Morgunblaðið - 22.03.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.03.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 Eiríkur Guðlaugsson frá Fellskoti - Kveðja Fæddur 20. júlf 1898 Dáinn 12. marz 1975 I dag, 22. marz, er til moldar borinn Eirikur Guólaugsson frá Fellskoti í Biskupstungum, er lézt á Borgarspítalanum hinn 12. marz s.l. eftir skamma legu. Vitaó var, aó Eiríkur hafói kennt sér las- leika um nokkurt skeiö, en fátt ættmenna hans grunaói, hve alvarleg veikindi hans voru og kom andlát hans því á óvart. Eiríkur fæddist aó Fellskoti 20. júlí, 1898, og ólst þar upp ásamt systkinum sínum. Foreldrar Ei- ríks voru þau hjónin Guðlaugur Eiríksson, bóndi i Fellskoti, og kona hans, Katrín Þorláksdóttir. Eiríkur var næst elztur tiu systkina og er hann annar úr hópnum, sem íellur frá. Eyþór dó árió 1930 á 31. aldursári. Eftirlif- andi systkini Eiriks eru: Þóra, Margrét, Þorlákur, Eirný, Guó- rún, Þórarinn, Sigríóur og Ei- ríkur yngri. Þau búa öll á höfuó- borgarsvæóinu nema Þórarinn, sem býr á föðurleifóinni, Fells- koti. A uppvaxtar- og manndóms- árum Eiríks var mannmargt á heimilinu i Fellskoti, börnin tíu eins og áður sagöi, margt vinnu- hjúa og auk þess mikill gesta- gangur vegna samgönguhátta þar í sveit á þeim tima. Eiríkur hóf almenn sveitastörf á búi föóur síns strax og hann hafói aldur og getu til. A vetrum stundaði hann sjóróóra, fyrst í Grindavík og siö- ar i Vestmannaeyjum. 1 Grinda- vík lenti hann eitt sinn í sjávar- háska, en var giftusamlega bjarg- aö. Snemma á fjóróa áratugnum hóf hann störf hjá búnaðarfélagi sveitarinnar. Fólust þau einkum í stjórnun fyrstu dráttarvélarinn- ar, sem kom í Biskupstungur. Var hún aðallega notuó til jarðabóta, plægingar og sléttunnar þýfis. Viö þessi störf vann Eiríkur til ársins 1938, en þá festi hann kaup á fyrstu vörubifreið sinni, en þær átti hann eftir aö eignast margar. Annaóist hann vöruflutninga og flutning á grænmeti fyrir gróóur- húsabændur í Biskupstungum um tveggja áratuga skeió. Sá, sem þetta ritar átti sín beztu kynni viö Eirík heitinn á þessum árum. Seint líða mér úr minni ótal feró- ir, sem viö frændurnir fórum saman, svo sem inn á afrétt á haustin og suóur á Eyrarbakka, til aó sækja hleðslusteina um sól- bjartar sumarnætur. Sem ungl- ingi varó mér fljótt ljóst, hve Ei- ríkur var barngóóur og skilnings- ríkur á þarfir barna og unglinga til leiks og starfa. Eiríkur kvænt- ist ekki og var barnlaus. Við systkinabörnin áttum hann þvi óskiptan. Eiríkur var mikill dýra- vinur og haföi hann sérstakt yndi af hestum og fallegu og vel öldu sauðfé. Eítir aó Eirikur hætti vöru- ílutningaakstri, fluttist hann til prestshjónanna að Torfastöóum, séra Guómundar Ólafssonar og frú Önnu Magnúsdóttur. Upp frá því var heimili hans aó Torfastöð- um, fyrst hjá fyrrnefndum prest- hjónum, unz þau íluttust að Skál- holti, og síðar hjá frænku sinni, Katrinu Þórarinsdóttur og manni hennar, Guðmundi Gislasyni og börnum. Eg hygg, að Eiríki væri þaó ljúft aó öllu þessu fólki væru færóar innilegar þakkir fyrir alla vinsemdina og umönnunina, sem hann varð aónjótandi hjá þvi. Mér er kunnugt um, aö systkinahópurinn frá Fellskoti var og hefur alla tíó verið sérlega samheldinn, og var Eíríkur eng- inn eftirbátur hinna að efla þessi tengsl. Ég veit, að þaó eru fleiri en systkini og frændsystkini, sem sakna Eiríks. Þaö gera eflaust margir sveitungar hans, sem áttu við hann góð og löng kynni. Marg- ir minnast greióasemi hans og lipurðar og ótal gleði- og ánægju- stunda með honum á hestbaki og á hestamótum. Ég biö Guð að blessa minningu Eiriks frænda míns, og er þakk- látur fyrir kynni okkar. Far í friði, frændi. Guólaugur Hannesson. Ég veit þaó eigi, ævin líður skjótt og er í mörgu lík og báran smáa, er rís og hneigir síðan hægt og rótt sitt höfuö vott í móðurskautið bláa. Jóh. Sigurjónsson. Mikið finnst mér vera stutt síð- an, a£> Eiríkur, sem þá var kennd- ur við Feliskot, var eini bílstjór- inn og bíleigandinn hér á stóru svæöi, en þó munu þaó vera milli 30 og 40 ár síðan ég man fyrst eftir honum. Siðan hefur margt breytzt hér í sveit sem annars staöar. Þá voru samgöngur erfió- ar og tæplega bílfært nema um aðalveg. Eiríkur eignaðist eins og fyrr segir manna fyrstur hér um slóðir vörubil og annaðist um ára- bil flutninga á ýmsum varningi til og frá Reykjavík.— Eiríkur var mikill greiðamaður, sem gott var að biðja og taldi ekki eftir sér snúningana enda notuðu menn sér það óspart á þeim árum, því að þá var ekki hlaupið í kaupstað fyrirvaralítið þó að eitthvað vant- aði. Þegar garðyrkjubændur hér í sveit tóku að framleiða grænmeti, sem koma þurfti viðstöðulaust á markað tók hann að sér þá flutn- inga og kom hann sér svo vel í því starfi, að á merkistimamótum i lífi hans gáfu þeir honum vandað- an hnakk. Þótti honum mjög vænt um þá gjöf og sagði hann mér sjálfur, að betri gjöf hefói hann ekki getað fengið. Þegar leið á ævina fór Eirikur að þreytast við aksturinn og seldi hann þá vörubíl sinn. Var hann þá nokkur sumur varðmaður sauðfjárveikivarna á Kili, en áður hafði hann lengi séð um flutninga á vistum til varðanna. Man ég þegar ég var þar vörður, að það var ætið tilhlökkunarefni, þegar von var á Eiríki, því að auk þeirra nauðsynja, sem sjálfsagðar voru, kom hann ætíð með bunka af dag- blöðum og sagði okkur nýjustu fréttir úr byggð, þvi að hann var ávallt léttur í máli og sagði vel frá. Stuttu eftir að Eiríkur hætti akstrinum réðst hann til prestsins á Torfastöðum, séra Guðm. Óla Ólafssonar, sem stundaði búskap með prestsstarfinu meðan hann sat á Torfastöðum. Undi hann hag sínum vel hjá þeim presthjónum og var þeirra önnur hönd við bú- skapinn. Sióar þegar séra Guð- mundur fluttist að Skálholti tók Guðmundur, tengdasonur Þórar- ins, bróður Eiriks, við jörðinni og dvaldi Eiríkur hjá þeim hjónum til æviloka. Eiríki var sýnt um alla skepnu- hiróingu. Atti hann ávallt góða hesta og hafði mjög gaman af þeim. Eiríkur var söngmaður góð- ur og með afbrigðum lagvíss, söng hann í kirkjukór Torfastaðasókn- ar og meðan karlakór var starf- ræktur i sveitinni var hann sjálf- sagðurihonum. Eiríkur Guðlaugsson var dreng- skaparmaöur, sem gott er að minnast. Hann átti marga kunn- ingja og góðvini. Hann var ókvæntur og barnlaus, en barn- góður og naut þess að umgangast börn og unglinga. Mun margur sakna vinar í stað, þegar hann er nú horfinn yfir móðuna miklu. Eiríkur var fæddur i Fellskoti í Biskupstungum 20. júlí 1898. Hann var sonur hjónanna Guð- laugs Eiríkssonvar og Katrínar Þorláksdóttur. Hann var næst elztur af sínum systkinum, en ég hygg, að mér sé óhætt að fullyrða að þau systkini voru sérstaklega samheldin. Nánum ættingjum og vinum sendum við hjónin samúðarkveðj- ur. Gunnl. Skúlason. Skrifað stendur: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Frá upphafi vega hefur mannin- um gengið fremur illa að fram- fylgja þessu boðorði og reyndar mörgu öðru áþekku. Oft virðist sem i brjóstum okkar standi dýpri rótum sjálfselska og eigingirni en náungakærleikur og tillitssemi. Þetta sannar sagan. Ef hið siðar nefnda sæti ávallt i fyrirrúmi, yrðu vandamál ein- staklinga og þjóða færri og smærri. Þegar Eiríkur á Torfastöðum er kvaddur hinztu kveðju, koma ofanrituð orð úr helgri bók ósjálf- rátt i hugann. Lifsganga hans var svo mjög í samræmi við þau, — þjónusta við náungann og elsku- semi. Eiríkur var fæddur í Fellskoti 20. júlí 1898, næst elztur 10 barna hjónanna Katrinar Þorláksdóttur og Guðlaugs Eiríkssonar bónda þar. Þessi sæmdarhjón áttu traust og gott menningarheimili, þar sem góðvild og hjálpsemi voru í öndvegi. Sem að líkum lætur var heimilið fjölmennt. Þar var og gestanauó mikil, en öllum var veitt af rausn. Ekki mun samt hafa verið mikill veraldarauður í garði hjá þeim hjónum, fremur en á öðrum barnmörgum alþýðu- heimilum i þá daga. En annað var þar gulli betra, auðlegð hjartans, sem ávaxtaðist vel í börnum þeirra. Það sýndi Eiríkur bezt í lifsstarfi sínu. Starfsvettvangurinn var hér í sveitinni, auk nokkurra vertíóa t Móðursystir mín, KRISTRÚN HELGADÓTTIR Austurbrún 6, lést i Landakotsspítala þann 20. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Njáll GuSnason. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður GRÍMS ÞORSTEINS THORARENSEN, Skólagerði 47, Kópavogi. Bryndls og Grímur Thoraren- sen og systkini hins látna. Úlfaraskreytlngar blómoual Groðurhusið v/Sigtun simi 36770 t STELLA JÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, Ásgarði 11, Reykjavík, lézt i Borgarspltalanum 20 marz. Aðstandendur. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR J. SIGURÐARDÓTTIR, lézt að Hrafnistu fimmtudaginn 20. marz. Dóra Jóhannsdóttir, Ellsabet Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS LILLIENDAHL, Dunhaga 15, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. marz kl. 3 e.h. Margrót J. Lilliendahl, Gustaf Liiliendahl, Anna María Lilliendahl. og börn. t Eiginmaður minn ÓSKARJENSEN, rafvirkjameistari sem lést 14 þ.m , verður jarðsunginn frá Háteigskirkju laugardaginn 22. marz kl. 10 30 f.h. Vilborg Guðsteinsdóttir. t Faðir okkar og fósturfaðir, GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. marz kl. 3 e h. Þeir sem vilja minnast hans er bent Hrafnistu. á styrktarsjóð vistmanna á Björn Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Þórarinn Guðmundsson, Karl Heiðar Egilsson. t Faðir okkar og tengdafaðir. RAGNAR KRISTJÁNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. marz kl. 10 30 Elfn Ragnarsdóttir, Matthfas Helgason, Ása Ragnarsdóttir, Guðfinnur Pétursson, Karl Ragnarsson, Erna Benediktsdóttir, Kristján Ragnarsson, Steinlaug Gunnarsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns mlns, föður, tengdaföður og afa, PÉTURS H.J. JAKOBSSONAR prófessors. Margrót Einarsdóttir, Jón Ármann Jakobsson, Hafdls Einarsdóttir, Hrefna Pótursdóttir, Bolli Kjartansson og barnabörn. t Við þökkum innilega fyrir virðingu sýnda hinni látnu og hluttekningu vottaða okkur, við útför MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR BJÖRNSON Kennurum Hlíðaskóla og félögum I leikrænni tjáningu færum við sérstakar þakkir. Fyrir hönd fjölskyldunnar Gunnlaugur G. Björnson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför frænku okkar. MARÍU B. J. P. MAACK, fyrrv. yfirhjúkrunarkonu. GunnlaugurV. Snædal, Þorsteinn V. Snædal, Elfn Briem, Elfsabet Jónsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Böðvar Jónsson, Guðmundur Jónsson, Pétur Maack Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson, Helga Þorsteinsdóttir, Elínborg Þorsteinsdóttir, Karl P. Maack, Aðalsteinn P. Maack, Viggó E. Maack, Elísabet Maack Thorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.