Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen býr yfir einhverju; hann kastar þá glaölega oröum á Orm og segir: Hvaö gengur aó þér, lagsmaóur? Mér sýnist þú vera daufur, allt eins og þú heföir fengið bréf frá henni móöur þinni og hún hefði húósneypt þig fyrir leti, slark og hiróuleysi. Þú heldur sem sé, sagöi Ormur, að þaó mundi koma út á mér tárunum? Ég segi þér satt, annað- hvort iæsi ég ekki þess háttar bréf, eöa ef ég á annaó borö læsi þau, mundi ég leggja höndina á brjóstið og segja meö sálmaskáldinu: Hvar samvizkan er glöð og góö. En það er ööru nær en ég fái þess konar bréf frá henni mömmu, enda get ég ekki skilið í öðru en aö hún megi vera ánægö meö mig; um siðferðið vita allir, hversu heiðarlegt það er, og iðnina og ástund- unina geta allir séð af því, að ég er þó alltaf að færast upp á vió. Þeir verða hærri í lofti, sem hlaðið er undir, og svo er um þig, lagsmaður! Það koma ætíð einhverjir nýir á haustin, sem ýta þér upp á við, en ekki hefur þú hingaó til lyft þér hátt sjálfur. Ég hef átt viö ramman reip aö draga, lagsmaður, þar sem mér alltaf hefur verið aö förla með gáf- urnar, síöan ég kom í skóla; haustió, sem ég kom hingað og settist efstur af busunum, var ég ágætlega gáfaóur, en síðan hrapaði ég um miójan veturinn og skemmdi svo í mér gáfurnar, að þær hafa aldrei náð sér aftur; lengi varð.ég að láta mér lynda að vera sæmilega gáfaöur, og nú er ég fyrst ögn farinn að rétta við aftur, og er það ef til vill meira að þakka HÖGNI HREKKVÍSI 5-24 1975 MeNaught Syndirate, Inr. Hefur nokkur séð bókina sem ég var að lesa? Nei, þetta er ekki sú bók! sætinu, sem ég sit í, en sjálfum mér, því nú trúi ég, að ég sé orðinn vel gáfaður. Nú, þá máttu vera ánægður, sýnist mér, sagði Þórarinn. Nei, til þess, sem ég á nú að gjöra og úr að ráða, finnst mér þurfa meira en aó vera vel gáfaður. Hvaða vandaverk er það? Ekki annað en þaö að útvega henni Sigríði systur minni góðan samastað einhvers staðar í Reykjavík. Er hún skilin við manninn? Nei, það er saga að segja frá þvi; hún sagði skilið við mannsefnið, og nú skilst mér, að svo liggi í því, að hún eigi varla vært þar eystra út úr öllu klórinu, og af því veró ég að drekka; vandanum er hrundið á mig. Mér sýnist vandinn ekki stór; viljir þú ekki láta Skarfarnir frá Útröst Piltur fór nú út í hesthúsið aftur og var stúrinn og sorgmæddur, eins og við er að búast. Þar sagði hann Skjóna frá því, að nú hefði konungur krafist þess af sér, að hann útvegaði konungsdóttur jafn stóran og stæðilegan brúðarhest, eins og Skjóni væri brúðgumahestur, annars skyldi hann engu fyrir tína nema lífinu. „Þetta býst ég við að verði erfitt“, sagði piltur, „því þinn líki er ekki til í heiminum". „Ó-jú, til er minn líki“, svaraði Skjóni, „en það er ekki neinn leikur að ná í hann, því hann er í víti, klárinn sá. En reyna verður við þetta þó. Nú skaltu fara til konungsins og biðja um nýjar skeifur handa mér, og í þær þarf enn tuttugu pund af járni og tólf af stáli, og tvo smiði, annan til að smíða, hinn til að járna, en gættu vel að því, að skaflarnir verði bæði sterkir og hvassir, og tólf tunnur af rúgi og tólf tunnur af byggi og tólf uxaskrokka verðum við að hafa með okkur, og allar tólf húðirnar af uxunum. í gegnum hverja húð skaltu láta reka tólfhundruð nagla, og hafa þá fasta í húðunum, en vel verðurðu að sjá um að allt verði eins og ég hefi sagt, annars fer illa fyrir okkur, og ennfremur verðum við að hafa með okkur tjörufat, sem tekur tólf tunnur af tjöru“. Piltur fór nú til konungs og bað um allt, sem Skjóni hafði sagt honum, og enn fannst konungi skömm að neita honum um þetta og lét hann hafa allt, sem hann bað um. Síðan steig piltur á bak Skjóna og hélt af stað, og er hann hafði farið langar leiðir um fjöll og heiðar, spurði Skjóni: „Heyrir þú nokkuð?“ „Já, ég heyri ferlegan þyt í loftinu, hann er svo óttalegur, að það fer hrollur um mig“, sagði pilt- urinn. „Það eru allir fuglar skógarins, sem eru á eftir okkur“, sagði Skjóni, „þeir hafa verið sendir til þess að stöðva okkur. Skerðu nú gat á kornsekkina, þá fá fuglarnir svo mikið í gogginn, að þeir gleyma að eltast við okkur“. FERDINAIMD h. m<6lmoí9unkQflinu George er enn að byggja og bæta við hjól- hýsið okkar. Æi, góði, — þetta er bara fyrri maóurinn minn. sækja blaðið að útihurð- inni þeirra. Ég held að pabba þinn gruni eitthvað, hann veit sem er að grimu- balla-vertíðinni er fyrir löngu lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.