Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 Utgefandi Framkvæmdastióri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. hætt er aó full yróa, aö sú stefna ríkis- stjórnarinnar aó vióhalda kaupmætti láglauna svo sem frekast er kostur en aó tekjuhærri hópar taki á sig megnió af kjaraskeróing- unni nýtur almenns fylgis í landinu. Réttsýni og sann- girni íslendinga er slik, aó fólk gerir sér grein fyrir því, aó þegar harónar á dalnum ber aö verja þaó fólk áföllum, sem minnst má sín. Forsendan fyrir því, aó hægt sé aó fram- kvæma þessa stefnu er aó sjálfsögóu almenn vióur- kenning almennings í land- inu á réttmæti hennar. T.d. er það höfuónauósyn, aó þeir launþegar innan vé- banda ASÍ, sem búa vió hærri tekjur, vióurkenni þessi sjónarmió og haldi aó sér höndum við kröfugerð um stundarsakir meóan verió er aó rétta þjóóar- skútuna vió eftir áföllin aó undanförnu. En framkvæmd þessarar stefnu er einnig ýmsum öórum annmörkum háö. Hverjir eru láglauna- menn? Eru þaö þeir, sem skipaó er í lægstu launa- flokka, eóa hinir, sem hafa nokkru hærri tekjur, en hafa svo mikla framfærslu- byrói, aó laun þeirra hrökkva ver fyrir nauðsyn- legum útgjöldum en t.d. einstaklinga, sem eru í lægri tekjuflokkum? Hér er komið að kjarna þess vanda, sem felst í því að marka almenna stefnu án þess aó hún leiði til mis- réttis. Þeir, sem eru í svo- nefndum lægstu tekju- flokkum, sem segja má, aö séu á bilinu 35—60 þúsund eóa þar um bil eru vafa- laust fyrst og fremst ákveðnir hópar opinberra starfsmanna, iönverkafólk, ófaglæróir verkamenn og afgreióslu- og skrifstofu- fólk. 1 mörgum tilvikum er hér um aö ræða ungt fólk, sem stundum hefur sáralít- inn framfærslukostnað, býr jafnvel heima hjá for- eldrum sínum endurgjalds- laust og lifir góðu lífi á þessum tiltölulega lágu launum. Svo geta verió fjölskyldufeður á launabil- inu 60 þúsund til 90 þús- und krónur, sem í raun búa við mun verri kjör en unga fólkið, sem áóur var nefnt vegna þess, aö þeir hafa meiri framfærslukostnað. Augljóst er, aó sé láglauna- uppbótin eingöngu mióuö viö krónutölu launa án til- lits til framfærslubyrði er hætta á, að misrétti skapist og aó launajöfnunarbæt- urnar nái ekki til þeirra, sem mest þurfa á þeim aö halda. í þeim umræðum, sem nú fara fram um kjaramálin er nauósynlegt aó menn íhugi þetta og kanni leiðir til þess að tryggja, aó launajöfnunar- bætur komi þeim til góóa, sem raunverulega þurfa þeirra meó. Vafaiaust er það svo, að fólk er ákaflega misjafn- lega undir það búið að mæta þeim áföllum, sem yfir okkur hafa dunió og fram hafa komið í óhjá- kvæmilegri kjaraskeró- ingu. Hér að framam hefur veriö bent á, að ungt fólk, sem er í lágum launaflokk- um en hefur enga fram- færslubyröi, þarf tæpast að kvarta undan sínum kjör- um. Það sem líklega ræöur mestu um getu fólks til þess að standa erfióleikana af sér er húsnæóiskostnað- urinn. Mióaldra og eldra fólk, sem býr í svo til skuld- lausu húsnæói og hefur því lágan húsnæðiskostnað er tiltölulega vel undir þetta búið. Þeir hópar, sem lík- lega eru verst á vegi stadd- ir, eru unga fólkið, sem á síðustu árum hefur verió að flytja inn í nýtt húsnæði eóa stendur í byggingar- framkvæmdum um þessar mundir. Jafnvel þótt þetta fólk sé nokkrum launa- flokkum ofan við þá lægstu er framfærslukostnaður- inn orðinn svo hár, aö hætt er við, að húsnæðiskostnað- urinn veröi þessum hópum afar þungur í skauti nú þegar laun hafa verið al- mennt talað næstum óbreytt í heilt ár en fram- færslukostnaöur aukizt mjög verulega á sama tíma. Vió gerð kjarasamninga og vió aðrar ákvaröanir ríkis- stjórnarinnar er nauðsyn- legt að taka sérstakt tillit til þessara hópa launþega. Líklega brennur eldurinn mest á þeim um þessar mundir. Hér hefur verið vakin at- hygli á því, að viö fram- kvæmd þeirrar stefnu rfkisstjórnarinnar að verja þá fyrst og fremst áföllum, sem viö lökust kjör búa, er margs að gæta og að krónu- tala launa er ekki einhlítur mælikvarði á það. Þess er að vænta, aó aðilar vinnu- markaðarins og ríkisstjórn- in íhugi þessi atriði og kanni með hverju móti er hægt að tryggja, að launa- jöfnunarbætur komi fyrst og fremst til góða þeim, sem í raun þurfa á þeim aó halda. Vafalaust er þetta miklum erfiðleikum bund- ið og kann að vera nauð- synlegt aó velja fleiri en eina leið að þessu marki. En það er skylda allra þess- ara aóila að sjá svo um, að í raun verði lögð áherzla á að verja þá sem viö bágust kjör búa mestu áföllunum og það er ekki alveg einfalt mál á hvern veg það er gert. HVERJIR ERU LÁGLAUNAMENN? Rey kj aví kurbréf •Laugardagur 8. marz» Lausn kjaramála Enn einu sinni eru kjaramálin efst á baugi. Efnahagsáföllin. sem að undanförnu hafa yfir dunið í kjölfar mesta góðæris i sögu þjóð- arinnar, hafa gert það að verkum, að landslýður allur hefur orðið að þola kjaraskerðingu. Þjóðin verð- ur ekki einungis að sætta sig við miklum mun lakari viðskiptakjör en áður voru, heldur þarf hún nú líka að rísa undir gífurlegri skuldasöfnun frá góðæristíman- um. Svo óhyggilega höfum við því miður hagað málum síðustu ár, að samhliða notkun langmesta afla- fjár þjóðarinnar fyrr og síðar, höfum við stofnað til stórfelldra skulda, sem óhjákvæmilegt er að rísa nú undir, jafnvel þótt heild- artekjur þjóðarinnar hafi rýrnað verulega. Fjölmargir einstaklingar standa raunar frammi fyrir sama vandanum og þjóðin í heild. Þeir hafa á tímum óðaverðbólgunnar og óhófseyðslunnar bundið sér bagga, í von um að dansinn héldi áfram, en nú verða þeir að horfast í augu við staðreyndirnar. Hvorki er lengur til að dreifa raunveru- legri tekjuaukningu né heldur frekari skuldasöfnun. Menn veróa að staldra við og draga úr f járfestingaráformum um sinn, samhliða auknum sparnaði. Bæði þjóðinni og mikill fjöldi einstakl- inganna verður að nota næstu misseri til að rétta við og ná fót- festu að nýju. Þetta eru þær stað- reyndir, sem við blasa, hvort spm mönnum líkar betur eða ver, og þetta gera raunar allir sér ljóst, ekki einungis stjórnmálamenn, heldur líka samningamenn á vinnumarkaðinum — og alþýða. r I áföngum Eins og eðlilegt er, hafa trúnað- armenn launþegasamtakanna undanfarna mánuði rætt og ritað um kjaramálin og leitazt við að finna heilbrigðasta grundvöll til að verjast verstu áföllunum, eink- um fyrir þá, sem sízt geta tekið á sig skert kjör. Kjaramálaráð- stefna Alþýðusambands íslands var kvödd saman til að marka heildarstefnu, og menn voru þar minnugir þeirra óskapa, sem yfir dundu um svipað leyti í fyrra, þegar láglaunastéttirnar sömdu um verulegar kauphækkanir, en hinir sem við betri kjör búa biðu átekta og knúðu síðan fram marg- falt meiri kauphækkanir, þannig að ójöfnuður í launamálum jókst meir hér á landi í einni svipan en áður hafði þekkzt. Fulltrúarnir gerðu sér einnig greín fyrir þeirri þungu ábyrgð, sem á herðum þeirra hvíldi, og ályktunin bendir ótvírætt til þess, að mönnum hafi verið það full- ljóst, að það er sizt í hag láglauna- stétta að spenna bogann svo hátt, að ný óðaverðbólga ríði yfir eða þá að stofnað yrði til vinnudeilna með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir þjóðarheildina og hörm- ungum fyrir þá, sem sízt mega við því að missa atvinnu og launatekj- ur. ,í viðtali við Björn Jónsson, for- seta A.S.I. sem birtist í Morgun- blaðinu, segir hann um afstöðu nokkurra fulltrúa, sem vildu ganga lengra en meirihluti ráð- stefnunnar, sem ályktaði að ná ætti kaupmættinum til baka í á- föngum: „Við teljum þessa kröfu ekki vera raunhæfa og mundi vera vafasamur hagnaður af því, jafn- vel þótt við ættum kost á því. Slíkt mundi hafa vafasöm áhrif á allt efnahagskerfið og mundum við hugsa okkur tvisvar um, þótt svo ólíklega vildi til að okkur yrði boðinn allur pakkinn. Við erum raunar ekki hræddir við að svo verði.“ Forusta launþegasamtakanna gerir sér þannig grein fyrir því að „sigandi lukka er bezt“. Ný koll- steypa í efnahagslífinu myndi leika þá verst, sem sízt skyldi. Þess vegna eru það sameiginlegir hagsmunir launþega, vinnuveit- enda og þjóðarinnar allrar, að kauphækkunum sé stillt svo í hóf, að á árinu megi draga úr verð- bólgunni og ná frekara jafnvægi á næsta ári, samhliða því sem öll hjól atvinnulífsins snúast og allir hafa atvinnu. Á hinn bóginn er ljóst, að launþegasamtök keppa að því, að ekki verði um að ræða verulega né varanlega kjara- skerðingu hjá þeim, sem við bág kjör búa, þótt hinir betur stæðu hljóti að verða að horfast I augu við rýrari kjör en verið hefur allra siðustu árin. Raunar hefur umræðugrund- völlurinn milli vinnuveitenda og launþega nú að undanförnu verið sá að leitast við að hækka launa- jöfnunarbætur, þannig að lág- launamenn byggju við svipuð kjör og í ágúst s.l., en samhliða hefur ríkisstjórnin til athugunar tillögur um skattalækkanir, sem fyrst og fremst kæmu til góða láglaunamönnum og þeim, sem við miðlungstekjur búa, enda er i fjárlögum yfirstandandi árs gert ráð fyrir því að lækka megi beina skatta um 700 milljónir króna. Þótt sú upphæð sé að visu ekki há, gæti þá starfshópa, sem að framan greinir, munað nokkuð um þessa lækkun beinu skatt- anna, en vissulega væri æskilegt að lækka skatta meira. Hver verður þróunin? Þótt ljóst sé, að þjóðin öll hafi nú orðið fyrir kjaraskerðingu og kjörin verði rýrari næstu mánuði en þau voru t.d. um svipað leyti i fyrra, er hitt ljóst, að enginn veit i dag, hver framvindan muni verða. Við búum við tímabil óstöð- ugleika, bæði að því er varðar verðlag innfluttra vara og út- fluttra. yiðskiptakjörin á þessu ári eru því óráðin gáta, og sama er auðvitað að segja um aflafeng, nú sem fyrr. Raunar hefur að undan- förnu verið meiri óróleiki í efna- hags- og viðskiptamálum alls hins vestræna heims en nokkru sinni fyrr, siðan styrjöldinni lauk. Með hliðsjón af þessu er eðlilegt, að erfitt reynist, bæði fyrir aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldið að marka launamálastefnu til ein- hverrar frambúðar, og því má gera ráð fyrir, að reynt verði að ná bráðabirgðasamkomulagi, fremur en menn bindi hendur sínar til mjög langs tíma. Allir velviljaðir menn vona, að vinnuveitendum og launþegum takist að setja niður deilur sinar og ná slíku bráðabirgðasamkomu- lagi. Hætturnar, sem að steðja, eru nú meiri en oftast áður, en ekki einungis vegna þess, að við höfum sjálfir eytt um efni fram, heldur líka vegna aðstæðna í ná- grannalöndum, og er þá nærtæk- ast að lita til frændþjóðarinnar, Dana, og þess upplausnarástands, sem þar í landi ríkir, óðaverð- bólgu og gífurlegs atvinnuleysis. Nú reynir vanmáttugt þjóðþing Dana að höggva á hnútinn undir forystu jafnaðarmannaleiðtogans Anker Jörgensens. Deilurnar á milli launþega og vinnuveitenda hafa komizt í sjálfheldu, og þá verður löggjafinn að skerast i leikinn. Sú þróun er vissulega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.