Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 19
*
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975
19
— Stefnan
Framhald af bls. 14
sambandi við það, sem gera þarf,
3.850 millj. kr.
Gjöldin yrðu þessi:
Aukin skattalækkun kostaði rikis-
sjóð 700 millj. kr. Hækkun tekju-
tryggingar og hækkun ellilauna
mundi kosta um 860 millj. kr. Gera
má ráð fyrir, að laun rikisstarfs-
manna hækki um 800 miltj. kr. Af-
gangs yrðu þá tæplega 1500 millj.
kr , sem hægt yrði að lána launa-
greiðendum til þess að gera þeim
kleift að greiða nauðsynlega
hækkun láglaunabóta. Það mundi,
lauslega áætlað kosta 1400—1500
millj. kr. að brúa það bit, sem nú er á
milli tilboðs atvinnurekenda og
krafna launþega. sé miðað við dag-
vinnuna, það er þvi augljóst að unnt
yrði að ná endum saman með þess-
um hætti. Allar þessar tölur eru
miðaðar við heilt ár og yrðu því lægri
á þessu ári.
Þeim atriðum hugmyndanna, sem
lúta að sparnaði hjá rikisfyrirtækjum
og sveitarfélögum, einföldun i opin-
berum rekstri, lækkun fyrningar-
heimilda hjá fyrirtækjum og þvi. að
láta hlutlausan aðila ákveða launa-
kjör alþingismanna, er fyrst og
fremst ætlað að vera tákn viður-
kenningar þess, að á erfiðum timum
á hið opinbera ekki aðeins að segja
við borgarana: Nú verðið þið að
herða að ykkur ólina. heldur ganga
sjálft á undan með góðu fordæmi og
draga saman seglin. Sömuleiðis á
ríkisvaldið að knýja fyrirtækin til
aukinnar hagræðingar og hagsýni.
Fyrsta atriðið um. að rikisstjórn og
Seðlabanki lýsi þvi yfir, að gengi
krónunnar skuli nú haldast stöðugt
um fyrirsjáanlega framtið, er nauð-
synlegt til þess, að það traust
skapist i viðskiptum. sem er undir-
staða þess. að um varanlegar fram-
farir geti orðið að ræða.
Þessar hugmyndir eru settar hér
fram til þess að sýna að það er unnt
að stuðla að samningum og koma í
veg fyrir þá þjóðarógæfu, sem al-
menn verkföll hlytu nú að teljast.
Ollum mönnum, sem gerla þekkja
til, hlýtur að vera Ijóst, að tillögur
þær, sem felast í frumvarpi þvi, '
sem rikisstjórnin lagði fram i dag,
eru algjörlega ófullnægjandi til þess
að stuðla að lausn vinnudeilunnar.
En það er hægt að gera það, sem
þarf til þess að jafna ágreininginn.
Þessar hugmyndir eru settar fram i
þvi skyni að benda á færar leiðir að
þvi marki.
Alveg á næstunni verður aðfást úr
þvi skorið, hvort launþegar og vinnu-
veitendur geta náð samkomulagi.
Takist það ekki verður Alþingi að
gera nauðsynlegar ráðstafanir til
þess, að úr þvi ranglæti verði bætt,
sem láglaunafólk hefur orðið fyrir
með óbærilegri kjaraskerðingu og að
áframhaldandi atvinna og vinnu-
friður verði tryggður.
Ég tel mig hafa sýnt fram á. að
þetta er hægt. Þjóðarheildin á mikið
undir því, að þeir, sem völdin hafa
hér á Alþingi, reynist nú vanda sin-
um vaxnir. Þeir hafa heill al-
mennings í hendi sér. Nú er nauðsyn
á fullum skilningi á þvi, að undanfar-
ið hafa stórir hópar launafólks orðið
fyrir órétti. Þörf er þeirrar stjórn-
festu og þess góðvilja á vinnumark-
aðnum, að kjör láglaunafólks batni
og full atvinna haldist. öllum islend-
ingum til góðs og heilla.
— Fum og fálm
Framhald af bls. 14
komin á það stig að samninganefnd
Alþýðusambandsins hefur skorað á
verkalýðsfélög að boða verkfall viku
af april. Orsök kjaradeilunnar er
gengislækkun ríkisstjórnarinnar frá i
haust, sem verkalýðshreyfingin taldi
tilefni til samningsuppsagnar.
Úr þvi að svo er i pottinn búið, er
enn meiri ástæða en ella til að rikis-
stjórnin leggi sig fram um að greiða
fyrir samkomulagi samningsaðila, og
hefði hún mátt hefjast handa fyrr en
svo er komið að við er búið að
vinnufriður rofni. Alls er lika ósýnt,
af athugasemdum með frumvarpinu
að dæma, hvort rikisstjórnin gerir
sér nokkra grein fyrir að tillögur
hennar hafi áhrif á stöðuna i kjara-
samningunum, og þvi siður hver þau
áhrif kynnu að verða.
Tillögurnar um skattabreytinqar
eru svo margbrotnar og flóknar að
ekki er unnt að ætlast til að nokkur
maður átti sig á þeim til fulls, hvað
þá taki afstóðu til þeirra, á þeim fáu
klukkutimum sem við stjórnarand-
stæðingar höfum haft til umráða. En
i heild virðast þær ekki vega þungt,
nema fyrir fjölskyldur af tiltekinni
stærð á afmórkuðum tekjubilum.
En það stingur strax i augun, að
með þessum tillögum er enn verið að
gera breytingar á sömu atriðum
skattalaga og breytt var fyrir réttu
ári siðan i kjölfar kjarasamninga sem
þá voru gerðir. Ég tel það vera um-
hugsunarefni, bæði fyrir okkur al-
þingismenn og þá sem semja um
kaup og kjör, hvort það sé heppilegt
að breytingar á skattalögum gerist
ár eftir ár með þessum hætti. Er það
í rauninni æskilegt verkefni fyrir
verkalýðshreyfinguna, að láta kjara-
samninga snúast um það öðrum
þræði að kaupslaga við rikisstjórn á
hverjum tima um skattheimtureglur
fyrir landsmenn alla? Og er það
æskilegt fyrir þá, sem annars vegar
eiga að setja skattalög og hins vegar
framfylgja þeim, að skattkerfið verði
samningsatriði hvenær sem uppgjör
fer fram á vinnumarkaði? Ég fyrir
mitt leyti svara báðum spurningum
neitandi.
Mér virðist einsýnt að þessi háttur
torveldi beinlínis mótun heildar-
stefnu um skattheimtu sem staðið
gæti til nokkurrar frambúðar. Endur-
skoðun skattheimtu rikisins hefur
lengi verið á döfinni, og er allra mál
að verkefnið sé brýnt. En árangurinn
lætur enn á sér standa.
Skattheimta jafnharðan og tekjur
falla til er hagsmunamál skattgreið-
enda jafnt og hins opinbera, en fram-
kvæmdin vefst enn fyrir mönnum.
Söluskattur er rokinn upp í tuttugu
stig. Miklir kostir væru þvi samfara
að breyta honum i virðisaukaskatt,
en allt situr við sama ár eftir ár.
Afskrifta- og fyrningarreglur sem
nú gilda og reglur um endursölu-
gróða, gera fyrirtæki tekjuskattslaus
þótt hagur þeirra standi i raun og
veru með blóma, en þyngir að sama
skapi skattheimtu á launafólki. Þar á
ofan er þetta fyrirkomulag óflugur
hvati til verðbólgubrasks. Tillögur
um úrbætur biða heildarendurskoð-
unar skattkerfisins, sem dregst og
dregst.
Málgögn beggja stjórnarflokka,
Morgunblaðið og Timinn, hafa i
þessari viku vakið i forustugreinum
máls á þvi. hróplega misrétti sem
komist hefur inn i skattkerfið með
sérfrádrætti af atvinnutekjum giftra
kvenna, og orðið hefur til þess að
heimili þar sem fyrirvinnur eru tvær
búa við stórum léttari skattbyrði en
heimili þar sem fyrirvinnan er ein
eða»einhleypir skattgreiðendur. Hefði
nú mátt aéka að samhljóða skrif
beggja helstu stjórnarblaðanna um
þetta mál yrðu til þess að á þvi yrði
tekið, þegar ríkisstjórnin setur fram
tillögur um skattalagabreytingar. En
það er nú eitthvað annað. í frum-
varpinu með langa nafnið eru þessu
atriði engin skil gerð.
Skal þá látið útrætt um þau
ákvæði frumvarpsins sem tekjuskatt
varða. en vikið að kafla sem fjallar
um söluskattinn. Þar er sá galli á
gjöf njarðar, að ekki er um að ræða
skýlausa ákvörðun um afléttingu
þessa háa neysluskatts f nokkurri
grein. Það er á valdi fjármálaráð-
herra, hvort og að hve miklu leyti
söluskatti verður aflétt af einstökum
matvörum eða matvöruflokkum, og
virðist af athugasemdum að þar
komi einkum til greina kornvörur og
brauð, kjöt og kjötvörur, grænmeti
og feitmeti.
En þá er eftir rúsinan i pylsuend-
anum. Rikisstjórnin óskar eftir að
Alþingi veiti heimild til að fella niður
tolla af nokkrum ávaxtategundum,
sem upp eru taldar i 18. grein frum-
varpsins, en siðan kemur undarleg
romsa. Rikisstjórninni er nefniiega
líka umhugað um að fjármálaráðu-
neytinu verði heimilað að afnema
tolla af svinafeiti og alifuglafeiti, og
tekið er fram að það skuli gilda hvort
heldur þetta feitmeti er brætt eða
pressað. En þetta er bara byrjunin.
Siðan fylgir upptalning sem of langt
yrði að rekja, en þar bregður fyrir
mörgum fáseíðum varningi, svo sem
geitafeiti, sem vera má hvort heldur
óbrædd, brædd eða pressuð. nú
ellegar i einhverri mynd sem ekkert
heiti hefur á íslensku en ber alþjóða-
heitið „premier jus.". Ekki nóg með
þetta. þvi nú tekur við svinafeitis-
terin, óleósterin. svinafeitiolia og
tólgarolia, sem þó má hvorki vera
jafnblönduð, blónduð né unnin á
annan hátt. til þess að rikisstjórnin
sækist eftir að fella niður toll af
henni.
En meiri tólg er stungin. Næst
vikur sögunni að ullarfeiti, lanólini,
beinafeiti, klaufafeiti og úrgangs-
efnafeiti. Þetta er orðin löng skrá, en
þó er að minnsta kosti annað eins
ónefnt.
Þarna eru úrræði ríkisstjórnarinnar
lifandi komin. Þegar hún loks hefst
handa og lætur frá sér heyra svo um
munar, vegna þeirra dýrtiðarhol-
skeflu sem gerðir hennar jafnt og
aðgerðaleysi hafa steypt yfir þjóð-
ina, þegar vinnufriður hangir á blá-
þræði fyrir hennar sjálfrar tilverknað
og samningaumleitanir á vinnumark-
aði eru á viðkvæmu stigi. hyggst
rikisstjórnin bæta fyrir sér með þvi
að afla heimildar til að sjá landslýðn-
um fyrir tollfrjálsri geitatólg. klaufa-
feiti og úrgangsefnafeiti, ef vel
liggur á henni.
Það er grátlegt að sjá ríkisstjórn
íslands fást við svo fánýta iðju á
alvörutimum. Það sem þjóðin þarfn-
ast er ekki toilfrjáls ullarfeiti. ólivu-
olia. sólrósarolia. rapsolia, colzaolia
né mustarðsolia, svo enn sé gripið
niður i 18. grein „Frumvarps til laga
um ráðstafanir i efnahagsmálum og
fjármálum til þess að stuðla að jafn-
vægi i þjóðarbúskapnum og treysta
undirstoðu atvinnu og lifskjara."
Þessi varningur er vafalaust allur
saman þarflegur til sinna nota. en að
bjóða hann fram, þó tollfrjáls sé. i
frumvarpi undir þvi yfirlætislega
nafni sem ég var að hafa yfir. er að
rétta fólki steina fyrir brauð.
Menn ætlast til þess af ríkisstjórn
að hún beri fram markaða stefnu,
bendi á færa leið úr vanda sem að
höndum ber. Það hefur núverandi
rikisstjórn ekki tekist enn sem komið
er. Verk hennar hafa mikinn part
reynst fum og fálm, þvi miður. Og
mér er alvara, þegar ég segi þvi
miður. Hvort sem menn styðja þessa
stjórn eða ekki, er meira i húfi en
svo að meinfýsi eigi nokkurn rétt á
sér.
Tvo háseta
vana netaveiðum vantar á m/b Vestra BA
63 Patreksfirði sem er á netaveiðum.
Uppl. gefur Karl Jónsson í síma 94-1 209
og 1311.
Einkaritari
framkvæmdastjóra
Stórfyrirtæki í Reykjavik óskar eftir að ráða einkaritara fram-
kvæmdastjóra sem fyrst.
Nauðsynlegt er, að viðkomandi hafi hraðritunarkunnáttu
(enska). Til greina kemur erlendur einkaritari með starfs-
reynslu á íslandi. í boði eru há laun auk hlunninda.
Tilboð merkt „Executive 7552'sendist blaðinu fyrir 1. apríl
1975.
Bankastörf.
Banki óskar eftir
að ráða stúlkur
til almennra
bankastarfa.
Reynsla í bankastörfum æskileg. Um-
sóknir, er greina aldur, menntun og fyrri
störf, sendist Morgunblaðinu fyrir 26.
þ.m. merkt Banki 7180.
2. vélstjóra
og háseta
vantar á 200 tonna netabát frá Patreks-
firði. Uppl. í síma 94-1 332.
Hraðfrystihúsið
Skjöldur h.f.
Patreksfirði óskar að ráða háseta á neta-
báta fyrirtækisins. Uppl. í síma 94-1 305.
Óska eftir að ráða vana
raflínumenn eða
aðra verkamenn
til starfa úti á landi. Upplýsingar í síma
30126.
Skrnstofumaður
óskast nú þegar
Verzlunar- eða Samvinnuskólamenntun
æskileg. Bókhaldskunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf,
sendist blaðinu íyrir 1. apríl n.k. merkt:
„skrifstofumaður 7 1 87".
Vana menn vantar
á 64 tonna bát sem rær með net'. Uppl. í
síma 52820.
Stúlka óskast
til gjaldkerastarfa. Tilboð sendist Mbl.
fyrir mánudagskvöld merkt: „Traust
7190".
Tvo háseta
vantar á 250 tonna netabát frá Patreks-
firði. Góð kjör fyrir vana menn. Uppl. í
síma 94-1 261.
Atvinna óskast
Þrítugur maður með góða menntun óskar
eftir atvinnu strax. Allt kemur til greina.
Svar sendist Mbl. merkt: „W — 9703"
Háseta vantar
á netabát, sem rær frá Þorlákshöfn. Upp-
lýsingar í símum 99-3208 og 3256.
Hraðfrystihús
Stokkseyrar H.F.