Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRlL 1975 15 Fred Cramer. einn af varaforsetum bandaríska skáksambandsins. Dr. Euwe hefði get- að beðið til 1. júní nk. — með að lýsa Karpov heimsmeistara „NU VERÐUR ekki aftur snúið,“ sagði Fred Cramer, einn af varaforsetum banda- rfska skáksambandsins, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær og spurði hann álits á þvf, hvernig farið hefði um heimsmeistarakeppnina í skák. „Dr. Euwe, forseti skák- sambandsins, hefur blásið f dómaraflautuna og við þvf er ekkert að gera úr þessu. Hann átti um það að velja, þegar til- skilinn frestur til 1. aprfl var útrunninn, að lýsa Karpov heimsmeistara strax eða bíða með það allt til 1. júní nk. og hann beið sannarlega ekki boð- anna.“ Cramer sagóist sjálfur hafa átt þátt í samningi reglugerðar, þar sem sagði, að forseti FIDE gæti frestað því til 1. júní að fella úrskurð um heims- meistaratitilinn, ef annar hvor keppenda í einvíginu um titil- inn væri ekki búinn að tilkynna þátttöku fyrir 1. april. „Dr. Euwe sagðist í janúar sl. ætla að heimsækja Bobby Fischer og tala við hann en gerði þaó aldrei, það hefði hann getað gert nú til að bjarga einvíginu. Það vekur furðu mína, hve fljótt hann kvað upp úrskurð sinn, sérstaklega þegar þess er gætt, hve lítill ágreiningurinn milli FIDE og Fischers var í raun og veru. FIDE gaf eftir um 95% og hefði vel getaó gengið svolitið lengra. Sam- bandið lét undan með að fjöldi skáka yrði ótakmarkaður og að jafntefli skyldu ekki gilda, eins og Fischer vildi. Það sem FIDE nú hefur farið fram á er, að hann verji heimsmeistaratitil- inn án nokkurrar forréttinda- aðstöðu, sem alltaf hefur einhver verið, jafnvel i Reykja- vik, ef ieikar þar hefóu farið 12 v gegn 12 v hefði Spassky haldið heimsmeistaratitlinum. Nú áttu Fischer og Karpov að tefla á fullkomnum jafnréttis- grundvelli rétt eins og Fischer væri alls ekki heimsmeistari. Allt frá því fyrsta heims- meistarakeppnin var haldin árið 1886,“ hélt Cramer áfram, ,,og fram til ársins 1948, er FIDE tók við skipulagningu hennar, var gert ráð fyrir for- réttindaaðstöðu héims- meistarans og oftast i því formi, að áskorandinn þyrfti 10 vinn- inga gegn 8 til að vinna keppn- ina. Og það vildi Fischer að yrði tekið upp aftur. I flestum íþróttagreinum er gert ráð fyrir, að heimsmeistari hafi einhverja forréttinda- aðstöðu, i hnefaleikum til dæm- is eru sýnu hærri fjárupphæðir greiddar til heimsmeistarans en áskorandans, en í skákinni er það svo að sigurvegarinn hlýtur hærri upphæð." Þér eruð þá sýnilega óánægð- ur með hvernig FIDE hefur haldið á þessu máli? „Já, ég er það — og ég tel okkur heldur ekki hafa unnið nægilega vel að þessu máli sér- staklega af því aó atkvæða- greiðslan á FIDE-fundinum stóð svo tæpt, það munaði svo litlu að við fengjum aðra keppni, annan heimsviðburð eins og keppnin í Reykjavík varð. Ég tel Fischer hafa verið skáklistinni mikill fengur og einvígið á íslandi var henni ómetanleg lyftistöng. Það var á forsíðum heimsblaðanna vikum saman og allra augu beindust að því, sem var að gerast í Reykjavík, skákin fékk þar meiri auglýsingu en nokkru sinni hefði verið hægt að kaupa henni fyrir peninga. Það hrygg- ir mig því, hvernig komið er.“ Cramer kvaðst ekki hafa haft samband við Fischer eftir að dr. Euwe kvað upp úrskurð sinn og ekki vita hvað hann mundi nú gera. Hann gæti að sjálfsögðu tekið þátt í næstu heimsmeistarakeppni og gengið beint inn i áskorendaeinvígin. Aðspurður, hvort hann teldi að Fischer hefði e.t.v. ekki ýkja mikinn áhuga á þvi að tefla framar opinberlega, kvaðst Cramer sannfærður um að sá áhugi væri enn fyrir hendi. „Þó svo hann tefli ekki opinberlega, heldur hann áfram að hrærast i skákinni, hann teflir mikið við vini sína og hefur unnið ósleiti- lega að skákathugunum á sl. ári,“ sagði Cramer að lokum. Erfðaskrá Onassis opnuð með leynd Aþenu 4. apríl. AP. ERFÐASKRÁ milljónamærings- ins Onassis hefur verið opnuð og efni hennar kynnt allra nánustu erfingjum að því er gríska blaðið Ta Nea sagði f dag. Heimildir blaðsins höfðu fyrir satt, að erfða- skráin hefði verið opnuð með hinni mestu leynd og með öllu væri óvfst, að erfingjar Onassis myndu gefa yfirlýsingu um ná- kvæma skiptingu hinna miklu auðæfa. Christina Onassis er nú að sögn á Bahamaeyjum sem gestur Goul- andirs-f jölskyldunnar, en talið er að hún muni giftast Petros Goulandaris áður en langir tímar Ifða. Danir lækka forvexti Kaupmannahöfn 4. apríl. Reuter. DANMÖRK lækkaði i dag for- vexti úr 9% í 8%, aó því er til- kynnt var i dag og gengur vaxta- lækkunin i gildi frá og með mánu- degí. 9% vextir hafa verið í gildi i Danmörku síðan í janúar, en höfðu áður verið 10%. Edmond Edmondson. forseti bandaríska skáksambandsins: Hugsa að sumir FIDE-full- trúar nagi sig í handarbökin — en nú horfum við fram, ekki aftur — EDMOND Edmondson, forseti bandaríska skáksambandsins, sagðist vera önnum kafinn við að leita að nýju heimsmeistara- efni, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær. Við verðum hvarvetna að leggja áherzlu á að kenna unga fólk- inu að tefia skák og rækta góða hæfileika. Það er aldrei að vita hvenær né hvar nýjar stjörnur taka að skfna. Aðspurður, hvort hann gerði sér þá ekki vonir um að næsta heimsmeistara- efni yrði viðráðanlegra en fyrr- verandi heimsmeistari» sagði Edmondson: „Það er nú það — verði hann viðráðanlegri, verð- ur snilligáfan kannski ekki nógu mikil — En gamanlaust, ég er sannfærður um að ein- hversstaðar er einhver tólf ára snáði að sigra alla gömlu skák- mennina f félaginu sfnu. Innan fárra ára verður hann orðinn áskorandi f heimsmeistara- kcppni. Um þetta eigum við að hugsa núna, horfa fram en ekki aftur.“ 1 Aðspurður hvort hann væri vonsvikinn yfir þvi hvernig mál þetta hefði farið innan FIDE ságði Edmondson: „Að vissu leyti er ég vonsvikinn, já, þvi að ég tel, að margir fulltrúarnir á FIDE-fundinum hafi verið þeirrar skoðunar, að Fischer væri ekki full alvara; þeir trúðu mér ekki, þegar ég sagði þeim, að hanp mundi alls ekki tefla nema reglunum væri breytt. Ég hugsa að færi fram atkvæðagreiðsla innan FIDE i dág, yrðu úrslitin öóru visi og að þá ýrði gengið að kröfum Fischers. Þvf að nú vita menn að honum var alvara. Ég hugsa, að þó nokkrir fulltrúanna nagi sig i handarbökin." Framhald á bls. 18 tss*t Flokkarnir sam- þykktu úrslitakostina Lissabon 4. apr. AP. HELZTU stjórnmálaflokkarnir f Portúgal samþykktu f dag að sam- in yrði stjórnarskrá fyrir landið, þar sem hernum yrði veitt vald til að fara með öll mál í landinu næstu 3—5 árin. Hafði herinn gefið flokkunum frest til að tjá sig um málið 48 klukkustundum áður. Stjórnmálaflokkarnir fallast á að enda þótt þeir fái að starfa áfram, verði það nánast til málamynda og þær kosningar sem fram eiga að fara muni engu breyta og verða fremur skoðana- könnun en kosningar, þar sem herinn hefur óbundnar hendur af niðurstöðum þeirra kosninga. Þrjár vikur eru nú til kosning- anna í landinu, sem áttu að verða fyrstu frjálsar kosningar þar um árabil. Ákveóið hafði verió að kosningar yrðu haldnar, þó svo að stjórnmálaflokkarnir hefðu ekki samþykkt úrslitakosti yfirmanna hersins i Portúgal. Byltingarráð- ið, sem er eins og annað undir yfirstjórn hersins, mun kjósa sér- stakt 240 manna ráð og mun það í samvinnu við væntanlegt þing — sem verður þó áhrifalaust i öllum meginatriðum — kjósa forseta landsins. Ekki er tekió fram aó hann eigi að vera úr röðum her- foringja, en talið nær öruggt að svo verði. Makaskipti Einbýlishús eða raðhús í smiðum óskast í skiptum fyrir góða 4ra herb. íbúð í Árbæjarhverfi. Sameign fullfrágengin. Geymsla og þvottahús á hæðinni með íbúðinni. Tilboð merkt: „Makaskipti — 7209 leggist inn á afgr. Mbi. fyrir þriðjudagskvöldið 8. apríl. 9. Háskólatónleikar verða haldnir í dag kl. 3 í Félagsstofnun stúdenta. Manuela Wiesler flautuleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari leika. Tónleikanefnd Háskólans. Nauðungaruppboð 2. og síðasta sem auglýst var í 53, 56 og 57 tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 á m/b Fram GK 328 þinglesin eign Haralds Hjálmarssonar fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. ápril 1975 kl. 14.00 eftir kröfu Björgvrns Sigurðssonar hrl., TryggingarstofnUnar ríkisins ofl. Bæjarfógetinn i Grindavík. ■Málaskóli 2 - 69 - 08- Lestrardeildir undir landspróf ★ íslenzka, danska, enska, stærðfræði og eðlisfræði. jr í nýju umhverfi næst oft ótrúlega góður árangur undir handleiðslu reyndra kennara. Kennslan hefst 1 0. april. Kennslutilhögun er í samræmi við próftöfluna. Skólinn er til húsa í Miðstræti 7. Miðstræti er miðsvæðis. L2 - 69 - 08__HalldórsJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.