Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRIL 1975 íslandssaga 19 Bðkmenntlr eftir ERLEND JDNSSON SAGA ISLANDS I.—II. 306+336 bls. Hid fslenzka bókmenntafélag. Sögufélagið. Rvík 1974—75. ISLANDSSAGA þjóðhátiðar- nefndar undir ritstjórn Sigurðar Lindals fer rösklega af stað, tvö bindi komin með fárra mánaða millibili. Þvi fremur má gera sér vonir um að ekki muni standa á framhaldinu. Takist að ljúka verkinu má það teljast afrek út af fyrir sig ef hiiðsjón er höfð af sambærilegum fyrirtækjum á undan förnum áratugum. Rit- stjóri getur þess í formála að á þessari öld hafi tslendingar „ekki eignazt neitt samfellt yfirlit yfir sögu sina". Ritið heitir „Saga Islands*' og höfundar eru margir. Sú spurn- ing vaknar við lesturinn hvar draga skuli mörkin milli sam- felldrar „sögu" og ritgerðasafns um söguleg efni og undir hvort heitið þetta rit skuli þá flokkast. I formálanum segir meðal annars: „Eins og sjá má, hefur verið leitað til margra sérfræðinga um samningu þessa rits, enda naum- ast á færi neins eins manns að vinna slikt verk. Þvi fylgir að visu sá ókostur, að hætt er við ýmiss konar misræmi, svo sem óþarfa endurtekningum, óeðlilegum hlutföllum milli einstakra þátta og ólikum sjónarmiðum um mat á sögulegum fyrirbærum. Leitazt hefur þó verið við að draga úr sliku eftir föngum, þannig að ritið yrði sem næst því að vera sam- felld heild." Þessi orð Sigurðar Líndals gefa til kynna hluta þess vanda að stýra riti sem þessu. Við það bæt- ist svo að menn eru misjafnlega fljótvirkir. Menn lofa en gleyma, skortir tima vegna annarra starfa eða hreint og beint forfallast og er þá hugsanlega enginn til að hlaupa i skarðið nema ábyrgðar- maðurinn hvað þegar hefur gerst við samantekt þessarar íslands- sögu. Ritstjóri stórverks af þessu tagi þarf að vera ekki aðeins vel heima í viðfangsefninu og góður skipuleggjari, heldur verður hann að hafa myndugleika og stjórnsemi til að segja fyrir verk- um, skera niður eftir þörfum og — endursenda handrit ef settum reglum er ekki hlitt eða verk ekki nógu vel af hendi leyst. Höfundur á hinn bóginn, sem tekur að sér að skrifa um tiltekið efni, verður að fá i hendur ná- kvæma áætlun um allt verkið og fyrirmæli um sinn hlutaþess — hvað hann á að leggja til ritsins og hvað ekki. Sigurður Líndal virðist hafa gefið höfundunum harla frjálsar hendur. Til að mynda ber Með tilliti til þess misréttis á kosningafyrirkomulagi til aðal- funda landshlutasamtakanna, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er það ótakmarkaða vald, sem þeim er ætlað að hafa til að skuldbinda sveitarfélögin mjög viðsjárvert. Mikill minnihluti getur þó algjör- lega drottnað yfir og skuldbundið öll sveitarfélög i kjördæminu fjárhagslega, gegn vilja meiri- hlutans. Með því að lögþvinga sveitarfélögin til þátttöku í lands- hlutasamtökunum, verða þau sveitarfélög, sem eru mótfallin því að leggja út í ýmsan kostnað á vegum samtakanna, engu að síður skyldug til að greiða sinn hluta af kostnaðinum. Landshlutasam- tökin geta með öðrum orðum ráðskazt með fjármuni einstakra mt indinu? ið lögþvinga tjórnvald sveitarfélaga i algjörri óþökk þeirra. Að minu áliti er megin tilgangurinn með þvi að lög- þvinga sveitarfélög til þátttöku í landshlutasamtökum sá, að sam- tökin nái sent viðtækustu valdi yfir málefnum hinna einstöku sveitarfélaga, ekki sízt á sviði fjármála, og að öll sveitarfélögin verði skyldug til að borga kostn- aðinn af öllu þvi, sem landshluta- samtökin taka sér fyrir hendur, hvort svo sem þau vilja eða ekki. Nánari athugunar þörf Sveitarstjórnarmenn hafa almennt sýnt lögþvingunar- tilraunum landshlutasamtakanna mikið afskiptaleysi lengst af. Hin einstöku sveitarfélög hafa mér vitanlega ekki fjallað um málið að neinu ráði, enda ekki leitað eftir áliti þeirra um lögfestingu hins nýja stjórnvalds. Hins vegar hafa nokkrir menn, sem sæti hafa átt í stjórnum landshlutasamtakanna verið kappsfullir um að gera úr þeim nýtt stjórnvaldsbákn. Hafa þeir verið ólatir við aó leita eftir því við alþingi, að það þvingaði sveitarfélögin undir hið nýja stjórnvald með löggjöf. Það er mjög athyglisvert, að i greinargerð með frumvarpinu er ekki nefnt eitt einasta sveitarfé- lag, sem óskað hefur eftir lög- þvingun landshlutasamtakanna. Almenn endurskoðun á löggjöf um sveitarstjórnir stendur nú yfir, og skiptir það meira máli, að tií hennar verði vandað, en að henni verði hespað af á sem skemmstum tima. Eg sé sérstaka ástæðu til að beina því til miðst jórnar og þing- manna Sjálfstæðisflokksins, að þeir beiti sér fyrir nánari athugun þessara mála og kanni viðhorf þeirra manna, sem sæti eiga í sveitarstjórnum sem full- trúar sjálfstæóisflokksins, áður en þeir stuðli að nýrri lagasetn- ingu á þessu sviði. Hin ólýðræðis- lega uppbygging, sem lagt er til í frumvarpinu að verði á stjórn landshlutasamtakanna, sam- rýmist ekki stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Þá er ekki séð fyrir afleiðingar þess valds, sem lands- hlutasamtökunum er ætlaó að hafa yfir fjármálum sveitarfélag- anna, en það kann að þýóa i fram- kvæmd, að hin einstöku sveitar- félög verði að meira eða minna leyti svipt fjárforræði sínu. Eg leyfi mér þvi að lokum að láta i ljós þá von, að alþingi stöðvi framgang þessa máls, að svo komnu máli, eins og það hefur tvivegis gert áður. óhæfilega mikið á endurtekn- ingum, bæði beinum og óbeinum, og mismunandi skoðunum sem erfitt er að henda reiður á og meta þar sem hver hefur unnið í sínu horni. Eg tek hér dæmi af því hvernig höfundar ræða á mis- munandi hátt um mannfræðileg einkenni Islendinga á liðnum öldum. Sigurður Þórarinsson segir svo á bls. 95 í fyrsta bindi: „Um 1100, þegar Hekla leggur Þjórsárdal i eyði, er meðalhæóin um 172 sm. A 17. og 18. öld kemst hún niður í 167 sm, en mun nú vera um 177 sm.“ Skömmu aftar eða á bls. 104 segir Kristján Eldjárn um sama efni: „Til er talsvert af beinum manna frá 10. öld, einkum úr heiðnum kumlum. Þessi manna- bein eru dæmi um beint samband við fornmenn. Eftir beinunum að dæma hefur meðalhæð karla þá verið tæpir 172 sm. Til saman- burðar skal þess getið, að sam- kvæmt mannabeinamælingum hefur meðalhæð karla á 15.—16. öld verið liðlega 171 sm, en á 18. öld liðlega 169 sm." Hér ber ekki alveg saman svo höfundar virðast annaðhvort hafa stuðst við mismunandi heimildir eða lesið á mismunandi hátt úr sömu heimildum og gefur þá auga leið að þeir hafa unnið án sam- bands hvor við annan og án vit- undar um framlag hvor annars. Og enn kemur Jakob Benedikts- son að sama efni (bls. 159—160 i fyrsta bindi): „Um mannfræðileg einkenni landnámsmanna er fjallað hér að framan (bls. 103), og verður það mál ekki frekar rakið hér." Við þessi orð er tvennt að athuga. I fyrsta lagi vísar Jakob aðeins til annars þeirra tveggja staða þar sem fjallað er um „mannfræðileg einkenni". I öðru lagi er tilvísun hans ónákvæm þar sem lítið sem ekkert er um efnið sagt á þeirri bls. sem hann til- greinir heldur á næstu síðum á eftir, bls. 104—106. Annað dæmi og annars konar: Siguröur Þórarinsson hugleiðir íbúafjölda landsins á þjóðveldis- öld og kemst að þeirri niðurstöóu að „meðaltal af niðurstöðum þeirra útreikninga, sem eitthvað er byggjandi á, er um 77 þúsund". I II. bindi (bls. 7) telur Gunnar Karlsson hins vegar „að mann- fjöldinn hafi að likindum verið á bilinu 40—60 þúsund," en bætir síðan við: „Ekki eru þó allir á einu máli um það, enda kemur önnur skoðun frarn i fyrsta bindi þessa rits." Gunnar virðist hafa kynnt sér allýtarlega framlag annarra manna til ritsins og vísar oft til þess eins og ofangreint dæmi sýnir. Gott er það og blessað út af fyrir sig. En betra væri að hverj- um hlut væru skil gerð á einum og sama staó og þar gerð grein fyrir mismunandi skoðunum ef um er að ræða. Verst er á hinn bóginn ef mismunandi sjónar- miðum er kjálkað niður hér og þar án minnstu innbyrðis tengsla eða tilvísana. Ritstjóri segir i formála aó „i upphafi hafði sú stefna verió mörkuð, að ritió skyldi ná til sem flestra þátta Islandssögunnar, þannig að auk stjórnmála-, atvinnu- og menningarsögu yrði þar saga sjálfs landsins og nátt- úru þess — eöa með öörum orðum saga þess umhverfis, sem þjóðin hefur lifað i." I samræmi við þessa stefnu hefst ritið á Jarðsögu Islands eftir Þorleif Einarsson. Þorleifur er orðinn einn þeirra núlifandi islensku jarðfræðinga sem mest hafa skrifað um fræðigrein sína fyrir alþýðu manna. Hann skrífar á hlutlægan og útúrdúralausan hátt eins og raunvísindamanni ber og sómir þáttur hans sér prýðilega þarna fremst í ritinu. Sambúð lands og lýðs I ellefu aldir nefnir Sigurður Þórarinsson sitt framlag, er næst fer á eftir jarðfræði Þorleifs, og fjallar unt ýmis almenn landfræðileg efni á ellefu alda skeiði Islands byggðar, það er að segja allt fram á okkar daga. Fyrirsögnin gefur ótakmarkað svigrúm sem höfundur líka notar — í rauninni væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa alla Islands- söguna undir þessu kaflaheiti. Sigurður skrifar læsilegan rabb- stíl og neitar sér ekki um að láta hugann reika samanber þessa málsgrein svo dæmi sé tekið: „Að sjá ísland landsnáms- manna fyrir sér er eitthvað álika og að sjá fyrir sér á ferðalagi um berangra Grikklands það land, sem Odysseifur þráði forðum tið.“ Hér er sem sagt sögulega skjal- fest að Sigurður hefur komið til Grikklands. Orðasambandið „forðum tíð" notar hann ár og sið. Kristján Eldjárn skrifar þáttinn Fornþjóð og minjar. Hann kveður svo að orói að „ritaðar frásagnir seinni manna má kalla óbein vitni um fornþjóð- ina. Minjarnar eru hins vegar bein vitni, það sem þær ná“. Landnám og upphaf allsherjar- ríkis nefnist næsti þáttur, höf- undur Jakob Benediktsson. Tæp- lega verður slikur rnaður vændur um aó vera ekki nógu vel lesinn i lexiu sinni. Samt er það nú svo að sagnfræði hans svífur allt of mikið í lausu lofti samanber eftir- farandi handahófsdæmi: „Mörkin milli heimalanda og afrétta hafa orðið til smám saman, en um það skortir allar heimildir." Hvi þá þessa getspeki? Hvernig er hægt aó vita hvort mörkin hafa orðið til allt í einu eða „smám saman" úr þvi „um það skortir allar heimildir"? — Annað dæmi um hæpna fullyrðing: „Ari fróói segir að fimmtardóm- ur hafi verið stofnaður á lögsögu- mannsárum Skafta Þóroddssonar (1004—30) og verður sá atburður ekki ársettur nánar, því að ekki er mark takandi á frásögn Njálu um það efni." Hvi er „ekki mark takandi á frásögn Njálu"? Vist hefur Njálu- höfundur verið skáld gott og ekki skort innsæi til að leggja persón- um sinum i munn samtöl og geta i sögulegar eyður. En eru likur til að hann hafi leikið sér að fara rangt með stórmerkilegar sögu- legar staðreyndir sem staóið hafa samtióarmönnum hans ekki fjær fyrir hugskotssjónum en okkur, sex öldum siðar! Og hvaða skilyrði hafa menn nú til að tímasetja nákvæmar atburði á þjóðveldisöid en fróðustu menn á þrettándu öld? Og enn annað dæmi: „Um þjóðskipulag landnem- anna á Grænlandi er fátt vitað með vissu, en sennilegt má telja að það hafi verið sniðið eftir islenzka þjóóveldinu að mestu leyti.“ (Leturbreyting hér). Þessi klausa segir bókstaflega ekkert. Ekki neita ég því sem J. B. segir að „Vinlandsferðirnar urðu ekki tilefni til landnáms á meginlandi Ameriku," en tel að mátt hefði orða svo alkunna stað- reynd á liðlegri hátt. Tveir siðustu þættir fyrsta bindis eru eftir ritstjórann og heita Island og umhcimurinn og Upphaf kristni og kirkju og standa drjúgum nær því aó heita „saga" en sumt sem á undan er komið. Annað bindi hefst svo á þætti eftir Gunnar Karlsson, Frá þjóó- veldi til konungsrikis. Skrif Gunnars eru lífleg og yfirhöfuó útúrdúralaus og að því er manni sýnist byggð á traustri þekking á efninu. Athugasemdir hans eru lika til þess fallnar að bregða ljósi yfir efnió þó fyrir komi full- nútímalegt orðalag eins og þegar hann segir um Heinrek Kársson að hann hafi lengi verió „i þjón- ustu Noregskonungs og hefur sennilega verið ráðunautur hans um Islandsmál". Kirkjusaga Magnúsar Stefáns- sonar Kirkjuvald eflist, er lika greinagóð. Magnús hefur lengi verió búsettur og starfandi í Noregi og er vafalaust heima i norskri kirkjusögu og er því vel dómbær um þann þátt sem kirkj- an átti i að tengja landið norsku kirkju- og siðar einnig konungs- veldi. Er þá komið að þvi efninu sem oft hefur hlotið óveruiegast rúm í ritum af þessu tagi: fögrum list- um. Jónas Kristjánsson skrifar þarna Bókmenntasögu og er sá þátturinn einna lengstur i ritinu til þessa. Bókmenntasaga Jónasar verðskuldar aó mínum dómi margar stjörnur. Hann byrjar á fornum germönskum bragarhátt- um, rekur þráðinn sem sagt aftur i svo gráa forneskju sem komist verður, tekur þvi næst fyrir kveð- skapinn íslenska, eddukvæði og dróttkvæði, og endar á lausu máli. Þættir Björns Th. Björnssonar og Hallgrims Helgasonar um upphaf íslenskrar myndlistar og tón- listarsögu eru lika allrar athygli verðir. Lestina rekur svo Árni Björns- son með Almenna þjóðhætti. Get- ur hann þess i upphafi aó hann muni „fjalla litillega um þá þætti mannlegrar tilveru, sem einna sjaldnast er gaumur gefinn í sagnfræóibókum, nefnilega dag- legt lif rnanna." Síðar segir hann: „Heimildir um þvilík efni eru ein- natt hvað rýrastar, einfaldlega af því þessir hlutir voru of sjálfsagó- ir til að ástæða þætti til að festa lýsingu þeirra á blað. Vilji menn t.d. leita útlistana á brúðkaups- veizlum fyrr á tíðum, þá er um snauðan garð að gresja í saman- lögðum fornritum okkar. Vildi hins vegar svo heppilega til, að maður væri drepinn í slikri veislu, þótti það frásagnaiverður atburður, og þá gátu einstaka svipmyndir af sjónarsviðinu slæðzt með." Þáttur Árna er skemmtilegur. Þar er dregið saman í heild efni sem annars liggur á víð og dreií i margvislegum frumheimildum. Sé svo að lokum endurtekið það sem spurt var í upphafi: sagá eða ritgerðasafn? Hvernig skal þá svara? Ætli hið fyrrnefnda verði ekki ofan á þó sums staöar sýnist muna mjóu. Svo mikils verður að virða þjóðhátíðarnefnd, sem átti frumkvæói að þessu fyrirtæki, og Bókmenntafélagið og Sögufélag- ið, sem sjá um framkvæmdina, að háar kröfur séu gerðar til þeirra góðu herra. Flestir höfundarnir hafa leyst verk sitt vel af hendi, einstaka prýðilega. Tvo eða svo hefði ég í sporurn ritstjóra beðið að eiga ritsmíóar sínar sjálfir. Ytri frágangur er ágætur, mynda- val þar nteð talið svo og prentun texta og mynda. Vonandi tekst að sniða af seinni bindunum þá agnúa sem óneitanlega blasa við augum á þessum tveim en einkum þó hinu fyrsta. Þá munu forstöóu- menn ritsins geta litið yfir unnið verk og sýnst það harla gott. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.