Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975 Rangt \ Rétt ^ Réttar stellingar Þaö cr kunnara en frá þurfi að segja, ad réttar stellingar eru nauðsynlegar við allt, sem víð gerum og geta komið i veg fyrir bakverk og önnur óþæg- indi, sem margir þjást af. Við vitum þetta öll, en það vill samt gleymast og smávægilegir hlut- ir, sem ekki kostaði mikið að lagfæra, sitja á hakanum. Ein- faldur hlutir eins og of stutt kústskaft getur t.d. orðið til þess að þegar við vinnum með því notum víð til þess ranga stöðu og handtök. Sérfræðingar telja, að við eig- um að sitja við öll þau verk, sem mögulegt er að vinna þann- ig. Varast ber að venja sig á að korssleggja fætur, þegar við sitjum. Ef lyíta á þungum hlut af gólfinu, á að beygja sig niður í hnja'num við hlutínn, sem taka á upp. Hryggurinn á að vera beinn og það má setja ann- að hnéð í gólíið til stuðnings. Siðan á að beygja sig örlitið fram, taka um hlutinn og rétta smám saman úr hnjánum og standa upp. Aldrei að beygja sig niður á gólf úr standandi stöðu og taka upp þungt. Það getur reynt um of á bakið. Það er einnig mikilvægt að bera þunga hluti á réttan hátt. Þá er um að gera að spenna ekki axlirnar, heldur reyna að hafa þær slappar, og hlutnum á að halda sem næst olnboga og deila frekar byrðinni á báöar hendur, ef hægt er. Epli með hunangi Eplin eru holuð að innan, fyllt með hnetum, rúsinum og púðursykri, hunangi hellt yfir eplin og þau bökuð. 4 epli, 50 gr. möndlur, rifinn börkur af sítrónu, 50 g rúsínur, 100 g púðursykur, 50 g saxaðar hnetur, marmelaði, 4 matsk. hunang. Skerið ofan af eplun- um og holið eplin varlega að innan með teskeið. Blandið því saman við hneturnar, sítrónu- börkinn, rúsínur sykur, möndl- ur og marmelaði. Eplin fyllt með þessu og sett í eldfast fat, hunanginu hellt yfir eplin. Bak- að í 30 min. við meðalhita. Bor- ið fram heitt með eggjamjólk eða kalt með þeyttum rjóma. Grétar Finnsson hœstaréttarlögmaður. M e Dæmt um skaðabætur fyrir slys á auga Slys á vinnustööum eru, eins og kunnugt er, all tíð. Oft ligg- ur ekki ljóst fyrir, hvor ábyrgð beri á slíkum slysum, vinnu- veitandinn eða hinn slasaði starfsmaður sjálfur. Það er megin regla, að vinnuveitandi verði aö bæta tjón á slysi, sem rekja má til þess, að eitthvað hefur reynzt áfátt við öryggis- útbúnaó á vinnustað, eóa ef slys hefur hlotizt af bilun á vélum, búnaði eða öðru, sem notað er við vinnuna. Sama gildir og, er slys hlýzt af handvöm eða mis- tökum annarra slarfsmanna vinnuveitandans. Þá er ein- staka atvinna svo hættuleg, að rétt þykir, að atvinnurekand- inn greiði hinum slasaða bætur, án tillits til þess, hvernig slysið hefur borið að hiindum. 1 mörgum tilíellum verður hinn slasaði að bera tjón sitt bótalaust. Slíkt getur átt sér stað, ef hann sjálfur er vald- ur að slysinu með eigin mis- tökum sínum, hefur til dæmis farið þveröfugt að við fyrirmæli verkstjóra í störf- um sínum eða tekið að fást við verk, sem honum var alls ekki ætlað vinna. Hið sama gildir, þegar slys verð- ur fyrir hreina óhappatil-. viljun, til dæmis, ef starísmað- ur misstígur sig og dettur á sléttu gólfi og fótbrotnar, þá á hann ekki rétt til bóta út hendi vinnuveitandans, vegna þess tjóns, sem hljótast kann af fót- brotinu. Þetta eru þær réttarreglur, sem tíðast reynir á, þegar ákvarða skal skaðabætur fyrir vinnuslys, en að sjálfsögðu kann að reyna á ýmis fleiri atriði i hverju einstöku máli og verða þau ekki tæmandi talin hér. Rétt er hins vegar að geta þess, að í stöku tilfellum hafa atvinnurekendur keypt^ sér- staka slysatryggingu fyrir starfsmenn sina, tíl greiðslu slysabóta án tillits til þess, hvernig slysið atvikast. Slíkar tryggingar er í gildi hjá sjó- mönnum, en heyra annars til undantekninga. Þær eru þó bundnar við ákveðna hámarks- upphæð og nægja því ekki i öllum tilfellum til að bæta slysatjón að fullu. I þeim tilfell- um, sem tjónið er hærra eri umrædd slysatrygging, reynir einnig á þær skaðabótareglur, sem raktar voru hér að framan, við ákvörðun slysabóta. Vinnuslys í naglaverksmidju Eins og getið var um í upp- hafi, eru vinnuslys tíð og koma mörg slik mál til kasta dómstól- anna. Fy-rir nokkru dæmdi Hæstiréttur í einu sliku máli, þar sem maður hafði meiðzt á auga við störf sín i naglaverk- smiðju á Blönduósi. Slysið varð árið 1969. Aðeins tveir menn voru að störfum i verksmiðj- unni að þessu sinni, en sá, sem stóð þar fyrir verkum, var fjar- verandi sökum veikinda. Vél, sem framleiddi naglana hafði stöðvazt sökum rafmagns- truflana og fór annar starfs- mannannna til þess að ræsa hana að nýju. Hann skýrði siðar svo frá, að við gangsetningu vélarinnar hefði orðið að hjálpa til með þvi að ýta á kasthjól hennar og teygja sig um leið i hnapp sem ræsti hana. Vióhafði hann þessa aðíerð, en um leið og vélin fór í gang hrökk úr henni nagli, sem lenti i auga mannsins. Afleiðingar slyssins urðu þær, að augað mátti heita ónýtt, og var maðurinn langan tima frá vinnu á eftir. Við meðferð þessa máls siðar kom meðal annars fram, að vél- in var hlífarlaus enda varð hlíf- um vart við komið á henni. Maðurinn hafði sjálfur engar öryggishlifar og engar slíkar hlífar til í verksmiójunni, utan eyrnahlifar, sem nauðsynlegt var að nota vegna hávaða frá vélinni. Eftir slysið var varanleg örorka hins slasaða metin 20%. Höfðaði hann siðan mál á hend- ur verksmiðjunni fyrir auka- dómi Húnavatnssýslu og krafð- ist þess, aó hún greiddi sér alls kr. 1.277.998.00. Krafan sundurliðaðist þannig: Örorku- bætur kr. 1.264.025,00 rniska- bætur kr. 260.000,00 og útlagð- ur kostnaður kr. 33.193,00 eða samtals kr. 1.557,218,00. Þar frá skyldu dragast greiðslur, sem hinn slasaði hafði fengið frá Tryggingastofnun ríkisins, kr. 279.220,00 og var þvi stefnu- krafan kr. 1.277.998,00, sem fyrr segir. Dómur undirrétlar Þann 12. maí 1973 kvað sýslu- maðurinn í Húnavatnssýslu upp dóm í málinu. I forsendum dómsins segir meðal annars: „Það virðist víst svo, að aðbúnaður allur hafi verið í góðu lagi og þetta slys sé ekki hægt að rekja beint til van- búnaðar af hálfu vinnuveit- anda. Né heldur er hægt að kenna um vanrækslu eða klaufaskap starfsmanns, þvi hann ræsti vélina á þann hátt, sem honum hafði verið kennt, nema þá helzt því að hafa ekki hreinsað naglann úr vélinni áð- ur en hann ræsti hana, en ósannað er að honum hafi verið kennt að gera það. Skaðabótaskylda atvinnu- rekanda eóa húsbónda er þvi ekki fyrir hendi sökum van- búnaðar á nokkurn hátt, né heldur veróur um hana að ræða vegna mistaka af hendi starfs- manna hans. Ekki verður held- ur séð að þessi starfsgrein sé hættuleg i sjálf sér, getur því skaðabótaskylda ekki byggzt á þeirri forsendu. Háttsemi og framferði starfsmannsins, stefnanda, virðist einnig i einu og öllu hafa verið óaðfinnanleg. Hér er því um að ræða óhappa- tilviljun. En naglinn, sem meiðslunum olli, spýttist úr naglavélinni, um það er ekki deilt. Þessi möguleiki er þvi til, að naglavélarnar geti verið hættulegar, þótt þær hafi ekki verið taldar það. Þykir því rétt að leggja skaðabótaskylduna á herðar „verksmiðjunnar", þar sem ekki er grundvöllur fyrir sakarskiptingu, þegar af þeirri ástæóu, að ekki verður séð, að um sök hjá aðilum hafi verið að ræóa.‘- Niðurstaða héraðsdómsins var þvi sú, að naglaverksmiðjan skyldi greiða hinum slasaóa kr. 408.697,00 í örorku, en það voru þær örorkubætur, sem trygg- ingafræóingur hafði reiknað út miðað við skattaframtal starfs- mannsins árið fyrir slysið. Enn- fremur dæmdi hann starfs- manninum kr. 75.000,00 í miskabætur eða alls kr. 483.697,00 að frádregnum þeim bótum, sem hann hafði fengið frá Tryggingastofnuninni, kr. 279,220,00, eða kr. 204.477,00 auk vaxta og kostnaðar. Dómur Hæstaréttar Hvorugur málsaðila undi niðurstöðu niðurstöðu héraðs- dómsins og áfrýjuðu honum báðir til Hæstaréttar. Þar var málið dæmt i vetur og segir meðal annars svo í dómsfor- sendum Hæstaréttar: „Þegar litið er til atvika slyss þessa, verður að telja, að gagn- áfrýjandi (naglaverksmiðjan) hafi eigi gætt þess, að nauð- syn bar til að starfsmenn hans bæru hlifðargleraugu eða and- litshlífar, er þeir störfuðu við gangsetningu naglageróarvélar þessarar, og ósannað að slík tæki hafi verið til afnota í verk- smiðjunni á þessum tíma. Þá veróur að telja það óvarlega vinnuaðferð að taka í kasthjól vélarinnar um leið og hún var ræst, svo sem aðaláfrýjandi (starfsmaöurinn) gerói og virð- ist hafa verið kennt. Að svovöxnu máli þykir verða að leggja á gagnáfrýjanda alla fé- bótaábyrgð á tjóni aðaláfrýj- anda af slysi þessu.“ Örorkubætur „Stefán Guðnason trygginga- yfirlæknir mat örorku aðal- áfrýjanda vegna slyss þessa 12. desember 1970. Taldi hann, að örorka aðaláfrýjanda hefði ver- ið 100% frá slysdegi til nóvemberloka 1970, en eftir það varanleg örorka 20%. Guðjón Hansen trygginga- stærðfræðingur hefur siðan hinn 4. september 1972 reiknað með líkindatölum örorkutjón aðaláfrýjanda meðað við slys- dag. Séu tekjur aðaláfrýjanda árið 1969 lagðar til grundvallar, telst tryggingastærðfræðingn- um til, aó tjón aðaláfrýjanda vegna timabundinnar örorku nemi kr. 95.591,00 og tjón hans vegna varanlegrar örorku kr. 313.106,00. Sé-hins vegar miðað við dagvinnutekjur iðnverka- manna, séu samsvarandi fjár- hæðir kr. 172.276,00 og kr. 564.288,00, en kr. 317.452,00 og kr, 1.113.439,00, sé miðað við algengar verkamannatekjur. Er hér reiknað með 7% árs- vöxtum, en ekki tekið tillit til lífeyrisréttinda. Samkvæmt gögnum málsins námu framtaldar vinnutekjur aðaláfrýjanda árið 1965 kr. 19.330,00, áríð 1966 taldi hann engar tekjur fram, árið 1967 taldi hann vinnutekjur sínar kr. 37.400,00, árið 1968 kr. 51.438,00 og árið 1969 kr. 75.834,00. Ekki hafa komið fram fullnægjandi gögn um vinnutekjur aðaláfrýjanda eftir slysið. Þegar til alls þessa er litið og annars þess, er hér skiptir máli, þykja bætur til aðaláfrýjanda samkvæmt þessum lið hæfilega Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.