Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 33 veiðum eingöngu þorsk hér, eigum tvær trillur. Upp á síð- kastið hefur veiðst myndarleg- asti þorskur.“ „Er stöðug ásókn af tófu og mink?“ „Tófan kemur í gusum, en minknum fjölgar alltaf, mink- urinn fer illa með fuglalífið. En það er skemmtilegt fyrir veiði- mann að vera hér og ég held að það væri lfka gott fyrir Reyk- víkinga, það ætti að reka þenn- an lýð sem rambar atvinnulaus um göturnar, reka hann upp í sveit. Það mun aldrei allt fást með eilífu gluggi í langskólum. Hér eru ekki vandræðin með börnin, nema að það er erfitt um skólahald." Bæjarhúsin á Munaðarnesi og bunukast á hlaðinu. Gáð til veðurs. flóa, náðum þvi, og það gefur okkur kúlur og nælonkaðla. Það nýtist ýmislegt úr svona að auki, smálásar og annað drasl. Annars er það til mikillar ar- mæðu þegar netin rekur, kind- ur festast og drepast, þannig að í heild er tjónið meira en gróð- inn.“ „Tófuveiði er erfið veiði- mennska.- „Já, vægast sagt. Það getur stundum tekið upp í þrjá sólar- hringa að liggja fyrir greni. Áð- ur lá maður bara undir sæng, en nú hefur maður tjald og annan lúxus. Stundum er gren- ið líka grafið upp, stundum þarf maður að pina yrðlingana komnir með vetrarhár. Við skulum líta á greyin." Rétt uppi i hlíð voru þeir 6 saman i einu búri og Jens fór strax að leika sér við þá og hleypti þeim út. Það var kynlegt að sjá villtar tófur elta mann eins og hunda meira að segja inn í eldhús. Það er Jens eðlilegra hlut- verk i þessunt efnum að vera á eftir lóiunni en aö sjá hana elta hann Svo lék hann sér við heimaiingana, gældi við þá og kjassaði, en það lýsti vel næmri tilfinningu og raunsæi veiðimannsins, þegar Jens var með tvær tófur í fanginu, brosti sinu blíðasta til þeirra og klapp- aði þeim og klóraði um leið og Elzti sonur Guðmundar á heimasmíðuðu hafskipi sínu, Blönduðum áburði. „Er mikill reki hér?“ „Það er mikill reki á köflum, ávallt einhver. Við vélsögum rekann í girðingarstaura. Not- um dráttarvélina til þess að_ hífa upp úr sjó og einnig til að drífa sög á staurana. Bezti reki, sem við höfum fengió lengi kom á nokkrum dögum í haust. Þeir ruddust hérna upp fjöruna staurarnir, alveg eins og í gamla daga. Við fengum efni þá í 300 staura á nokkrum dögum í norðankælu. Allt kostar þetta feikilega vinnu, en það gefur lífinu gildi að vinna við þetta. Það myndi enginn maður lifa hér með því að vinna aðeins 8 tima á dag, þá myndi maður detta niður fljótlega og það væri eins gott að panta kistuna, þótt maður ætti ef til vill spýtu i garminn. Það ber sitthvað að hér. Við fundum til dæmis fyrir stuttu hálft togaratroll, hér frammi á hlaði með Jens fjallahind og veiðimanni í Munaðarnesi Tilhögginn rekaviður, trillurnar og séð út Strandir. til þess að hinir komi að og stundum notum við lika boga til þess að ná þessu út. Refurinn drepur fé hér. Ég er veiðimað- ur og áóur fyrr var ég oft gapi i þeim málum, fór oft allt að þvi illa að ráði minu, en þannig er að vera veiðimaður. En maður lærir þetta með reynslunni og ef það skeður eitthvað hefur maður gaman af þessu til aó rifja upp. Hann er slóttugur refurinn. Yfirleitt er allt miðað við manninn, en það er sagt að sumir menn séu slóttugir eins og refir, en þaó er skemmtilegt aó fást við helvitið og oft er líka erfitt að keppa við radarinn hans. Af þeim 11 yrólingum sem ég tók i vor, ól ég 6 upp, þeir eru gæfir eins og hundar, skemmtilegir greyin, en ég verð vist að drepa þá þegar þeir eru hann sagði: „Elskurnar mínar, ég verð víst að drepa ykkur í vetur.“ „Kannski drep ég nú ekki alla, þótt skinnin verði orðin góð, því litlu strákarnir eru að biðja mig að láta tvo lifa, þeir hafa svo gaman af elsku greyj- unum." „Rekist á nokkuð á heiðum?" „Ég var póstur frá Munaðar- nesi aó Dröngum í 16 ár og þá voru oft erfióar ferðir urn Drangaskörðin, lá oft úti og veiddi á leiðinni. Aldrei só ég þó draug, held að þeir séu ekki til. Þeir væru ábyggilega búnir að drepa mig hefðu þeir verið til. Nei, maður hefur haldið sig við lif þessa heims og 9 ó ég börnin, hef framleitt allt fyrir Reykjavík, nema 2, það er nú meira." Indriði, Guðmundur og Jens. . ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.