Morgunblaðið - 22.03.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 22.03.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 22. MARZ 1975 11 Loðnuveiðar á sumrum Það má lesa það í blöðum um þessar mundir að loðnustofn- inn í Barentshafi sé orðinn svo stór og þaó hái vexti hans og loðnan verði seinna kynþroska en eðlilegt sé. Af þessu er náttúrlega ekki hægt að draga nema þá einu ályktun aó nauð- synlegt sé að auka grisjun stofnsins með aukinni sókn i hann enda mun það meining þeirra þjóða, sem stunda þarna loðnuveiðar. Hér við land er talið að hrygningarstofn loðnunnar sé 3—4 milljónir lesta að magni og við veiðum því sem svarar 10% af honum árlega. Ef það er svo rétt, sem haldið er að á upp- eldisslóðum loðnunnar norður- frá séu tveir sterkir árgangar aó alast upp, þá er hér ekki um neitt smáræðismagn að ræða af þessum fiski við landið. Nú er það vitað mál að loðnan er mikilsverður átufiskur fyrir þorskinn okkar, en ljóst er þá einnig, að hann torgar ekki nema litlu broti af stofninum. Loðnuveiðimenn og kaupendur loðnunnar telja hana smærri nú orðið en áður var og líkast er þá að koma upp hér hið sama og í Barentshafi, að stofninn sé orðinn of stór. Hann hefur ekki lengur nóg æti, og er farinn að vaxa úr sér. Eins og alkunna er byrjum við ekki að veiða loðnuna fyrr en hún er komin langleiðina á hrygningarslóðirnar og torf- urnar farnar að grynnka á sér og orðnar veiðanlegar í djúpar nætur. Menn hafa lengi haft við orð, hvort ekki væri reynandi að hefja veiðarnar fyrr og stunda þær yfir sumarið. Ef það er rétt að loðnan sé feit og vinnsluhæf á uppeldis- stöðvunum noróur frá, þá væru þarna veiðimöguleikar e.t.v. fyrir síldveiðiflotann. Undan- farin ár hafa 50—60 skip stundaó veiðar í Norðursjó. Á þeim slóóum er orðið um of- veiði að ræða og aflakvótinn þar stórlækkaður og er okkar hlutur um 30 þús. lestir. Það bendir flest til að þaó verði enn að rýra kvótann 1 Norðursjó ef síldarstofninn þar á ekki að eyðast til skaða. Menn binda því ekki ýkja miklar vonir við þessar veiðar í framtíðinni, en þá má búast við að stóru síld- veiðiskipin verði verkefnalítil. Eins og nú er háttað sókninni i þorskstofninn væri ekki gott að þessi floti allur kæmi til viðbót- ar þeirri sókn. Að minnsta kosti ekki meðan árangur er litill af útfærslunni. Þessi stóru sildveiðiskip geta veitt með flotvörpu, en það veiðarfæri yrði sennilega hag- kvæmast á uppeldisstöðvum loðnunnar, þó er alls ekki fyrir það að synja, að hún gæti verið veióanleg í nót, eða svo telja fróðir menn. Og það geta marg- ar skipastærðir nýtt flotvörpu, það þarf þá aðeins að hafa hana við hæfi vélarafls skipanna. Ef þetta allt er nú svo, að loðnu- stofninn sé farinn að vaxa úr sér og það þurfi að auka sókn- ina í hann, og ef loðnan er einnig nógu feit til vinnsiu á sumrum, þá getur það varla orkað tvimælis að við eigum aó fara aó athuga þetta mál. En eftir er þá að svara einni mikilsverðustu spurningunni, sem sé þeirri: Hvernig verður markaðsverðið á loðnuafurðum á næstu árum? Geta þessar veiðar borgað sig, því að dýrar verða þær. En fyrst er nú aó athuga, hvort loðnan sé veiðan- leg á sumrum. Ein er sú spurning, sem ég spyf nú margan að þessa dag- ana og það er nú heldur fátt um svör, en hún er: Hvaða áhrif hefur þetta mikla loðnumagn fyrir Suðurlandi á uppeldi og vöxt vorgotssíldarinnar? Kem- ur það ekkert við ungsíldina að hér séu jafnvel 4 milljónir lesta af loðnu á uppeldisslóðum hennar árlega? Lifir loðnan ekki á ljósátu eða svipaðri átu og ungsíldin? Þetta er kannski barnalega spurt, en ég er ekki alveg sáttur við þá kenningu að svona stór stofn hafi ekki áhrif á annan skyldan á sömu slóð- um. Hann varsá fyrsti sem nuddaði hjarta í gang Morguninn 24. október árið 1900 gekk Hjalmar Maag, yfirlæknir, eins og venjulega hinn stutta spöl frá heimili sínu á Köbmagergade í Næstved í Danmörku til Amtssjúkrahúss Præstö. Þeg- ar hann fór yfir Akselstorgið hugsuðu menn með sjálfum sér á Ljónsapótekinu: Nú fer Maag yfirlæknir yfir torgið, og þá hlýtur klukkan að vera átta. Yfirlæknirinn, sem var 47 ára gamall, hugsaði um fyrsta sjúklinginn sem hann átti að gera aðgerð á þennan morgun. Það var 27 ára gamall verkamaður, sem ekki var að fullu vinnufær vegna taugagigtar í mjöðm- inni. Þjáningarnar í mjöðm- inni og niður eftir fótleggn- um hafði ekki tekizt að lækna með venjubundinni meðferð. Úrslitatilraun læknisins var að skera yfir taugarnar til þess að losa unga manninn við hin óþægilegu sjúkdóms- einkenni. Minning sonarins Hvernig þessi aðgerð, sem varð merkur áfangi í sögu læknisfræð- innar, gekk er sagt frá í smáatrið- um I bókinni „Minningar sonar um föður sinn". Hún var skrifuð af Hjalmar Maag, sem er nýlátinn, en var forstjóri Nyrop & Maag, sem framleiðir og verzlar með lækningatæki. Maag hefur með þessari bók reist föður slnum verðugt minnismerki. Þegar yfirlæknirinn gekk inn I skurðstofuna lá sjúklingurinn á skurðarborðinu. Aðstoðarlæknir- inn var byrjaður á svæfingunni, sem var gerð með klóroformi, en klóroformið var mest notaða svægingalyf ið á þessum tlma. Þegar Maag yfirlæknir gerði skurðinn I húðina urðu viðbrögð sjúklingsins svo kröftug að að- stoðarlæknirinn setti aukaskammt af kióroformi á grimuna sem var yfir munni og nefi. Það voru hins vegar aðeins nokkrir dropar þvi að púlsinn varð strax ómerkjanlegur. Hann náði sár þó fljótt aftur, þannig að unnt var að halda áfram með aðgerðina. Ekki reyndist nauðsynlegt að nota meira klóroform. Lífgunartilraunir — Nú er púlsinn horfinn aftur, sagði aðstoðarlæknirinn skyndi- lega Hann dró út tungu sjúklings- ins, þar eð hún kynni að hafa lokað leiðinni niður I barkann. — Ekkert gagnar, sagði hann. Hann er hvorki með andardrátt né hjartslátt! Yfirlæknirinn hætti að sauma skurðinn, lagði nálina á tækja- bakkann og hóf lifgunartilraunir á sjúklingnum með þvi að þrýsta brjóstkassanum saman taktfast. Loft komst niður I lungun, en sjúklingurinn blánaði samt sem áður sifellt meir vegna súrefnis- leysis, þar eð hjartað dældi ekki blóði um líkamann. Hjartasprauta Maag yfirlæknir reyndi að koma hjartanu i gang með þvi að banka nokkrum sinnum fast á brjóst- vegginn. — Það þýðir ekki, sagði hann rólega við aðstoðarlækninn. Reynum að gefa honum kamfóru og saltvatn. Ekki var unnt að sjá á honum að hann stóð frammi fyrir aðstæðum sem skurðlæknar ótt- ast hvað mest, þ.e. að hjarta sjúk- linga stöðvist á skurðarborðinu. Á meðan aðstoðarlæknirinn sprautaði þessum tveim efnum beint inn i hjartað gegnum brjóst- vegginn hált yfirlæknirinn áfram brjóstnuddinu, þótt hann vissi að hjartastöðvun hjá sjúklingum i klóroformsvæfingu leiddi alltaf til dauða. Um 10 minútur höfðu liðið frá þvi hjartað hætti að slá og allir i skurðstofunni töldu sjúklinginn látinn. Skorinn á háls Hjalmar Maag vildi samt ekki gefast upp strax. Á meðan að- stoðarlæknirinn tók við brjóst- nuddinu gerði hann skurð inn i barkann framan á hálsinum. Siðan stakk hann þykkum silfurhólk gegnum skurðinn niður i barkann. I hólknum var gúmmislanga og i gegnum hana blés yfirlæknirinn með jöfnu millibili lofti niður i lungu sjúklingsins. Þetta gaf betri raun en brjóst- nuddið. Brjóstkassinn lyftist og seig greinilega við hvern inn- blástur, sem var merki þess að lungun fylltust lofti. En hjartað fór ekki i gang. Hjartanudd á hundum Maag fór þá að hugsa um grein i þýzku læknatímariti þar sem prófessor nokkur skýrði frá þvi að hann hefði komið hjarta hunda i gang aftur með þvi að nudda op- inn brjóstkassann. Hann hafði stöðvað hjörtun m.a. með raflosti. Hjartanudd hafði aðeins verið reynt i örfá skipti á fólki, og aldrei gefið góða raun. Skurðlæknar höfðu lengst af verið því mjög mótfallnir að opna brjóstkassann þar eð meiriháttar sköddun á brjóstveggnum leiddi næstum alltaf til dauða. Klippt gegnum rifbeinin Eftir stuttan umhugsunartíma greip Maag yfirlæknir hnif og skar öllum til mikillar undrunar stóran skurð á brjóstvegginn. Með kraft- mikilli töng klippti hann 3. og 4. rifbeinsbrjósk af og litið stykki af samsvarandi rifbeinum, til að fá greiðan aðgang að hjartanu. Gegnum sárið sást að hjartað var algjörlega kyrrt. Yfirlæknirinn stakk hægri hendinni niður i brjóstkassann, tók um hjartað og byrjaði að þrýsta þvi saman með jöfnu millibili. Sér til undrunar sýndist honum hjartað þegar fá lífsmark. í fyrstu efaðist hann um að svo gæti verið, en ekki leið á löngu unz efinn hvarf. Hjartað tók greinilega til starfa á ný og eðlilegur samdrátt- ur varð sterkari og sterkari. Hjartanudd er mjög mikil Læknirinn hefur orðið r eftir ERIK MtÍNSTER áreynsla. Að nokkrum mínútum liðnum var yfirlæknirinn orðinn blóðrauður i andliti og kófsveittur. Til þess að fá ekki krampa í fing- urna þrýsti hann á víxl hjartanu saman og upp að bakhlið bringu- beinsins. Jafnframt blés aðstoðar- læknirinn sífellt lofti niður um barkaskurðinn. Hættan liðin hjá Það var ekki fyrr en eftir um hálftima hjartanudd að fyrstu merki um að sjúklingurinn drægi andann sjálfur komu í Ijós. Andar- drátturinn var mjög óreglulegur, en kl. 11.30 varð hann eðlilegur, svo að ekki reyndist nauðsynlegt að halda loftgjöfinni áfram. Þá var hjartað einnig farið að slá af krafti með eðlilegum hraða, með um 70 slög á mínútu. Svo virtist sem hættan væri liðin hjá. En sjúklingurinn var ekki kominn til meðvitundar. Um tólf- leytið þegar yfirlæknirinn ætlaði að fara af sjúkrahúsinu var hann beðinn um að koma strax á sjúkra- stofuna þangað sem sjúklingurinn var nú kominn. Yfirlæknirinn gefst upp Sjúklingurinn var aftur hættur að draga andann. Strax var hafizt handa um loftgjöf og henni haldið áfram til kl. átta um kvöldið. Hjartað hafði allan þennan tima slegið af krafti, en stöðvaðist nú skyndilega. Þá fyrst gafst yfir- læknirinn upp, og fann að sjúkl- ingurinn átti sér ekki viðreisnar von. Þó að Hjalmar Maag heppnaðist ekki að bjarga lifi sjúklingsins er framlag hans samt athyglisvert. Hann er hinn fyrsti sem tekizt hefur að koma mannshjarta, sem hætt hefur að slá, i gang aftur með hjartanuddi. Að visu höfðu nokkrir franskir læknar skýrt frá svipuðum árangri, en hjarta sjúkl- inga þeirra sló aðeins i stutta stund en ekki marga tíma eftir meðferðina. Nýjustu rann sóknir hafa leitt í Ijós ac næstum því alltaf er nægi legt að þrýsta á bringubein i8, — þ.e. að nota útvortis hjartanudd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.