Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 36
}Hor0ttnb(abib P$r$tttt!ila^íb RUClVSinGRR ljj|v>*22480 PorjjvmtiTntníi RUGIVSinCRR ^-«22480 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRlL 1975 Sænskt fyrirtæki vill kaupa 40 lest- ir af reyktum laxi GOTT verð fæst nú fyrir reyktan lax í Svíþjóð og Frakklandi og hefur sænskt fyrirtæki óskað eft- ir að kaupa i það minnsta 40 lestir af reyktum laxi frá Islandi á þessu ári. Gmboðsmaður þessa fyrirtækis á Islandi, Olafur Jónsson í L'nex, sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann i gær, að hann væri nú búinn að auglýsa eftir laxi til reykingar, en hann vissi ekki hve mörg tonn hann gæti fengið. Ólafur sagði, að fram til þessa hefðu málin staðið þannig, að ís- lendingar hefðu ekki verið sam- keppnisfærir á erlendum mörkuð- um með þessa vöru. Málin hefðu hins vegar breytzt mikið vegna gengisfellinganna undanfarið og kynningar á þessari góðu vöru undanfarin ár. Sýnishorn hefðu verið flutt út og likað einstaklega vel. Sænska fyrirtækið sem fengið hefði þessi sýnishorn hefði nú farið fram á að fá i það minnsta 40 tonn af reyktum laxi frá islandi og verðið, sem það byði væri hag- stætt. Þessi lax mun að mestu fara á markaó í Svíþjóð en sænska fyrir- tækið mun selja eitthvaö af hon- um til Frakklands. Skipshöfnin varð að yfirgefa Nökkva Ljósmynd ÓI.K.M. HLUSTLNARDLFL — Varðskipið Þór kom til Reykjavikur I gær með hlustunardufl það, sem fannst í Úfeigsfirði á Ströndum um páskana. Þetta dufl er lang heillegast af þeim hlustunarduflum, sem hingað til hafa fundist við landið, en á því eru fjórar hljóðnemaraðir, samtals 32 hljóðnemar. Sérstakar varnarhlffar eru utan um þá. Myndin var tekin skömmu eftir að Þór kom til Reykjavíkur með duflið og virðir skipherra skipsins, Helgi Hallvarðsson, duflið fyrir sér. Hvammstangi, 7. april. VÉLBATLRINN Týr frá Hvammstanga kom með hinn fræga rækjubát Nökkva i togi til Hvammstanga siðdegis i dag, en skipshöfn Nökkva hafði orðið að yfirgefa bátinn er við lá að bátinn ræki upp í f jöru við Heggstaðanes f fyrradag. Nökkva rak þó aldrei alveg upp f fjöru, heldur stöðv- aðist hann við Brimgarðinn þar sem akkerið sem skipverjar höfðu sett útbyrðis hafði fengið góða festu. Rækjubátarnir við Húnaflóa fóru til rækjuveiða á sunnudags- morgun og voru að veiðum norður af Hrútafirði. 1 gærmorgun milli kl. 10 og 12 hvessti snögglega og um svipað leyti drap vél Nökkve á sér. Bátinn tók þegar að reka i átt að nesinu/ þrátt fyrir það að skipverjar bátsins settu út akkeri. Rækjubáturinn Týr var þarna nærstaddur og tókst að koma taug á milli bálanna. Ekki leið á löngu þar til dráttartaugin slitnaði og rak nú Nökkva enn nær brim- garðinum. Tóku skipverjar á Tý það til bragðs, að renna bátnum upp að hlið Nökkva og stukku skipverjar Nökkva, þeir Jón Gest- ur Sveinbjörnsson og Páll Sigurðsson, yfir i Tý. Þegar þetta átti sér stað var veður mjög dimmt og vissu menn ekki um afdrif Nökkva. Þó var farið út á Heggstaðanes seinni partinn og sást þá Nökkvi um 400 metra frá landi og hafði akkerið þá fengið festu. 1 morgun fóru svo menn frá björgunarsveitinni hér á gúmmibát á staðinn og fóru um borð i Nökkva. Skömmu siðar kom Týr á staðinn og tók hann Nökkva i tog og komu skipin hingað um kl. 18 í dag. Talið er að Nökkvi sé með öllu óskemmdur. — Karl. 33% aukning á fram- leiðslu frystihúsa SH — fyrstu 3 mánuði ársins ÞRATT FYRIR sölutregðu á Bandaríkjamarkaði jókst heildar- framleiðsla frystihúsa innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna um 33% fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tfma f fyrra. Nú varð framleiðslan 14000 lestir á móti 10.600 lestum fyrstu þrjá mánuði ársins f fyrra. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri SH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, Skellur sjómanna- verkf all á í nótt? kostar f áskrift kr. 700 á mánuði frá 1. aprfl og f lausa- sölu kr. 40 eintakið frá 8. aprfl. TALSVERÐRAR svartsýni gætti f gærkveldi á að samningar tækj- ust f kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna áður en til fram- kvæmdar verkfalla kemur á mið- nætti i nótt. Þó má segja að heldur hafi verið bjartara yfir bátakjarasamningunum en togarasamningunum, en þó voru báðar deilurnar f mikilli óvissu. Lm 60 til 70% flotans munu stöðvast á miðnætti f nótt, ef ekki Verkalýðsfélag Vopnafjarðar hafnar samkomulaginu: Breidd samkomulagsins of mikil — uppbótin of lág VERKALVÐSFÉLAG Vopna- fjarðar felldi samkomulagið, sem gert var milli ASl og vinnuveit- enda um láglaunabætur. Er það þvf annað verkalýðsfélagið á landinu, sem fellir samkomulag- ið, þótt forsendur Vopnfirðing- anna fyrir höfnun þess séu nokk- uð aðrar en Vestmannaeying- anna. Gfsli Jónsson, fram- kvæmdastjóri Verkalýðsfélagsins á Vopnafirði, sagði í samtali við Mbl. f gær, að helztu meinbugir , sem félagið teldi vera á sam- komulaginu væru að í því væri of mikil breidd og uppbót á láglaun væri of Iftil. „Okkur finnst vera of skammt gengið með samkomulaginu," sagði Gisli, „og fá lægstu fiokk- arnir allt of litla hækkun. A fundi stjórnar og trúnaðarráðs félagsins var samþykkt að reyna að fá meiri hækkun á laun þeirra lægst laun- uðu og jafnvel þó að láglaunabæt- urnar næðu ekki eins hátt upp tekjustigann og i samkomulaginu Við álitum að fólk með tekjur á bilinu 43 þúsund krónur til 56 þúsund krónur þurfi meir á þessu að halda en þeir, sem hafa allt að 70 þúsund krónur í laun.“ Gísli sagði að Vopnfirðingarnir vildu ekki þessa breidd i samkomulag- ið, en i stað þess ætluðu þeir að fá uppbótina á lægstu laun hækk- aða. Munu viðræður milli félags- ins og vinnuveitenda á Vopnafirði hefjast í dag um þetta atriði. Gísli Jónsson sagði að hann byggist ekki við því að þetta mál yrði auðsótt eða að félaginu tæk- ist að koma þessari stefnu sinni fram að einhverju gagni. „En við Framhald á bls. 22 semst og eru þar með taldir allir skuttogarar yfir 500 rúmlestir. Sjómenn á Snæfellsnesi, sem höfðu boðað verkfall frá og með mánudeginum, frestuðu fram- kvæmd þess til 9. apríl til sam- ræmis við önnur sjómannafélög. Félögin í Vestmannaeyjum og I Þorlákshöfn hafa boðað verkfall frá og með 15. apríl. Verkföllin, sem hefjast á mið- nætti i nótt, ná til flotans við Eyjafjörð, Siglufjörð og við Faxa- flóa, svo og á Snæfellsnesi. 1 gær var haldinn fundur i deilunni við togarasjómenn og hófst hann klukkan 14. Var hann stuttur og gerðist ekkert markvert á fundinum. Annar fundur hefur verið boðaður í dag klukkan 17 og að sögn Torfa Hjartarsonar er hann boðaður meir vegna þess að verkfall er yfirvofandi en að von sé um að samkomulag takist á honum. Sagði Torfi að hann vildi hafa þennan fund, ef hið óliklega gerðist að eitthvað rofaði til. Fundur vegna bátakjarasamn- inga hófst hjá sáttasemjara í gær klukkan 16 og stóð sá fundur enn, er Mbl. fór i prentun i gærkveldi. Heldur var léttara hljóð i mönn- um vegna bátakjarasamninganna — a.m.k. var ræðzt við. að menn hefðu vart átt von á þessari aukningu nú, og hann myndi ekki eftir svona mikilli aukningu yfir þriggja mánaða timabil þann tima sem hann hefði verið hjá Sölumiðstöðinni. Þegar á heildina er litið, sagði Eyjólfur, þá kemur í ljós, að fram- leiðslan fyrstu 3 mánuði þessa árs er um 33% meiri en á sama tima i fyrra. Mest hefur aukningin orðið i frystingu á ufsa og ýsu, en fryst- ing á þorski hefur einnig aukist til mikilla muna eða um 23%. Þá sagði hann, að í flest öllum frystihúsum innan SH væri unn- inn fullur vinnudagur. Hinir nýju togarar, sem væru dreifðir víðs vegar út um land, ættu eflaust stóran þátt í þessari miklu aukn- ingu, þvi segja mætti, að aldrei félli niður vinnudagur. Þeir kæmu með hráefnið jafnt og þétt. Að lokum lét Eyjólfur þess getið, að enn væri allt við sama á Bandarikjamarkaði, og litil sem engin von væri um, að úr raknaði á næstunni. Flaug í gegn- um framrúðuna MJÖG hörð aftanákeyrsla varð i Nóatúni s.l. laugardagskvöld er fólksbifreið var ekið aftan á kyrr- stæða mannlausa bifreið. Við áreksturinn flaug farþegi i fram- sæti i gegnum framrúðuna og hafnaði úti á götu. Skarst hann mjög mikið á andliti og höfði. Þá skarst farþegi i aftursæti einnig á höfði en bílstjórinn slapp nær ómeiddur. Bilarnir eru stór- skemmdir. Hætt er við að ekki hefðu hlotizt af svona mikil meiðsli ef farþeginn hefði notað öryggisbelti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.