Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975 7 Julian Huxley látinn: Gerði vísindin að- gengileg almenningi SIR Julian Huxley, líffræding- urinn, rithöfundurinn, útvarps- maðurinn og m.a. fyrsti fram- kvæmdastjóri UNESCO, lézt nýlega f London, 87 ára að aldri. Hann var án efa einn þekktasti vfsindamaður heims. Áhugasvið hans var ákaflega vítt, segir f grein um hann látinn f stórblaðinu Times. Dr. Finnur Guðmundsson, fugla- fræðingur, sem kynntist honum f tsiandsferð hans sumarið 1949, segir að Julian Huxley hafi verið forvitnasti maður, sem hann hafi kynnzt. Hann hafði áhuga á öllu milli himins og jarðar og var sfspyrj- andi. t rútubíl á leið norður f land spurði hann svo viðstöðu- laust um allt, sem fyrir augu bar, að Finnur kvaðst hafa verið orðinn hás þegar komið var að Mývatni. Segir Finnur það hafa verið ákaflega skemmtilegt að kynnast honum þá og sfðar, er hann hitti hann á ráðstefnu. Svo stóð á ferð Julians Huxleys hingað, að hann slóst f för með fuglafræðingnum James Fisher, sem stundaði athugun á sjófuglum og hafði m.a. hafið skipulegar athuganir á varpstöðvum súlunnar á Norður-Atlantshafi, á lslandi, Bretlandi og Kanada. Þvf fóru Þorsteinn Einarsson og Finnur Guðmundsson með þeim til Vestmannaeyja og að Eldey, en þar var ekki hægt að lenda vegna brims. Julian Iluxey var þá nýbúinn að láta af stjórn hjá UNESCO og ganga frá þessari menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna f hendurnar á næsta framkvæmdastjóra og var þreyttur. tslandsferðin var því ætluð til hvíldar og hressingar. Háskólalektor var þá Alexander Jóhannesson, sem náði f Julian Huxley, þegar hann kom að norðan, og fékk hann til að flytja hér fyrirlestur við Háskóla Islands. Fjallaði fyrir- lesturinn um þróun jarðlffsins. Kveðst Finnur muna, að Huxley hafi ekki verið mjög óánægður með að flytja fyrir- lestur svona óundirbúinn og án þess að hafa gögn til þess. Julian Huxley var eldri bróð- ir rithöfundarins fræga Aldous Huxleys, sem m.a. skrifaði bók- ina Markmið og leiðir, er þýdd var á íslenzku, og sonarsonur Thomasar Huxleys, samstarfs- manns Darwins. Þegar Julian Huxley var veittur heiðurstitill einhvern tfma, var sagt um hann: Hann er bróðir hug- myndarfks rithöfundar, sem varð næstum vísindamaður, en er sjáifur vísindamaður, sem hefði eins vel getað orðið stór- skáid. Julian Huxley fæddist 22. júní 1887. Faðir hans, Leonard Huxley, ritstjóri Cornhill Magazine, stóð uppi á strætis- vagni með hestum spenntum fyrir og var að fylgjast með hátíðahöldunum við krýningu Victorfu drottningar, þegar sveinninn kom í heiminn. Julian fór til náms f Eton f hinn fína Kingsskóla og vann sér þar skólastyrk til dýra- fræðináms og ársdvöl hjá dr. Dohrn f hinni frægu líffræði- rannsóknastöð í Napoii á Italíu. En jafnframt hlaut hann Newdigate-verðlaunin fyrir ljóðagerð. Eftir Napolidvölina kenndi hann dýrafræði í háskólanum í Balliol, en var að tveimur árum liðnum boðin staða við Hrísgrjónarannsókna- stofnunina f Houston í Texas, með fjórföldum launum prófessors í Oxford. En þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, sagði hann upp starfi og hélt heim til að ganga f leyniþjón- ustu Breta. Eftir strfð hafði hann á hendi ýmsar stöður f Oxford og London, var m.a. 7 ár framkvæmdastjóri Dýragarðs- ins og var hjá Royal Instituti- on, þegar hann hætti á árinu 1927 til þess að helga sig rit- störfum. Julian Huxley vann margvfs- leg afrek sem vfsindamaður, en er e.t.v. vfðfrægastur fyrir að gera vísindin aðgengileg al- menningi og vekja áhuga á ýmsum greinum vísinda, en þá list hafði H.G. Wells kennt honum að meta, þegar hann vann með honum og syni hans, G.P. Wells, að bókinni frægu, „Science of Life“. Huxley lenti á þeirri hillu af tilviljun, þegar æsifregnir höfðu verið skrif- aðar f blöð um eitthvert vfsindalegt verk, sem hann hafði unnið, og hann hafði sjálfur skrifað grein til að leið- rétta það og útskýra. 1 vfsindum lagði Huxley mest af mörkum f lfffræði. Mikil- vægastar voru rannsóknir hans á vexti og framlag hans til þróunarkenningarinnar. Voru bækur hans, „Problems of Relative Growth“ og „The New System“ taldar marka veruleg spor í þróunina. 1 síðartöldu bókinni og annarri, „Modern Synthesis", setti Huxley fram þá kenningu, að úr þvf að maðurinn réði svo miklu orðið f umhverfi sínu væri hann f rauninni orðinn sá þátturinn, sem ákvarðaði frekari þróun á þessari plánetu okkar. Hann einn hefði hæfileika til að ráða því hver yrðu úrslitaáhrifin í þróun og framförum. Hug- myndir hans um þessi ríkjandi áhrif mannsins til úrvals og þar með þróunar í heiminum, urðu til þess að áhugi hans beindist sfðari árin að því sviði og sér í lagi að hættunum, sem felast í ótakmarkaðri mannfjölgun án sambands við hagvöxtinn. Þekkingu sfna á þróunarlönd- um hafði hann úr ferðum til Afrfkulanda sem ráðgjafi um menntun innfæddra og æðri menntun í Vestur-Afríku, en hann átti m.a. sæti í nefnd Lord Hailys, „African Survey" Vegna hugmyndaauðgi hans og vísindaþekkingar og hins mikla áhuga hans á menntun og fræðslu, var lagt hart að honum um að verða fyrsti formaður undirbúningsnefndar fyrir Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna og eftir að UNESCO komst á stofn varð hann fyrsti framkvæmdastjóri hennar f 2 ár. Ef til vill náði Julian Huxley til flestra fyrir útvarpsþættina „Brains Trust", sem áttu gffur- legum vinsældum að fagna í brezka útvarpinu, BBC, á síðari heimsstyrjaldarárunum. Mitt í strfðinu hlustuðu allir á hann. Einu sinni hafði flugherinn spurt þáttinn hvernig í ósköp- unum flugur færu að því að lenda öfugar á veggjum. Hann kvaðst ekki vita það en ætlaði að svara því f næsta þætti. I heila viku braut brezka þjóðin heilann um þetta og ræddi um það meðan sprengjurnar féllu. Þá kom Huxley aftur f útvarpið og útskýrði í smáatriðum hvernig það mætti verða. Julian Huxley var alltaf reiðubúinn til að trúa þvf bezta um samborgara sína og tókst líka jafnan að ná þvf bezta hjá hverjum manni. „Fáir aðrir vfsindamenn hafa hvatt, hjálpað og gagnrýnt jafn einarðlega líffræðina og Iff- fræðingana,“ var skrifað í for- mála að bók um hann 1953. Og eitt síðasta verk hans sýndi að aldurinn hafði ekki rænt hann ábyrgðartilfinningu og siðgæð- iskennd. 1 desember sl„ þegar andstaðan gegn Israel hafði verið þvinguð í gegn f UNESCO með hópatkvæðagreiðslu, kom hann fram á ritvöllinn og tók fullan þátt f gagnrýni á stofn- unina og starfsfólk hennar, því til mikillar armæðu. Julian Iluxley á báti úti á Mývatni með vini sínum, fuglafræðingnum James Fisher. Myndina tók Finnur Guðmundsson f Islandsför Julians 1949. Springdýnur Tökum að . okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið til 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044. Hestakynning — sveitadvöl fyrir börn 7 —12 ára 12 dagar i senn. Upplýsingar i sima 28306 eftir kl. 7 virka daga. Urvals gróðurmold til sölu. Uppl. i síma 51468. Pianóbekkir Píanóbekkir 80 cm, 90 cm og 105 cm langir með og án geymslu. Nýja bólsturgerðin, Laugaveg 1 34, sími 16541. Til Fermingagjafa fallegir saumakassar. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut 44. Atvinna — Sérverzlun Stúlka vön afgreiðslustörfum ósk- ar eftir vinnu í sérverzlun. Vinsam- legast hringið i síma 31049 milli kl. 4 — 7 e.h. Bólstrun Tek bólstruð húsgögn í klæðn- ingu. Fast verðtilboð ef óskað er. Bólstv. Bjarna Guðmundssonar, Laugarnesvegi 52, sími 32023 — 71538 Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 Simi 25891. Peningar. Vil lána kr. 500 þús. i nokkra mánuði. Fasteignatrygging skil- yrði. Tilboð merkt: „Traust — 971 9" sendist Mbl. Húsráðendur— Keflavik Ungt par með eitt barn vantar að fá litla ibúð á leigu strax. Upplýs- ingar i síma 92-2195 eftir kl. 18. Til sölu sælgætis- og tóbaksverzlun í mið- borginni. ÍBÚÐASALAN, simi 1 21 80. Til leigu. Litið hús i miðborginni er til leigu strax. Húsið er tvær hæðir og ris og leigist fýrir skrifstofur eða þ.u.l. Upplýsingar i sima 1 5545. Rennilásar og hnappar i miklu úrvali. Haraldur Árnason Heildverzlun. Sími 1 5583. 3ja til 4ra herb. ibúð óskast á leigu 1.—14. mai. Uppl. i simum 27766 kl. 9 —17 og 1 8965 eftir kl. 1 7. Til sölu Einbýlishús við Selbrekku, Kópa- vogi. 5—6 herb. Bílskúr, hita- veita, ræktuð lóð. Góður staður. Hagkvæm kaup. Gunnlaugur Þórðarson hrl. Bergstaðastræti 74a, sími 16410. Buxur Terylene dömubuxur úr góðu tery- lene. Einnig tækifærisbuxur. Framleiðsluverð. Saumastofan Barmahlíð 34, sími 1 461 6. Sambyggð trésmíðavél til sölu. Upplýsingar í síma 84377. Ensk fataefni fyrirliggjandi á gömlu og nýju verði. Einnig kamgarn í kjólföt og smokinga. Ath. fyrir drengi og unglinga er úrval af stökum buxum. Sauma eftir máli, ef með þarf einnig á dömur. Þorgils Þorgilsson klæðskeram., Lækjargötu 6A, sími 19276.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.