Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975 listasprang Eftír Arna Johnsen og hug- eiga svolítið við það sem ég er að gera í dag. Eitthvað sem ég hef verið með í huga og sýnir ef til vill aðdragnadann að þessu sem nú liggur fyrir eða hvað maður á að kalla það. Stór hiuti af verkunum eru frá síðasta ári og það sem af er þessu, en einnig er töluvert frá '71, '72, '73, eða síðan ég fluttist hingað. Megnið er þvi unnið hér i Hulduhólum'' Á sýningu Steinunnar eru vasar, veggskildir, myndir, veggskildir fyrir kertalog, blómapottar, smá- vegis af hlutum til heimilisnota, en flest er þó beinlínis listgripir. Steinunn vinnur verk sin i leir út frá náttúrufyrirbærum og einn- ig út frá eigin hugmyndum, sumt er leikur að efni og oft spinnast inn í bein áhrif frá náttúrufyrir- brigðum. í vösum hennar, sem eru margir með þvi stærsta sem unnt er að gera með hinni árþúsunda gömlu leirkeratækni, eru form fjalla og annars landslags á íslandi og ósjaldan eru t.d. Esjan og Snæ- fellsjökull yrkisefni hennar. í mál- verkum, höggmyndum og jafnvel húsagerð á íslandi eru ósjaldan áhrif frá íslenzkum fjöllum, og með listmunum sínum ryður Steinunn braut nýrri stefnu í ís- lenzkri list með sérstæðri leir- vinnu sinni. Á sýningunni eru m.a. 9 stef um Snæfellsjökul, vasi sem varð til eftir göngu að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar, en í vas- anum hríslast fossar í veggjum. Gipsportrett sýnir Steinunn, marga hluti með fígúratívum fyrir- myndum, bæði í vösum og öðrum hlutum, oft skrýtin andlit, blóm, þang eða form sem minna á leik vinds og vatns að föstu efni. „Tæknin, sem þessi leirvinnsla byggist á," sagði Steinunn, ,,á sér hefð alla leið aftur i steinöld, bæði hvað snertir pottformið og tækn- ina. Þessi verk á sýningunni eru þó unnin á margan hátt, rennd, handhlaðin og gerð með blandaðri tækni. Stærstu hlutirnir eru þó byggðir upp án rennibekks." Sýning Steinunnar er opin i Kjarvalsstöðum til 13. apríl, en hún er opin daglega nema mánudag frá kl 16 — 22 og á laugardögum og sunnudögum frá 14—22. Stór leirvasi með formum, sem listamaðurinn sækir i gömlu góðu Esjuna. Náttúru: mynda- flug í leir- munum Steinunn Marteinsdóttir leirkera- smiður sýnir í Kjarvalsstöðum STEINUNN Marteinsdóttir leirkera- smiður, sem nú heldur yfirgrips- mikla sýningu á verkum sínum í Kjarvalsstöðum er fædd í Reykjavík 1936, dóttir Kristínar Bjarnadóttur bókavarðar og Marteins Guðmunds- sonar myndhöggvara Hún braut- skráðist úr MR 1955, nam við Handíða- og myndlistarskóla íslands 1 956— 1 957, síðan við Hochshule fur Bildende Kunst í Vestur Berlin frá '57 — '60 með leirkerasmíði sem aðalfag Hjá Glit vann hún í ár eftir að hún kom heim, en síðan setti hún upp eigið leirkeraverkstæði, sem hún rak í 5 ár og á þeim árum tók hún þátt í samsýnmgum innan lands og utan A árunum '67 — '73 rak Steinunn fjölmenn námskeið í leir- kerasmíði fyrir almenning, en siðan hefur hún unnið að mestu að þessari sýningu. „Þetta eru keramikhlutir allt frá 1960, rétt eftir að ég kom heim frá námi," sagði Steinunn Marteinsdóttir þegar við röbbuð- um við hana heima í Hulduhólum um sýningu hennar í Kjarvalsstöð- um þar sem hún sýnir á 5. hundr- að verka, flest frá þremur síðustu árum. „Mér fannst ég þurfa að taka nokkur sýnishorn með frá þvi ég rak keramikverkstæði og seldi," hélt Steinunn áfram," rétt til þess að sýna þróunina, sýna hvað mað- ur er orðinn hundgamall i faginu, að maður stekkur ekki út í heim- inn i einu skoti. Ég hætti keramik framleiðslu fyrir markað 1967 og byrjaði þá að lialda námskeið, en síðan hef ég ekki selt hluti og ekki látið neitt frá mér. Á námskeið unum var ég þó alltaf með puttana i þessu meira og minna, en síðan í ársbyrjun 1974 hef ég eingöngu unnið að þessari sýningu og á henni eru um 440 verk með þeim 19 teikningum sem eru á sýning- unni. Felstar teikninganna eru unnar með tilliti til leirverkanna. Eins gerði ég það að gamni minu að taka nokkrar teikningar, sem Einn af vösum Steinunnar Fyrirmyndin er sótt í Snæfellsjökul Veggmyndir úr leir. (Ljósmyndir Mbl. Friðþjófur) Gólfvasi Bíll til sölu! Hillman árg. '69 mjög góður bill. Uppl. í síma 81 503. Mótatimbur óskast til kaups. Má verða óhreins- að. Upplýsingar I sima 2 5193. Vauxhall Viva de Lux árgerð 1974 (mai), ekin 15.000 km. Mjög hagstætt verð. Simi 85358. Mulningsvél Vil kaupa litla mulningsvél með keflabrjót. Upplýsingar i síma 37903 kl. 12 — 13 og 19 — 21. Bátavél 20—30 ha. bátavél með skrúfu- búnaði óskast. Upplýsingar I sima (91)-66294 milli 1 8 og 20 næstu daga. 18 ára norskur piltur óskar eftir atvinnu á íslandi, helzt i Fteykjavik. Talar ensku og norsku. Reynsla i eldhússtörfum, land- búnaðarstörfum o.fl. ODDBJÖRN LADE, 6220 STRAUMGJERDE, NORGE. Raðhús til leigu Nýtt raðhús á Seltjarnarnesi til leigu í 2 til 3 ár frá 1. júlí n.k. Húsið er 1 40 fm 4- 60 fm bílskúr, 3 svefnherb. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Raðhús 7368 ". Sjómenn Matsvein og háseta vantar á neta- bát, sem rær frá Þorlákshöfn. Símar 34349 og 30505. Garður Til sölu nýtt einbýlishús 1 34 ferm. skipti á íbúð í Hafnarfirði mögu- leg. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Kefla- vík simar 1 263 og 2890. 2ja—3ja herb. ibúð óskast til leigu fyrir 1. september. Upplýsingar i síma 17912 milli kl. 1 9 — 20 í kvöld og næstu kvöld. Keflavík Til sölu 3ja herb. ibúð við Faxabraut efri hæð. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns Vatnnes- vegi 20 Keflavik, simar 1263 og 2890. Franskar MÁLVERKAEFTIRPREIMT ANIR til útsaums. Hannyrðaverslunin Erla, Snorrabraut 44. Keflavik Til sölu parhús við Hátún, sam- liggjandi stofur 4 herbergi. Fast- eignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnesvegi 20, Keflavík, sími 1263 og 2890. Til sölu oliuketill m/brennara, dælu o.fl. Upplýsingar i síma 43643 eftir kl. 2 1 á kvöldin. Sumarbústaðaland Til sölu sumarbústaðaland í Grímsnesi 1 ha að stærð. Upplýs- ingar í síma 40851 eftir kl. 5 á daginn. Landrover diesel árg. '66 til sölu. Uppl. i síma 93-7178. Traktor65 hestafla 1970 til sölu. Er með ámoksturstækjum. Lítið keyrður. Verð 400.000.00 Simi 42435 eftir kl. 1 8. Hey til sölu Upplýsingar i Belgsholti í Mela- sveit, sími 93-2111. Ford Trader dísel vörubíll 1966 til sölu. 5 tonna með sturtum á nýjum dekkjum. Lítur mjög vel út. Sími 42435 eftir kl. 1 8. Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu. Stærð 100—150 fm. Upplýsingar i síma 38781. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu 2ja herb. Ibúð, helzt nálægt miðborginni. Uppl. í síma 81573. mnRCFRLDRR mÖCULEIKR VÐRR Ég þakka öllum ættingjum og vinum er sýndu mér vináttu og h/ýhug á 70 ára afmæh mínu 1. apríl s/. Haraldur Kristjánsson, Grænuh/íd 22. Góð bújörð Jörðin Kirkjuból í Norðfjarðarhreppi, S-Múl. er laus til ábúðar eða sölu á næstu fardögum. Á jörðinni eru eftirtaldar tyggingar: íbúðarhús ca 80 fm, tvær hæðir. Fjós fyrir 26 gripi, hlaða (súgþurrkun) með innbyggðum votheysgeymslum og sambyggðu mjólkurhúsi og geymslu. Nýiegt rörmjaltakerfi. Fjárhús fyrir 210 fjár ásamt hlöðu (súgþurrkun) Uppl. hjá Einari Ólafssyni simi 40382.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.