Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975 19 Pétur Þorvaldsson, 1. cellóleikari. Einar B. Waage, 1. bassaleikari. Guðný Guðmundsdóttir 1. kon- sertmeistari. Gunnar Egilsson, 1. klarinettu- leikari og Hans Ploder Franzson, 1. fagottleikari. Pólski hljómsveitarst jórinn, Bodhan Wodiczko. eina dæmi þess, að menn vanmeti starf og gildi sinfóníuhljómsveitar og þá musik, sem hún flytur, af þvi að þeir þekkja þetta ekki. — Minnisverðastir hljómsveitar- stjórar? Jú ætli þeir Olav Kielland og Bohdan Wodiczko hafi ekki haft mest og varanlegust áhrif á hljóm- sveitina. Kielland tók við henni sem gersamlega ómótuðum leir og lagði grundvöllinn og Wodiczko fleygði henni langt fram á við. — Af öðrum er mér kannski minnisstæðastur Katchaturian, sagði Gunnar og Einar tók undir það.----- Eftir æfingarnar með honum var okkur úthýst úr útvarpssalnum i Landssimahúsinu, músikin hans var svo hávær, að allt kerfið fór úr sam- bandi." — Ef þið mættuð bera fram af- mælisósk til handa hljómsveitinni, hver yrði hún? — Nýtt hús, svöruðu báðir einum rómi. Tvimælalaust hljómleikahús. Á fslandi er ekki eitt einasta hús, sem byggt er til hljómleikahalds, hvorki fyrir sinfónluhljómleika, kammer- hljómleika né einleiks- eða einsöngs- hljómleika. Háskólabló er ekki slæmt hús I sjálfu sér, það er bara ekki byggt sem hljómleikahús, sem sést meðal annars á þvl, að hróp úti fyrir og hurðaspörk hafa hvað eftir annað valdið óviðunandi ónæði á hljómleikum. Það þarf ekki nema eitt spark til að eyðiteggja heila hljómleika því að fólkið, bæði í salnum og á sviðinu. biður alltaf eftir næsta sparki. Hljómsveitin þarf að fá að spila erlendis Á árunum 1950—52 réðust til starfa hjá Sinfóniuhljómsveitinni nokkrir ungir Austurríkismenn. Þrir þeirra eru nú þekkt nöfn i islenzku tónlistarlifi, Herbert Hrieberchek Ágústsson, Páll Pamphichler Páls- son og Hans Ploder Franzson. Allir kvæntust þeir islenzkum konum og urðu islenzkir rikisborgarar. Við spurðum Hans P. Franzson, hvort hann sæi eftir að hafa komið og setzt að á islandi. Hann svaraði því neitandi. — Það get ég ekki sagt. Fjárhagslega hefur þetta stundum verið nokkuð erfitt, þvi þótt launin hafi hækkað mikið með árunum, rýrnar verðgildi krón- unnar alltaf jafnt og þétt. — Mundirðu fara utan aftur, ef þér byðist gott tækifæri núna? — Nei, ekki héðan af, ég er orðinn svo rótgróinn hér og á hér mina islenzku fjölskyldu. — Hverjum augum lituð þiðfélag- ar islenzku hljómsveitina, þegar þið komuð hingað og hvernig finnst ykkur hún hafa þróazt? — Það er engan veginn hægt að gera neinn samanburð á sveitinni þá og í dag, hún var þá svo litil, aðeins 30—40 manns og viðbrigðin fyrir okkur voru svo mikil; i heimaborg minni Graz, var 120 manna sinfóniu- hljómsveit. En það hefur verið afar athyglisvert að fylgjast með þróun- inni. Nú er þetta orðin hljómsveit. — Hvers mundir þú óska henni i afmælisgjöf. — Því er T'jótsvarað, að hún fái að fara utan og halda hljómleika. Ég held, að hljómsveitinni sé mikil þörf að halda hljómleika erlendis, í öðru umhverfi, og ég held, að hún mundi spila þar miklu betur en hér. — Hvers vegna? — Ég veit ekki hvers vegna, en ég sá hvað gerðist með Lúðrasveit Hafnarfjarðar, þegar við fórum utan i hljómleikaferð, hún lék miklu betur þar en hún hafði nokkru sinni gert hér heima. Kannski hafa hljóðfæra- leikararnir þá tilfinningu, að áheyr- endur erlendis geri sér betur grein fyrir þvi mikla starfi, sem liggur að baki leik þeirra. Þeir kunna að vera haldnir einhverri minnimáttarkennd hér heima, sem vanmat almennings á iðkun sígildrar tónlistar hefur kall- að fram. Ég er þeirrar skoðunar, að Sinfóníuhljómsveit Íslands sé betri en hún er talin og telur sig vera og hún gæti sýnt styrkleika sinn betur á erlendum vettvangi en hér heima. Utanlandsferð mundi efla sjólfs- traust hennar og þar með starf hennar I framtlðinni. Æskilegt að hafa fleiri íslendinga — Ég er tæplega rétta manneskj- an til að láta I Ijós álit á störfum Sinfóniuhljómsveitarinnar i tilefni aldarfjórðungs afmæli hennar, þar sem ég hef svo nýlega hafið hér störf, sagði Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, nýráðinn 1. konsert- meistari sveitarinnar. Sem kunnugt er gegndi þvi starfi til skamms tima Bjöm Ólafsson, fiðluleikari, einn af helztu hvatamönnum að stofnun hljómsveitarinnar. „Ég get aðeins sagt, að það er talið, að hljómsveitin sé betri núna en hún hefur oft verið og ég óska þess, að hún geti eflzt sem mest og notað sem mest af islenzkum kröft- um. Það væri æskilegt meðal annars af fjárhagslegum ástæðum að þurfa ekki að sækja svo mjög á erlendan markað hljóðfæraleikara. Hins vegar vil ég taka það fram, að þeir út- lendingar, sem nú starfa með sveit- inni eru bráðnauðsynlegir, án þeirra gæti hún ekki gegnt sinu hlutverki. En auðvitað vildum við helzt, að hún væri i raun og sannleika islenzk hljómsveit. Björn Olafsson, fiðluleikari, sem til sKanmis tima var Kuuseinueisiaii hljómsveitarinnar, ásamt hinum heimsfræga fiðlusnillingi Yehudi Menuhin, en hann er einn af mörgum afburðamönnum, sem fram hafa komið með hljómsveitinni. Háskólabíó gersamlega óþolandi hljómleikahús Loks hittum við að máli Rögnvald Sigurjónsson píanóleikara sem oftar hefur leikið einleik með Sinfóniu- hljómsveitinni — og fyrirrennara hennar, Hljómsveit Reykjavíkur, en nokkur íslenzkur hljóðfæraleikari annar. Við spurðum hvaða gildi hann teldi starf sveitarinnar hafa haft fyrir íslenzkt tónlistarlíf. — Það er bezt ég taki þá mið af sjálfum mér, svaraði Rögnvaldur. Þegar ég kom hingað heim frá fram- haldsnámi í píanóleik var hljóm- sveitarstarf of skammt á veg komið til að manni fyndist, að nokkurt músiklif gæti þrifizt hér. Og þá benti ekkert til þess. að á þvi yrði nein breyting vegna þess, hve erfitt virtist að sannfæra ráðamenn og aðra um nauðsyn þessa þáttar menningarlifs- ins. En — þá vorum við svo einstak- lega lánsöm að eiga menn, sem voru ákveðnir i að koma þessum málum í betra horf og létu sér ekkert fyrir brjósti brenna, fyrst og fremst Ragnar i Smára og þá sem með honum stóðu i tónlistarfélaginu. Þeir gerðu það, að verkum að nú er svo komið, að við erum gjaldgengir, sem Framhald á bls. 47. Fyrsti aóalhljómsveitarstjóri Sinfónfuhljómsveitar Islands var Norð- maðurinn Olav Kielland. Mynd þessi er tekin af honum og hljómsveit- inni á æfingu f Þjóðleikhúsinu á bernskuárum sveitarinnar. skapmikill en ég minnist þess, hve hann var mér þægilegur og þolin- móður, þó kunnáttan væri þá ekki mikil. Eftir að ég kom alkominn heim frá Danmörku. þar sem ég var fyrst við framhaldsnám 1955—60 og siðar fjögur ár starfandi hjá borgarhljóm- sveitinni I Árósum sem 1. cellisti.var Bodan Wodiczko aðalhljómsveitar- stjóri og gerði að minu mati geysi- mikið fyrir hljómsveitina. Hann var afskaplega kröfuharður og hún tók þá miklum framförum. í dag höfum við Carsten Andersen sem aðal- hljómsveitarstjóra. Hann mótar hina breiðu línur starfsins og vinnur, að mér finnst, mjög vel. Af innlendum stjórnendum nefni ég tvfmælalaust fyrst dr. Róbert Abraham Ottósson, sem gerði stór- kostlega hluti með sinni ótrúlegu elju Hvað starfið í dag varðar og fram- tiðina, vildi ég óska þess að ráða- menn þjóðarinnar sýndu hljómsveit- inni stóraukinn áhuga og skilning — og þá ekki aðeins henni, heldur tón- listarlífi landsins i heild. Það væri æskilegt fyrir hljómsveitina að geta farið oftar og viðar um landsbyggð- ina og kynnt starf sitt þar, það hefur að visu verið gert i nokkrum mæli en að minu mati ekki nógu markvisst og tæpast nógu vel undirbúið. Mér fyndist mjög koma til greina, að hljómsveitin sinnti landsbyggðinni eingöngu einhvern tiltekinn tima á ári hverju. Með tilliti til framtiðarinnar þyrfti að efla tónmennt f landinu til muna frá því sem nú er. Þó að söngkenn- aradeild tónlistarskólans hafi verið góður áfangi á sinum tfma, þarf að leggja meira til menntunar fleiri og betri kennara. Ég tel, að þjóðlifinu i heild yrði til bóta ef auknum fjár- munum væri varið til tónmennta. Og Sinfóniuhljómsveitin sjálf — ja nú má hún heita vaxin úr grasi og þvi tími til kominn, að hún fari að hleypa heimdraganum og sýna hvað hún getur með öðrum þjóðum." — Hvort ég er ánægð með hljóm- sveitina? Þvi er til að svara, að engin stofnun er svo fullkomin, að ekki sé hægt að bæta hana, en þær hug- myndir. sem ég kann að hafa um starfsemina i heild tel ég ekki rétt að reifa fyrst i fjölmiðlum." Aukin fjárframlög til tónmennta yrðu þjóðfélaginu til bóta Pétur Þorvaldsson cellóleikari byrjaði að spila með hljómsveitinni öðru hverju sautján ára gamall, þá nemandi i Tónlistarskólanum og eru þvi sérstaklega minnisstæð þau fyrstu árin: — Það mun hafa verið um 1953 og frá þeim tima er mér efstur í huga Olav Kielland, sem var stórbrotinn maður og vann af ákaf- legri elju og samvizkusemi. Hann var Rögnvaldur Sigurjónsson, pfanó- leikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.