Morgunblaðið - 11.04.1975, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1975
Magnús Jónasson
trésmiður — Minning
Jósep Ragnar
Heiðberg-Minning
Fæddur 15. nóvember 1882.
Dáinn 30. marz 1975.
Þaó kemur engum á óvart,
þegar háaldraður maður hverfur
af sjónarsviðinu. En
„Þegar Hel í fangi minn
hollvin ber
þá sakna ég einhvers af
sjálfum mér‘‘.
Magnús Jónasson tengdafaðir
minn var á 93. aldursári, þegar
hann lézt á páskadag, þann 30.
marz. Kona hans, Sigurjóna
Magnúsdóttir, lézt fyrir rúmum
tveimur árum.
Mörgum góðum manneskjum
hef ég kynnzt um dagana en
engum betri en þeim hjónum.
Hjálpsemin og elskusemin var
slik, ekki aðeins i garð barna
þeirra, tengdabarna og barna-
barna, heldur og i garð vina og
kunningja, að fágætt má heita.
Bæði unnu þau söng og það var
niikið sungið, er ættingjar og vin-
ir heimsóltu þau á tyliidijgum.
Ættir þeirra kann ég ekki aö
rekja, en ég veil að bæði unnu
þau hörðum höndum frá barn-
æsku og þar til krafta þeirra
þraut. Skólaganga þeirra mun
ekki hafa verið löng, trúlega
aðeins fáar vikur í barnaskóla, en
þau bjuggu yfir þeim skilningi
hjartans, sem engin skólaganga
getur veitt. Nám þeirra fór l'ram i
háskóla lífsins, sem er öörum há-
skólum æðri, og þar stóöust þau
pröf með miklum ágætum.
Bæði voru þau sjúklingar síð-
ustu æviár sín, en nutu þá ein-
stakrar umönnunar dætra sinna,
Sæunnar og Herdísar, og þeirrar
ágætu konu, Ingveldar Elin-
rruundardóttur, sem búió hefur
hjá þeim að Reynimel 50 um ára-
bil og veitt þeim þá aðstoð sem
hún hefur mátt.
Bæði voru þau Magnús og
Sigurjóna einlægar trúmanneskj-
ur. Ekki veit ég öðrum fremur
hvað við tekur handan landa-
mæra lífs og dauða en ég hef ekki
þekkt aðrar manneskjur sem
frekar hafa átt rétt á að ganga inn
í fögnuð herra sins.
Með kveðju og þökk fyrir allt
það sem þau hafa verið mér og
minni fjölskyldu frá fyrstu
kynnum.
Torfi Jónsson.
Sofiö er ástaraugað þitt
sem aldrei brást, er mætti mínu.
Mest hef ég dáðst að brosi þínu.
Andi þinn sást þar allt með sitt.
J.H.
Er ég kom heim þann 31.3-.
hringdi ég í mömmu og sagði hún
mér þá að hann afi vesturfrá væri
sofnaður svefninum langa sem
hann hefur eflaust lengi þráð,
oröinn 92 ára gamall og þreyttur á
sinni löngu lífsgöngu og átti þvi
hvildina skilið. Mig langar til að
kveðja aía með nokkrum orðum
og þakka honum fyrir allt það
góða sem hann hefur veitt mér og
öllum sínum barnabörnum.
Alllaf var gott og hlýlegt að
koma til al'a því hann tók alltaí
svo glaðlega á móti sérhverjum er
til hans kom, hann naut sín best í
góðum vinahópi við söng og gleði,
og aldrei var eins gaman og er
hann átti afmæli. Hvaö hann var
góður er ekki hægt að lýsa í
nokkrum orðum né mildi eða hlý-
leik hans.
Sæu, Dísu, Ingu Elinmundar og
Guðbjörgu var það að þakka að
hann gat verið heima fram á sið-
ustu stundu.
Elsku Sæa og Disa, Guð veri
með ykkur.
Gerður.
— 5 ára áætlun
Framhald af bls. 5
ingar islensk sovéskra samskipta á
ýmsum sviðum.
Aðilar eru sannfærðir um að góð
samskipti milli íslands og Sovétrikj-
anna á sviði stjórnmála, efnahags-
mála og menningarmála séu báðum
þjóðunum i hag, stuðli að eflingu
friðar og öryggis i Evrópu og séu i
samræmi við hinar jákvæðu breyt-
ingar, sem nú eru að verða i alþjóða-
samskiptum.
Báðir aðilar lögðu áherslu á mikil-
vægi persónulegra funda ráðamanna
og lýstu sig reiðubúna til að auka
slik samskipti.
Aðilar telja jákvæða þá venju er
skapast hefur i samskiptum íslands
og Sovétrikjanna, einkum hjá
utanrikisráðuneytunum, að skiptast
á skoðunum. Það var talið gagnlegt
að halda framvegis áfram slíkum
skoðanaskiptum.
j viðræðunum ráðherranna áttu
sér stað nytsamleg skoðanaskipti
varðandi þróun verslunarviðskipta
milli islands og Sovétrikjanna og
aukna samvinnu á sviði efnahags-
mála, visinda og tæknimála.
Þar að gildistimi fjögurra ára sam-
komulagsins um vöruafhendingar
lýkur á árinu 1975, lýstu aðilar yfir
þeim vilja sinum, að taka upp samn-
ingaviðræður með það fyrir augum
að tryggja frekari aukningu versi-
unarviðskipta
Báðir aðilar lýstu yfir áhuga sinum
á samvinnu að þvi er tekur til vernd-
unar náttúruauðæva og umhverfis-
verndar bæði á tvihliða og fjölhliða
grundvelli.
Aðilar voru sammála um að æski-
legt væri að efla tengsl á sviði menn-
ingarmála, visinda, menntunar og
ferðamála.. Meðan á heimsókninni
stóð var undirrituð áætlun um sam-
starf jslands og Sovétrikjanna í
menningar- og visindamálum á tima-
bilinu 1975—1979. Þannig eru
menningarsamskipti landanna nú
t
Bróðir okkar
ODDUR J. EYJÓLFSSON
andaðist 5. april i Oaklandi, Cali-
forniu
Kristin Eyjólfsdóttir,
Ingunn Eyjólfsdóttir,
Lóló Eyjólfs,
Día Eyjólfsdóttir Daly.
Minningaleiftrin blika, þegar
æskufélagarnir hverfa af sjónar-
sviðinu. Jósep Ragnar Heiðberg,
sem hefur nú kvatt okkur, var
einn þeirra æskumanna, sem lifði
sín táningsár á árunum sitt hvor-
um megin við striðslokin. Þá voru
þeir umrótstfmar i mannlífinu,
sem ef til vill hafa markað mun
dýpri spor í sálir ungmenna þess
tima en almennt er athugað i dag.
Það hefur áreiðanlega að mörgu
leyti verið erfitt fyrir unglinga
þeirra daga að móta lífsstefnu
sína undir skugga styrjaldar-
ógnarinnar, í skynlausu blóðbaði
veraldar.
En hvort sem það var vegna
þessara ógna eða þrátt fyrir þær
þá liðu táningsárin rétt eins og í
dag — hröð og glöð. Lífsþróttur
og glettni Jóseps bugaóist ekki og
í góðum vinahópi var hann í
fararbroddi. Þessi myndarlegi
piltur, hár og spengilegur,
komin á grundvöll, sem tekur til
langs tima i einu.
j viðræðunum kom fram sú skoð-
un, að samvinna landanna beggja i
fiskveiðirannsóknum hefði mikla
þýðingu. Aðilar ákváðu að kanna
möguleika fyrir frekari samvinnu á
þessu sviði.
Aðilar létu i Ijós ánægju yfir nyt-
semi funda þeirra og viðræðna, sem
fóru fram meðan á heimsókn Einars
Ágústssonar til Sovétrikjanna stóð,
og lýstu yfir þeirri sannfæringu sinni
að fundir þessir og viðræður stuðli
að eflingu vinsamlegrar sambúðar
og samvinnu milli Íslands og Sovét-
rikjanna.
Utanrikisráðherra íslands lét i Ijós
þakklæti fyrir gestrisni þá, sem hon-
um og fylgdarmönnum hans hefði
verið sýnd meðan á dvölinni i Sovét-
rikjunum stóð. Fyrir hönd rikisstjórn-
ar íslands bauð hann A.A. Gromyko,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna, að
koma i opinbera heimsókn til ls-
lands. Boði þessu var tekið með
ánægju. Siðar verður ákveðið,
hvenær sú heimsókn fer fram.
Utanrikisráðuneytið,
9. aprit 1975.
ÍHovfliinX>Iaí>ií>
margfoldar
markad vdar
t
Systurdóttir min
SIGRlÐUR LÁRA
PÁLSDÓTTIR
frá Þórormstungu,
Vatnsdal,
andaðist i Chicago, 3 apríl s.l
Hannes Jónsson
Lönguhlíð 1 7.
eignaðist ævinlega vini, þar sem
hann fór, traust þeirra og ein-
lægni. Hvort sem ár skólasamvist-
anna urðu mörg eða fá, þá skildu
þau eftir ljúfar minningar.
Síðar skildu leiðir til margvís-
legra starfa i dagsins önn. Fundir
urðu strjálli og kynninn dofnuðu
án þest að fjara út. Alltaf af og til
hittust gömlu félagarnir. Það
voru stundir upprifjunar og áætl-
ana.
Hinn bjarti piltur fór sína leið
til athafna í lífinu. Honum var
eins og öðrum ætlað dagsverk að
vinna. Arin liðu og hann eignaðist
sína fjölskyldu — dagsverkunum
fjölgaði. Veraldarvafstrið setti
sina punkta og strik í myndina.
Nú er hans dagsverkum lokið.
Hafi hann þökk fyrir samfylgd-
ina. Minningaleiftrin munu halda
áfram að blika í hvert sinn, er við
heyrum góðs drengs getið.
Hvíli Jósep Ragnar Heiðberg í
friði.
ht.
Vinur minn og allra sem áttu því
láni að fagna að kynnast honum,
er horfinn sjónum okkar eins og
er, en kemur í ljós á ný, þegar við
förum í okkar ianga ferðalag.
Jósep Ragnar Heiðberg fæddist
hér í Reykjavík árið 1928.
Foreldrar hans voru hjónin Jón
Heiðberg stórkaupmaður sem
flestir eldri borgarar kannast við
og eiginkona hans Þórey, ættuð
vestan af Mýrum. Heimili þeirra
var annálað fyrir gestrisni og
myndarskap í öllu. Á þessum góða
stað ólst Jósep upp ásamt systur
og tveim bræðrum sem upp kom-
ust. Jósep stundaði nám I
Verzlunarskóla Islands ennfrem-
ur verzlunarnám í Bretlandi.
Hann var við flugnám ungur að
árum og lauk einkaflugmanns-
prófi i þeirri grein. Jósep var
mjög trúaður og víðlesinn á því
sviði svo jaðraði við að undrum
sætti. Því mjög ungur að árum
fékk hann áhuga á þeim málum.
Ég veit að hann var undir áhrif-
um frá föður sinum, minnsta
kosti fyrst í stað, því Jón heitinn
var með trúaðri mönnum.
Jósep giftist árið 1959 Valborgu
Maríu hjúkrunarkonu sem reynd-
ist honum góð kona. Þau
eignuðust fjögdr börn, sem enn
eru ung að árum, mannvænleg og
þeim mjög kær. Góður Guð gefi
móður hans, konu og börnum
þann styrk sem þau þurfa á að
halda og ég óska þeim alls hins
besta í nútíð og framtíð. Satt að
segja get ég vart hugsað mér betri
dreng en Jósep minn. Blessuð sé
minning hans.
Ó.M.
t
Maðurinn minn
VALDIMAR BJARNASON
frá Hellissandi,
Sporðagrunn 2, Reykjavík
andaðist að heimili sínu 9 þ.m
Svanfríður Hermannsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JENS BENJAMÍN ÞÓRDARSON,
Hafnargötu 48,
verður jarðsungtnn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1 2. apríl kl. 2 e h.
Þuríður Halldórsdóttir,
Alda S. Jensdóttir, Sævar Þorkell Jensson,
Halldór Á. Jensson, María Valdemarsdóttir,
Kristinn Þ. Jensson, Elsa Halldórsdóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma
KRISTIN INGVARSDÓTTIR,
Viðimel 27,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunnt i dag, föstudaginn 11 april kl 3
e.h.
Axel Einarsson Unnur Öskarsdóttir
Jóhanna Jórunn Thors Óláfur B. Thors
Kristin Klara Einarsdóttir Árni Indriðason
og barnabörn.
t
Útför eiginkonu minnar, móður. tengdamóður og ömmu
GUÐFINNU ÞORLEIFSDÓTTUR,
Ásvallagötu 24. Reykjavik
fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 12. aprílkl. 10.30 f h
Friðrik Jónsson.
Þorgerður Friðriksdóttir,
Steinn Steinsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, dóttir mín, systir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG KARLSDÓTTIR,
Kleppsveg 58.
verður jarðsett frá Dómkirkjunni laugardaginn 1 2 april kl 1 0 30
Ásdis Karlsdóttir, Ólafur Karlsson,
Gunnar Karlsson,
Karl Þorvaldsson, Þórhildur Karlsdóttir,
Karlotta Karlsdóttir, Magnea Karlsdóttir.
Magnús Karlsson, Þorvaldur Ó. Karlsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför,
SIGURÐAR GÍSLA JÓNSSONAR,
Miðtúni 36.
Sonur og systkini hins látna.
útfaraskreytingar
blómouol
Groðurhusiö v/Sigtun simi 36.7 7'.’.