Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975
25
HERBERGISFÉLAGAR í
FINNINN Hannu Salama fékk
að þessu sinni bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir
-skáldsögu, sem þegar hefur
verið gerð nokkur skil hér í
blaðinu. Annar Finni, Claes
Andersson, kom llka til greina
við úthlutun verðlaunanna.
Ásamt hinni viðamiklu skáld-
sögu Salama sendu Finnar til
samkeppninnar ljóðabók eftir
Anderson, sem nefnist Rums-
kamrater (Herbergisfélagar,
útg. Bonniers).
Claes Anderson er kunnastur
fyrir ljóð sín, en hefur einnig
samið eftirtektarverða skáld-
sögu og leikrit eftir hann, sem
Herbergisfélagar. Myndskreyting eftir Alfreð Flóka.
SJIJKUM HEIMI
bráðlega verður sýnt I Iðnó,
hefur vakið mikla athygli.
Claes Andersson er geðlæknir
að atvinnu og sækir mörg yrkis-
efni í starf sitt. Hann yrkir um
þjóðfélag, sem að hans mati er
sjúkt, gerir fólk rótlaust og
sviptir það viti. Geðveilt fólk,
drykkjumenn, eiturlyfjaneyt-
endur, sjálfsmorðingjar og
þeir, sem með einhverjum
hætti standa fyrir utan hina
venjubundnu þjóðfélagsmynd,
stíga fram I ijóðum Anderssons
æ ofan í æ: ógnvekjandi
skuggamyndir. Ljóð hans Ieyna
stundum á sér I listrænum og
mótsagnakenndum leik sinum,
en eru oftast beinskeytt og auð-
ráðin. Þótt Rumskamrater lýsi
gagnrýni skáldsins á umhverfið
og mennina eru I bókinni ljóð,
sem benda til þess að Claes
Andersson tileinki sér í ríkari
mæli en áður fögnuð yfir ýms-
um undrum lífsins, einkum ver-
öld barnsins. En þeirri veröld
stefna mennirnir I hættu með
óskynsamlegri breytni sinni.
Stefnuskrá Claes Anderssons
er að finna í þessu litla ljóði:
Velviljað fólk veldur mér
ógleði.
Það vill öllum vel.
Það vill engum vel.
Ég hef kosið að láta fylgja
þessum orðum nokkur ljóð úr
Rumskamrater í staðinn fyrir
að fjölyrða um bókina.
Claes Andersson.
ÞRJÚ LJÓÐ EFTIR
Claes Andersson:
HERBERGISFÉLAGAR
Sá fyrsti hafði breytst í hreingerningavél.
Annar hafði orðið barn aftur.
Þriðji hafði skorið af sér liminn f einrúmi.
Grátur þess fjórða hélt vöku fyrir hinum þrem.
Sá fimmti hafði orðið fyrir geislun.
Sjötti var með fullan maga af rottum.
Sjöundi var ofsóttur fyrir kommúnisma.
Grátur þess áttunda hélt vöku fyrir hinum sjö.
Sá nfundi fullyrti að saklaust fólk væri drepið.
Tfundi spáði heimsendi.
Ellefti hafði af miskunnsemi kyrkt barn sitt.
Grátur þess tólfta hélt vöku fyrir hinum ellefu.
Sá sem hafði skipt um ham. Sá sem varð barn.
Sá sem hafði orðið fyrir geislanum. Sá glöggskyggni.
Sá framsýni sem kyrkti barn sitt.
Grátendur sem héldu vöku fyrir félögum sfnum.
FUNDUR í TAMMERFORS
Stalfn og Lenfn hittust fyrst
í Tammerfors í desember 1905.
Síðar lýsti Stalfn fundi þeirra:
„Vonbrigði mfn voru mikil
þvf að útliti var hann með
hversdagslegustu mönnum“.
Milli ræðuhaldanna æfðu þeir
skotfimi f garðinum.
ÞAÐ BÝR BARN I ÖLLU
Himinninn brosir með skýjavörum sfnum.
Skógurinn hvfslar með trjávörum sfnum.
Hafið syngur með ölduvörum sfnum.
Grasið hlær með blómavörum sfnum.
Eg hlusta á bros himinsins.
Eg finn ilminn af hvfsli skógarins.
Eg horfi á syngjandi hafið.
Eg snerti blómin.
Það býr barn f öllu.
Það brosir við okkur með m júkum vörum sfnum.
andstæð grundvallarstefnu verka-
lýðssamtaka í lýðfrjálsum löndum
og neyðarúrræði. Lögþvingun í
kaupgjalds- og verðlagsmálum
ber vott um upplausnarástand og
vanmátt þeirra aðila i þjóðfélag-
inu, sem með hefðbundnum hætti
eiga að ákveða launakjör. Hitt er
allt annað mál, að löggjafinn get-
ur gripið inn i á þann hátt, sem
fyrirhugað var um láglaunabætur
til bráðabirgða, enda séu þá samn-
ingar opnir og samningaviðræður
haldi áfram milli aðilanna, sem að
lokum ná samkomulagi til lengri
eða skemmri tíma.
tslenzka þjóðin lítur nú til for-
ustumanna sinna i röðum laun-
þega og vinnuveitenda og óskar
þess, að þeim auðnist á næstu
dögum að komast að heilbrigðu
samkomulagi, sem allir geti sæmi-
lega við unað. Ljóst er, að þeir
eiga við mikinn vanda að stríða,
en þeim mun meiri ástæða er til,
að þeir viti, að góður hugur fólks-
ins fylgir þeim, er þeir leitast við
að leysa vanda landslýðs alls.
Virkjun í Blöndu
og Jökulsám
Fyrir skömmu lýsti Gunnar
Thoroddsen iðnaðarráðherra því
yfir á fundi sjálfstæðismanna á
Sauðárkróki, að ákvörðun yrði
tekin um það á þessu ári, hvar
virkjað yrði á Norðurlandi vestan-
verðu, og er þá rætt um meirihátt-
ar virkjun, þannig að varla koma
nema tveir kostir til greina,
þ.e.a.s. Blönduvirkjun eða virkj-
un í Jökulsám í Skagafirði.
Blanda mundi virkjuð í einum
áfanga, 150—160 megawött, en í
Jökulsánum mætti virkja i áföng-
um og byrja á virkjun milli 20—
30 megawött. Líkur benda til
þess, að virkjun í Blöndu yrði
hagstæðari, en frekari rannsóknir
þarf þó að gera, áður en loka-
ákvörðun er tekin, og munu þær
fara fram á þessu ári i samræmi
við yfirlýsingu iðnaðarráðherra.
Ef Blanda verður virkjuð, þarf
að mynda allstórt uppistöðulón og
mundu þá um 50—60 ferkílómetr-
ar lands fara undir vatn. Er þar
um að ræða land, sem að mestu
leyti er gott beitarland, og þarf
þvi að hafa samráð við upprekstr-
arfélög, bæði í Húnavatnssýslu og
Skagafirði. Að sjálfsögðu yrði að
bæta bændum það tjón, sem af
þessari framkvæmd mundi verða,
og kemur þá fyrst og fremst til
álita að rækta upp annað land til
beitar, bæði með sáningu og
áburðardreifingu, en eins má
hugsa sér áveitur á heiðum uppi,
enda er víðast gróður á heiðum,
þar sem vatn er að finna. Litið
hefur raunar verið rætt um áveit-
ur á heiðarlönd, en vissulega væri
ánægjulegt að heyra álit sérfræð-
inga í því efni.
Þá er að sjálfsögðu líka sá kost-
ur fyrir hendi, að virkjunin taki
að sér áburðardreifingu og rækt-
un niðri á láglendi, samhliða
ræktun heiðalanda. Og loks er
ástæða til að huga að fiskrækt. 1
fyrsta lagi má gera ráð fyrir, að
Blanda yrði betra veiðivatn, ef
uppistöðulón væri, þar sem veru-
legur hluti óhreininda jökulvatns-
ins settist til og rennsli gæti verið
jafnara, en einnig mætti huga að
fiskræktun, bæði í vötnum á heið-
um uppi og i Blöndu sjálfri, bæði
ofan og neðan stíflunnar, þvi að
vissulega kæmi til greina, að
uppistöðulónið yrði ákjósanlegt
silungsveiðivatn.
Náttúruvernd og
náttúruauðgun
Mikið hefur að undanförnu ver-
ið rætt um náttúruvernd, og víst
er það góðra gjalda vert að vernda
óspillta náttúru landsins. Hins er
þó að gæta, að land okkar er lif-
andi og í sífelldri umsköpun,
þannig að enga nauðsyn ber til að
varðveita sérhvern stein eða hól.
Þvert á móti er ástæða til að
einskorða aðgerðirnar ekki við
náttúruvernd, heldur beri bein-
línis að stefna að náttúruauðgun i
miklu ríkari mæli en gert hefur
verið. Við framkvæmd eins og
hugsanlega Blönduvirkjun eða
hugsanlega virkjun í Jökulsánum
á að ákveða umtalsverð fjárfram-
lög frá virkjuninni til að bæta
umhverfið, þannig að nágranna-
byggðir virkjananna geti haft
beinan hag af þeim, ekki einungis
fjárhagslega, heldur líka að um-
hverfið verði bætt og lifriki auðg-
að. Það er unnt að gera með nú-
tímatækni og fjármagni — og um
það fé munar ekki mikið, þegar
um stórframkvæmdir er að ræða.
Vonandi sannfærast menn um
það, að unnt sé að sameina alla
hagsmuni, þannig að hver og
einn geti glaðzt, þegar í stórverk-
efnin er ráðizt.
En samhliða stórvirkjun á
Norðurlandi vestra hafa komið
upp hugmyndir um byggingu
áburðarverksmiðju í þeim lands-
hluta. Virðist einsýnt að kanna
beri þær hugmyndir, áður en
ákveðið yrði að ráðast í stækkun
áburðarverksmiðju sunnanlands.
200 mílurnar
í ritstjórnargrein Tímans s.l.
fimmtudag er fjallað um fisk-
veiðilögsöguna, og þar segir:
„Það var samkomulag milli
stjórnarflokkanna, þegar rikis-
stjórnin var mynduð, að fiskveiði-
lögsagan skyldi færð út í 200 míl-
ur fyrir árslok 1975. Það hafði
verið afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins, að fiskveiðilögsagan yrði
færð út fyrir árslok 1974. Fram-
sóknarflokkurinn taldi rétt, að
beðið yrði eftir úrslitum á fundi
Hafréttarráðstefnunnar, sem
haldinn verður í Genf 17. marz til
10. maí í ár og tilkynna ekki út-
færsluna, fyrr en að honum lokn-
um. Jafnvel þótt ekki náist sam-
komulag á þeim fundi ætti staðan
að verða orðin að ýmsu leyti ljós-
ari að honum loknum. Þaö hefur
nú orðið samkomulag milli stjórn-
málaflokkanna, að útfærsludág-
urinn verði ekki tilkynntur fyrr
en að Genfarfundinum loknum og
að útfærslan komi til fram-
kvæmda einhvern tima á tímabil-
inu 10. maí til 13. nóvember, eða
áður en landhelgissamningurinn
við Breta frá 1973 fellur úr gildi.“
Við þetta samkomulag stjórn-
málaflokkanna verður víst að
una, úr þvi sem komið er, og
vonandi, að það komi ekki að sök.
En ekki telur bréfritari það
hyggilegt að fresta enn ákvörðun-
um í þessu efni. Hefur það sjónar-
mið áður verið rökstutt og skal
ekki frekar gert nú, enda hlýtur
meirihluti á þingi að ráða, ekki
sízt þegar keppt er að allsherjar-
samstöðu.