Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1975
27
Sigríður Eiríksdóttir
kennari — Minning
F. 18. ágúst 1908.
D. 3. apríl 1975.
FIMMTUDAGINN 3. april s.l.
barst sú fregn, að Sigriður Eiriks-
dóttir, kennari, væri látin.
Andlátsfregn Sigríðar kom ekki
á óvart. Hún hafði átt við mikla
vanheilsu að stríða um langt skeið
og siðustu vikur og mánuði duld-
ist engum, er til þekkti að hverju
fór.
Veikindum sínum tók Sigriður
meó einstakri stillingu og hetju-
lund. Hún var þess fuilviss, að
hún ætti góða heimvon og þvi
væri engu að kvíða.
Sigriður Eiríksdóttir fæddist
18. ágúst árið 1908 á Eyrarbakka.
Foreldrar hennar voru Eiríkur
Pálsson sjómaður og kona hans
Guðbjörg Guðmundsdóttir. Sig-
riður var aðeins nokkurra vikna
gömul, er hún missti móður sína
og var þá tekin í fóstur af móður-
bróður sínum Sigurði Guðmunds-
syni og konu hans Katrínu
Nikulásdóttur, sem bjuggu að
Stórólfshvoli í Rangárvallasýslu.
Hún minntist fósturforeldra
sinna ætið meó mikilli virðingu
og þökk og taldi það gæfu sína
hve hún hafði eignast góða fóstru.
Sigríður lauk kennaraprófi
vorið 1929 frá Kennaraskólanum
og hóf kennslustörf næsta haust.
Fyrstu fimm árin kenndi hún
austur i Holtum i Rangárvalla-
sýslu, en kom þá til Reykjavikur
og stundaði kennslu allt til þess
er hún lét af störfum sökum veik-
inda nú fyrir réttu ári.
Hún kenndi lengst við Mela-
skólann eða frá þvi, að hann tók
til starfa haustið 1946. Aður hafði
hún kennt i 10 ár við Skildinga-
nesskólann, sem segja má að verið
hafi eins konar forveri Melaskóla.
Sigríður var gædd þeim eigin-
leikum, sem góður kennari þarf
að hafa yfir að ráða. Ætti ég hins
vegar aó nefna einhvern hæfi-
leika öórum fremur.sem einkennt
hefði kennslu hennar, nefndi ég
frásagnarhæfileikann. Hún átti
ákaflega auðvelt nieð að segja frá
og gat haldið nemendum sinum
föngnum með frásögn sinni af
hinum ólíkustu efnum og
atburðum.
Sigriður unni Melaskóla og
vildi veg hans sem mestan og hér
dvaldist hugurinn löngum eftir að
veikindi hömluðu henni að starfa
og siðar að koma i heimsókn i
skólann.
Hún talaði um, hve einkenni-
legt það hefði verið s.I. haust,
þegar skólar voru að byrja, að
horfa á nemendur halda i skólann
að loknu sumarleyfi, en taka ekki
sjálf þátt i leiknum eins og hún
orðaði það. Ég held, að það hafi
verið henni þung raun að vera
þannig slitin úr tengslum við
skólastarfið, sem hafði verið ævi-
starf hennar.
Sigríður var eins og áður er að
vikið ágætur kennari. Hún naut
þess að starfa með börnum og
unglingum og var afarvinsæl af
nemendum sinum.
Til marks um það er mér kunn-
ugt um, að gamlir nemendur
hennar komu oft saman til að
rifja upp gamlar minningar og þá
mátti Sigriði ekki vanta í hópinn.
Þetta segir sina sögu og meir en
nokkur orð.
Kennarar og annað starfsfólk i
Melaskóla, sem áttu því láni að
fagna að starfa með Sigriði, minn-
ast hennar með virðingu og hlýj-
um hug. Við flytjum henni
alúðarþakkir að leiðarlokum og
óskum henni góðrar ferðar yfir
landamærin miklu.
Ingi Kristinsson.
1 DAG er til moldar borin Sig-
ríður Eiríksdóttir, kennari. Með
þessum fáu linum viljum við, sem
kynntumst henni sem kennara,
láta í ljós hinztu virðingu og þakk-
læti henni til handa. Sigriður
kenndi lengstan hluta starfsferils
sins í Melaskólanum og það var
fyrir tíu árum, sem veru okkar
lauk þar undir hennar hand-
leiðslu.
Sem krakkar i barnaskóla gerð-
um við okkur ef til vill ekki grein
fyrir þvi, hve hún í raun var mik-
ill kennari. Kennsla hennar tak-
markaðist ekki eingöngu við bók-
ina, heldur miðaðist hún einnig
við að innræta gott hugarfar og
skyldurækni. Með hlýrri fram-
komu sinni sinnti hún okkur öll-
um af mikilli umhyggju, svo að
varanleg tengsl urðu.
Sigríður fylgdist náið með
gömlum nemendum sinum og bar
velferð þeirra sér fyrir brjósti.
Hún bjó okkur mörgum dýrmætt
vegarnesti og leiðbeindi af alhug.
Við minnumst hennar sem merkr-
ar konu.
Gamlir nemendur.
„Til moldar oss vigði
hið mikla vald,
hvert mannslif, sem jöróin elur.
Sem hafsjór, er ris
með fald við fald,
þau falla, en guó þau telur.“
E.B.
Einn er sá gestur, er dyra knýr
hjá oss öllum fyrr eða siðar, dauð-
inn. Ekkert er í senn eins víst og
þó óvíst og koma hans. Vér erum
öll dauðadæmd. En vér vitum eigi
hvenær þeim dómi verður full-
nægt. Flestra vor bíða harmar og
allra biður hel. Nokkur kostur
fylgir slíku hlutskipti. Hann er sá,
að berjast af hugprýði og vaskleik
við ósigrandi féndur. Sá er mikill
sigurvegari — mikil hetja — er
sigrast á stórum hörmum og mæt-
ir örlögum sinum, hversu dapur-
leg sem þau kunna að veróa, með
brosi á vör. Þeir, sem hafa fórnað
lífi sínu í baráttu við ósigrandi
náttúruöfl eða í trylltum leik
hamslausra styrjalda, hafa löng-
um vakið verðskuldaða aðdáun
þeirra, sem álengdar hafa
staðið. En hlýtur það ekki að
vekja enn meiri aðdáun og furóu,
að kynnast konum og körlum, sem
horfast i augu við dauða sinn vik-
um og mánuðum saman og finna
stöðugt nálægð hans i öruggri
vissu um, aó endalokin nálgast
hægt og hægt? Eg held, að maður-
inn — í öllum sinum vanmætti —
sé aldrei stærri en þá. Maðurinn
sjálfur, dýpstu eðlisþættir manns-
sálarinnar, eru aldrei sterkari en
á slíkum örlagastundum.
Sigríður Eiríksdóttir, kennari,
vissi i nóvemberlok 1973, að hún
gekk með ólæknandi sjúkdóm,
F. 2. ágúst 1900
Dáinn 27. febrúar 1975.
Þegar skoðaður er þverskurður
íslenzkrar manngerðar, kemur í
ljós hversu margslunginn hann er
og að þessi litla þjóð á sér syni,
sem sambærilegir eru mestu
mannkosta- og afburðamönnum,
sem milljóna þjóðirnar fóstra.
Eitt af mörgum dæmum um
þetta er Ólafur Tryggvason, sem
nefndur var virðingarheitinu
huglæknir.
Þessi þingeyski bóndasonur
meó alþýðumenntun, sem helgaði
meirihluta lífs síns þvf að hjálpa
náunganum, var fyrir löngu orð-
inn þjóðkunnur maður fyrir
lækningar sinar, sem hann fram-
kvæmdi fyrir mátt bænarinnar.
Hin einlæga trú hans og ein-
stakur bænarhiti urðu þau verk-
færi, sem Guð gat notað til líknar
þjóðum og til vitnisburðar um al-
mættið.
Ólafur vann ýmist einn með
þeim, sem til hans sóttu styrk eða
með bænahringjum. A seinni ár-‘
um hafði hann byggt upp bæna-
hringi víðsvegar um landið, sem
hann heimsótti oft. Hvatti hann
þá til einlægrar trúar, leiðbein-
di þeim og þjálfaði til hins
göfuga starfs. Þótti mörgum of-
gert, er þeir hugleiddu hversu
gífurlegt erfiði hann lagði á sig I
islenzkum vetrarveðrum, þá er
hann lagði ótrauður upp í erfið
ferðalög til líknar náunganum
einatt með léttan mal og lítinn
farareyri.
Sá, sem þetta ritar, átti því láni
sem læknavísindin geta enn harla
lítið ráðió við. Hún spurói lækni
sinn og bað um skýr og undan-
bragðalaus svör. Frá þeirri
stundu vissi hún, að dauðastund-
in nálgaðist fet fyrir fet. Frá
þeirri stundu háði hún vonlausa
baráttu i meira en 16 mánuði með
svo einstæðum kjarki og sálarró,
að aldrei mun gleymast þeim, er
til sáu.
Sigriður var sérstæð kona fyrir
margra hluta sakir. Hún var vin-
föst og traust í öllum skiptum við
samferðamenn sina. Hún liktist
íslenska berginu, blágrýtinu, sem
stendur en haggast eigi, þótt
steypiregn bylji og stórviðri geisi.
En manndómur hennar og stærð
kom skýrast í ljós siðustu vik-
urnar, sem hún Jifði, þegar hún
beið æðrulaus komu dauðans.
Sigriður giftist ekki og átti ekki
börn. En þau eru ófá börnin, sem
notið hafa forsjár hennar og leió-
sagnar fyrstu þroskaár sin i skóla.
Henni var sérlega sýnt um að laða
að sér börn, að fræða þau og
glæða með þeim göfugt hugarfar
og manngöfgi. Mér virtist hún
alla tið umgangast þau eins og
fagran en viðkvæman gróður í
fjölbreyttum og lifríkum skrúð-
garói. Hún fór mildum og mjúk-
um höndum um veikbyggðar og
auðsæróar plöntur og veitti þeim
skjól og öryggi i nepju og næðing-
um mislyndrar veraldar. Mörg
þeirra bundu við hana órjúfandi
vináttu og tryggð, sem entist til
hinstu stundar, og kom það best i
ljós síðasta áfangann í ævi
hennar. Mér er kunnugt um ung-
an mann, sem hún komst i kynni
við nýfæddan og batt við svo ein-
stæða tryggð og vináttu að fágætt
mun vera. Hún varð siðar kennari
hans og fræðari i barnaskóla og
reyndist honum alla tíð eins og
góð móðir. Þessi piltur er nú full-
tíða maður, en hann mun ætið
minnast Sigriðar með djúpri virð-
ingu og innilegra þakklæti en orð
fá lýst.
Sigriður var einfari og dul um
sína hagi. Hún lét ógjarnan i ljós
innstu tilfinningar sinar og kvart-
aði aldrei þó að á móti blési. Jafn-
vel siðustu vikurnar, sem hún
lifði, er allir gátu séð aó hverju
stefndi, bar hún kross sinn i
hljóði og duldi líðan sina fyrir
öðrum, eins og henni var framast
unnt. Ég hygg, að hún hafi kennt
verulegs tómleika og einmana-
kenndar um eitt skeið ævinnar. A
hljóóum stundum hefur henni
fundist tilgangur lifsins fánýtur
og tilveran öll innantómt hjóm.
að fagna að kynnast Ólafi fyrir
allmörgum árum. Teljum við
hjónin það hafa verið okkur mik-
ið lán að hafa eignast traust þessa
mæta hreinhjartaða manns, sem
bar með sér hugarró og lífs-
fyllingu hvar sem hann fór.
Ólafur var vel byggður, meðal-
maður að vexti og samsvaraði sér
I hvívetna. Var hann kvikur.á
fæti og bar aldurinn vel. Fríður
maður sýnum, en mest varð
manni þó starsýnt á augun, sem
voru hlý, djúp og brosmild, en þó
um leið alvarleg.
Þegar ég undirritaður var að
skrá þessi eftirmæli, hringdi til
mín vinur minn norður í landi,
sem var í mikilli raun. Bar Ólaf
þá á góma og er hann hafði verið
nefndur, gat vinur minn þess þá,
að nú hefði verið gott að geta
leitað til Ólafs Tryggvasonar, því
mörg dæmi vissi hann þess, að
fólk úr næsta nágrenni við sig
hefði sótt styrk og bata til Ólafs.
Slíkt var traustið á Ólafi. Það
hlýtur að vera dásamlegt fyrir
mann, sem lifað hefur svo mjög
eftir kærleiksboðskap Krists, að
koma HEIM.
Vissulega hlýtur það að vera
sárt fyrir ástvini hans að sjá á bak
kærum vini, en minningin um
góðan og virtan mann lifir, yljar
og styrkir.
Við, sem áttum bænastundir
með honum, minnumst hans með
djúpri virðingu og þökk fyrir
samveruna og allt starf hans, og
sendum ástvinum hans samúðar-
kveðjur. Michelsen
En hún átti manndóm og þroska
til þess að komast yfir það, án
þess að biða tjón á sálu sinni — án
þess að dapurleiki og vonleysi
„slægi inn‘\ Sólin skein á braut
hennar að nýju og hrakti skugg-
ana á brott. Eg ætla, að eftir það
hafi hún verið sátt við lífið og
tilveruna og liðið vel innra með
sér, jafnvel eftir að hún sá og
fann hinn þunga skapadóm.
Ég hygg, að aðrir muni rekja
ættir Sigríðar og ævistörf og fjöl-
yrði því ekki um þau. Hún var
fædd á Litlu-Háeyri við Eyrar-
bakka hinn 18. ágúst 1908 og
andaðist í Borgarspitalanum í
Réykjavik hinn 3. april s.l. og er
útför hennar gerð í dag frá Nes-
kirkju. Foreldrar hennar voru
Eiríkur Pálsson, sjómaður, og
Guðbjörg Guðmundsdóttir, bónda
á Stórólfshvoli. Sigriður var yngst
systkina sinna, en móðir hennar
andaðist haustið eftir að hún
fæddist. Hún lauk kennaraprófi
vorið 1929 og var farkennari i
Holtahreppi i Rangárvallasýslu
árin 1929—1934. Stundakennari
var hún i Reykjavík 1934—1936
og kennari við Skildinganesskól-
ann og siðar Melaskólann í
Reykjavik frá 1936 þar til í nóv.
1973, er hún varð að hætta
kennslu vegna veikinda. Hún var
þvi kennari i meira en fjörutíu ár
og mun hafa notið óvenjulegs
trausts og virðingar samkennara
sinna og yfirboðara. Hún átti sinn
þátt í að móta og fræða stóran hóp
ungra Islendinga i hart nær hálfa
öld. Lifsstarfs hennar sér þvi viða
stað beint og óbeint og merki þess
munu vara enn um langa framtið.
Sigríður mun hafa trúað því af
óbifanlegri sannfæringu, að lif
Athafnasömu og fórnfúsu lifi í
þágu annarra er lokið. Góður
maður og göfugur er genginn —
trúlega einn af þeim beztu; mað-
ur, sem mikinn hluta ævihnar gat
ekki samvizku sinnar vegna ann-
að en gengið til móts við stundum
hinztu þrár og vonarneista aumra
manna sjálfra, eða þá aðstand-
enda og ástvina þeirra. Bljúgar
þakkir margra fylgja honum yfir
landamærin.
Ólafur Tryggvason gekk auð-
mjúkur og trúr á þeim vegum,
sem það ljós, er hann eygði, lýsti
honum á. Hann lét hvorki trufl-
ast af hrævareldum mannlegrar
þekkingar né blekkingar. Samt
bar hann heilshugar virðingu
fyrir sönnum visindum og göfug-
um merkisberum þeirra. Sjálfur
var hann mörgum ljós í myrkri
örvæntingar og kvíða, en fór
hvergi og aldrei dult með, hvaðan
honum kæmi hæfileikinn til kær-
leiksverka.
Ólafur sá glögglega, hvað til
bjargar má verða og til friðar
heyrir einstaklingi og þjóðum í
hrelldum og afvegaleiddum
heimi. Og hann leitaðist við af
öllu sínu heita hjarta og vió-
kvæmu tilfinningum að leggja
fram sérstæðan skerf sinn til
heilla með því ekki aðeins að
vekja aðra á fáum minnisstæðum
algleymisstundum með honum,
heldur fyrst og fremst að hvetja
til áframhaldandi umhugsunar og
starfa i göfugum og óeigingjörn-
um tilgangi. Þetta skeði allvíða
um land mörg hin síðari árin.
Hann átti engan söfnuð, en þetta
var svolitil andleg hreyfing, sem
litið hefur farið fyrir, en er þó
lifandi og virkur veruleiki, og
hefur hlutverki að gegna, sem
hann mat svo mikils, að hann
vort hér sé aðeins stuttur kafli á
langri leið og að andinn leiti á
æðri stig, þegar likaminn er allur.
Efalaust hefur sú trú veitt henni
óskiljanlegt þrek til þess að horf-
ast æðrulaus í augu við löng og
nánast óbærileg veikindi. Það er
augljóst að fjölmargir hafa fundið
sálarstyrk i þeirri trú og örugga
kjölfestu á sárustu raunastund-
um. Það er að vísu trú,
sem byggð er á hugsýn og per-
sónulegri sannfæringu en ekki
visindalegum, tölfræðilegum
sönnunum. En hún er lyfsteinn,
sem mildað hefur dýpstu sálar-
mein betur en allt annað.
Eg minnist þrjátíu ára traustrar
vináttu Sigríóar Eiríksdóttur,
þegar leiðir skiljast. Hún var
heimilisvinur fjölskyldu minnar
um langt árabil og varla leið svo
dagur, að hún liti ekki inn eða
hefði samband við okkur á annan
hátt. Því er nú skarð fyrir skildi i
vinahópinn, opið skarð og vand-
fyllt. Að leiðarlokum þökkum við
henni einlæga, fjölskvalausa vin-
áttu, óskum henni fararheilla yfir
dauðans djúp og biðjum henni
allrar blessunar á vegum eilífðar-
innar.
Jón Sigtryggsson.
SIGRIDUR Eiríksdóttir, kennari
lést á Borgarspítalanum 3. þ.
mánaðar.
Ung missti hún móður sína, en
var alin upp hjá Katrinu Nikulás-
dóttur, sem var gift Sigurði
Guðmundssyni móðurbróður
hennar. Katrin reyndist henni
sem besta móðir. Oft minntist hún
fóstru sinnar. Þá kom sérstakur
hljómur í röddína. Milli þeirra
var djúpstæður kærleikur. Fóstru
sína missti hún um það leyti sem
ævistarfið hófst, kennslan.
Margar ógleymanlegar stundir
áttum við í starfi og námi allt frá
þvi við settumst við sama borð i
Kennaraskólanum.
Mörg eru þau börn og unglingar
sem hún hefur kennt og komið til
nokkurs þroska. Það fór aldrei á
milli mála, að hún var mikill
kennari. — Stundum finnst
manni að kennarinn gleymist.
Þess vegna var það svo ánægju-
legt að sjá, hvaó margir mundu
hana og sýndu henni ástúð í
hennar miklu þrautum. Þeim vil
ég öllum færa þakkir.
Þjáningarnar bar hún með
þeirri reisn og æðruleysi, sem
fáum er gefió og engum nema
þeim, sem trúir á lifsundrið,
Framhald á bls. 15
taldi það eitt hið nytsamasta í
heimi. Það byggðist sem slikt á
„tveggja heima sýn“ hans og
treystir brúna milii „lífsins þar og
lífsins hér.“
Þarna er nú skarð fyrir skildi.
Samt munu þær sálir, sem með
honum voru og eru að verki, ekki
láta merki hins göfuga forystu-
manns falla yfir sig óvirkt með
öllu, heldur leitast við að halda
áfram i haukfránum anda hans,
sem gerði sjálfum sér og öðrum
svo ljóst, hvaðan öllum kemur
kraftur til hins góða, fagra og
sanna.
Ég efast um, að margir hafi
verió áhugasamari óg einlægari
lærisveinar Jesú Krists en Ölafur
Tryggvason, og áreiðanlega fáir
meiri sjáendur útyfir „hringinn
þröngva". Ég efast ekki um, að
þar laði hann nú heillandi endur-
sýn. Þar mun bjart i kringum
þennan óvenjulega mann, sem
var svo auðugur i fátækt sinni.
Baldvin Þ. Krist jánsson.
Olafur Trgggvason
huglœknir - Minning