Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 66. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Sókn skæruliða í S- Víetnam þyngist enn Saigon 21. mar&AP. HERSVEITIR skærulida „þjóð- frelsishreyfingarinnar" og Norður-Víetnamar hertu enn sókn sína á fjölda mörgum stöð- um í Suður-Víetnam í dag og hef- ur sókn þeirra nú verið lfkt við Tet-sóknina árið 1968 og aftur vorið 1972. IVIjög harðar árásir eru á hina fornu keisaraborg Hue Sprenging! Belfast 21. marz AP. ÖFLUG sprengja sprakk í dag f kaffistofu í Belfast um há- degishilið, þegar mikil ös var inni í veitingasalnum. Vitað er, að 38 manns særðust og þar af voru mörg börn. og f miðhálendinu eiga herir Saigonstjórnarinnar í vök að verj- ast í Q'uang Duc-héraðinu. Myndi það verða níunda héraðið í land- inu, sem skæruliðar ná á sitt vald, ef það fellur. Þá hafa skæruliðar einnig náð á sitt vald Duc Hue, sem er stöð skammt frá landa- mærum Kambódíu og i aðeins 30 mflna fjarlægð frá Saigon. Á næstum öllum vegum lands- ins eru hópar flóttamanna. sem hafa orðið að yfirgefa heimili sín, en þeirra athvörfum fækkar óðum vegna sóknarþunga skæru- liða. Hanoiútvarpið sagði frá þvi í dag, að Víet-Cong-menn hefðu á aóeins tveimur vikum náð á sitt vald um það bil fjórðungi alls Suður-Vietnams og þar byggju um ein milljón manns. Þessum fréttum ber ekki saman við yfir- lýsingar Saigonstjórnarinnar. Frá Kambódíu berast þær fregnir, að Lon Nol hafi i dag skipað nýja rikisstjórn, en von- brigðum hafi valdió að margt bendi til, að hún muni ekki starfa á breiðari stjórnmálalegum grundvelli en sú fyrrverandi og því sé borin von til þess að hún geti samið við skæruliða um frió. Eldflaugaárásum var haldið áfram á Phnom Penh í dag en bandarískar vélar, sem flytja mat- væli og vistir til borgarinnar, gátu þó lent, þótt hlé væri gert á flutn- ingunum i eina klukkustund. Diplómatiskar heimildir í Washington kváðust hafa það fyr- ir satt í kvöld að Lon Nol myndi segja af sér fljótlega, ef til vill innan tveggja vikna. Portúgal: Verður Miðdemökrata- flokkurinn leystur upp? Lissabon 21. marz.NTB. DIGO Fredtas do Amaral, formað- ur miðdemókrata í Portúgal, sagði í dag, að svo kynni að fara, að flokkurinn yrði leystur upp vegna þess, að kosningar til næsta þjóðþings landsins í apríl verði ekki haldnar við lýðræðisleg skil- yrði. Þegar er andróður hafinn gegn fiokknum og sömuleiðis er ljóst, að Lýðræðislegi þjóðar- flokkurinn mun eiga undir högg að sækja. Hins vegar er Miðdemókrata- flokkurinn eini hægri flokkurinn, sem hefur fengið leyfi byltingar- ráðsins til að taka þátt í kosning- unum. Formaðurinn sagði, að ýmsir af forsvarsmönnum hans hefðu oróið fyrir óþægindum og beinum ofsóknum. Gaf do Amaral til kynna að tek- in yrði ákvörðun um það á fundi miðstjórnar flokksins, sennilega á morgun, hvort flokkurinn ætli að taka þátt í kosningunum. Keisaradæmi aflagt í Eþíópíu Addis Abeba 21. marz AP. BYLTINGARRÁÐ Eþíópíu til- kynnti f dag afnám keisaraveldis- ins í landinu, en Eþfðpfa er talin hafa 300 ára gamla keisarahefð. Var frá þvf skýrt að þjóðinni yrði fljótlega gefinn kostur á að kjósa sér þjóðhöfðingja og stjórn. í tilkynningunni var og getið, að Asfa krónprins, sonur Haile Selassie, sem hefur haldið titli sinum fram að þessu, yrði nú sviptur honum svo og allir aðrir titlar aflagðir sem tíðkazt hefðu á keisaratimanum. Ekki var vikið að því hvenær og hvernig þjóð- höfðingi yrði kjörinn, en nú fer Teferi Benti, hershöfðingi, með það starf. Né heldur var skýrlega frá því sagt hvernig staðið yrði að kosningum. Innan hersins hafa heyrzt raddir um stuðning við eins flokks kerfi, eins og er viða i Afríkuríkjum. Þá var og óljóst hvort núverandi byltingarráð hefði i hyggju að afsala sér ein- hverjum valda sinna í bráð. Ovissa ríkir á Haf- réttarráðstefnunni Genf, 21. marz. Einkaskeyti til Mbl. frá Þór Vilhjálmssyni. MIKIL óvissa er ríkjandi á Haf- réttarráðstefnunni hér í Genf í fyrstu viku starfsins að þessu sinni. Þegar fundir hófust á mánudaginn var ákveðið að mest skyldi unnið á lokuðum fundum til að forðast langar ræður, endur- teknar yfirlýsingar og tilgangs- lausar stælur. Hinar þrjár aðal- nefndir ráðstefnunnar hafa síðan þingað fyrir luktum dyrum, en margar vinnunefndir eru einnig að störfum. 1 ljós hefur komið að gamalkunnar deiiur um atriði, sem hafa verið þrautrædd hafa haldið áfram og fulltrúar virðast enn ekki reiöubúnir til að semja um niðurstöður um atriði, sem verulega þýðingu hafa. í fyrstu nefnd er farið yfir til- lögur um námavinnslu á hafs þotni og ber enn mikið á milli iðnaðarrikjanna og þróunarland- anna og litil merki um samkomu- lag sjáanleg. i annarri nefnd er farið yfir vinnuskjal i 243 grein- um, sem er árangur þinghaldsins i Caracas sl. sumar. Koma þar fram helztu sjónarmið um land- helgi, siglingar um sund, land- grunnið, efnahagslögsöguna, út- hafió. landlukt og grunnlukt riki, eyriki, innhöf og fleiri atriði. Jafnhliða umræðu um þetta skjal sem að verulegu leyti snýst um i hve ríkum mæli það endurspegli tillögur ýmissa ríkja situr hin svo- kallaða Evensen-nefnd á rökstól- um. Dag hvern er vonast til að tillögur hennar um efnahagslög- söguna verði tilbúnar innan tiðar. I þriðju nefnd er fjallað um mengun hafsins í framhaldi af Framhald á bls. 18 „Ungir Grænlend- ingar” hef ja bar- áttu gegn Dönum Kaupmannahöfn 21. marz Einkaskeyti til Mbl. frá Jörgen Harboe SÁRGRAMIR ungir Grænlend- ingar hófu í dag fjársöfnun í Kaupmannahöfn til að standa straum af væntanlegri baráttu við Danmörku. Einn fulltrúi samtak- anna „Ráð ungra Grænlendinga" vildi ekki vísa þeim möguleika á bug, að gripið yrði til vopnaðrar andstöðu við Danmörku. Bein orsök þessara aðgerða er, að dönsk þingnefnd hefur veitt 21 oliufélagi leyfi til að bora eftir olíu við Grænlandsstrendur. Landsráó Grænlands hefur gefið vilyrði fyrir þessu. Engu aó siður telja hinir ungu Grænlendingar Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.