Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Askriftargjald 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið jarasamningarnir, sem gerðir voru skömmu fyrir páska, hafa nú verið samþykktir í lang- flestum þeim verkalýðsfé- lögum, sem hlut áttu að máli. í sambandi við af- greiðslu þeirra hefur þrennt komið fram, sem athygli hefur vakiö og er vísbending um, að tals- verós óróa gætir meðal launþega vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem menn almennt hafa orðið fyrir. í fyrsta lagi hafa samningarnir verió felldir í tveimur félögum, verka- lýðsfélögunum í Vest- mannaeyjum og á Vopna- firði. í öðru lagi hefur verið meira um mótat- kvæði á fundum verkalýðs- félaganna, sem samþykkt hafa samningana, en tíðk- azt hefur að jafnaði og í þriðja lagi hafa stöku félög gert ályktanir, þar sem forysta verkalýðssamtak- anna er gagnrýnd fyrir aó standa slælega vörð um hagsmuni félagsmanna þeirra. Engum þarf að koma á óvart, þótt óánægja ríki meðal launþega vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem þeir hafa orðiö fyrir á síðustu 12 mánuðum eða frá því að vinstri stjórnin ákvað að taka kaupgjalds- vísitöluna úr sambandi. Þessi óánægja er skiljanleg og hún er mannleg. En hún gefur tilefni til að minna enn einu sinni á þá stað- reynd, að þessi kjaraskerð- ing er óhjákvæmileg og ef þjóðin neitar að horfast í augu við augljósar stað- reyndir í efnahagsmálum sínum blasir ekkert við annað en atvinnuleysi, öngþveiti og jafnvel ríkis- gjaldþrot. Sérstök ástæða er til að minna á þetta nú, vegna þess að kjarasamn- ingar, sem bersýnilega of- bjóða greiðslugetu at- vinnuveganna mæta gagn- rýni af þessu tagi inn- an verkalýðssamtakanna. Skiljanlegra hefði veriö, ef slík óánægja hefði komið fram á fundum hjá þeim vinnuveitendasamtökum, sem staðið hafa að samn- ingsgerðinni, því að alla vega er hér gengið út á yztu nöf, ef ekki fram af brúninni, þegar um það er að ræða að tryggja afkomu atvinnuveganna sjálfra, sem að sjálfsögðu eru undirstaðan. Hafi þeir samningar, sem gerðir voru á dögunum farið upp fyrir þau lág- launamörk, sem æskileg hefðu verið, ríður a.m.k. á miklu, að í þeim samn- ingum, sem eftir standa viö einstök launþegafélög verði alls ekki farið út fyrir þann ramma, sem settur var í almennu samning- unum og á það einnig við um ríki og sveitarfélög og alveg sérstaklega er ástæða til að vara menn við því að fara út á þá braut að sniðganga þennan ramma með óbeinum kjarabótum umfram það, sem var samið, svo sem flokkatil- færslum og öðru slfku, en það hefur oft viljað brenna við, sérstaklega í samn- ingum ríkisins við opin- bera starfsmenn. Á næsta leiti eru svo vió- ræður um nýtt vísitölu- kerfi. Þær verða að taka mið af því í fyrsta lagi, að óafturkallanleg kjara- skerðing nemi þeim vísi- tölustigum, sem þegar eru komin fram og ekki hafa verið bætt. í öðru lagi, að vísitala viðskiptakjara verki á einhvern hátt inn í kaupgjaldsvísitöluna og í þriðja lagi væri æskilegt, að vísitöluhækkanir á laun væru reiknaðar ekki oftar en tvisvar og í mesta lagi þrisvar á ári í stað fjórum sinnum á ári nú. Bersýnilegt er, að nú er verið að þenja greiðslugetu atvinnuveganna út á hin yztu mörk. Sú hætta er augljóslega yfirvofandi, að á þessu ári verði launakerf- ið með einhverjum hætti sprengt upp og stjórnlaus verðbólga dembist yfir á ný. Sú hætta er fyrir hendi, að sú óánægja, sem fram hefur komið f verka- lýðsfélögunum méð núver- andi samninga leiði til þess, að verkalýðsfor- ingjarnir freistist til óábyrgari afstöðu í samn- ingum en þeir hafa sýnt að þessu sinni. Þess vegna skal það enn einu sinni ítrekað, að kunni menn sér ekki hóf og stilli kröfugerð í samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna getur það haft alvarlegar og örlaga- þrungnar afleiðingar fyrir framtíð íslenzku þjóð- arinnar. Það er vel skiljan- legt, að mörgum finnist erfitt að láta enda ná saman miðað við núver- andi launakjör og verðlag í landinu en þá skyldi þess gætt, að allur almenningur hefur vanið sig hin siðustu ár á lífskjör, sem í raun og veru enginn grundvöllur var fyrir og þá er enginn annar kostur fyrir hendi en sá að venja sig af þeim á ný. LAUNARAMMANUM VERÐUR AÐ HALDA Frank Stella I Listasafni Islands hefur undanfarið staðiö yfir sýning á grafíkmyndum hins þekkta bandarfska grafík-listamanns Frank Phiiip Stella, og mun henni fara aó ljúka. Stella fæddist í Malden/Boston 1936 og stundaði nám vió Philips- listaháskólann í Andover, þar sem hann nam undirstöðuatriðí málaralistar. Arin 1954—58 las hann sögu við Princeton- háskólann og vann samtimis á vinnustofum listamanna og var þá undir áhrifum abstrakt- expressjónismans. Hann kynn- ist myndum þeirra Jasper Johns, Rothko og Barnet New- man og málar fyrstu myndir sínar i New York, hinar svo- nefndu „transitonal paintings" og „black paintings1', sem hann sýndi hjá Leo Castelli og í Museum of Modern Art. Arió 1960 lauk hann við svörtu röð- ina svonefndu og byrjaðí á ál- Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON röðinni, en það eru fyrstu myndirnar á lérefti. sem hafa ytri takmörk og skapa sér ínnri byggingu. 1 kopar röóinni (1961) dregst myndefnið saman í einingar sem setja má saman og samsetningar þeirra þróast í ýmsar myndir. Einkenni mynda Frank Stella er að þær koma fram í ákveðnum myndröðum þar sem hann tekur fyrir ákveðið af- markað þema, — þetta birtist í því að myndirnar eru ekki aðeins einingar sem skipað er í ákveðna röð, heldur er fremur um það að ræða, að raðir staðl- aöra eininga mynda eina heild. Með þvi að skipa þeim undir eitt myndarhugtak fást þannig ekki einungis alveg nýir kostir i samstillingu, heldur verður skerfur einstakra myndforma til heildarinnar einnig augljós. Myndraðirnar eru auðgreindar á samkynja geometrískum ein- ingum — linu- og flatarmynd- um, og einföldum litum, svo sem svörtu, eða á sambandi lita og forma, eins og i marglitu V-röðunum og óreglulega form- uðu myndunum. Myndraðirnar eru óháðar hver annarri, en hægt er aó bera þær saman að því er snert- ir sameiginlega viðleitni þeirra til þess að skapa sýnimyndir af hlutum í samhengi með reglu- festu, samhverfum, einingu og einfaldleik. Þessar upplýs- ingar, sem færðar eru i stílínn úr sýningarskrá, lýsa ágætlega vel list þessa listamanns á mjög þröngu og yfirveguðu sviði. Naumast getur þetta talist spennandi fyrir hinn almenna íslenzka listskoðanda en engu að síöur er hér um að ræða merkilegan myndlistarmann og gildi mynda hans byggist ekki sist á hinni grafisku nákvæmni og óaðfinnanlegu vinnubrögð- um, sem vekur aðdáun þeirra er þekkja til tæknibragðanna. Eg þekki vel til þessa lista- manns af sýningum erlendis og veit að myndir hans falla mjög vel inn i heildarsvip annars konar mynda, rólegar en áleitn- ar. Allt annaó er að sjá myndir hans á sérstakri sýningu þvi þær gera þá allt aðrar og meiri kröfur til skoóenda. En það er vel að Listasafnið skuli hafa séð sér fært að kynna okkur þessa hlið bandariskrar flatarmáls- listar og þaó er ómaksins vert fyrir listskoðendur að líta inn i sali safnsins, og bent skal að lokum á hinn óaðfinnanlega frágang myndanna, en af honum getum við mikið lært. — Við þökkum svo Listasafni Is- lands og Menningarstofnun Bandarikjanna, sem hefur veitt fjárstyrk til þessarar sýningar framtakið, og skal hér áréttuð nauðsyn þess aó safnið komist i veglegri húsakynni, sem veitir slíkri starfsemi meira svigrúm. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.