Morgunblaðið - 22.03.1975, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975
Piltur og stúlka
ur alvörusvipur sé á brúöinni. Er nú gengið í kirkju
og undan vígslu sunginn 309. sálmurinn í Nýju
bókinni og þegar komiö er í seinasta versið, leiðir
djákninn brúóhjónin til bekkjar; en að því búnu
tekur prestur að þylja vígsluræðuna, og hafði hann
tekið sér til umtalsefnis: „Efndanna er vant, þó
heitin sé góð!“ Ekki þóttust menn vita þess nokkur
dæmi, að heilagur andi hefði nokkurn tíma áður
talað með þvílíkum krafti og áhrifum fyrir munn
þjónustumanns síns, Tómasar prests; öll fram-
kirkjan að norðanverðu flaut í tárum; i kórnum var
þurrt og framkirkjunni sunnanverðri, en þó var þar
margur hraustur drengur, sem hitnaði um hjarta.
Sigríöur sat með samanlagðar hendur á brúöar-
bekknum, og virtist mönnum hún harla föl útlitum
og áhyggjumikil; en af Guómundi datt ekki né
draup; ekki táraóist hann, en endur og sinnum sáu
menn varir hans bærast, en fingur kvika; þeir, sem
HÖGNI HREKKVÍSI
Fljótur maður hertu þig-------
þekktu lundarfar Guðmundar, gátu þess síðar til, að
fremur mundi honum hafa það skipti flogið í hug að
telja saman jarðarhundruð Sigríðar og landskulda-
vættir en aö hann væri aó hugfesta það, sem prestur
sagði um kristilegt hjúskaparhald. Að lokinni ræðu
tekur prestur, eins og vant er, að spyrja brúðhjónin
lögspurninga þeirra, sem standa í handbókinni. Guð-
mundur svaraði þeim öllum vel og einarðlega, enda
er það lítill vandi að svara þeim rétt; því reglan er sú
að segja allajafna já til hvers, sem að er spurt. Að
svo búnu snýr prestur sér til brúðarinnar og segir:
SÖmuleióis aðspyr ég yður, virðulega yngisstúlka
Skarfarnir frá Útröst
þegar þetta nálgaðist, þá voru það bara þrír skarfar,
sem sátu á rekaviðardrumb, og um leið þaut bátur-
inn framhjá þeim. Enn sigldi hann lengi, og var nú
orðinn svo svangur, þreyttur og þyrstur, aö hann
vissi ekkert hvað til bragðs skyldi taka og dottaði við
stýrið, en allt í einu kenndi báturinn grunns. Þá var
ísak ekki seinn að opna augun. Sólin braust gegnum
þokuna og skein yfir yndislegt land, frá sjónum voru
lágir, hallandi ásar, iðjagrænir allt upp á brún, og
ísak fann svo mikinn blómailm, að ekkert líkt hafði
hann áóur fundið.
„Guói sé lof, nú er ég hólpinn þetta er Útröst,“ sagði
ísak við sjálfan sig. Beint fyrir framan hann var
byggakur, og hafði hann aldrei séð eins stór og
bústin öx, og upp miðjan akurinn lá mjór stígur upp
að húsi með grænu torfþaki, og uppi á þekju hússins
var hvít geit að bíta, og hafði gyllt horn, og júgur svo
stór sem stærstu kýr. Fyrir utan húsið sat lftill
bláklæddur maður á meis og reykti pípu. Hann hafði
skegg svo mikið, að það náði honum langt niður á
brjóst.
„Velkominn að Útröst, ísak,“ sagði hann.
„Þökk sé þlr, faðir góður,“ svaraði Isak. „Þekk-
irðu mig þá?“
„O, ætli það ekki,“ sagói karlinn, „þig langar til að
fá að vera í nótt.“
„Já, ef ég fengi það, þá myndi mér þykja vænt
um,“ sagði ísak.
„Þaö er verst með syni mína, þeir þola ekki lykt af
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
í skrifstofu blöórufyrir-
tækisins Blaðran —
óvænt atvik.
Var þaó erfiður dagur á
bílaverkstæóinu, Jón
minn?
Þaó er ekki hægt aó fá
úr því skorió hvað það er
sem hrjáir yður maður
minn, — fyrr en aó lok-
inni skurðaðgeró.
Ég er hræddur um að
tennurnar mínar séu
farnar aó gefa sig.