Morgunblaðið - 09.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1975
23
IJUilSVIRRJUH
ORKUÖFLUN 1975-1985
þeim efnum. Telja má, að henni verði
lokið á allra næstu árum, þótt enn sé
ekki endanlega ákveðið, hve hratt sé
hagkvæmt að vinna að því verki. Jafn-
framt er nú unnið að undirbúningi
Kröfluvirkjunar og tengingar hennar
við Akureyri, og munu þvi ekki mörg
ár líða, þangað til meginorkuver sunn-
anlands og norðan eru orðin samtengd.
Með þessari samtengingu orkuveitu-
svæða skapast ný viðhorf og tækifæri
til orkuflutninga og samkeyrslu orku-
vera. Er um leið orðið tímabært að
marka stefnu í virkjunamálum fyrir
landið í heild og vinna að áætlunar-
gerð um byggingu orkuvera og sam-
tengingu orkuveitusvæða i samræmi
við það. Nú geta þvi hvorki Lands-
virkjun né aðrir virkjunaraðilar í land-
inu gert áætlanir um byggingu orku-
vera án tillits til þess, sem aðrir hafa á
prjónunum i hinu samtengda kerfi.
Mér hefur þvi þótt tímabært að reyna í
þessu erindi að gera grein fyrir nokkr-
um heildarhugmyndum, sem ég hef
unnið að, um æskilega þróun orkumála
á íslandi næstu 10 árin, og um það
hlutverk, sem Landsvirkjun gæti gegnt
i þeirri framvindu. Hef ég í þessu notið
mikilvægrar aðstoðar Jóhanns Más
Mariussonar verkfræðings, sem manna
mest hefur unnið að áætlunum um
heildarþróun orkukerfis Landsvirkjun-
ar á undanfornum árum.
Stefnumörkun
Áður en settar eru fram hugmyndir
um þróun raforkukerfisins á næsta tiu
ára timabili, en við það mun ég halda
mér i erindi þessu, er nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir þeim markmiðum,
sem æskilegt er að stefna að og raun-
hæft að ná á þessu timabili. Eins og ég
hef þegar bent á, leiðir stefna, sem
mörkuð er í virkjunarmálum í dag,
ekki til framkvæmda fyrr en að mörg-
um árum liðnum. Það sem hægt er að
gera i raforkumálum næstu fjögur til
, fimm árin er að langmestu leyti þegar
bundið af ákvörðunum um undirbún-
ing mannvirkja, sem teknar hafa verið
á undanförnum árum. Hins vegar er
ennþá verulegt svigrúm til áhrifa á val
virkjana á næsta fimm til sex ára
timabilinu þar á eftir. Með þetta i huga
hefur mér virzt hæfilegt að miða
stefnumörkun við þarfir og möguleika
næstu tiu ára. Mun ég nú rekja þau
markmið i raforkumálum landsins í
heild, sem ég tel æskilegt og fram-
kvæmanlegt að ná á næsta áratug,
þ.e.a.s. á árunum 1975 til 1984.
Þessi markmið eru:
1) Að sjá fyrir innlendri orku til þess
að fullnægja væntanlegri aukn-
ingu í almennri raforkueftirspurn
alls staðar á landinu.
2) Að sjá fyrir innlendri orku til þess
að leysa af hólmi innfiutta orku-
gjafa, hvar sem það er hagkvæmt.
Hér er fyrst og fremst um það að
ræða að fullnægja eftirspurn eftir
raforku til húshitunar, þar sem
hagkvæmar hitaveitur koma ekki
til greina. Einnig er æskilegt að
auka notkun raforku á öðrum svið-
um, t.d. til gufuframleiðslu í iðnaði
og til heyþurrkunar i sveitum.
3) Vinna þarf að því að auka stórlega
öryggi landsmanna að þvi er
varðar raforkuafhendingu með þvi
að draga úr viðkvæmni kerfisins
fyrir trufiunum. Mikilvægt er í
þessu skyni að tryggja öllum lands-
mönnum rafmagn frá samtengdu
kerfi, sem hefur eðlilega um-
framgetu i afii og háspennulinum,
en tryggir jafnframt með sam-
keyrslu sem bezta nýtingu orku-
framleiðslugetunnar.
4) Tryggja þarf næga orkufram-
leiðslu til þess, að hægt verði að
halda áfram þróun orkufreks iðn-
aðar með hæfilegum hraða, svo að
hægt verði að nýta orkulindir
landsins til gjaldeyrisöfiunar. Með
þessu móti yrði bæði stefnt að
betra jafnvægi i orkubúskap lands-
ins i heild og aukið á fjölbreytni og
stöðugleika i útflutningstekjum
landsmanna. Uppbygging orku-
kerfisins verði við það miðuð, að
skilyrði verði fyrir hendi til þess,
að næsti nýi áfanginn í orku-
frekum iðnaði geti verið utan
Suðvesturlandsins, og þá væntan-
lega á Norðurlandi.
6) Vinna þarf á þessu tímabili að
rannsóknum á virkjunum, sem
koma eiga til framkvæmda á
næsta virkjunartímabili, þar á
meðal möguleikum til stórvirkjana
á Austurlandi.
Hugmynd um þróun
orkuöflunarkerfis
Til þess að unnt sé að vinna mark-
visst að þeim markmiðum, sem hér
hafa verið sett fram, er nauðsynlegt að
menn geri sér grein fyrir ákveðnum
atriðum, sem nú skal greina.
í fyrsta lagi eru aðeins örfáir virkjun-
arstaðir landsins þegar fullkannaðir. Er
þvi víðast þörf mjög timafrekra rann-
sókna, t.d. að því er varðar jarðfræði,
vatnafræði og náttúruverndarmál, áð-
ur en hægt er að meta hagkvæmni
virkjunarstaða. Þetta veldur þvi, að
þeir staðir, sem ekkert eða litið hafa
verið rannsakaðir hingað til, koma
varla til greina sem virkjunarstaðir á
næstu tíu árum. Einungis þetta atriði
hefur það i tor með sér, að kostir um
virkjunarframkvæmdir hér á landi á
næstu tíu árum eru fáir, en þó fieiri en
til greina kemur að framkvæma. Ég
ætla ekki að rekja hér alla þá kosti, sem
fyrir hendi eru, en bendi á, að sjálfsagt
er að halda öllum leiðum opnum i
lengstu lög, áður en endanleg ákvörð-
un um virkjun er tekin.
I öðru lagi er mjög æskilegt, að í
hvert sinn, sem ákvörðun um nýja
virkjun er tekin, séu til nokkrir kostir
að velja á milli, þannig að svigrúm
gefist til að velja kost, sem hagkvæm-
astur er miðað við markaðshorfur á
hverjum tíma. Hins vegar verður að
hafa í huga, að það er ákaflega dýrt að
koma virkjunarundirbúningi á það
stig, að um raunhæfan samanburð
milli kosta geti verið að ræða. Þvi er
nauðsynlegt að takmarka af Qárhags-
ástæðum íjölda þeirra kosta, sem vald-
ir eru hvert sinn til endanlegs saman-
burðar.
1 þriðja lagi verða menn að hafa i
huga, að of miklar vangaveltur geta
kostað mikla peninga, ef þær leiða til
þess, að ekki sé tekin ákvörðun um
lokahönnun i tíma.
Með þessi atriði i huga vik ég mér þá
að þvi að lýsa þvi, hvernig ég tel að ná
megi þeim markmiðum, sem sett voru
fram hér að framan. Ég hef valið að
skipta þessu 10 ára áætlunartímabili í
tvo hluta, annars vegar næstu 5 ár,
þ.e.a.s. 1975—1979, en hins vegar
timabilið 1980—1984 að báðum með-
töldum.
Á fyrri hluta 10 áia tímabilsins,
þ.e.a.s. á árunum 1975—1979, eru þær
einar virkjunarframkvæmdir hugsan-
legar, sem þégar hafa verið fullákveðn-
ar eða fullundirbúnar. Ef ég held mér
eingöngu við meiri háttar virkjanir, en
sleppi smávirkjunum, sem hvort eð er
hafa lítil áhrif á heildarmyndina, er á
þessu timabili aðeins um að ræða þrjár
virkjanir, Sigölduvirkjun, sem þegar er
i byggingu, Kröfluvirkjun, sem fram-
kvæmdir munu hefjast við á þessu ári,
og Hrauneyjarfossvirkjun, sem bráð-
lega er tilbúin til útboðs og gæti orðið
fullbúin árið 1979, ef framkvæmdir
hefjast ekki síðar en á næsta ári.
Til þess að nýta sem bezt hina stóru
virkjunaráfanga, sem framundan eru
bæði á Norður- og Suðurlandi, virðist
ástæða til þess að leggja áherzlu á það,
að á þessu næsta fimm ára timabili, að
koma á tengingu allra landshluta við
meginorkuöflunarkerfið. Hér er um að
ræða þrjár höfuðtengilinur. I fyrsta lagi
hina svokölluðu byggðalinu milli
Norðurlands og Suðurlands og allt til
Kröflu. í öðru lagi linu frá Kröflu til
Austurlands, en hún ætti mjög að
styrkja raforkuöflun þessara tveggja
landshluta, enda er gert ráð fyrir henni
i lögum um Kröfluvirkjun, og að lok-
um tengingu Vestfjarða við byggðalin-
una. Ég ætla ekki að reyna að leggja
neinn dóm 5 það að þessu sinni, hver
sé æskileg limasetning þessara linu-
bygginga, hverrar fyrir sig. Ef hægt er
að ljúka Kröfluvirkjun innan tveggja
ára eða svo, virðist liggja mest á þvi, að
sterk ten'’- komist á milli hennar og
allra byggða á Norðurlandi. Hins
vegar hafa alíar þessar linur miklu
hlutverki tð gegna til þess að tryggja
öllum landshlutum hagkvæma orku,
en þær munu auk þess ásamt því
varaafli, sem þegar er búið að setja upp
víða um land, auka mjög á öryggi
raforkukerfisins alls staðar á landinu.
Á síðari hluta timabilsins, þ.e.a.s. á
árunum 1980—1984, er að sjálfsögðu
um mun fleiri kosti að velja i virkjunar-
framkvæmdum. Menn verða hins veg-
ar að gera sér grein fyrir þvi, að það er
nauðsynlegt að hefja mjög lljótlega
verkfræðilegan undirbúning þeirra
virkjana, sem til greina eiga að geta
komið á því timabili. Vegna hins mikla
kostnaðar, sem slikum undirbúningi er
samfara, er því mikilvægt að fljótlega
verði ákveðið, hvaða virkjunarstaðir
þar eigi að verða fyrir valinu. Eins og
nú standa sakir er þegar verið að vinna
að áætlunum um virkjun við Sultar-
tanga á vegum Landsvirkjunar, auk
ufuvirkjunar i Hengli. Á Áusturlandi
efur verið ákveðið að hetja rannsókn
Framhald á bls. 26
MYND 2 ORKUÖFLUNA RKERFI (AOEIMS SÝNDAR STÖOVAR 20 MW OG STÆRRI J
----- KERFI i ARSLOK 1979