Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975
Verðmæti útfluttra sjávaraf-
urða 1974 26,7 milljarðar
Veröfallið nær til 60-70% útflutnings 21% i 17% og skreiðin lækkaði
HEILDAR fob. útflutningsverð-
mæti sjávarafurða á s.l. ári mun
hafa numið um 26,7 milljörðum
króna, en á árinu 1973 varð heild-
arútflutningsverðmætið um 19.6
milljarðar króna. Þetta kom fram
í samtali, sem Mbl. átti við
Gamalíel Sveinsson, hjá Þjóð-
hagsstofnuninni í gær. Hækkunin
milli ára liggur bæði f hærra
verði á erlendum mörkuðum og
svo gengisfellingunum á síðasta
ári.
Ciamaliel sagði, að á árinu 1973
hefði hlutur freðfisks í heildarút-
flutningnum numið 48%, saltfisk-
urinn hefði verið 15% af útflutn-
ingsverðmætinu, skreiðin 2.4%,
mjöl og lýsi 21 %, landanir erlend-
is 8% og aðrar sjávarafurðir
5.4%.
Á siðasta ári breyttist þetta
hlutfall nokkuð, sérstaklega þó
hvað varðar saltfiskútflutning-
inn. Verðmæti saltfisksins jókst
úr 15% í 25% eða um 10% á milli
ára. Hins vegar lækkaði hlutfall
freðfisksins i heildarverðmætinu
úr 48% í 45%. Mjöl og lýsi lækk-
uðu einnig hlutfallslega eða úr
Skipin komast ekki að
ju vegna togarans
“Tggj1
EINS og frá hefur verið skýrt í
blaðinu, hefur Akranestogaran-
um Ver verið lagt vegna rekstrar-
erfiðleika. Togarinn liggur nú við
bryggju á Akranesi og tekur svo
mikið pláss af viðleguaðstöðunni
þar að flutningaskip hafa orðið að
snúa frá vegna þrengsla i höfn-
inni.
Klutningaskipið Askja kom til
Akraness á sunnudaginn og átti
að Iesta þar mjöl til útflutnings.
Vegna þess að Ver Iá við bryggju
á Akranesi og verið var að skipa
út i Irafoss komst Askja ekki að
bryggju og varð skipið aó hverfa
frá vió svo búið.
Bjarni Guðmundsson, hafnar-
vörður á Akranesi, sagði i samtali
við Morgunblaðió i gær, að síðan
nýja Akraborgin kom væri ekki
hægt að hai'a nema tvö skip við
bryggju íeinufyrirutan bátaflot
ann. Eftir að Ver hefði verið lagt
hefði myndast vandræðaástand.
Von væri á Freyfaxa til að ná i
sement, en skipið myndi að
likindum ekki komast að bryggju
fyrr en búið væri að skipa út i
Irafoss, en skipið átti í gær eftir
að vera i tvo daga á Akranesi.
niður í 1.5%. Landanir erlendis
lækkuðu úr 8% í 7% og verðmæti
annarra sjávarafurða var svipað
og árið áður eða 5.5 %.
Þá sagði Gamaliel að verðlag i
erlendum gjaldeyri hefði breytzt
töluvert á þessum tveimur árum,
og það sem af væri þessu ári. Ef
miðað væri við vísitöluna 100 árið
1973 kæmi í ljós, að freðfiskur
hefði hækkað um nokkurt skeið
eða um 18% en siðan farið lækk-
andi i verði og í byrjun marz hefði
aðeins fengist 5% hærra verð fyr-
ir freiðfiskinn að meðaltali en
1973. Saltfiskurinn hefur hins
vegar hækkað verulega i verði og
meðalverð í erlendri mynt varð
53.8% hærra i byrjun marz s.l. en
1973. Skreiðin hefur hækkað enn
meir i verði eða um 71.9%, en
öðru máli gegnir um fiskmjöl og
lýsi. Þær afurðir hafa að meðal-
tali lækkað á erlendum mörkuð-
um um 33.2%.
Ef litió er á meðaltalsverð sjáv-
arafurða frá 1973 fram til feb.
marz s.l. þá kemur í ljös, aó verðið
var hæst á s.l. ári eða um 22.2%
hærra en 1973. Hins vegar hefur
meðalverð lækkað vefulega er-
lendis það sem af er þessu ári og
er nú aðeins 9.4 % hærra en 1973.
A BRUNASTAÐ — Unnið að slökkvistarfi að Þverholti.
Ljósm. Sv. Þorm.
Tugmilljóna tjón
Mosfellssveit
r
1
Verkstœði og veitingaskáli eyðitögðust í bruna
TUGMILLJÓNA tjón varð f gær-
morgun er bílaverkstæði og veit-
ingaskáli að Þverholti f Mosfells-
sveit eyðilögðust f bruna. A verk-
stæðinu voru m.a. jarðýta,
ámoksturskófla og traktorsgrafa
og eyðilögðust öfl þessi stórvirku
tæki. Eldsupptök voru þau, að
neisti frá rafsuðutæki komst f
tveir
unnu
Flest félögin hafa nú þegar sam-
þykkt bráðabirgðasamkomulagið
SAMTÖKUM vinnuveitenda ber-
ast nú daglega orðsendingar frá
stéttarfélögum vfðs vegar um
land, þar sem verkföl! eru afboð-
uð og frá þvf er skýrt að félögin
hafi samþykkt samkomulagið,
sem undirritað var á skfrdag. I
nokkrum tilfellum fylgja þessum
orðsendingum fyrirvarar um
samþykki vinnuveitendafélaga og
má sem dæmi nefna að járn-
iðnaðarmenn settu fyrirvara um
samþykki málm- og skipasmiða.
Aðeins tvö félög hafa hafnað sam-
komulaginu, verkalýðsfélögin á
Vupnafirði og f Vestmannaeyjum
og félag’ð á Sauðárkróki aflétti
boðaðri innustöðvun að öðru
leyti v f að farmskip eru ekki
afgreidu þar og vilja starfsmenn
fá sömu kjör og verkamenn fá á
Akureyri við fermingu skipa.
Samningafundir m*- ‘ '-imönn-
um hófust i gær i • *'um
Vinnuveitendasambands Isi«...s i
Garðastræti. Ardegis í gær voru
íundir með hásetum og með yfir-
mönnum eftir hádegi. Deilunni
hefur ekki verið vísað til sátta-
semjara og er hluti hennar i
Hækkunin nægir
rétt til að mæta
gengisfellingunni
Jónas Haralz tal-
aráfundi Hvatar
í kvöld talar Jónas Haralz
bankastjóri um „Island í alþjóð-
legu efnahagslegu samhengi
næstu árin“ á fundi Hvatar,
félags Sjálfstæðiskvenna. Fund-
urinn verður haldinn að Hótel
Borg og hefst kl. 20.30.
VERÐLAGSRAÐ heimilaði
Strætisvögnum Reykjavfkur og
Kópavogs á fundi fyrir helgina að
hækka fargjöld á öllum leiðum
um 25%. Einstakt fargjald, sem
kostaði 30 kr. kostar þvf nú 36
krónur. Vegna þessara hækkana
hafði Morgunblaðið samband við
Eirfk Asgeirsson, forstjóra
S.V.R., f gær og spurði hann hvort
þessi hækkun nægði til þess að
endar næðu saman hjá fyrirtæk-
inu.
Eiríkur sagói það vera af og frá.
Farið hefði verið fram á 40%
hækkun á fargjöldum um s.l. ára-
mót en engin hækkun fengist þá.
Sú 25% hækkun, sem nú hefði
fengist, myndi rétt nægja til að
mæta þeim hækkunum, sem orðið
hefðu vegna gengisbreytingarinn-
ar og enn vantaði 40% sem beðið
var um í vetur.
Hann sagði, að gengislækkunin
hefði þýtt 60 milljónir í aukinn
reksturskostnað á ársgrundvelli.
Því gæti hver maður séð, að þessi
hækkun nægði strætisvögnunum
engan veginn. Fimm nýir strætis-
vagnar af Volvo-gerð munu brátt
bætast við flota SVR, og ætlunin
er aó taka 15 nýja vagna í notkun
á þessu ári. Nýju vagnarnir eiga
Framhald á bls. 22
gerðardómi, þ.e. atriði er varðar
launakjör i sambandi við gengis-
breytinguna. Næsti fundur er
boðaður eftir helgi.
Verkfall verkalýðsfélagsins i
Vestmannaeyjum á að koma til
framkvæmda 10. april, ef ekki
semst fyrir þann tima. Samkvæmt
upplýsingum Haralds Gíslasonar,
formanns vinnuveitendafélagsins
í Eyjum stóð í gær allt við hið
sama i Eyjum, en Barði Friðriks-
son, skrifstofustjóri VSl, kom til
Eyja á sunnudag og var þar þang-
að til i gærkveldi. Haraldur sagði
að vertiðarfólk sæti samt enn sem
fastast, þótt borið hefði á þvi fyrir
nokkrum dögum, að það væri að
hugsa sér til hreyfings. Var þá
verkfalli frestað í 3 daga og hætti
þá fólk við að fara til lands. Góður
afli kemur nú á land í Eyjum,
þegar gefur. Veróur deilan likleg-
ast lögð fyrir sáttasemjara.
1 gær samþykktu iðnrekendur
samko.mulagið einróma, en kjara-
ráð verzlunarinnar var á fundum
í gær með viðsemjendum sinum i
VR og varð ekki samkomulag á
fundinum. Fundurinn var fremur
stuttur og hefur nýr fundur verið
boðaður á miðvikudag klukkan
21, þremur klukkustundum áður
Framhald á bls. 22
smurolfu og fengu þeir
menn sem á verkstæðinu
ekki við neitt ráðið.
Verkstæðið og veitingaskálinn
voru i eigu fyrirtækis sem nefnist
Hengill sf. og er eign tveggja
bræðra, en það voru einmitt þeir
sem voru að vinna á verkstæðinu
þegar eldurinn kom upp skömmu
fyrir klukkan 9 í gærmorgun.
Annar bræðranna var að rafsjóða
skóflutönn á traktorsgröfu. Stóð
grafan yfir smurningsgryfju.
Neisti hljóp úr rafsuðutækinu
niður í gryfjuna og í smurolíu
sem þar var. Skipti engum togum
að mikili eldúr'gaus upp. Breidd-
ist hann fljótt í tréverk sem þarna
var við og fengu mennirnir ekki
við neitt ráðið. Norðanrok var
þegar eldurinn kom upp og þorðu
mennirnir ekki að opna verkstæð-
isdyrnar og freista þess að bjarga
véiunum af ótta við að eldurinn
myndi þá magnast um allan helm-
ing. Treystu þeir frekar á að eld-
urinn myndi breiðast það hægt út
Framhald á bls. 22
Hækkun
dagblaða
ÞANN 27. febrúar 1975 sóttu
dagblöðin til verðlagsstjóra
um hækkun á áskriftarverði
og lausasölu, sem svaraði
þeirri hækkun er varð við
gengislækkunina á erlendum
kostnaðarliðum vió útgáfu
hlaðanna. Þessi hækkunar-
beiðni hefur nú loksins verið
samþykkt. Askriftarverð dag-
blaðanna verður frá 1. aprfl kr.
700 á mánuði og lausasöluverð
frá 8. aprfl kr. 40 fyrir hvert
eintak.
Valur Valsson ráðinn
aðstoðar bankastjóri
Iðnaðarbankans
Kaup háseta á skuttogurum
KAUP HVERS háseta að skut-
togaranum Ingólfi Arnarsyni
var kr. 126.581.- á mánuði, en
ekki kr. 60 til 70 þúsund eins og
fullyrt var f „Þjóðviljanum"
s.l. sunnudag., samkvæmt upp-
lýsingurn sem Mbl. hefur aflað
sér hjá BUR.
1 grein „Þjóðviljans“ um laun
sjómanna s.l. sunnudag, vitnar
blaðið til ummæla nafngreinds
sjómanns, háseta á skuttogar-
anum Ingólfi Arnarsyni. Vegna
þessara ummæla snerí Morg-
urtblaðið sér til Bæjarútgerðar
Reykjavikur, sem gaf blaðinu
eftirfarandi uppiýsingar:
Skuttogarinn Ingólfur Arnar-
son hóf sína fyrstu veiðiferð á
þessu ári hinn 10. janúar s.l.
Fram til 14. marz s.l. fór skipið
alls 4 veiðiferðir, sem stóðu í 64
daga. Kaup háseta í þessum 4
veiðiferðum (föst laun og afla-
hlutur) nam kr. 270.391.- að
meðtöldum frídögum, eða kr.
126.581.- á mánuði (30 dögum),
auk fæðiskostnaðar, en hann
greiðir útgerðin að fullu í veiði-
ferðum, og fæðispeninga þegar
skipið er i höfn.
Auk þessa greiðir útgerðin i
orlofssjóð, sjúkrasjóð, lífeyris-
sjóð og iðgjöld af lögboðnum
slysa- og atvinnuleysistrygging-
um, frjálsum ábyrgðartrygging-
um o.fi. Þessar aukagreiðslur
nema samt. 12% ofan á kaupjð.
Af framansögðu er ljóst, að
ummæli fréttamanns „Þjóðvilj-
ans“ hljóta að vera á misskiln-
ingi byggð, el,la væru þau ómak-
lég árás á sjómannastéttina og
þá, sem samið hafa fyrir henn-
ar hönd á undanförnum árum,
sagði talsmaður Bæjarútgerðar-
innar.
A AÐALFUNDI Iðnaðarbankans,
sem haldinn var sl. laugardag,
tilkynnti formaður bankaráðsins,
Gunnar J. Friðriksson, á fundi
sfnum 17. febrúar sl. hefði banka-
ráðið ákveðið að ráða Val Valsson
sem aðstoðarbankastjðra. Valur
er fæddur f Reykjavfk og er 31
árs að aldri. Hann lauk prófi frá
Viðskiptadeild háskólans f janúar
1970 og sfðan f maf sama ár hefur
hann starfað við Iðnaöarbankann
sem forstöðumaður hagdeildar.
A aðalfundinum kvaðst Gunnar
J. Friðriksson vænta þess að með
ráðningu Vals Valssonar sem
aðstoðarbankastjóra hefði banka-
ráðið stigið heilladrjúgt skref fyr-
ir bankann — segir í fréttatil-
kynningu frá bankanum.
Valur Valsson