Morgunblaðið - 05.04.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.04.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRlL 1975 eftir R AGNAR BORG Um gull- peninga, gullverð og fleira Efst: LandhelgispeninKurinn frá 1972 18 karöt, 20 grömm. 1 miOiö: Þjóöhátíöarpeningurinn, 10.000 krónur, frá 1974, 15,5 grömm, 900/1000 gull. Neóst: lleimsmeistaraeinvfgió í skák, minnispeningur 2. serfa. 22 karöl gull, 20 grömm. Peningur þessi selst nú fyrir um 20.000 krónur. Serían kostaói up^t runalega 10.900 krónur. llió virta brezka timarit „The Eeonomist" getur þess nýlega, aö gullverö hafi verið þetta frá 117 til 197 dollarar fyrir úns- una. Er ég rak augun í þetla fór ég aó velta því fyrir mér hvern- ig væri nú háttaó veróinu á nokkrum gullpeningum, sem slegnir hafa veriö og gefnir út hér á landi á undanförnum árum, ef reiknaó væri aóeins meó verðmæti þeirra i gulli. Söfnunargildi og annaö væri sett til hlióar. Skyldu pening- arnir ekki standa alveg fyrir sínu, meö vöxtum og vaxtavöxt- um? Eg veró að játa, aó útreikn- ingurinn á þessu er ekki alveg eins auóveldur og sýnist i fljótu bragói. Þess er fyrst að geta, að ekki er alveg hreint gull i gull- peningunum. Þeir eru þetta frá 18 til 22 karöt. Gullúnsan, Trjóu únsan, er 21,1035 grömm (avoirdupoids únsan er 28,3495 grömrn. Hún er ekki notuð við vigtun á gulli). Ein Trjóu únsa eru 480 grain og eitt grain eru 64,8 milligrömm. Eitt karat, metrískt, eru 200 milligrömm. Hreint gull er 24 karöt. Ég reiknaði svo út, að gullpening- urinn, sem Seðiabankinn gaf út á síðastiiðnu ári, 10.000 krónu peningurinn, og er 15,5 grömm að þyngd, að 900/1000 hlutum gull, myndi vera 11.943 krónu virði 1 dag, miðað við guliverð 178 dóllara á únsuna og gengi dollars kr. 149,60. Þessi pening- ur var seldur á 10.200 krónur fyrir ári siðan og hefir því gefið af sér um 17 prósent vexti á ári, ef reikna má með því að fá fyrir hann þessar 11.943 krónur. Þess ber þó aó geta, sem flestir vita, að þessi peningur er i miklu meira verði sem safn- gripur. Hér innanlands er hann keyptur á 24.000 krónur og enskan myntsala sá ég um dag- inn auglýsa eftir honum og vildi láta fyrir hann 80 sterlingspund, sem eru í dag eitthvað um 29.000 krónur. Margir voru þeir, sem hugðu gott til glóðarinnar, er skák- keppnin mikla fór hér fram. Menn rekur kannske minni til þess, að þá voru gefnar út 3 seríur minnispeninga. Kopar, silfur og gullpeningur i hverri seríu. Voru peningar þessir seldir á yfirverði, til að stand- ast hluta af þeim mikla kostn- aði, sem varð, vió þetta skákein- vigi aldarinnar. Þeir voru margir, sem keyptu nokkur sett, í þeirri von, að þau myndu brátt verða eftirsótt af söfn- urum um allan heim. Sú von hefir brugðist flestum, hingað til. Þvi er nefnilega öðruvisi farið með medalíur og mynt, að myntin er alls staðar skráð vegna þess að hún hefir verð- gildi. Minnispcningar aftur á móti hafa ekki verðgildi og er þvi undir hælinn lagt hvort þeir eru skráðir eða ekki. Það eru til sérstök tímarit, sem skrá og selja minnispcninga, þ.e.a.s. geta um verðmæti þeirra á hverjum tíma, og oft koma minnispeningar á uppboð hjá félögum myntsafnara og hjá kaupmönnum. Ég fyrir mitt leyti held að verðmæti minnís- penings fari mest eftir því hve vænt manni þykir um pening- inn. En það var nú ekki þetta, sem ég ætlaði að skrifa um heldur hitt að skáksettin, þótt dýr hafi verið upphaflega og hafi ekki verið seld mikið manna í milli, eru í dag orðin nokkuð mikils virði. Með lækk- andi gengi krónunnar og hækk- andi gullverði getur verið, að skáksettin standi alveg fyrir sínu. Það er því iíklegt, að þeir, sem ekki kæra sig um að eiga þessi sétt sem safngripi, og fá ekki það verð sem þeir vilja með sölu á þeim til annarra safnara, geti nú fengið sæmi- legt verð fyrir peningana hjá gullsmiðum, sem bræða þá upp. Menn skyldu alls ekki taka orð mín of bókstaflega og hlaupa til og selja þessi sett til bræðslu. Þetta er bara skrifað i þeim tilgangi, að benda mönnum á, að gullið hefir haldið áfram að stíga og krónan hefir lækkað í verði. Þótt mönnum hafi fund- ist þeir kaupa dýrt i upphafi, voru kaupin ekki eins mikil feilspekúlasjón og síðar virtist. Söfnunargildi peninganna er minna en ætlað var, en verð- gildið hefir stigið í málmunum. Gullið i peningunum er nefni- lega gott, 22 karöt, og sterling silfur í silfurpeningunum. Nú og hvað þá með gutlið í framtíðinni. Heldur það áfram að stíga? Ég hefi engan ómerk- ari fyrir mér, en sjálfan Harry Schultz, fjárfestingarráðgjafa i Amsterdam. Samkvæmt viðtali við hann, i alþjóðaútgáfu The Journal of Commerce hinn 3. marz síðastliðinn, spáir hann því, að gullverð fari upp í 250 til 300 dollara, únsan, á seinasta ársfjóróungi þessa árs. Harry gerir ráð fyrir því að hin mikla verðbólga í Bandaríkjunum og önnur atvik í heimsmálunum muni stuðla að þessu. Það er líka óþarfi að farga þeim is- lenzku gullpeningum, sem eru svo til nýkomnir í umferð, en þetta verður hver og einn að gera upp við sig. Fundur verður hjá Myntsafn- arafélagi íslands i Templara- höllinni laugardaginn 12. apríl, þ.e. á laugardaginn kemur. Uppboðið verður með merkara móti. Koma þar fram vörur og brauðpeningar, Náttfarapen- ingarnir báðir, Alþingishátíðar- sería og verður hver peningur seldur fyrir sig, 20 krónu gull- peningur, danskur frá 1873 og auk þessa peningar frá Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Þýzka- landi. Peugeot 604. Bílasýn- ingin í Genf BÍLASYNINGIN, sem haldin er árlega í Genf, er nú nýafstað- in. Hún hefur smátt og smátt öðlast hærri sess i heimi bíla- sýninganna og er nú á góðri leið með að verða mikilvægari en haustsýningarnar en þær eru í Paris, London og Tórinó. Á sýn- ingunni nú voru margir nýir bílar sýndir i fyrsta sinn og má það kallast allmerkilegt þar eð mikið hefur verið rætt um erfióleika bilaiðnaðarins undanfarið. Heiðurssætið myndi, ef í boði væri, væntanlega hljóta hinn nýi Rolls Royce Camargue, sem á að vera fullkomnasti lúxus- bíll, sem völ er á í heiminum í dag. Þó margir ímyndi sér enn að Rolls Royce sé ávallt ekið af einkabílstjóra er hinn nýi Camargue sagður spennandi í akstri fyrir þá sem um það hugsa. A hinum enda verðlist- ans var svo Vauxhall Chevette sýndur i fyrsa sinn, en um hann var rætt i bílaþætti fyrir skömmu. Alls konar stórglæsilegir sportbilar voru að venju mjög áberandi Ferrari Dino, Maserati Merak, Lancia Beta Monte Carlo, Alfa Romeo og margir fleiri. Renault-verksmiðjurnar frönsku sýndu nýjan lúxusbil 30TS, sem er meó V6 vél, 2664 rúmsm. sem er einnig notuð af Peugeot og Volvo. Nýr Peugeot 604 kom skemmtilega á óvart. Hann er með vélina að framan og afturdrifinn og er lengri og þyngri en Renaultinn en með samskonar V6 vél. Volkswagen verksmiójurnar kynntu enn einn bílinn, VW Polo. Hann er með 900 rúmsm vél, sem er að framan, liggur þvert og drífur framhjólin. Ameríkanar sýna m.a. AMC Pacer, sem er nokkuð óvenju- legur útlits en þykir breiður. Honum hafa áður verið gerð nokkur skil hér. Á sýningunni gat einnig að líta margs kyns boddýhönnun, „pínubíla" og mikið safn af kappakstursbílum. br.h. Tilraunir með aukið öryggi bíla verða sffellt yfirgripsmeiri og fleiri og fleiri framleiðendur hafa smfðað „tilraunaöryggisbfl". Hér sést bfllinn frá Renault á því sviði, Penault BRV. BRV stendur fyrir Basic Research Vehicle.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.