Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1975
|Ht>rsnní>Iatilí>
nucivsincnR
«g, ^-»22480
JHflrgunbTatiií*
BUGlVSinGBR
íg,^-«22480
AHir loðnubátar
hættir veiðum
Heildaraflinn 458 þúsund lestir
LOÐNUVERTIÐINNI lauk form-
lega i fyrradag, en þá komu 4
bátar til hafnar meó 425 lestir.
Hættu þeir þar með veiðunum og
eru þá allir bátar hættir. Loðnu-
vertíðin nú er önnur bezta vertíð-
in frá upphafi. Samtals veiddust
tæplega 458 þúsund lestir, eða
tæplega 4 þúsundum lesta minna
cn á metvertíðinni í fyrra. Afla-
skip vertíðarinnar er Sigurður
RE.
Andrés Kinnbogason hjá loðnu-
nefnd tjáói Mbl. í gær, að siðustu
bátarnir sem komu með aílahefðu
verið Eldborg með 120 lestir, (iisli
Arni með 200 lestir, Guðmundur
með 85 lestir og Loftur- Baldvins-
son með 120 lestir.. Þrír fyrr-
nefndu bátarnir.lönduðu syðra en
Loftur landaði á Siglufirði.
Andrés sagði,- að vertíðin hefði að
sinu mati gengið mjög vel og
örugglega orðið metvertið ef ekki
hefði komið langur ógæftakafli í
marz/ Þá kvað Andrés starf loðnu-
nefndar hafa gengið mjög vel og
væri ekki annað að heyra en
menn væri ánægðir. Nefndin
væri nú að mestu hætt störfum og
nú væri aðeins eftir að ganga frá
ýmsum atriðum að vertíðinni lok-
inni.
Ætla að heimsækja
„huldumanninn”
1 Loðmundarfirði
VEGNA sögusagnanna um huldu-
mann í Loðmundarfirði hefur
verið ákveðið að nokkrir ungir
menn úr Borgarfirði-eystra
skreppi á vélsleðum í Loðmund-
arfjörð og kanni hvort nokkuð sé
hæft i þessu. Tekur slík ferð að-
eins um klukkutima. Það mun að
allega vera fyrir atbeina eigcnda
jarða í Loðmundarfirði að ferð
þessi er farin. Sagði Erlendur
Björnsson sýslumaður á Seyðis-
firði, að líklega yrði skroppið
næsta hjarta dag, en í gær var
ekki hægt að fara vegna dimm-
viðris.
fólkið aftur leið þarna um og stóð
maðurinn þá talsvert frá vegin-
um, alveg hreyfingarlaus. Þetta
var karimaður úlpuklæddur, en
ekki gat fólkið greint andlit hans
þar eð nokkuð var farið að
rökkva. Vegna háttalags manns-
ins var kannað hvort þarna hefði
verið einhver úr sveitínni á ferð
en talið var útilokað að svo væri.
Fleiri telja sig hafa mætt
ókunnum manni og hefur hann í
a.m.k. einu tilfelli falið andlit sitt,
að sögn þeirra, sem telja sig hafa
séð manninn. Þykir fólki eystra
þetta mál hið dularfyllsta.
Ljósm. Sigurgeir.
VERTÍÐIN — Þeir hafa gert það ágætt Eyjabátarnir
að undanförnu. Hér er verið að landa úr einum sem
kom drekkhlaðinn úr róðri. Það voru fullar lestar og
fullt dekk, fiskur um allan bát.
Friðrik og
Pomar gerðu
jafntefli
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari
gerði jafntefli við spænska stór-
meistarann Arturo Pomar á skák-
mótinu á Kanaríeyjum í gær-
kvöldi. Eftir fjórar umferðir cr
Friðrik I 6.—11. sæti með 2 vinn-
inga. I kvöld teflir Friðrik við
Debarnot og hefur hvftt.
Friðrik og Pomar sömdu „stór-
meistarajafntefli“ eftir 17 leiki.
Önnur úrslit urðu þau, að Meck-
ing vann Fernandez í 21 leik,
Hort vann Cardoso í 29 leikjum,
Larsen vann Debarnot í 28 leikj-
um, Anderson og Bellon gerðu
jafntefli, sömuleiðis Tal og
Petrosjan, Tati og Visier. Einni
skák var frestað.
Framhald á bls. 20.
Tveir menn
viðurkenna
skemmdarverk
á skýli SVFÍ
TVEIR menn af Héraði hafa við
yfirheyrslur hjá lögreglunni á
Egilsstöðum viðurkennt að vera
valdir að skemmdunum, sem unn-
ar voru nýlega á skýli SVFl I
Vatnsskarði, milli Héraðs og
Borgarfjarðar eystri. Frá máli
þessu var skýrt I Mbl. á miðviku-
daginn.
Að sögn Björgvins Björgvins-
sonar lögregluþjóns á Egilsstöð-
um gátu mennirnir engar skýr-
ingar gefið á þessu háttalagi sínu,
nema hvað annar þeirra bar við
ölvun. Málið verður sent sýslu-
manni Suður-Múlasýslu til
ákvörðunar. Mun hann annað-
hvort bera fram ákæru á hendur
mönnunum eða senda málið
áfram til saksóknara.
Nú er tæpur mánuður síðan
sögusagnir um ljós í Loðmundar-
firði og ferðir óþekkts manns i
Hjaltastaða- og Eiðaþinghá kom-
ust fyrst á kreik eystra. Morgun-
blaðið ræddi í gær við Sævar Sig-
urbjarnarson bónda á Rauðholti i
Hjaltastaðaþinghá, en við veginn
nálægt bæ hans á óþekkti maður-
inn að hafa sézt 24. marz s.l. Sagði
Sævar svo frá, að þrjár manneskj-
ur í bíl hefðu ekið fram á manninn
og stoppað til að bjóða honum far.
Verkfræðingar Landsvirkjunar:
Sigölduvirkjun tefst vegna van-
kunnáttu og getuleysis verktaka
Anzaði maðurinn engu og var
hinn furðulegasti í allri fram-
komu. Lét hann sig t.d. falla á
jörðina og gróf andlitið i jörðu.
Horfði fólkið steinhissa á aðíarir
mannsins en ók síðan á brott. Sá
það þá að maðurinn reis skyndi-
lega upp og hljóp burtu eins og
fætur toguðu. Rétt á eftir átti
„NU ÞEGAR er ljóst, að f.vrsta
vélasamstæða Sigölduvirkjunar
kemst ekki í gang á tilsettum
tfma, sem er næsta sumar, verkið
er það mikið á eftir áætlun, þvf
miður," sögðu verkfræðingar
Landsvirkjunar, þeir Páll Sig-
urðsson og Egill Skúli Ingibergs-
son, þegar Morgunblaðið ræddi
við þá inni í Sigöldu í vikunni.
Þeir sögðu, að margar ástæður
lægju að baki þessarar miklu
seinkunar sem hefði orðið á öllum
framkvæmdum þar efra. Þó bæri
þar hæst getuleysi og vankunn-
átta verktakafyrirtækisins
Energoproject sem upp hefði
komið þegar hinn íslenzki vetur
Innflutningsg)al(l leigu-
bíla lækkar um helimng
SU BREYTING hefur verið Eerð Matthias Á. Mathiesen fiár- „ , . . . , , . ,
Bandalags tslenzkra leigubifreið-
arstjóra og innti eftir áliti hans á
þessari ákvörðun rikisstjórnar-
SÚ BREYTING hefur verið gerð
um aðflutningsgjöld af bifreið-
um, að innflutningsgjald af bif-
reiðum til leigubifreiðarstjóra
hefur verið lækkað úr 50% f 25%
eins og af öðrum atvinnubifreið-
um. Tollur af leigubifreiðum
verður áfram 40%, en af venju-
legum fólksbifreiðum er greidd-
ur 90% tollur. Lækkun innflutn-
ingsgjaldsins þýðir 150—200 þús-
und króna lækkun á bifreiðum til
leigubifreiðarstjóra.
Matthías Á. Mathiesen fjár-
málaráðherra sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær, að ríkis-
stjórnin hefði gert sér grein fyrir
þvi,að hlutur leigubifreiðarstjóra
hefði verið óhagstæður miðað við
aðra atvinnubifreiðarstjóra hvað
varðaði innflutningsgjaldið og því
hefði henni þótt rétt að leiðrétta
það. Var ákvörðunin tekin i s.l.
viku.
Þá hafði Mbl. ennfremur sam-
band við Úlf Markússon formann
innar. Úlfur sagði m.a.: „Við er-
um að sjálfsögðu mjög ánægðir
með þessa ákvörðun ríkisstjórnar-
innar og teljum að hún hafi sýnt
það i verki sem Geir Hallgrimsson
forsætisráðherra boðaði á sinum
tíma, að samráð yrði haft við stétt-
ir og hagsmunahópa um hliðar-
Framhald á bls. 20.
hefði skollið á. Þetta væri reynd-
ar atriði, sem margir erlendir
verktakar virtust ekki taka með í
dæmið þegar þeir byðu i fram-
kvæmdir á íslandi. Það væri ekk-
ert launungarmál, að erfitt væri
að vinna að vetrarlagi við aðstæð-
ur eins og væru i Sigöldu, en
íslendingar hefðu unnið við
svona skilyrði áður og skilað
verki, aðeins ef stjórn væri á hlut-
unum.
Þeir Egill Skúli og Páll sögðu,
að um leið og fyrstu snjóar hefðu
fallið í nóvember s.l. hefði
reynsluleysi verktakans kómið i
ljós og hefði það nánast leitt til
upplausnar á virkjunarsvæðinu.
Af eigin reynslu væri þessi vetur
ekkert frábrugðinn tiðarfari sið-
astliðinna ára og sýndu veður-
skýrslur það sama.
Þá kom fram, að verktakinn er
mjög illa undir það búinn að
vinna að steypu yfir vetrartim-
ann. T.d. vantar mikið af hiturum
og hlifðarmottum, sem eru nauð-
synleg, ef hægt á að vera að
steypa á þessum árstíma. Af þess-
um sökum hafa orðið einhverjar
frostskemmdir, en ekki munu
þær vera óbætanlegar.
Eins og kunnugt er hafa
Júgóslavarnir haft þá skýringu í
frammi, að ein aðalorsökin fyrir
öllum töfunum væri hinn mikli
vatnselgur á öllu vinnusvæðinu.
Að sögn þeirra Egils Skúla og
Páls er það rétt að mjög mikill
vatnselgur er á öllu svæðinu, og
hefur komizt upp í 1400 sekúndu-
litra. En þegar á útboðsstiginu
var kunnugt um þetta vandamál
og bjóðendum í verkið bar því að
taka tillit til þess.
Sjávarútvegsráðherra:
r
„Utgerðin getur
ekki ein leyst
vanda togaraima’
MORGÚNBLAÐIÐ ræddi í
gærkvöldi við Matthías
Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra og innti hann eftir þvf
hvort ríkisstjórnin væri með f
bfgerð einhverjar ráðstafanir
vegna stóru togaranna. Ráð-
herra sagði:
„Það er enginn vafi á þvi að
Framhald á bls. 20.