Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1975 Eitt verkanna á sýningunni Islenzk grafík í Norræna húsinu Eélagsskapurinn íslenzk graffk opnar f dag, laugardag, sýningu á rúmlega 80 grafíkmyndum f Norræna húsinu. Á sýningunni eru verk 13 félagsmanna, auk fjögurra gesta. Þar á meðal er Rune Grönjord frá Svfþjóð, en hann er jafnframt sá eini sem sýnir litograffur. íslenzk grafík var stofnuð árið 1969 og hefur tekið þátt f fjölda sýninga, aðallega með Norræna graffkbandalaginu, sem heldur sýningar annað hvert ár. Á lista- hátíð 1972 stóð félagið að sam- norrænni sýningu bandalagsins í Norræna húsinu. Sýningin verður opin frá 5.—14. aprfl frá kl. 14 til 22 dag- lega. Sovézk lista- verk til USA Moskva 4. apr. Reuter. FJÖRUTIU af þekktustu mál- verkum sem varðveitt eru í Len- ingrad verða send á sýningar víðs vegar um Bandarikin i júlí- mánuði og verður það farandsýn- ing í sex mánuði. Mörg listaverk- anna hafa aldrei verið látin úr söfnum áður til sýninga i útlönd- um. Er þetta samkvæmt sérstök- um menningarsáttmála Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, sem var staðfestur í Moskvu i dag. barna verða m.a. verk eftir Rembrandt, Rubens, Cezanne og Picasso. A móti munu Bandaríkjamenn gangast fyrir farandsýningu í Moskvu og Leningrad og í fleiri sovézkum borgum á 30 vestræn- um meistaraverkum væntanlega síðla þessa árs. Skæruliðar drepnir í Argentínu Buenos Aires 4. april Reuter. ÞRÍR vinstri sinnaðir skæruliðar munu hafa beðið bana í dag þegar bíll þeírra rakst á brú eftir að þeir höfðu ruðzt framhjá vegar- tálmunum. Segir lögreglan, að skotið hafi verið á bílinri, þegar mennirnir virtu ekki stöðvunar- skylduna. í bílflakinu fannst síðan talsvert af vopnum og hand- sprengjum og ýmislegt fleira, sem benti til, að þar hefðu skæruliðar farið. í Lanus, i grennd við Avell- aneda, var lögregluþjónn skotinn til bana þegar hann ætlaði að yfir- heyra fjóra menn, sem honum þóttu grunsamlegir. — Yfirlitssýning Framhald af bls. 32 sýningar komnar á dagskrá í Kjarvalsstöðum á þessu ári og fjölgar þeim stöðugt. Nú um þessar mundir stendur yfir sýning Steinunnar Marteins- dóttur leirkerasmiðs, en um 6000 manns hafa séð þá sýningu, sem lýkur 13. apríl. Kínverska alþýðu- lýðveidið er með grafiksýningu i apríl—maí, Sveinn Björnsson list- málari sýnir í maí, Gunnar I. Guðjónsson listmálari í júní, Guðmundur Karl í júní, yfirlits- sýning á verkum Eyjólfs Eyfells verður í júní—júli í tilefni 90 ára afmælis listamannsins. í sept. verður ljósmyndasýning Ljós, Pétur Friðrik sýnir i október og Ragnar Páll einnig. í okt.—nóv. sýnir Halla Haraldsdóttir frá Keflavik, félagið Germania verður með Gutenberg sýningu í| nóv. og í desember sýnir Örn Ingi frá Akureyri. — Vegaáætlun Framhald af bls. 32 fresta varð í fyrra, látnar sitja í fyrirrúmi. Er þar m.a. fram- kvæmd við brú yfir Borgarfjörð, sem er eitt af stærstu fram- kvæmdaatriðum á dagskrá. Verð- lag hefur hækkað mikið frá í fyrra og i raun eru margir óvissu- þættir i sambandi við verðlag nú, þar sem nýlega hefur verið samið um láglaunabætur og leigugjald vinnuvéla hefur ekki hlotið af- greiðslu hjá verðlagsstjóra enn, en sá liður vegur talsvert í kostnaði við vegagerð á íslandi. Þvi er í raun óljóst, hvað unnt er að gera fyrir þennan hálfa fjórða milljarð og hversu vel hann end- ist til framkvæmda. í vegaáætluninni, sem nú hefur verið lögð fram er gert ráð fyrir því að frumvarp til laga um breyt- ingu á vegalögum verði samþykkt í neðri deild Alþingis, en frum- varpið hefur þegar verið samþykkt i efri deild. A vegaáætlun fyrir 1975 er gert ráð fyrir að til stjórnunar og undirbúnings fari 183 milljónir króna, til viðhalds þjóðvega rúmur milljarður, til nýrra þjóð- vega 1,7 milljarðar, til fjallvega 25 milljónir, til brúagerða 141 milljón, til sýsluvega 85 milljónir, til vega í kaupstöðum og kauptún- um 285 milljónir, tii véla og áhaldakaupa 38 milljónir og til tilrauna í vegagerð 13 milljónir króna. Samtals eru þetta 3.543 milljónir króna. Tii samanburðar má geta þess að á árinu 1974 fóru til vega- gerðar samtals 3.354,6 milljónir króna og var halli á vegaáætlun frá árinu 1973 og 1974 samtals 418,4 milljónir. Á árinu 1976 er gert ráð fyrir að verja 3.920 milljónum króna og á árinu 1977 4.032 milijónum króna. — Kúrdar Framhald af bls. 3 vænta mikiilar aðstoðar ann- arra ríkisstjórna í þessu máli, þjóðir heims hefðu ekki sinnt hjálparkaili Kúrda um stjórn- málalegan stuðning, meðan enn var unnt að veita hann. Hins vegar kvaðst hann gera sér von- ir um að þjóðirnar íegðu sitt af mörkum til hjálpar flóttafólk- inu, sérstaklega að Rauði krossinn reyndi að beita sér fyrir söfnun fjár til matvæla- kaupa. Jafnframt gerðu þeir sér vonir um að einhverjar þjóðir tækju við kúrdiskum flóttamönnum, ef með þyrfti og opnuðu háskóla sina fyrir kúr- diskum stúdentum. Nú væru í Iran um 3000 stúdentar, 'sem hefðu orðið að hætta námi. Aðspurður um ieiðtoga Kúrda, Barzani, sem nú er kom- inn til Irans, sagðist Jamal Alemdar gera ráð fyrir að hann yrði þar um kyrrt. „Ég ætla, að hann muni ekki yfirgefa fólk sitt þar,“ sagði hann að lokum. — Verkfalli frestað Framhald af bls. 32 búin, ef verkföll skella á — sagði Sighvatur Bjarnason í viðtali við Mbl. i gær. Sagði Sighvatur, að fólk hefði verið búið að panta sér farmiða til lands, þar eð óttazt var að verkfallið skylli á á mánudag. Þetta fólk hefur nú flest hætt við brottför á mánudag. Sighvatur sagðist vona allt hið bezta og að lausn fengist á málunum áður en hinn 10. rynni upp. Verkakvennafélagið Snót i Vestmannaeyjum hélt i fyrra- kvöld fjölmennan fund um sam- komulagið milli ASÍ og vinnuveit- enda. Að sögn Vilborgar Sig- urðardóttur, formanns félagsins, voru rúmlega 90 konur á fundin- um og samþykktu þær samning- ana með 46 atkvæðum gegn 37. Sagði Vilborg, að félagið myndi afboða verkföll um Ieið og stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hefði komið saman. Sagði Vilborg að fundurinn hefði farið mjög friðsamlega fram. Af öðrum samningafundum í gær var það að segja að fundur með verzlunarmönnum var frem- ur stuttur og hefur annar verið boðaður á mánudag klukkan 17. Hjörtur Hjartarson, formaður Kjararáðs verzlunarinnar, hefur getið þess við Mbl., að umbjóð- endur ráðsins séu um 700 að tölu og hjá þeim vinnur rúmur þriðj- ungur af félagsmönnum VR, eða rúmlega 2 þúsund manns. Þessi 700 fyrirtæki eru ekki innan vé- banda VSl. Samningafundur með sjómönnum á bátaflotanum hófst í gær um klukkan 13.30. Honum lauk klukkan 17 og hefur nýr fundur verið boðaður i dag klukkan 13.30. Þá var i gær fundur með sjómönnum á stóru togurunum. Var hann fremur stuttur, en nýr hefur verið boðaður á mánudag klukkan 14. — Ný stjórn Framhald af bls. 1 brotið á bak aftur árás kommún- ista við Phan Rang, sem er 270 km austur af Saigon. Áður höfðu fréttir hermt að stjórnarherinn hefði yfirgefið bæinn. Þá hefur náðst samband á ný við herlið sem er skammt frá borginni Nha Trang, sem er norðar, og virðast þeir veita hermönnum Víet Cong harða mótspyrnu. Liðsauki hefur verið sendur á vettvang. Áður hafði einnig verið sagt að stjórnarhermenn hefðu gefizt upp á þessurfl slóðum. Varnarmálaráðherra Vestur- Þýzkalands, Georg Leber, sagði i dag að áróðursherferð sem haldið hefði verið uppi um allan heim gegn Bandarikjunum, hefði kom- ið því til leiðar sem nú væri að gerast í Indókina. Varla hefði sá dagur liðið að Bandarikjamenn hafi ekki verið hrakyrtir fyrir áðild þeirra að málefnum Indókina og litið á þá sem giæpamenn, vegna þess þeir hefðu viljað forða Suður-Vietnam frá þvi að falla í hendur kommún- ista. Vandamál flóttafólks í Suður- Víetnam vex enn, en margar ríkisstjórnir og alþjóðahjálpar- stofnanir hafa heitið allri þeirra aðstoð til að lina hörmungarnar. Aftur á móti hafa Norður- Vietnamar gagnrýnt harðlega af- skipti Bandaríkjamanna m.a. af fólksflutningum frá landinu og haft um flutningana hin verstu orð. — Flugslysið Framhald af bls. 1 þann streng hafa vitaskuld allir tekið. Sjónarvottar að slysinu segja að aðkoman á slysstað hafi verió hryllíleg og lík barna dreifð yfir stórt svæði, mörg óþekkjanleg með öllu. Hjálparmenn sem voru í vélinni og komust lífs af, sögðu að börnin hefðu verið róleg eftir að ljóst var að bilun hefði orðið. Súr- efnisgrímur hefðu verið teknar fram eftir að þrýstingurinn fór af vélinni og langflest börnin haldið stillingu sinni, þótt mörg virtust skynja að eitthvað aivarlegt hefói komið fyrir. Vmsir hjálparmann- anna sem björguðust voru ákaf- lega miður sín andlega eftir slysið og kváðust ekki vilja ræða það að sinni þegar fréttamenn báðu um lýsingar á atburðinum. Galaxy-flugvélar eru hinar stærstu i heimi og ætlaðar aðal- lega til hergagnaflutninga. Þetta er í fyrsta skipti sem manntjón verður, þegar slík vél ferst, en sex ár eru síðan þær voru teknar í notkun. Ford Bandaríkjaforseti sagði einnig er hann lýsti harmi sínum og bandarísku þjóðarinnar að þó svo þessi voðalegi atburður hefði gerzt myndi óhikað verða haldið áfram að reyna að bjarga munaðarlausum börnum og búa þeim ný heimili. Hann sagði að kapp yrði lagt á loftflutninga með börn til Bandaríkjanna næstu daga og PAN AM tilkynnti í kvöld að Jumbo vel frá því fæil til Suð- ur-Vietnam á morgum að sækja 400 munaðarlaus börn. i dag fóru 200 munaðarleys- ingjar frá S-Vietnam áleiðis til nýrra heimkynna í Astralíu með tveimur flugvélum og munu nokkur hundruð börn til viðbótar verða flutt til Ástralíu. — Storkurinn Framhald af bls. 2 Eins og er, sagði Finnur, hef ég nokkrar áhyggjur af þvi að fuglinn verði fyrir ónæði forvit- inna. Hann fái ekki að vera 1 friði. Fái hann það aftur á móti og verði ekki hretviðri eða önn- ur áföll nú i vor er hugsanlegt að hann lifi af sumarið hér. En að hann verpi, sé þetta kven- fugl, — taldi dr. Finnur nær óhugsandi. Fái hann frið til þess að tina allan daginn ætti hann ekki að þurfa að líða beinlínis hungur hér hjá okkur, en fuglinn er mjög styggur. Æti hans hér er mjög frábrugðið því sem hann á að venjast. Fái hann ekki frið til að tína i sig ailan daginn, eins og ég sagði áðan, gæti það haft 1 för með sér að fuglinn hreinlega dæi úr hungri. — En við skulum vona að fólk sýni storkinum þá gestrisni að lofa honum að vera í friði þá mun hann er kemur fram á sumarið verða gripinn sinni farhvöt og yfirgefa Dyrhólahverfið og von- andi ná lifandi Afríkuströnd- um. En ófeðrað barn hefur ekki komið fram á þessum slóðum sögðu heimamenn eystra, sagði dr. Finnur að lokum. Hjálmar Bárðarson siglinga- málastjóri hafði þetta í stuttu máli að segja um ferðina austur til að ná ljósmynd áf storkin- um. — Hann var mjög erfiður og sannast sagna hef ég ekki hugmynd um hvort mér tókst að ná af honum sómasamlegri mynd, jafnvel þó að ég hafi verið vel búinn hverskonar tækjum til ljósmyndunar. Storkurinn var svo styggur að hann var kominn af stað um leið og ég opnaði hurðina á jeppanum til að reyna að skriða i hæfilegt færi eftir skurði, — sem ekki tókst. —r og myndina. varð ég að lokum að taka úr bílnum — á mjög löngu færi, sagði Hjálmar. — Minning Framhald af bls. 23 mörgu góðu eiginleikum. Og þakklát er ég þeirri tryggð sem hann sýndi mér og heimili foreldra minna, sem var lengi sem hans annað heimili. Boðskapur páskanna er okkuf, sem á hann trúum, nokkur hugg- un, en söknuðurinn er sár. Ég bið góðan Guð að veita móður hans og systkinum styrk og huggun. Frænka. — Hugsa að sumir Framhald af bls. 15 — En hefði Karpov þá ekki neitað að tefla? — Nei, auðvitað ekki. Karpov fer eftir þvi, sem honum er sagt og sovézka skáksambandið hefði látið hann tefla, því það hefði verið eina leiðin fyrir Rússa að ná heimsmeistara- titlinum aftur. Hótunin um, að hann mundi ekki tefla, var aðeins brella, en hún kann að hafa haft sín áhrif á atkvæða- greiðsluna. Aðspurður um þá skoðun Freds Cramers (sjá viðtal við hann) að dr. Euwe hefði getað beðið til 1. júní með að úr- skurða, að Karpov væri heims- meistari, sagðist Edmondson ekki vera sama sinnis og ekki gagnrýna framkomu forseta FIDE: „Þetta er spurning um túlkun á reglum FIDE,“ sagði hann, „ég er þeirrar skoðunar, að dr. Euwe hafi ekki átt ann- arra kosta völ en taka af skarið eftir að fresturinn var útrunn- inn 1. apríl, án þess að Fischer hafði látið frá sér heyra. Mér þykir leitt, hvernig þetta hefur farið, en ég gagnrýni ekki dr. Euwe, ég held hann hafi gert það sem hann varð að gera sem forseti alþjóðaskáksambands- ins.“ Aðspurður hvað nú tæki við, sagði Edmondson, að nú væri hafin ný umferð til undirbún- ings næstu heimsmeistara- keppni eftir reglulegum leiðum og FIDE mundi lifa þetta af.- „Kannski er næsti heims- meistari búsettur á Islandi," sagði hann og hló Edmondsson sagðist ekki hafa haft samband við Fischer eftir 1. apríl og taldi ólíklegt, að hann tæki nokkurn þátt í þeirri keppni, sem nú færi í hönd en vissi annars ekki hvað hann hygðist fyrir. „Ég gæti ímyndað mér, án þess að Fischer hafi látið nokkuð slíkt í ljós við mig, að hann lýsti sig reiðubúinn til þess áður en langt um líður að taka þátt í mótum atvinnuskák- manna, en með vissu veit ég ekkert hvað hann ætlast fyrir,“ sagði Edmondson að lokum. — í tilefni kvennaárs Framhald af bls. 20 konu og varð þá sem enginn gæti setið rólegur. Prestur spyr þá: „Er eitthvað að?“ „Það er kviknað í húsinu, prestur minn,“ svaraði kennslukonan. „Ja, hver and- skotinn. Drottinn blessi yður, amen." „Ef hrynja þeirra heljju vé og hriktir í fúnum stöllum. auðmjúkir þeir krjúpa á kné konunum sfnum öllum." Ræða flutt á móti hún- vetninga í Reykjavík, 1. mars. s.l. af Benny Sigurðardóttur húsmæðrakennara. Birt nokkuð stytt hér, sökum rúmleysis. Visurnar voru ortar fyrir ræðumann 1 tilefni ræðu- flutningsins. — Tap fyrir Svíum Framhald af bls. 31 14—7 fyrir Svíana, og úrslitin ráðin. Leikurinn var svo jafh undir lokin. Bezti maður sænska liðsins var Lennart Ebbing, sem leikur með A-landsliði Svía um þessar mundir. Sá er örvhentur og skor- aði 8 mörk með uppstökkum. Bezti maður íslenzka liðsins var Ingimar Haraldsson, en allir leik- menn liðsins stóðu sig með mikilli prýði í fyrri hálfieiknum, og svo alveg gagnstætt 1 seinni hálf- leiknum. Mörk islands skoruðu: Jón Árni 3 (2 víti), Hannes 3 (2 v), Steindór 2, Þorbergur 1, Ingi Steinn 1, Pétur 1, Ingimar 1. Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur verður í dag laugardaginn 5. apríl kl. 1 5 e.h. í Iðnó. Samningarnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.