Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 8. APRlL 1975
17
Úrslit
í NM
stúlkna
Laugardagur kl. 16
ísland — Noregur 12:7
Svíþjóð — Danmörk 11:11
Sunnudagur kl. 10
Svíþjóö—Noregur 10:8
Island — Danmörk 9:9
Sunnudagur kl. 16
tsland — Sviþjóð 8:16
Danmörk — Noregur 16:9
Lokastaðan:
Svíþjóð 3 2 10 37:27 5
Danmörk 3 12 0 36:29 4
ísland 3 111 29:32 3
Noregur 3 0 0 3 24:38 0
Markahæstar:
Ann-Marie Westerberg S 13
Maja Anderson S 10
Guðrún Sigurþórsdóttir I 10
Björg Jónsdóttir I 9
Arnþrúður Karlsdóttlr I 7
Birthe Carlsen D 7
Marianne Riis D 7
Tove Liberg N 6
Brottrekstur af leikvelli:
Island 15 mín.
Svíþjóð 13 mín.
Danmörk 10 mín.
Noregur 0 min.
Einstaklingar: mi'n
Lena Wieslander S 11
Arnþrúður Karlsdóttir I 9
Birthe Carlsen D 4
Sænsku stúlkurnar jbeztar, en furðuleg
dómgæzla kostaði Island annað sætið
Fyrsti leikur Norðurlandamóts
stúlkna, sem háð var f Laugar-
dalshöllinni um helgina, var á
milii lslands og Noregs. I fyrra
hafnaði Noregur f 2. sæti á eftir
Dönum, þannig að menn bjuggust
almennt við jöfnum og spennandi
leik.
Norsku stúlkurnar urðu fyrri
til að skora. Raunar gerðu þær tvö
mörk áður en tsland komst á blað
með marki Arnþrúðar Karlsdótt-
ur og voru þá átta minútur liðnar
af leik. A þessu tímabili varð ein
islenzka stúlkan, Birna H. Bjarna-
son, fyrir því óláni að liðbönd
slitnuðu i hné hennar og gat hún
ekki leikið meira í mótinu.
Sannarlega leiðinlegt fyrir þessa
efnilegu handknattleikskonu.
Norðmenn komust svo í 3 mörk
gegn einu áður en íslenzku
stúlkurnar fóru virkilega að taka
við sér, en það gerðu þær svo
sannarlega, svo vel að í hálfleik
höfðu íslenzku stúlkurnar náð
góðri forystu, 7 mörk gegn 4.
Norðmenn skoruðu tvö fyrstu
mörkin i síðari hálfleik, 7 gegn 6,
og áhorfendur voru farnir að ör-
vænta um íslenzkan sigur. En
áhorfendur þurftu ekki lengi að
bíða, næstu fjögur mörk voru Is-
lands, staðan orðin 11 mörk gegn
6, og þrjár mín. til leiksloka. Það
sem eftir lifði leiksins skoruðu
liðin sitt markið hvor og lyktaði
því leiknum með sigri íslands 12
mörkum gegn 7.
Sigurinn yfir norsku stúlkun-
um var sannarlega kærkominn,
ekki sízt þegar til þess er litið að
margir voru ekkert allt of trúaðir
á að íslenzka liðið mundi ná góð-
um árangri.
Það var ein stúlka í islenzka
liðinu sem fyrst of fremst á
heiður skilinn fyrir þennan
frækna sigur. Sú er Gyða Úlfars-
dóttir markvörður, sem varði all-
an leikinn stórkostlega vel, svo
vel að á tiðum göptu áhorfendur
af undrun þegar Gyða varði. Já
Gyða var góð. Hún naut þess lika
að hafa góða vörn fyrir framan
sig, þar sem Hrefna Bjarnadóttir
og Arnþrúður Karlsdóttir börðust
eins og hetjur.
Sóknarleikur íslenzka liðsins
var aftur á móti langt frá því að
vera nægjanlega sannfærandi.
Það var allt og litið gert af því að
stilla upp og láta boltann ganga
hornanna á milli. Island skoraði
flest marka sinna á einstaklings-
framtaki. Því er líkt farið með
landslið stúlknanna og karla-
landsliðið, okkur ætlar seint að
lærast að halda boltanum og bíða
eftir ákjósanlegum marktækifær-
um.
Beztar Islenzku stúlknanna i
leiknum gegn Noregi voru auk
Gyðu þær Guðrún Sigurþórsdóttir
og Arnþrúður Karlsdóttir. Þá
sýndi Björg Jónsdóttir og góðan
leik.
Það átti siðar eftir að koma á
daginn, að lið Norðmanna var það
slakasta í mótinu. Þaó skyggir þó
alls ekki á góðan íslenzkan sigur.
Mörk Islands: Björg 5, Arn-
þrúður 4, Guðrún 2 og Katrín
Axelsdóttir 1 mark.
Mörk Noregs: Liberg 3, Halvor-
sen, Breivik, Olsen og Nygárd eitt
mark hver.
Leikinn dæmdu Kaj Lindgren
og Rahbe Grönholm og hentu
menn mjög gaman að dómum
þeirra.
Fyrirliði sænska stúlknalands-
liðsins hampar verðlaunagrip
mótsins, sem hún og stöllur henn-
ar voru vel að komnar.
Island — Danmörk
EINS og fram kemur f umsögn
um leik Islands og Noregs hér að
framan hentu menn mjög gaman
að dómum finnsku dómaranna
Lindgren og Grönholm f þeim
leik. 1 leik Islands og Danmerkur
sem fram fór á sunnudagsmorgun
kárnaði gamanið heldur, þvf
þessir menn komu hreinlega f veg
fyrir að íslenzka liðið færi með
sigur af hólmi. Oft hefir sézt slök
og hlutdræg dómgæzla á fjölum
Laugardalshallar, en aldrei eins
og þarna.
Islenzka liðið byrjaði vel í
leiknum gegn Dönum. Stúlkurnar
komust i 2 mörk gegn engu með
mörkum Guðrúnar Sigurþórs-
dóttur og Arnþrúðar Karlsdóttur
áður en Dönum tókst aö svara.
Síðan var staðan 3 mörk gegn
einu þegar 17 mín. voru af leik, og
i hálfleik hafði íslenzka liðið gert
fjögur mörk en það danska tvö.
1 úpphafi siðari hálfleiks jöfn-
uöu dönsku stúlkurnar, en þær
íslenzku voru ekki á því að gefa
sinn hlut, höfðú náð þriggja
marka forystu, 8 gegn 5, þegar
átta min. voru til leiksloka.
Skömmu síðar braut Arnþrúður
Karlsdóttir mjög klaufalega af sér
og var visað af leikvelli í 2 Tnín.
Eftir það var líkast þvi sem
finnsku dómararnir væru á mála
hjá dönsku stúlkunum. Það var
alveg sama hvort Islenzku
stúlkurnar gerðu eitthvað eða
hreint ekki neitt, alltaf var dæmt
á Island. Því fór sem fór, einni
mínútu fyrir íeikslok jöfnuðu
dönsku stúlkurnar, 9 gegn 9, og
þau voru úrslit leiksins.
Islenzka liðið lék á tíðum mjög
vel. Gyða Ulfarsdóttir í íslenzka
markinu átti aftur stórleik, og það
var fyrst og fremst hún sem kom í
veg fyrir að ekki fór verr. Varnar-
leikurinn var og ágætur, en
sóknarleikurinn mjög fálm-
kenndur sem fyrri daginn. Því
miður vantaði algerlega skyttur i
íslenzka liðið. Það var aðeins ein
stúlka sem virkilega gat skotið,
Hjördís Sigurjónsdóttir, en þegar
hún var inni á var henni oftast
stefnt inn á linuna. Annars hefði
islenzka liðið lítt skilið að sigra í
þessum leik, en ekki tjáir að deila
við dómarann stendur einhvers
staðar ritað.
Það var aðeins einn galli á
þessu móti og það var dómgæzlan.
Finnsku dómararnir, Rabbe
Grönholm og Kaj Lindgren, eru
tvímælalaust lélegustu dómarar
sem dæmt hafa á íslandi, og líkast
til þótt víðar væri leitað. Hitt
dómaraparið á mótinu, Magnús V.
Pétursson og Valur Benediktsson,
dæmdu eins og englar, saman-
borið við Finnana, þótt ekki væru
þeir góðir.
Auk Gyðu Ulfarsdóttur átti
Guðrún Sigurþórsdóttir skinandi
leik. Þá var Kristjana Aradóttir
og góð.
Mörk Islands: Guðrún 4, Björg
Jónsdóttir 3, Kristjana og Arn-
þrúður Karlsdóttir eitt mark
hvor.
Mörk Danmerkur: Tullberg og
Carlsen 2 hvor, Piil, Kock,
Mortensen, Riis og Andreasen eitt
mark hver.
ísland — Svíþjóð
SIÐASTI leikur Islands í NM
stúlkna 1975 var gegn Svíþjóð, og
var um hreinan úrslitaleik að
ræða, því liðin voru efst og jöfn
fyrir leikinn með þrjú stig hvort
eftir tvær umferðir.
Það er skemmst frá þvi að segja
að Island átti aldrei möguleika
gegn sænsku stúlkunum, enda
höfðu þær tvímælalaust bezta
liðinu á að skipa. Það sem skipti
sköpum var að markvarzlan hjá
Gyðu Ulfarsdóttur var ekki
nándar nærri eins góð eins og í
tveimur fyrri leikjunum, enda
sátu Svíarnir við það þegar Island
og Danmörk mættust um morgun-
inn að „stúdera" Gyðu. Að visu
varði hún all vel, og vart hægt að
ætlast til betri frammistöðu þegar
þess er gætt að vörnin hjá
íslenzku stúlkunum var óvenju
hikandi.
Sænsku stúlkurnar gerðu
raunar út um leikinn þegar í upp-
hafi. Þær skoruöu fimm fyrstu
mörk leiksins áður en Island náði
að svara, og voru þá ellefu mínút-
ur liðnar af leiktíma. Það sem
eftir var fyrri hálfleiksins gætti
meiri ákveðni i íslenzku vörninni,
en sóknarleikurinn var ekki
nándar nærri nógu beittur til að
vinna upp muninn. I hálfleik
höfðu sænsku stúlkurnar gert
átta mörk en tsland 3.
I síðari hálfleik héldu sænsku
stúlkurnar uppteknum hætti,
skoruöu með föstum og góðum
langskotum og vörðust vel. Þrátt
fyrir að sænsku stúlkurnar væru
einni færri samtals sjö mínútur i
siðari hálfleik tókst íslenzku
stúlkunum ekki að minnka
muninn. Sviarnir sigruðu þvi
örugglega með 16 mörkum gegn 8,
og hlutu þar með 1. sætið í
mótinu.
Segja má að sænska liðið hafi
verið vel að sigrinum komið. Það
var eina liðið í mótinu sem hafði
langskyttur sem eitthvað létu að
sér kveða. Þar var fremst i flokki
markadrottning mótsins, Ann-
Marie Westerberg.
I leiknum gegn Svíþjóð virtist
íslenzka liðið brotna við hina
góðu byrjun Svíanna. Krafturinn
var nú mun minni en í fyrri
leikjum liðsins. En það sem fyrst
og fremst þarf að bæta i leik
liðsins er sóknarleikurinn. 1
öllum leikjunum gætti mikils
stefnuleysis i sókninni, það var
eins og ekkert væri fyrirfram ráð-
gert. Hvað um þaö, tsland hlaut
þriðja sætið í mötinu og má vel
við una. Það er greinilegt að
landsliðsnefnd kvenna er á réttri
leið, hefir mjög leitazt við að afla
leikja fyrir stúlkurnar og miðar
að markvissri uppbyggingu.
Finnsku dómararnir Rabbe
Grönholm og Kaj Lindgren
dæmdu leikinn, og var þetta
skásti leikur þeirra þó ekki væri
góður.
Mörk Islands: Guðrún Sigur-
þórsdóttir 4, Arnþrúður Karls-
dóttir 2, Björg Jónsdóttir og
Kristjana Aradóttir eitt mark
hvort.
Mörk Svíþjóðar: Ann-Marie
Westerberg 7, Maja Anderson 4,
Lena Wieslander og Helena
Ruthström 2 hvor og Ann-Britt
Carlson eitt mark.
Sígb. G.
Gyða Clfarsdótlir, v ar sú stúlka I fslenzka liðinu sem mest kvað að I leikjunum I Norðurlanda-
mótinu. Hún sýndi oft mjög gðða markvörzlu, einkum í leikjunum við Noreg og Danmörku.
Guðrún Sigurþórsdóttir skorar í leiknum við Svíþjóð. Hún var marka-
hæst fslenzku stúlknanna f mótinu, skoraði 10 mörk.