Morgunblaðið - 22.03.1975, Page 15

Morgunblaðið - 22.03.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 15 ' Matthías A. Mathiesen fjármálaráðherra: Skattalækkanír fyrir láglauna- fólk og barnmargar f jölskyldur Hér fer á eftir ræöa Matthíasar A. Mathiesen, fjármálaráðherra i útvarpsumræóum í fyrrakvöld: A undanförnum mánuóum hafa forystumenn stjórnarandstæð- inga reynt aó telja þjóöinni trú um aö alla forystu skorti hjá ríkis- stjórninni um málefni lands og þjóöar. Hér i umræóunum hafa þeir haldið þessari iðju sinni áfram. Þeir fullyrða að ríkis- stjórnin hafi gerst sek um aðgerð- arleysi í efnahagsmálum og að hún hafi brugðist of seint við vandanum. Formaður Alþýðu- flokksins spyr hvort landið sé stjórnlaust. Þá er sagt, að ríkis- stjórnin sé afturhaldsstjórn, sem vilji skerða lífskjör almennings í þágu atvinnurekanda og braskara og sagt er, að fjárlagaafgreiðslan fyrir jól hafi verið gagnrýnisverð og niðurstaóan orðið stórfelld verðbólgufjárlög. Við skulum nú, góðir áheyrendur, athuga, hvað hæft er í þessum staóhæfingum. Að vinna traust með verkum sínum Núverandi ríkisstjórn gerði sér grein fyrir því, að þau verkefni sem hún tók aðsér aó leysa verða ekki leyst á nokkrum mánuðum né án samstarfs við þjóðina. Hún tekst því óhikað á við þau miklu efnahagsvandamál, sem að steðja, en gerir grein fyrir því að það tekur tíma að batinn komi i ljós. Stundarerfiðleika hræðist hún ekki, hún vill vinna sér traust með verkum sfnum. Hvort þaó tekst mun sjást þegar upp verður staöið. En — skortir forystu? Er landið stjórnlaust? Lítum yfir far- inn veg í rúma sex mánuði. Sl. haust var stöðvun útgerðar og fiskvinnslu yfirvofandi vegna stórfellds tapreksturs. Með skjót- um aðgerðum tryggði rikisstjórn- in óhindraðan rekstur fiskiskipa- flota og fiskvinnslufyrirtækja fram yfir áramót. Til stöðvunar kom ekki. Eftir áramótin skap- aðist á ný hætta á stöóvun útgeró- ar og fiskvinnslufyrirtækja vegna áframhaldandi verðfalls á fiskaf- urðum. Ríkisstjórnin bægði þeirri hættu frá. Verðhrun á loðnuafurðum stefndi loðnuver- tiðinni f vetur i voða og fyrir áramót töldu margir vafasamt að gert yrði út á loðnu í vetur. I dag er loðnuvertfðin orðin hin þriðja besta f sögunni, að magni til. Þannig hefur á stuttum valdaferli þessarar rfkisstjórnar þrívegis stefnt i stöðvun undirstöðuat- vinnuvega vegna gífurlegra rekstrarvandamála. Samt hefur þessi rekstur, þrátt fyrir allt, gengið óhindraður. Er þetta for- ystuleysi? Er þetta stjórnleysi? Sl. haust ríkti óvissa á vinnu- markaðnum. Vinstri stjórnin tók kaupgjaldsvísitöluna úr sam- bandi. Núverandi rikisstjórn framlengdi þá ákvörðun. Verka- lýðsfélögin sögðu upp samningum sl. haust vegna gengisbreytingar. Margir óttuðust vinnustöðvun. Eftir áramótin hafði helsti for- ystumaður sjómanna mjög á orði, að efnt yrði til sjómannaverkfalls snemma í febrúar. Hver varð niðurstaðan. Það varð ekkert sjó- mannaverkfall f febrúar. t rúm- lega sex mánaða stjórnartíð nú- verandi rfkisstjórnar hefur rfkt vinnufriður. Launafólk treystir góðvilja og réttsgni ríkisstjórnar Við hvaða aðstæður hefur þessi vinnufriður ríkt? Kaupgjaldsvísi- talan er ekki í sambandi, óhjá- kvæmileg en sársaukafull kjara- skerðing hefur orðið, yfir- vinna hefur minnkað. Hver er skýringin á þvi, að vinnu- friður hefur þrátt fyrir allt haldist á slíkum tímum? Skýr- ingin er sú, að launafólk treystir góðvilja og réttsýni þessarar rfkisstjórnar f kjaramálum við þær erfiðu aðstæður, sem nú ríkja. Þetta traust launafólks hef- ur rikisstjórnin áunnið sér meó verkum sínum. Launajöfnunar- bætur sl. haust vernduðu lág- launafólk fyrir mestu áföllunum. Skattalækkanir nú, láglaunafólki til hagsbóta, er framhald þeirrar stefnu. Forseti Alþýðusambands Islands segir, að ríkisstjórnin hafi tekið vel i hugmyndir verkalýðs- samtakanna um skattalækkanir. Er það skortur á forystu og stjórnleysi, að hafa tryggt vinnu- frið með þessum hætti við ótrú- lega erfiðar aðstæður? Og hver trúir því, að ríkisstjórn, sem hef- ur náð þessum árangri á vinnu- markaðnum sé afturhaldsstjórn, sem vilji skerða kjör launafólks til hagsbóta fyrir atvinnurek- endur. Nei, góðir áheyrendur, þessi dæmi sem ég hef nefnt um vinnufrið og snuðrulausan rekst- ur undirstöðuatvinnuvega, að ekki sé talaó um fulla atvinnu í verstu efnahagskreppu sem yfir ísland hefur gengið frá því á ár- unum eftir heimsstyrjöldina sið- ari, sýna, að í landinu situr sterk stjórn, sem hefur haft trausta for- ystu á hendi og nú þegar náð umtalsverðum árangri, stjórn, sem vill láta verkin tala og þau hafa talað sfnu máli á fyrstu sex mánuðum hennar stjórnartíðar. Er þetta aðgerðarlegsi? Okkur er borið á brýn aðgerðar- leysi i efnahagsmálum og að bregðast of seint við vandanum. Sl. haust beitti ríkisstjórnin sér fyrir gengisbreytingu, áframhald- andi vísitölustöðvun kaupgjalds og launajöfnunarbótum. Var það aðgerðarleysi? Við nýjum efna- hagsvanda eftir áramót hefur á ný orðið að bregðast með gengis- breytingu ásamt og með nióur- skurói ríkisútgjalda, takmörkun á útlánum fjárfestingarsjóða, ráð- stöfunum til að draga úr óhóf- legum innflutningi, skyldusparn- aði og síðast en ekki síst skatta- lækkunum í þágu láglaunafólks — í heild sinni ráðstafanir sem setja svo sterka hemla á efna- hagskerfið að lengra má ekki ganga án þess að atvinnuleysi vofi yfir. Svo tala menn um aðgerðarleysi. Ég svara því neitandi, að of seint hafi verið brugðist við vand- anum. Það er ekki nóg, aó stjórn- málamenn geri sér grein fyrir eðli vandans og hvernig við honum skuli bregóast. Ef skilning al- mennings skortir fara ráðstafanir í efnahagsmálum út um þúfur. Þess vegna greip rikisstjórnin ekki til þeirra ráðstafana, sem nú eru kunnar og hófust með gengis- breytingunni í febrúar fyrr en ljóst var orðið, að almenningur f landinu gerði sér skýra grein fyr- ir þvf, hversu aivarlegt ástandið var orðið. Þá fyrst var tfmi til kominn að hefjast handa. Stefnan í ríkisfjármálum 1 frumvarpi þvi, sem rikis- stjórnin lagði fram á Alþingi i dag er >gert ráð fyrir niðurskurði á útgjöldum rikissjóðs, sem nemur um 3500 milljónum króna. 1 fram- haldi af þeim ráðstöfunum, sem gerðar verða til að stemma stigu við því að öll áhrif gengisbreyt- ingarinnar komi fram sem út- gjaldaauki hjá rikissjóði, verður leitast vió að koma við frekari sparnaði i rekstri. Mun sú við- leitni ekki einungis béinast að stofnunum sem standa undir rekstrinum með beinum framlög- um úr rikissjóði, heldur einnig að fyrirtækjum, sem afla eigin tekna með sölu á þjónustu. Hafa verður vakandi auga á at- vinnuástandi og atvinnusjónar- mið sett ofarlega, þegar metið verður, hvaða framkvæmdum eigi að fresta og hverjum að flýta. Fjárlagaafgreiðslan fyrir jól hefur verið gagnrýnd. í því sam- bandi ber þess að gæta. 1 fyrsta lagi, að undirbúningur fjárlaga- gerðar hófst á sl. sumri, þegar vinstri stjórn var enn við völd. í öóru lagi, að fjárlögin hljóta óhjá- kvæmilega að endurspegla yfir 50% verðbólgu í landinu á siðasta ári. 1 þriója lagi að meginhluti útgjaldaliða fjárlaga er lögbund- inn og ekki hægt að gera þar breytingar á nema með lagabreyt- ingum. 1 fjórða lagi, að þjóðhags- forsendur hafa gerbreyst frá þvi fjárlög voru samþykkt í desember þ.e. viðskiptakjör hafa versnað mun meira en þjóðhagsspáin hafði gert ráð fyrir. Með tillögu um niðurskurð á fjárlögum nú, er leitast við að aðlaga fjárlögin ríkj- andi aðstæðum í efnahagsmálum. Sú stefna, sem núverandi ríkis- stjórn telur að fylgja beri f fjár- málum rfkisins kemur skýrt fram f því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram og mun að sjálf- sögðu koma enn skýrar fram við afgreiðslu fjárlaga fyrfr árið 1976. Að hverju bein- ist gagnrýnin? Ég hef nú farið nokkrum orðum um þá gagnrýni, sem haldið hefur verið uppi á núverandi ríkis- stjórn. Eftirtektarvert er, að hún beinist ekki fyrst og fremst að efnislegum þáttum í stefnu og störfum ríkisstjórnarinnar, heldur ýmsum formsatriðum og ytra búnaði. 1 raun og veru má segja, að eina efnislega gagnrýn- in, sem Alþýðuflokkurinn hefur haldið uppi á núverandi ríkis- stjórn sé afstaða formanns þing- flokks Alþýðuflokksins til sölu- skattshækkunar vegna Norðfjarð- ar og Vestmannaeyja. Sú gagn- rýni átti sér þó ekki meiri hljóm- grunn innan Alþýðuflokksins en svo, að aðeins tveir af fimm þing- mönnum flokksins greiddu at- kvæði á móti söluskattshækkun- inni. Hins vegar hafa forsvarsmenn Alþýðubandalagsins að einu leyti markað mjög skýra afstöðu gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. Helsti foringi Alþýðubandalagsins, Magnús Kjartansson, fyrrverandi ráðherra, hefur hafnað þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar, að bæta fyrst og fremst kjör lág- launafólks og krafist þess að hið hróplega misrétti, sem fram kom í kjarasamningunum f fyrra þeg- ar hærri tekjuhópar innan verka- lýðssamtakanna fengu margfalt meiri kauphækkun en lægri tekjuhópar, verði endurreist um- svifalaust. Þessi stefna hefur hvað eftir annað verið ítrekuð í aóalmálgagni Alþýðubandalags- ins og hefur fylgt hörð gagnrýni á helstu verkalýðsforingja úr röðum Alþýðubandalagsins fyrir að fylgja ekki þessari stefnu. Er hér um að ræða mjög athyglis- verða stefnubreytingu flokks, sem hingað til hefur talið sig helsta málsvara láglaunafólks. Lœkkun tekjuskatts Við afgreiðslu fjárlaga gerði ég grein fyrir þeim breytingum á skattalöggjöfinni, sem ríkisstjórn- in hygðist beita sér fyrir. í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar og á grundvelli þess starfs, sem unnið hafði verið i fjármálaráðuneytinu, fól ég nokkrum embættismönnum að undirbúa tillögur varðandi ein- staka þætti skattamálanna, jafn- framt þvi sem skipuð var þing- mannanefnd til þess að fylgjast með þvi starfi. Megináherzla var lögð á tillögur um lækkun tekjuskatts að upp- hæð 700 milljónir króna, sem gert hafði verið ráó fyrir með sam- þykkt fjárlaganefndar svo og sameiningu fjölskyldubóta, trygg- ingakerfisins og skattakerfisins. Með þeirri sameiningu væri stefnt að þvi að ná þeim tekju- jöfnunaráhrifum sem bótum al- mannatrygginga og tekjuskatti er ætlað að ná, skýrar og sanngjarn- ar en núgildandi löggjöf gerir kleift. Breyting á skattakerfi í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram i dag, er aö finna ákvæði hér að lútandi. Hinir hefðbundnu persónufrá- drættir ásamt hinum gölluðu ný- mælum s.l. ár um skattafslætti eru felldir nióur, þess i stað koma persónufrádrættir. Fjölskyldubætur trygginga- kerfisins og allar ívilnanir vegna barna i tekjuskatti eru sam- einaðar i einn afslátt, barna- bætur. Þessar barnabætur ganga til greiðslu á opinberum gjöldum, en að þvi marki sem þær eru hærri en þau, greiðast þær út til framfæranda. Leiðir þetta tii ein- földunar bæði fyrir hið opinbera og skattþegna, aukins réttlætis og sparnaðar í rekstri. Verði þessi breyting samþykkt, lækka fjárlög ríkisins um 1 millj- aró. Frumvarpið gerir ráð fyrir lækkun tekjuskatts einstaklinga um 850—900 m.kr. og lækkun út- svars um 360 m.kr. miðað við það að sveitarfélögum sé heimilað að leggja á 11% útsvar. Breytingar þær sem lagt er til að gera, miða fyrst og fremst að hagsbótum fyrir lágtekjufólk eins og dæmin i greinargerð frum- varpsins glögglega sýna. Hjón með 2 börn geta haft skv. tillögunum skattfrjálsar brúttó- tekjur 1216 þús., en að óbreyttum lögum 1101, þar er hækkun um 115 þús. Einstætt foreldri með 1 barn getur haft skv. tillögunum skatt- frjálsar brúttótekjur 906 þús. en að óbreyttum lögum 774 þús. mis- munur 132 þús. Eg læt hér staðar numið en hvet alla til þess að kynna sér vel þess- ar skattalagabreytingar. Með ákvæðum þessa frumvarps um lækkun skatta og heimilda til lækkunar skatta er að því stefnt að milda nokkuó þá kjaraskerð- ingu, sem þjóðin í heild fær ekki undan vikizt. Þessar úrbætur eru ætlaðar hinum tekjulágu og þá helzt barnafjölskyldunum og stuðla þannig að skynsamlegri niður- stöðu í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir. Við lifum á erfiðum timum. Ytri áföll fara saman við þaó, aö við höfum ekki kunnað fótum okkar forráð hin síóustu ár. En lengur verður ekki undan vikist að taka á vandanum. Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar tók við völdum til að veita forystu — ekki til að láta reka á reiðanum. Engum okkar sem í ríkisstjórn sitjum hefur verið það ánægju- efni að grípa til þeirra ráðstafana, sem við höfum beitt okkur fyrir að undanförnu. Við gerum okkur þess glögga grein að kjaraskerð- ingin er orðin þungbær. Okkur er ljóst, að slíkri kjaraskerðingu fylgir óánægja. Við erum reiðu- búnir að taka þeirri óánægju i fullu trausti þess, að fyrr en varir muni efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar sýna árangur i verki — árangur, sem verður þjóðinni allri til hagsbóta þegar til lengdar lætur. Umbœtur í skattamálum Afram verður unnið að skoðun skattalaganna. Vonast ég til að áður en þessu þingi lýkur, fái þaó til meðferðar ákvörðunartöku um staðgreiðslu opinberra gjalda svo og söluskatt með virðisaukasniði. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að fyrir næsta Alþingi verði lagð- ar tillögur um sérsköttun hjóna með skiptingu tekna þeirra að jöfnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.