Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1975 22 — Verkfall? Framhald af bls. 36 viljum aó þetta sjónarmið komi fram," sagði hann og bætti vió að verkföllum á Vopnafirði meðal verkamanna hefði verið frestað til 25. apríl. Morgunblaðið bar þetta sjón- armið undir Björn Jónsson, for- seta Alþýðusambands Islands. Björn sagði að auðvitað væru mis- munandi skoðanir meðal fólks á því hversu hátt hefði átt aó fara með láglaunabæturnar i launa- stiganum, og hann bætti við, aó ef mörkin væru ávallt höfð hin sömu, myndi það aðeins hafa það í för með sér að taxtar klesstust saman og myndi það skapa mörg og margs konar félagsleg vanda- mál innan ASl, þótt slikt myndi aó sjálfsögóu ekki verða á meðal þeirra sem allægstu launin hefðu. Hann kvað menn verða að minn- ast þess, að Alþýðusamband Is- lands væri meira en samband þeirra, sem væru á verkamanna- launum og þvi yrði forystan að hugsa til hópsins í heild. Þá sagði Björn: „Eg tei ekki að ekki hafi verið um neitt val að ræða í þessu efni. Við heíðum ekki fengið neitt meiri hækkun fyrir verkamenn- ina, þótt við hefðum afsalað okk- ur einhverju fyrir iðnaðarmenn- ina. Verið er m.a. að semja við sérstök fyrirtæki, sem hafa fyrst og fremst verkamenn í þjónustu sinni svo til eingöngu og hefðu þá aóeins aðrir vinnuveitendur sloppið. Þeir sem hafa verka- mennina í vinnu, svo sem t.d. fisk- vinnslufyrirtæki hefðu auðvitað ekki hat'l úr meiru að spila þótt hækkunum yrói sleppt á iðnaðar- mönnum og mörkin verið-höfð lægri i samkomulaginu. I fisk- vinnu er verkafólk nær eingöngu ófaglært og hefði því þetta breytta fyrirkomulag ekki veitt neitt meira svigrúm. Er þvi mikiil misskilningur, að þessi mörk haíi á einhvern hátt verið keypt nokkru verði," sagði Björn Jóns- son. _____ _ ^ — Vietnam Framhald af bls. 1 leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni á þingmenn og Eord for- seta að forðast aó kenna hverjir öðrum um hvernig komið er í S-Vietnam. Með þessu var Mans- field að reyna að bera klæði á vopnin, áður en Ford forseti ávarpar báðar deildir þingsins á fimmtudag, þar sem gert er ráð fyrir að hann geri úrslitatilraun til að fá þingió til að samþykkja frekari fjárhagsaðstoð við S- Vietnam. Talið er óliklegt aó þingið verði við þeirri beiðni. Ford, sem kom til Washington í dag eftir 9 daga vinnufrí i Kali- forníu, hefur sett á laggirnar nefnd sérfræðinga til að skila áliti um stöðu máia í Vietnam. Við komuna til Washington sagði Ford við fréttamenn, að Banda- rikjamenn yrðu að horfa ótrauðir til framtióarinnar og missa ekki sjálfstraustið né sjónir af mark- miðum sínum. — Irland Framhald af bls. 1 leiðtogum hersins séu óánægðir með viðbrögð brezku stjórnar- innar við ýmsum kröfum þeirra. Helztu kröfur IRA eru að Bretar kalli allt herlió sitt brott frá N- Irlandí og sleppi lausum öllum föngum, sem í haldi eru án þess að réttarhöld hafi farið fram i máli þeirra. Herma fregnir að leynilegir fundir milli IRA og fulltrúa brezku stjórnarinnar hafi farið fram i dag, til þess að reyna að koma i veg fyrir að vopnahiéíð verði afturkallað. — Tugmilljóna Framhald af bls. 2 að slökkviliðið myndi ráða niður- lögum hans er það kæmi á vett- vang. En sú von brást og eldurinn læsti sig 1 vélarnar og eru þær allar taldar ónýtar. Um verðmæti þeirra má nefna sem dæmi, að ný jarðúta þeirrar tegundar og stærðar sem brann kostar nú um 17 milljónir króna. Þá brann allur tækjakostur verkstæðisins ogveit- ingasalurinn eyðilagðist gjör- samlega — Flest félögin Framhald af bls. 2 en til boðaðra verkfalla VR kem- ur. 9-manna nefnd ASÍ hefur samningsumboð fyrir Verzlunar- mannafélagið og sagði formaður nefndarinnar, Björn Jónsson, for- seti ASI, að í raun hefðu viðræður ekki snúizt um samkomulagið, sem gert var á skirdag, þar eð ljóst væri að VR gæti ekki boðið lægri kauphækkanir en þar voru samþykktar. „Þeir hafa hins veg- ar verið að athuga sin mál gagn- vart stjórnvöldum og hafa ekki viljað skrifa undir á meðan sú athugun hefur farið fram. Eg reikna fastlega með að þeir láti málið ekki fara út í verkfall og láti loka hjá sjötta til sjöunda hverjum kaupmanni á meðan all- ir hinir hafa opið. Með því myndu þeir aðeins missa viðskipti." Björn sagði að jafnvel þótt ekki yrði samkomulag, myndi VR ekki þurfa að láta verkfallið koma til framkvæmda, þar eð unnt væri að dæma kjararáðið til þess að fall- ast á samkomulagið samkvæmt lögum um starfskjör launþega, en þau lög voru samþykkt á Alþingi i fyrra. I lögunum er kveðið á um það — að sögn Björns — að hafi heildarsamtök samþykkt kjara- samninga í einhverri grein, þá skuli hið sama gilda fyrir aðra, sem eru utan víð það. „Eg býst við að þessi lög myndu halda," sagði Björn, „en hins vegar höfum við ekki séð neina ástæðu til þess að fara þessa leið aó óreyndu. Ég hef ekki trú á að neinir erfiðleikar verði I sambandi við þetta." Hjörtur Hjartarson, formaður kjararáðs verzlunarinnar, sagði að innan ráðsins hefði verið fund- ur i dag og hefði mönnum þar sýnzt sitt hverjum. Annar fundur hefur verið boðaður í ráðinu á miðvikudag áður en til samninga- íundarins þá um kvöldið kemur. Um þau rök Björns Jónssonar að unnt væri að dæma kjararáðið til samninga á grundvelli laganna um starfskjör launþega sagði Hjörtur, að lögin gætu ekki átt við um þetta atriði, þar eð hér væri um mál af allt of mikilli stærðar- gráðu að ræða. Hér væri t.d. ekki verið að semja við ný samtök, heldur samtök, sem hefðu farið með samninga allt frá upphafi vega og áður en Vinnuveitenda- sambandið fór með hluta samn- inga við verzlunarmenn. Upphaf- lega var það Verzlunarráðið sem eingöngu fór með samninga við verzlunarmenn og síðan Kaup- mannasamtökin og Félag is- lenzkra stórkaupmanna. Fram hjá því væri ekki hægt að ganga. Ölafur Jónsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, sagði í gærkveldi að þessi lög væru svo ný, að ekki hefði enn á þau reynt, en hann taldi liklegt, að þau ættu við um tilfelli, þar sem um smærri hópa væri að ræða — einstaklinga eða hópa á vinnustað. — Hækkunin Framhald af bls. 2 að leysa gömlu vagnana af hölmi, sem orðnir eru 11 til 14 ára gaml- ir. Þá höfðum við samband við Agúst Hafberg, forstjóra Land- leiða, og spuróum hann hvort ekki væri að vænta hækkunar á leiðinni Reykjavik—Hafnarfjörð- ur. Sagði Agúst, að hækkana á þessari leið væri ekki að vænta á allra næstu dögum. Nú væri verið að athuga rekstur á ferðum Land- leiða á þessari leið, en miklir erfiðleikar hefðu steðjað að hon- um aö undanförnu. Landleiðir hefðu þá sérstöðu framyfir Strætisvagna Kópavogs og Reykjavíkur að fyrirtækið væri einvörðungu háð fargjöldum á hverjum tíma en ekki opinberum styrkjum eins og hin fyrirtækin. Hann benti á, að nú kostaði eitt fargjald til Kópavogs með Land- leiðum 30 krónur, en með strætis- vögnum Kópavogs 36 krónur. Framvegis mun 43 miða far- spjald með S.V.R. kosta 1000 kr., 36 miða farspjald fyrir börn 300 kr. og 43 miða farspjald fyrir aldr- aða 500 kr. —Ráðstefnur Framhald af bls. 14 eyðsla þátttakenda, t.d. innkaup, gjafir, aðrar veitingar, leigubílar o.fl. Ekki er ósennilegt að slík eyðsla sé í námunda við ísl. kr. 8.000.00 á þátttakanda, eða sam- tals ísl. kr. 448.000. Samtals ...ísl. kr. 5.558.143 Alit sérfræðinga S.Þ. Geta má þess í sambandi við ofangreint, að í skýrslu sérfræð- inga á vegum Sameinuðu þjóð- anna er könnuðu íslensk ferða- mál, útgefinni af samgönguráðu- neytinu i ágúst 1973, sagði m.a. um ráðstefnuhald á Islandi: „Mestir möguleikar eru taldir á aukningu ráðstefnuhalds á Is- landi. Talið er að ýmiss konar ráðstefnu- og fundargestir hafi verið 2.700 árið 1972. Með réttu skipulagi og kynningarstarfsemi ætti sá fjöldi að geta vaxið í 5.000 innan fimm ára og 10.000 fyrir 1980. Sérstaklega ætti að beina ráðstefnum á tímann utan aðal- ferðamannatímans og gætu þær haft mikil áhrif í þá átt að lengja hann. Hvað heimamarkaði við- kemur er það siður að halda fundi og þing seinni hluta vetrar. Ráð- stefnuaðstaða, sem byggð yrði, gæti því reiknað með einhverjum innanlandsviðskiptum utan aðal- ferðamannatímans". Ljóst er af ofangreindu aö hér er um mjög mikilvægt mál að ræða fyrir íslenska þjóðarbúið. Aukið ráðstefnuhald utan sumar- tímans nýtir fyrst og fremst þá aðstöðu, sem þegar er fyrir hendi og væri ónotuð ella — og færir þjóðarbúinu milljónir f erlendum gjaldeyri. — Ráðstöfunarfé Framhald af bls. 14 mynd verið lagt fram 6. desember eða áður en flest sveitarfélög hefðu gengið frá fjárhagsáætl- unum sínum fyrir árið 1975. Því kvað ráðherra það enga afsökun, að sveitarfélögum hefði ekki átt aó vera kunnugt um ákvæði frum- varpsins. Ingólfur Jónsson kvaddi sér hljóðs. Hann sagði að frumvarpið væri í flestum atriðum til bóta, en gagnrýndi, að það yki þó mjög verksvið vegasjóðs án þess þó að gera ráð fyrir því að hann hlyti meira fjármagn til þess að spila úr. Hann kvað þvi auðsætt að frumvarpið leiddi af sér að fresta þyrfti enn fleiri verkefnum en þegar hefði orðið að gera vegna fjárvana vegasjóðs, sem brunnið hefði upp í verðbólgu síðustu ára. Hann kvaðst vera andvígur ákvæðum 11. greinar frumvarps- ins og sagði að þau 15%, sem hún gerði ráð fyrir að tekin væru til viðbótar myndu rýra mjög hlut kauptúna og þéttbýlis og myndi hafa það í för með sér, að draga þyrfti úr varanlegri gatnagerð. Að öðru leyti svaraði Ingólfur þvi sem fram hafði komið í ræðu Gylfa Þ. Gislasonar og bað þing- menn forðast að fara i kjördæma- meting og deilur um það, hverj- um bæri meir en öðrum. Hann sagði að þingmenn ættu að líta á þjóðarheildina og hagsmuni hennar, þegar ákveóið væri á hvern hátt eyða ætti fjármunum til samneyzlu. Magnús Kjartansson tók þvi næst til máls og lýsti vonbrigðum sínum vegna „neikvæðra við- bragða samgönguráðherra" við þeirri réttmætu gagnrýni, sem komið hefði fram á 11. grein frumvarpsins. Kvað hann útilok- að að gripa fram i fyrir sveitarfé- lögum mörgum mánuðum eftir að þau hefðu gert fjárhagsáætlanir sínar og taka af þeim framlög, sem þau hefðu gert ráð fyrir sam- kvæmt gildandi lögum. Hann kvað það engin rök hjá ráöherra, að frumvarpið hefði komið fram 6. desember og að sveitarstjórnir ættu að hafa gert sér ljóst, að þetta yrói af þeim tekið. Oftsinnis hefði komið fyrir að frumvörpum hefði verið breytt og það þótt um stjórnarfrumvörp hefði verið að ræða. Háskasamlegt væri að klípa þessa peninga af þéttbýlisstöð- unum og af þeim framkvæmdum, sem hafnar væru. Ef löggjafa- valdið vildi endilega breyta þessu, yrði það að afla fjárins með öðrum hætti en þessum. Þá tók Halldór E. Sigurðsson enn til máls og sagði að ef mönnum væri sérstaklega í nöp við það atriði, hvenær gildistími ákvæðisins hæfist, væri hann til viðtals um breytingar á þvi. Loks talaði Friðjón Þórðarson og hvatti til endurskoðunar 11. greinar frumvarpsins. Benti hann jafn- framt á að um leið og nokkur kauptún hefðu verið gerð að kaupstöðum nýlega, hefðu sýslú- vegasjóðir misst þar talsverðan spón úr aski sínum. Kvað hann samgöngunefnd þurfa að kanna gaumgæfilega, hvort hið nýja frumvarp tæki nægilegt tillit til þeirra breytinga. Friðjón á sæti í samgöngumálanefnd. Að umræðum loknum var frum- varpinu visað til 2. umræðu og samgöngumálanefndar. —Iðnaðarbankinn Framhald af bls. 3 væri með því í aðalatriðum lokið þeim skipulagsbreytingum, sem stefnt var að, þegar bankinn tók tölvu I notkun fyrir 3 árum. Að lokum skýrði Gunnar J. Frið- riksson frá því, að á fundi bankaráðs- ins 1 7. febrúar s.l. hefði það ákveðið að ráða Val Valsson sem aðstoðar- bankastjóra og vænti bankaráðið þess, að með því hefði verið stigið heilladrjúgt skref fyrir bankann. Tekjuafgangur 23.2 millj. kr. Bragi Hannesson bankastjóri skýrði þvi næst reikninga bankans. Rekstrarafkoma varð betri en oftast áður. Tekjuafgangur án afskrifta nam 23.3 millj. kr. Afskriftir nema 4.4 millj. kr. og i varasjóð eru lagðar 6.8 millj. kr. Til ráðstöfunar á fundinum væru þvi 12.1 millj. kr. Rekstrarkostnaður nam á árinu 97.9 millj. kr. Bragi Hannesson skýrði frá þvi, að á árunum 1 972—1 974 hefði starfsfólki bankans einungis fjölgað um 2.2%, en á sama tíma hefði afgreiðslufjöldi og færslumagn auk- ist um 21%. Heildarinnlán i bankanum jukust á árinu um 475.4 millj. kr. eða 29.0% og námu í árslok 2.115,8 millj. kr. Þar af voru spariinnlán 1.649,2 millj kr. og veltiinnlán 466.6 millj. kr. Um 43% innlána bankans eru i útibúum hans. Heildarútlán námu i árslok 1.732.8 millj. kr. og jukust á árinu um 364.5 millj. kr. eða 26.6%. Um 62% útlána bankans eru til iðnfyrir- tækja og iðnmeistara. Bundin inn- stæða i Seðlabankanum jókst á árinu um 46.2 millj. kr. og var i árslok 400.0 millj. kr. Þá var i árslok innstæða á viðskiptareikningi i Seðlabankanum 44.5 millj. kr. Bragi Hannesson skýrði að lokum frá starfsemi veðdeildar bankans, en frá upphafi hafa samtals verið veitt 200 lán úr veðdeildinni að upphæð um 45 millj. kr. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 1 2% arð til hluthafa og leggja 8.5 millj. kr. i varasjóð. Eigið fé Iðnlánasjóðs 833 milljónir Pétur Sæmundsen bankastjóri gerði grein fyrir rekstri Iðnlánasjóðs árið 1974. Kom fram i ræðu hans, að á árinu voru veitt samtals 242 lán að upphæð 317.8 millj. kr. Úti- standandi lán i árslok voru samtals að fjárhæð 1.009.3 millj. kr. Eigið fé sjóðsins jókst á árinu um 186.4 millj. kr. og var i árslok 832.9 millj. kr. Fyrir fundinum lágu tillögur um breytingar á samþykktum bankans svo og tillaga að nýrri reglugerð. Pétur Sæmundsen bankastjóri og Valur Valsson aðstoðarbankastjóri gerðu grein fyrir þessum tillögum, sem voru samþykktar. Á aðalfundinum baðst Vigfús Sigurðsson húsasmiðameistari undan endurkjöri i bankaráðið, en hann hefur átt þar sæti s.l. 12 ár. Voru honum þökkuð mikil og giftu- drjúg störf fyrir bankann. f bankaráð voru kjörnir: Gunnar J. Friðriksson framkv.stj., Sigurður Kristinsson málarameistari og Hauk- ur Eggertsson framkv.stj. í vara- stjórn voru kjörnir: Kristinn Guðjónsson forstj., Þórður Gröndal verkfr. og Sveinn S. Valfells verkfr. Iðnaðarráðherra skipaði þá Magnús Helgason framkv.stj. og Pál Sigurðsson rakarameistara sem aðalmenn i bankaráðið og Guðmund Guðmundsson forstj. og Runólf Pétursson, form. Iðju, sem vara- menn. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Haukur Björnsson framkvstj. og Þór- leifur Jónsson framkvstj. — Sveitarfélög Framhald af bls. 3 Þar voru lagðar fram niðurstöður könnunar á þvi hvernig háttað væri fjárveitingum til menningar- mála hjá 90 sveitarfélögum i Evrópu. Framlög þessara sveitar- félaga virtust hækka stöðugt hlut- fallslega með auknum ibúafjölda, unz ibúafjöldi var kominn i 100.000. Þá virtust þau breytast litið upp i 500 000 ibúa. en þá tók hlutfallið aftur að hækka. í sveitarfélögum með 10.000 ibúa voru framlögin 0,74% af heildar- tekjum, á bilinu 10.000—20.000 voru þau 2,35% en 3,69% þegar ibúafjöldinn var á bilinu 50—100 þúsund, en þegar kom yfir 500.000 ibúa var hlutfallið komið upp í 4,04% f ræðu sinni um rikisvald og menningarmá! við opnun ráðstefn- unnar boðaði menntamálaráð- herra Vilhjálmur Hjálmarsson að i þessari viku yrðu lögð fram sex ný og mikilsverð frumvörp um menn- ingarmál. þ.e. endurskoðað frum- varp um almenningsbókasöfn, tvö frumvörp um leiklistarmál, ný Þjóðleikhúafög og lög um leik- listarskóla rikisins. Einnig verður frumvarp til leikhúslaga. sem fjall- ar ura skipulagningu áhugastarfs- ins og skipulegan stuðning ríkis- valdsins við það, lagt fram á þingi þvi sem nú situr. Þá er verið að leggja fram frumvarp til laga um stuðning við tónlistarfræðsluna og i athugun að setja sérstaka löggjöf um Skálholtsskóla, og frumvarp um skólabókasöfn er lagt fram i vikunni. Menntamálaráðherra ræddi um skólamálin áður en hann vék að sviði hinna almennu menningar- mála, sem hann kvað ekki siður umfangsmikil, en kosta þó riki og sveitarfélög mun minna fé, enda komi þar til m.a. i rikara mæli áhugastarf margvislegt. Rakti hann ýmsa þætti rikisins varðandi menningarmál. Þá sagði mennta- málaráðherra m.a.: „íslendingar hafa að minni hyggju mótað meginstefnu í menningarmálum af mikilli skyn- semi. Rikisvaldið eitt tekst á við stærstu viðfangsefnin: Skóla á ef<i stigum, útvarp, þjóðleikhús o.s.frv. Sveitarfélögin koma til samstarfs þar sem reynslan hefur sýnt að það hentar. Á sviði félags mála, iþróttamála, leiklistarstarf- semi og á nokkrum sérsviðum skólamála starfa öflug og óháð samtök áhugafólks. Þau njóta nokkurs fjárstuðnings frá ríki og oft sveitarfélögum og hafa mörg stuðning af landslögum — en er ekki stýrt ofan frá. Ég tel að hér sé i stórum dráttum staðið rétt að málum. Hér er þvi engin þörf um- byltinga. En hratt flýgur stund á atómöld og starfið er margt. Oft heyrist hljóð úr horni um mennta- málin og framkvæmd þeirra i ein- stökum þáttum. Yfir þvi er pkki að kvarta. Lengi má betur og lang- samlega flestir gagnrýnendur meina allt vel". Ráðstefnan hófst með ýmiss konar menningarneyzlu, skóla- hljómsveit Kópavogs lék undir stjórn Björns Guðjónssonar, Kammersveit Reykjavíkur lék und- ir stjórn Páls P. Pálssonar og með einleik Lárusar Sveinssonar, leik arar frá Skagaströnd. þær Bjarney Valdimarsdóttir og Kristin Björns- dóttir, fluttu þátt úr sjónleiknum „Ertu nú ánægð kerling?" og Hólmfríður Sigurðardóttir frá fsa- firði lék einleik á pianó. Og um kvöldið sáu fundarmenn leiksýn- inguna „ Hvernig er heilsan?" i Þjóðleikhúsinu. skoðuðu húsið og ræddu við leikara og starfsfólk. Á mánudagsmorgun hófst ráð- stefnan á Hótel Sögu kl. 9. Þar talaði Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri, um samskipti menntamálaráðuneytis og sveitar- stjórna é sviði menningarmála, og fjórir ræðumenn ræddu hlutverk sveitarstjórna i menningarmálum, Ólafur Thors, forseti borgarstjórn- ar Reykjavikur, Guðjón Ingi- mundarson, fv. bæjarfuiltrúi á Sauðárkróki, Sigurður Blöndal, hreppsnefndarf ulltrúi i Valla hreppi, Steinþór Gestsson, fv. oddviti Gnúpverjahreppi. Jón Baldvin Hannibalsson, bæjarfull- trúi á ísafirði, var veðurtepptur þar, en átti að flytja sitt erindi er úr rættist um samgöngur. Eftir hádegisverðarhlé var tekið fyrir Menntamálaráð og hlutverk þess og var Kristján Benediktsson, formaður þess. f ramsögumaður, Sinfóníuhljómsveit fslands og verksvið hennar, og hafði Gunnar Guðmundsson framsögu og Lista- safn íslands og hlutverk þess, og hafði Selma Jónsdóttir, forstöðu- maður safnsins, framsögu og safn- ið var skoðað. Ráðstefnunni held- ur fram I dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.