegu stúlkuna á svölunum,
hana Coppelíu. Til allrar
óhamingju kemur dr. Coppelius i
Ballettdansarar úr lslenzka dansflokknum í Coppelfu.
Var sýndur í 90
ár í París
Mikil aðsókn að
fyrstu íslenzku
stórsýningunni í ballett