Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 11. APRIL 1975
35
Nefnd kannar stöðu
og þýðingu íþróttanna
íslandsmótið í borðtennis hefst í kvöld
MENNTAMÁLARAÐUNEYTIÐ
hefur skipað nefnd til þess að
kanna stöðu og þýðingu íþrótt-
anna í þjóðfélaginu og fjárþörf
iþróttastarfseminnar. Athugun
þessi nær bæði til hinnar frjálsu
iþróttastarfsemi og einnig skóla-
íþrótta. Ætlast er til að kannað
verði og gert yfirlit um, hver
aðstaða íþróttastarfinu er nú búin
og hvernig hagkvæmast sé fyrir
hina frjálsu íþróttastarfsemi og
opinber aðila að skipa þessum
málum i framtíðinni. Miða ber
tillögur nefndarinnar við það, að
efla almannaiþróttir, þ.e. iþróttir,
sem menn geta stundað meira og
minna á ýmsu æviskeiði, svo sem
sund, og að iþróttastarfsemin sé
frjáls en njóti stuðnings opin-
berra aðila fjárhagslega og sér-
fræðilega og að um samnýtingu
iþróttaaðstöðu sé að ræða fyrir
hið frjálsa íþröttastarf, þ. á m.
almannaíþróttir og skólaiþróttir.
Nefndinni ber í starfi sinu að
hafa hliðsjón af ályktun íþrótta-
málaráðherafundarins í Bruxell-
es 20.—21. marz 1975, um „opin-
bera aðila og almannaíþróttir."
Er þess beiðst að nefndin ljúki
störfum svo fljótt sem unnt er og
eigi síðar en innan eins árs.
Ráðuneytið mun sjá um
greiðslu kostnaðar við aðstoð, sem
nefndin þarf á að halda í starfi
sinu, enda sé haft samráð fyrir-
fram við ráðuneytið um það
atriði.
Nefndarmenn eru: Þorsteinn
Einarsson íþróttafulltrúi, for-
maður, Gísli Halldórsson, forseti
Iþróttasambands Islands, Haf-
steinn Þorvaldsson, formaður
Ungmennafélags Islands, Jón As-
geirsson, formaður samtaka
íþróttafréttamanna, og Magnús E.
Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Sambands islenzkra sveitar-
félaga.
(Frétt frá
menntamálaráðuneytinu).
FYRSTA viðavangshlaup Iþrótta-
félagsins Leiknis i Breiðholti fór
fram laugardaginn 29. marz s.l.
Hlaupið var frá Hólabrekkuskóla'
um Austurberg og Norðurfell að
Fellaskóla. Skipt var í tvo flokka
eftir aldri keppenda. Hlupu eldri
börnin, fædd 1965 og fyrr, 1000
metra vegalengd, en yngri börnin,
fædd 1966 og síðar, hlupu 600
metra vegalengd.
Skráðir þátttakendur voru 130
og luku allir hlaupinu nema tveir.
Yngsti þátttakandinn var þriggja
ára, en sá elzti 18 ára.
Sigurvegarar í einstökum flokk-
um urðu eftirtalin:
STÚLKUR:
Fædd mín.
1959: Anna Haraldsdóttir 4,10
1961: Helga S. Alfreðsdóttir 4,40
1962: Laufey Grétarsdóttir 5,00
ÍSLANDSMEISTARAMÖTIÐ f
borðtennis fer fram I Laugardals-
höllinni nú um helgina og að
venju er mjög góð þátttaka i þvf.
Keppnin hefst á föstudags-
kvöldið, kl. 20.00 og verður þá
keppt í tvíliðaleik og tvenndar-
keppni bæði í flokki unglinga og
1963: Eyrún Ragnarsdóttir 4,45
1964: Unnur Guðmundsd. 5,00
1965: Eygló Héðinsdóttir 5,50
1966: Sigrún A. Hafsteinsd. 3,10
1967: Þóra K. Sigvaldadóttir 3,40
1968: Hildur A. Ólafsdóttir 3,50
1969: Eva Sif Heimisdóttir 4,30
1970: Anna K. Arnadóttir 4,55
DRENGIR:
Fæddir mín.
1957: Jónas Clausen 3,45
1959: Gísli Gíslason 3,50
1960: Ólafur Vilhjálmsson 4,15
1961: Magnús Haraldsson 4,00
1962: Hermann Guðmundss. 4,15
1963: Guðmundur Sigurðss. 4,45
1964: Guðjón Ragnarsson 4,15
1965: Guðmundur
Guðmundss. 4,50
1966: Eiríkur Leifsson 3,10
1967: Róbert Örn Sigurðsson 3,15
1968: Baldur M. Þórisson 3,55
fullorðinna. A iaugardag hefst
keppni kl. 15.30 og verður þá
keppt f einliðaleik unglinga. A
sunnudag lýkur svo keppninni og
verður þá keppt i einliðaleik
karla og kvenna. Keppni hefst þá
kl. 15.30.
1971: JónLeifsson 6,35
1972: Jón Ingi Sigvaldason 7,40
Hlaup þetta er jafnframt
bekkjakeppni milli skólanna í
Breiðholtshverfi, og eftir hvert
hlaup eru reiknuð út stig hjá
hverjum bekk. Það er gert á þann
hátt, að bekkurinn fær eitt stig
fyrir hvern hlaupara sem hleyp-
ur. Skiptir ekki máli hvar i röð-
inni keppandinn er. Stigin eftir
fyrsta hlaupið voru þau, að 4.
Alit bezta borðtennisfólk lands-
ins mun taka þátt f Islands-
mótinu. Flestir eru keppendurnir
í unglingaflokki eóa um 100
talsins. Keppendur f karlaflokki
eru um 40 og fá beztu unglingarn-
ir að spreyta sig i þeim flokki.
bekkur AÞ i Hólabrekkuskóla
hafði hlotið 8 stig, I öðru sæti
voru 3. bekkur A i Fellaskóla og
7. bekkur F í Fellaskóla með 7
stig i fjórða sæti var 4. bekkur F i
Fellaskóla með 6 stig, i fimmta
sæti var 3. bekkur H i Fellaskóla
með 5 stig og með 4 stig voru 2.
bekkur B Fellaskóla, 3. bekkur E
Fellaskóla, 3. bekkur F Fella-
skóla, 3. bekkur L. Fellaskóla og
5. bekkur A í Fellaskóla.
Austurbergshlaup
Austurbergshlaup nefnist vfðavangshlaup sem fram fer á
vegum Iþróttafélagsins Leiknis f Breiðholti n.k. laugardag.
Hlaupið hefst kl. 14.30 við Hólabrekkuskólann og er það opið
öllum til þátttöku, yngri og eldri. Eitt slfkt hlaup hefur farið
fram áður og voru keppendur f þvf þá 130 talsins.
130 keppendur í fyrsta víðavangshlaupi Leiknis
Svo virðist sem íþróttaáhugi sé ættgengur, a.m.k. eru þess mörg
dæmi að synir feta í fótspor feðra sinna á fþróttavellinum, og má
nefna um það dæmi úr öllum greinum fþrótta. T.d. eru tveir
leikmenn Vfkingsliðsins f handknattleik, Viggó og Jón, synir
Sigurðar Jónssonar, formanns HSl, er lengi var leikmaður með
Víkingsliðinu í Islandsmeistaraliði Akraness I knattspyrnu eru
nokkrir synir leikmanna þeirra er gerðu garðinn frægan hér fyrr
á árum, Teitur Þórðarson Þórðarsonar, Karl Þórðarson Jónsson-
ar, svo tveir séu nefndir. Vilmundur Vilhjálmsson, frjálsfþrótta-
maður er sonur Vilhjálms Vilmundarsonar er var einn fræknasti
kúluvarpari landsins um 1950, Gunnar Finnbjörnsson, einn bezti
borðtennismaður landsins er sonur Finnbjörns Þorvaldssonar er
var einn bezti frjálsfþróttamaður landsins um árabil, og þannig
mætti lengi telja.
Það er hins vegar fremur fátítt að synirnir taki við dómgæzlu-
störfum f íþróttum af föðurnum, og mikið má vera ef það hefur
ekki verið f fyrsta sinn sem feðgar dæma saman árfðandi leik í
handknattleik, er Haukar og FH mættust f undanúrslitakeppni
Bikarkeppni HSl f fyrradag. Það voru þeir Hannes Þ. Sigurðsson
og Sigurður Hannesson sem dæmdu leikinn. Hannes hefur um
árabil verið I fremstu röð fslenzkra dómara, og Sigurður hefur
jafnan verið talinn standa sig vel. Komust þeir nokkuð vel frá
leiknum f Hafnarfirði f fyrradag, og var sá leikur þó engan
veginn auðdæmdur, enda nágrannarnir f Haukum og FH þekkt-
ari fyrir annað en að nota vettlingatök, þegar þeir mætast f
handknattleik. Myndina af þeim Hannesi og Sigurði tók Friðþjóf-
ur Hclgason.
íú$taiinn
BERGSTAÐASTRÆTI—SÍMi 14350
Ný sending af
kvenkápum
og flauelsdrögtum
Terelynebuxur, nýir litir
ný snið
Glæsilegt úrval af
denim- og flauelisbuxum
Kven- og herrapeysur
í miklu úrvali