Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 17
 .í. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1975 17 Sikkim hluti af Indlandi Símamynd AP Eins og skýrt var frá í Mbl. urðu mikil snjóflóð í Sviss og Austurríki um síðustu helgi og fórust þá yfir 30 manns. Hér sést járnbrautarlest milli Chur og Disents i Sviss, sem fór út af sporinu í snjóflóði, en snjóflóðin eru sögð þau mestu að vori í Sviss frá upphafi. Kommúnistar hefja meiri háttar sókn í Thailandi Nýju Delhi, 10. april. AP. Reuter ÞINGIÐ f smárfkinu Sikkim í Himalayafjöllum samþykkti i dag að leggja niður furstadæmið f landinu og sækja um inngöngu I indverska sambandsrfkið. Til- kynnt var að ákvörðunin yrði bor- in undir þjóðaratkvæði. Furstinn, Palden Thondup Namgyal, er einangraður i höll sinni og nýtur verndar indveskra hermanna, sem afvopnuðu lifvörð Ivar Noörgaard: Brottför Breta úr EBE gæti skapað erfiðleika Kaupmannahöfn 10. apríl Reuter. Ivar Noöergaard, sem fer með EBE-málefni f Dan- mörku, sagði f viðtali, sem birtist í málgagni EBE, Ev- rópu, sem gefið er út f Dan- mörku, að mikil hætta væri á að EBE myndi reyna að takmarka frfverzlunarsamn- ingana við vissar utanbanda- lagsþjóðir, ef Bretar segðu sig úr EBE. Ráðherrann seg- ir að ef Bretar samþykki f væntanlegri þjóðaratkvæða- greiðslu að hverfa úr EBE, geti slfkt valdið mikilli gremju og biturleika. Slfkt, ásamt erfiðum efna- hagsaðstæðum, geti dregið úr möguleikunum á hag- stæðum frfverzlunarsamn- ingum. Slfkir samningar varðandi iðnaðarvörur voru undirritaðir við Finnland, Noreg og Svíþjóð, sem öll áttu aðild að EFTA, er Bret- ar og Danir gengu úr EFTA til að ganga f EBE árið 1973. hans eftir blóðuga bardaga i gær- kvöldi. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, lýsti i dag opin- berlega yfir stuðningi við baráttu þingsins og stjórnarinnar fyrir brottvikningu furstans. Talið er vist að hún samþykki sameiningu Sikkims og Indlands. Innlimunin gæti spiilt sambúð Indlands við Nepal og Kína. Þau ríki báru fram harðorð mótmæli þegar Indverjar tóku að miklu leyti stjórn mála i Sikkim i sinar hendur fyrir tveimur árum eftir uppreisn gegn furstanum og að beiðni hans. Áður hafa þing og stjórn Sikk- ims samþykkt tilmæli til Indverja um að víkja furstanum frá völd- um. Að beiðni stjórnmáialeiðtoga lét indverkst herlið síðan til skar- ar skriða gegn lífverðinum sem var leystur upp. Einn vörður beið bana og f jórir særðust. Stöðugar deilur hafa verið milli Framhald á bls. 20. Bangkok 10. april AP PRAMAN Adireksarn, varnar- málaráðherra Thailands, skýrði frá þvf f dag, að skæruliðar kommúnista hefðu hafið meiri- háttar sókn á hendur stjórnarher- mönnum f héraði f norðurhluta landsins og að þeir hefðu beitt eldflaugum og sjálfvirkum lang- drægum vopnum í átökunum. Sagði ráðherrann, að 16 stjórnar- hermenn hefðu fallið f átökunum f gær og 20 særzt. Atökin voru f Thung Chang í Nan-héraði, sem liggur að landamærum Laos. Ráðherrann sagði, að stjórnar- hermönnum hefði verið sendur liðsstyrkur og hefðu þá skærulið- arnir flúið inn yfir landamæri Laos. Ráðherrann sagði einnig, að talið væri að hér væri um að ræða um 4000 manna lið skæruliða úr ættbálki, sem á rætur sínar að rekja til hæðanna við landamæri Laos, en að þeir nytu stuðnings 50 þúsund manna herliðs N- Vietnama, sem væri meðfram landamærum Laos og Thailands. Nan-hérað er eitt af 30 héruð- um, sem stjórnin í Thailandi hef- ur lýst yfir hernaðarástandi í vegna stóraukinna umsvifa skæruliða kommúnista. Yfirstjórn öryggismálastofnun- arinnar I Thailandi, sem fylgist með aðgerðum kommúnista þar í landi telur að um 7—10 þúsund skæruliðar kommúnista séu nú í landinu, einkum i N- og NA- hlutum landsins. Ráðamenn í Thailandi óttast nú mjög að skæruliðar kommúnista muni auka hryðjuverk sín og fregnir hafa borizt um það, að um 3000 skæruliðar, þjálfaðir i Kina, hafi komið inn yfir landamærin í Nan fyrir einum mánuði. Fregnir þessar hafa ekki fengizt staðfest- ar og erlendir fréttamenn draga sumir hverjir sannleiksgildi þeirra mjög I efa. brott frá eynni. Henry Kissing- er utanríkisráðherra hefur sem kunnugt er tekið virkan þátt í tilraunum til að leysa deiluna og átt margar viðræður við ráðamenn beggja landa. Grfskir diplomatar í Brússel halda þvi fram, að Grikkir muni taka her sinn undan NATO og til að sanna þann ásetning sinn benda þeir á viðræður Bandaríkjamanna og Grikkja um framtíð banda- rfskra herstöðva i Grikklandi. Aðrir diplomatar benda hins vegar á að þær viðræður séu tveggjaþjóða viðræður, þótt svo að herstöðvarnar séu tengdar NATO og benda einnig á að mjög Iftið hafi miðað i þeim viðræðum. Segja þeir, að ef Grikkjum hefði verið alvara um að loka herstöðvunum sem um milli Tyrklands og Grikk- lands. Grikkir lýstu því yfir f desember sl. að þeir væru tilbúnir til viðræðna við NATO um framtfð Grikklands innan bandalagsins. Yfirmenn NATO svöruðu þessu nteð því að senda Grikkjum lista yfir 25 hugsan- leg viðræðuatriði, en Grikkir hafa enn ekki svarað NATO. Ráðamenn NATO vona ein- dregið að Grikkir geri ekki alvöru úr hótun sinni, því að ef af yrði, myndi brottför Grikkja úr hernaðarsamvinnunni skilja eftir skarð i varnarntúrnum, sem bandalagið hefur komið upp frá Tyrklandi til Noregs gegn Sovétríkjunum og banda- mönnum þeirra í Varsjár- bandalaginu. Þeir vona að Grikkir taki viðvaranir banda- Grikkia gagnvart NATO blekking? Þannig liggur fyrsta viðvörunarkerfi NATO-rfkjanna frá Norður-Noregi austur fyrir landamæri Tyrklands. Er hótun Brussel 10. apríi. Reuter. RAÐAMENN í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins f Brússel velta nú mjög fyrir sér hvort Grikkjum sé alvara með hótuninni um að taka gríska herinn undan sameiginlegri herstjórn NATO, eða hvort hér sé aðeins um að ræða blekk- ingu til að reyna að þrýsta á Bandarfkjamenn I sambandi við Kýpurdeiluna. Grfska stjórnin gaf yfirlýsingu þess efnis, að hún myndi taka her sinn út úr NATO l ágúst á sl. ári og sakaði um leið Bandarfk- in um að hafa látið undir höfuð leggjast að koma í veg fyrir að Tyrkir, önnur NATO-þjóð I frá, kæmu á hernaðarástandi milli þjóðanna með innrásinni á Kýpur. Atta mánuðir eru nú liðnir og griskir herforingjar eru ennþá við störf í höfuðstöðvum NATO og öðrum stöðvum bandalagsins nema f Tyrklandi og ekkert hefur dregið úr þátt- töku Grikkja f störfum banda- lagsins að öðru leyti en því, að sendiherra þeirra situr ekki fundi áætlananefndarinnar, DPC. 1 nefnd þessari eiga sæti sendiherrar þeirra aðildarrfkja bandalagsins, sem taka þátt í hernaðarsamvinnu þess. Frakkar drógu sig út úr þeirri samvinnu 1967 og sitja þvf ekki fundina. Diplomatar og aðrir háttsettir embættismenn hjá NATO hallast nú æ meir að þeirri skoðun, að Grikkir noti hótunina til að knýja Bandarfk- in til að aðhafast eitthvað f Kýpurdeilunni, einkum að fá Tyrki til að kalla her sinn á þýðingarlausum fyrir grfskar varnir, hefðu þeir löngu verið búnir að fyrirskipa lokun þeirra. 7 bandarískar stöðvar eru f Grikklandi og á Kýpur með um 4000 manna herliði. I Brússel hallast menn nú helzt að því að Grikkir muni ekki hefja viðræður við NATO fyrr en að loknum viðræðunum við Bandaríkjamenn um herstöðv- arnar. Einnig er á það bent, að ólfklegt sé að Grikkir muni yfir höfuð ræða við NATO, ef þeim tekst að fá Bandarfkjamenn til að koma á eðlilegum samskipt- lagsins alvarlega, um að ekki sé hægt að tryggja Grikklandi, sem á landamæri að einu Varsjárbandalagsríkjanna, Búlgarfu, sjálfkrafa verndun hinna bandalagsríkjanna f þvf tilfelli að til innrásar kæmi, ef Grikkir yfirgefa NATO. Slfk verndun er tryggð f 5. grein NATO-sáttmálans og nær yfir ríki Evrópu og Norður- Amerfku. Hefur grfsku stjórn- inni verið tilkynnt að erfitt yrði fyrir bandalagið að uppfylla þennan hluta sátt- Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.