Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 13

Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 13 Þessir tveir peningar eru úr safni Ragnars Borg — annar er gamall rómverskur siifurpeningur frá tfmum Trajanusar keisara en myndin er af honum. Hinn peningurinn er stærsta myntin sem nú er í umferd f heiminum. 20 balboa silfur- peningur frá Panama. Báðir peningarnir eru sýndir hér f eðlilegri stærð. sum löndum afharafélag- l þess o.fL siðar. Greininni fylgja myndir af ýmsum gjaldmiðli. Stjórn Myntsafnarafélagsins hefir ákveðið að gera tilraun með svokallaðan skiptaklúbb. Það er meiningin að menn geti hitzt þar einu sinni f mánuði, til að byrja með. Verða þar verð- listar, sem félaginu berast, svo og bækur úr bókasafni félags- ins. Einnig geta menn komið þangað með mynt, sem þeir vilja láta í skiptum. Fyrsti klúbbfundurinn verður hinn 3. apríl á Rauðarárstíg 1, 2. hæð og hefst klukkan 8.30. I húsnæði því, sem er til umráða, komast fyrir 20—30 manns. Það má þá fá stærra húsnæði seinna, ef klúbburinn sprengir þetta húsnæði strax utanaf sér, en stjórnin býst við allmörgum því á seinasta fundi, á laugar- daginn var, voru um 90 manns á fundi hjá Myntsafnarafélag- inu. Minnt skal á samkeppnina um merki Myntsafnarafélags- ins. Hún er öllum opin og veitt verða ein verðlaun að upphæð 10.000 krónur. Skilafestur er til 15. april n.k. kl. 12. á hádegi. Formaður dómnefndar er Freyr Jóhannesson tæknifræð- ingur. kölluð manilla (eins og arm- band í laginu, en minna og þvf ekki nothæft sem slíktX Þessar manillur notuðu menn í Níger- fu, en þær voru innkallaðar sem gangmynt uppúr 1920 og var greitt fyrir hvert stykki 2‘/4 skildingur. Stóri kringlótti bronspeningurinn með Janusarhöfðinu er rómverskur frá þriðju öld fyrir Krist. Hann vegur rúm 250 grömm. Fyrir framan hann er söðullagaður peningur frá Austur-Indlandi, þrfr postúlfnspeningar frá Sfam, en þeir voru innkallaðir um miðja seinustu öld. Fremst f horninu hægra megin eru skeljar, sem notaðar liafa verið sem gangmynt víða f Afrfku. Löngu, snúnu járnstengurnar eru kissi-peningar frá Vestur- Afrfku og kringlóttu pen- ingarnir sem festir eru saman á band, eru kfnverskir, en svona peninga hafa þeir notað undan- farin u.þ.b. 2000 ár. Peningur- inn með gatinu og ferkantaða myntin við hliðina á honum, eru frá Japan (1835 og 1868). Silfurhnullungurinn með stimplunum þrem er gang- mynt, sem lengi hefir verið notuð á Austur- Indiands-skaganum til skamms tíma. í forgrunninum eru svo kúlulagaðir peningar frá Sfam, 8 mismunandi verðgildi. Mynt- in heitir tical og af peningun- um má lesa að þeir voru slegnir fyrir Maha Mongkut um miðja síðustu öld. Myndin er úr bók Johans Chr. Holm „De gamle mönter“. Sunn- lendingar ákveða mót og kappreiðar Sumarið 1 973 stóðu fjögur hesta- mannafélög sunnan heiðar fyrir sameiginlegu hestamóti á Rangár- bökkum og bar þetta mót nafnið „Stórmót sunnlenskra hesta- manna". Á mótinu voru 40 kyn- bótahryssur dæmdar I ættbók, sýndir úrvals gæðingar og fram fóru kappreiðar með háum peningaverðlaunum. Þar sem á s.l. sumri var haldið Landsmót á Vindheimamelum féll þetta sameiginlega hestamót niður en um vorið bundust enn fleiri hestamannafélög sunnan heiðar saman um að halda „vor- mót" Alls stóðu að þessu móti 8 hestamannafélög. Á mótinu komu fram 30 stóðhestar, voru þeir sýndir og dæmdir og þeir sem fengu meðaleinkunn yfir 7,50 voru færðir I ættbók. Þann 12. marz s.l. var haldinn á Hvolsvelli fundur formanna hesta- mannafélaga á Suðurlandi. Til þessa fundar var boðað í þeim tilgangi að ræða um samstarf þessara félaga s.s. um mótahald. Hér verður á eftir gerð grein fyrir þvl helsta, sem fram kom á fund- inum. Kappreiðar sumarsins Á fundiunum var skýrt frá því að hestamannafélögin hefðu ákveðið eftirtalda kappreiðadaga: Hestamannafélagið Sindri, Mýrdal og Eyjafjöllum, laugardaginn 28 júní að Sindravelli við Pétursey. Hestamánnafélagið Ljúfur, Hvera- gerði, sunnudaginn 29. júni að Reykjakoti i Ölfusi. Hestamannafélagið Geysir Rangár- vallasýslu, sunnudaginn 6. júli á Rangárbökkum. Hestamannafélögin Sleipnir, Sel- fossi og Smári, Hreppum og Skeið- um sunnudaginn 20. júlí að Murneyrum. Hestamannafélagið Logi, Biskups- tungum, sunnudaginn 3 ágúst á skeiðvellinum við Hrisholt hjá Tungufljótsbrú Vormót Ákveðið var að félögin héldu sam- eiginlegt vormót, sem yrði auka- sýning á stóðhestum, en skv. lög- um um búfjárrækt nr. 31/1973 IV kafli, 34. gr. eru slikar sýningar heimilaðar. Þarna verða sýndir reiðfærir stóðhestar, sem ekki hafa áður verið sýndir á Fjórðungsmótum eða Landsmót- um. Þátttöku þarf að tilkynna til formanna viðkomandi hesta- mannafélaga viku fyrir mótið, sem haldið verður sunnudaginn 1 1. mai n.k. Stóðhestar. sem lengra eiga að , komi laugardaginn 10. mai að Tamningarstöðinni á Hellu. Dómstörf hefjast á laugardags- kvöldið og halda áfram á sunnu- deginum og hefjast þá kl. 9.00 um morguninn. Sýningar og dómar stóðhestanna hefjast svo kl. 14.00 á sunnudeginum á móts- svæðinu á Rangárbökkum. Ákveðið er að gefa út fjölritaða skrá með upplýsingum um stóð- hestana. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjá efstu stóðhestana I hverjum aldursflokki, og sá stóð- hestur, sem hlýtur hæstu saman- lagða einkunn hlýtur farandbikar, sem Búnaðarbankinn á Hellu hefur gefið. Stórmót Einnig var á þessum fundi tekin ákvörðun um að halda Stórmót sunnlenskra hestamanna sunnu- daginn 10. ágúst á Rangár- bökkum. Kynbótasýningar á mót- inu eru haldnar sem auka- sýningar, en eins og áður sagði eru þær heimilaðar skv. búfjár- ræktarlögum. Þarna eiga að koma til sýningar kynbótahryssur og af- kvæmahópar og er ráðgert að dómar á þeim hefjist laugardaginn 9. ágúst kl. 10.00 við Tamningar- stöðina á Hellu. Skrásetning kyn- bótahrossa þarf að hafa farið fram hjá formanni viðkomandi hesta- mannafélags viku fyrir sýningu. Mótið sjálft hefst á sunnudegin- um kl. 13.00 með sýningu kyn- Framhald á bls. 18 A þessari mynd er Anton Guðlaugsson f Vfk á Drottningu, eign Charlottu Guðlaugsson. Drottning var vaiin besti töltarinn á hesta- þingi Sindra s.l. sumar. Frá aðalfundi Sindra Hestamannafélagið Sindri hélt nýverið aðalfund sinn. Á sfðasta ári voru 25 ár liðin frá stofnun Sindra og er nú f undir- búningi að gefa út vandað afmælisrit, er geymi sögu félagsins og þeirra manna og hesta, sem hæst hefur borið á svæði félagsins, sem er Áifta- ver, Mýrdalur og Eyjafjöll. Það nýmæli var tekið upp í starfi félagsins, að félagið starf- rækti tamningastöð i Vík i Mýrdal i vetur. Tamningamað- ur var Bergur Pálsson frá Steinum og þótti mönnum starf hans gefa góða raun. Fram kom á fundinum að félagið stendur vel fjárhags- lega. Nokkuð voru skiptar skoðanir meðal fundarmanna um val fulltrúa félagsins á árs- þing L.H. Nióurstaða þessa máls varð sú, að samþykkt var að formaður félagsins skyldi sjálfkjörinn en aðrir fulltrúar væru aðeins kjörgengir í tvö ár samfelit. Það sem mestan svip setur á félagsstarfið hjá Sindra eru sameiginlegir útreiðartúrar félagsmanna. Farin er ein sér- stök félagsferð hálfum mánuði fyrir kappreiðar félagsins. En siðustu vikuna fyrir kappreiðar eru hross félagsmanna höfð á kappreiðasvæóinu í Pétursey og á kvöldin koma menn saman og fara til útreiða, reynist þá oft gleði í góðum hópi. Hefur þessi venja haldist allt frá því að Guðlaugur Jónsson f Vík var formaður félagsins, en hann vann félagsstarfi Sindra ómetanlegt gagn. A aðalfundinum var stjórn félagsins endurkjörin, en hana skipa: Sr. Halldór Gunnarsson i Holti formaður, Árni Sigurjóns- son, Vík, gjaldkeri og Vigfús Magnússon, Vik, ritari. Með- stjórnendur eru Sigurbergur Magnússon i Steinum og Siguröur Sigurjónsson i Skóg- um. Félagar i Sindra eru nú 126. Páskalilja (Narcissus pseudonarcissus) EIN glæsilegasta jurt og boð- beri hins unga vors er páska- liljan, og er hún stundum svo fljótt á ferðinni að góa er tæp- lega gengin í garð þegar fyrst fer að örla á blöðum hennar undir húsveggnum. Þegar svo ber til á hún einatt allerfiða tíma i vændum, næðirigar og nepja leika hana grátt en sjaldnast þó svo aó ekki takist henni þrátt fyrir allt að blómstra og þar með gleðja okkur meó geislandi fegurð sinni og heilbrigði. Þróttur og harðfengi þessarar laukjurtar er vafalaust aðalástæðan fyrir þvi að hún er í röð elstu rækt- uðu plantna í heimi. Ekki er þó ræktunarsaga hennar hér á landi ýkja löng, tæplega meíra en hálfrar aldar gömul. Páska- iiljur teljast til haustlauka, þ.e.a.s. þær eru lagðar i mold að haustlagi til þess að þær beri blóm næsta vor. Best er að gróðursetja þær, sem og aðra slíka lauka, snemma hausts til þess að þær nái að mynda rætur áður en frysta fer að ráði. 1 myldnum, vel framræst- um jarðvegi þrifast þær vel hér á landi og fjölga sér það mikið að þörf er að grisja þær á nokkurra ára fresti. Séu þær ræktaðar fast upp við húsveggi hættir þeim til að koma full snemma upp og með því hætta búin af frosti og kulda. Þegar blómgun lýkur og blómið visn- ar skal það brotið af leggnum til þess að jurtin eyði ekki orku i fræmyndun, heldur safni kröftum fyrir næstu blómmyndun því henni þarf plantan að ljúka af áður en blöðin fölna og hvildartiminn gengur i garð. Páskaliljur eru mjög mismunandi eftir teg- undum, en þær eru svo margar aó vart verður tölu á komió og á það jafnt vió urn liti, lögun og stærð blómanna. 1 goðafræð- inni grísku er til sögn um það hvernig páskaliljan varð til og er eitthvað á þessa leið: Meðal goðanna var ungur sveinn Narcissos að nafni. Fag- ur var hann og föngulegur en ekki laus við hégómagirni. Kvenhylli naut hann i ríkum mæli og það svo að gyðjan Ekkó dó af harmi er hún varð þess vis aö hann endurgalt ekki ást hennar. Þetta gátu goðin ekki fyrirgefió Nar- cissosi og til þess að refsa hon- um kröfðust þau þess að hann svaiaði þorsta sinum i lind nokkurri, en sem hann beygði sig niður til aó drekka og sá spegilmynd sína i vatns- fletinum varð hann svo hug- fanginn af sjálfs sin fegurð aó hann vék ekki þaðan aftur. Goðin höfðu búið honurn þau örlög að einblina á spegilmynd sína unz hann veslaðist upp og dó. En við lindina óx upp það fagra blóm sem um aldur mun bera nafn Narcissosar. HL/ÁB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.